Morgunblaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 48
48 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2012 Ég mun eyða afmælisdeginum í faðmi fjölskyldunnar,“ segirYrsa Þöll Gylfadóttir rithöfundur sem í dag fagnar þrítugs-afmæli sínu en í gær hélt hún upp á afmælið með vinum og skáluðu þau eftirminnilega fyrir deginum á miðnætti. Í tilefni dagsins ætlar fjölskylda Yrsu Þallar að koma saman á heimili móður hennar og snæða saman kvöldverð. Spurð hvort eiginmaður hennar, Gunnar Theodór Eggertsson, muni gera eitt- hvað sérstakt og óvænt með henni í tilefni afmælisins segir hún: „Ég vænti þess að eiginmaður minn komi mér skemmtilega á óvart með morgunmat í rúmið og fallegri gjöf.“ Yrsa Þöll og Gunnar Theodór eiga saman stúlkuna Þórhildi Elínu, sem verður eins árs gömul í september næstkomandi. Í sumar hélt fjölskyldan til Bandaríkjanna þar sem þau eyddu fimm vikum á ferðalagi og segir hún ferðina hafa verið ævintýri líkasta. „Við keyrðum um allt Nýja-England og var tíu mánaða dóttir okkar með í för. Það var sérstaklega skemmtilegt að fylgjast með henni en hún var að upplifa ýmislegt framandi og forvitnilegt í fyrsta skipti,“ seg- ir Yrsa Þöll. Spurð hvort hún sé með nýja bók í bígerð kveður hún já við. „Ég er að skrifa skáldsögu en veit þó ekki alveg hvenær hún kemur út en vonandi ekki síðar en árið 2014.“ khj@mbl.is Yrsa Þöll Gylfadóttir rithöfundur 30 ára Morgunblaðið/Eggert Rithöfundur Yrsa Þöll Gylfadóttir fagnar í dag 30 ára afmæli sínu en um þessar mundir vinnur hún að nýrri skáldsögu. Vonast eftir morg- unverði í rúmið Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Jón Kr. Bjarna- son er níræður í dag, 25. ágúst. Hann fæddist í Ísafirði við Skut- ulsfjörð en bjó meirihluta ævinn- ar í Reykjavík þar sem hann starf- aði sem leigubíl- stjóri. Eiginkona hans er Guðríður Pálsdóttir og varð þeim fjögurra barna auðið. Hann fagnar afmæli sínu í faðmi fjölskyldunnar. Árnað heilla 90 ára Kópavogur Daníel Darri fæddist 1. júní kl. 11.09. Hann vó 3.375 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Helena Rós Hafsteinsdóttir og Þorleifur Reynisson. Nýr borgari Á sta fæddist í Reykjavík og sleit barnsskónum á Jörva við Suðurlands- veg. Hún stundaði nám við Paycr School of Art í New Haven í Bandaríkjunum 1968-69, við Leiðsögumannaskólann 1972-73, lauk stúdentsprófi frá MT 1973, stundaði nám við L’Université de Caen í frönsku, latínu og grísku 1973-74, lauk BA-prófi í frönsku og sálfræði frá HÍ, stundaði viðbót- arnám í námsráðgjöf við Háskólann í Þrándheimi 1981 og fór námsferð til Bandaríkjanna vegna uppbygg- ingar námsráðgjafar við HÍ 1982. Ásta var umsjónarmaður Stund- arinnar okkar 1971-72, kennari 1976-77, tómstundafulltrúi í Fella- helli og Árseli 1978-81, námsráðgjafi við HÍ 1981-99, forstöðumaður þar 1991-99, kennari í námsráðgjöf við HÍ 1988-89, var sjálfstætt starfandi náms- og starfsráðgjafi frá 1999 og hefur sinnt nýsköpunarverkefnum á sviði náms- og starfsráðgjafar. NemaCode og Nemanet Segðu okkur svolítið nánar frá þessu nýsköpunarstarfi, Ásta. „Framlag mitt hefur einkum fal- ist í tveimur verkefnum. Annað þeirra felst í nýrri aðferð við túlkun áhugasviðsgreininga og heitir NemaCode. Verkefnið var unnið með styrk Leonardo-áætlunarinnar og í samstarfi við þrjú Evrópulönd. Meistarinn að baki flestöllum áhugasviðsgreiningum er John Ásta K. Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri NemaForum – 60 ára Hjónasæla Ásta og Valli völdu sér ekki starfsöryggi innan opinberra stofnanna. Starfsvettvangur þeirra hefur ver- ið frjáls markaður hugmynda, kenninga, tónlistar og menningar. Samt alltaf jafn sæt, vinsamleg og skemmtileg. Í kúltúr og kennismíði Ásta og John L. Holland Farið yfir nýja túlkun á áhugasviðsgreiningu. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjónVERKFÆRIN FYRIR SKÓLANA FÁST Í BRYNJU Lykilverslun við Laugaveginn frá 1919 Áratuga þekking og reynsla Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | brynja@brynja.is | opið virka daga frá 9-18 og lau frá 10-16 HEFILBEKKIR, HVERFISTEINAR, BRÝNI, TÁLGUHNÍFAR, SMÁFRÆSARAR, ÚTSKURÐAR- OG RENNIJÁRN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.