Morgunblaðið - 25.08.2012, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 25.08.2012, Qupperneq 48
48 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2012 Ég mun eyða afmælisdeginum í faðmi fjölskyldunnar,“ segirYrsa Þöll Gylfadóttir rithöfundur sem í dag fagnar þrítugs-afmæli sínu en í gær hélt hún upp á afmælið með vinum og skáluðu þau eftirminnilega fyrir deginum á miðnætti. Í tilefni dagsins ætlar fjölskylda Yrsu Þallar að koma saman á heimili móður hennar og snæða saman kvöldverð. Spurð hvort eiginmaður hennar, Gunnar Theodór Eggertsson, muni gera eitt- hvað sérstakt og óvænt með henni í tilefni afmælisins segir hún: „Ég vænti þess að eiginmaður minn komi mér skemmtilega á óvart með morgunmat í rúmið og fallegri gjöf.“ Yrsa Þöll og Gunnar Theodór eiga saman stúlkuna Þórhildi Elínu, sem verður eins árs gömul í september næstkomandi. Í sumar hélt fjölskyldan til Bandaríkjanna þar sem þau eyddu fimm vikum á ferðalagi og segir hún ferðina hafa verið ævintýri líkasta. „Við keyrðum um allt Nýja-England og var tíu mánaða dóttir okkar með í för. Það var sérstaklega skemmtilegt að fylgjast með henni en hún var að upplifa ýmislegt framandi og forvitnilegt í fyrsta skipti,“ seg- ir Yrsa Þöll. Spurð hvort hún sé með nýja bók í bígerð kveður hún já við. „Ég er að skrifa skáldsögu en veit þó ekki alveg hvenær hún kemur út en vonandi ekki síðar en árið 2014.“ khj@mbl.is Yrsa Þöll Gylfadóttir rithöfundur 30 ára Morgunblaðið/Eggert Rithöfundur Yrsa Þöll Gylfadóttir fagnar í dag 30 ára afmæli sínu en um þessar mundir vinnur hún að nýrri skáldsögu. Vonast eftir morg- unverði í rúmið Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Jón Kr. Bjarna- son er níræður í dag, 25. ágúst. Hann fæddist í Ísafirði við Skut- ulsfjörð en bjó meirihluta ævinn- ar í Reykjavík þar sem hann starf- aði sem leigubíl- stjóri. Eiginkona hans er Guðríður Pálsdóttir og varð þeim fjögurra barna auðið. Hann fagnar afmæli sínu í faðmi fjölskyldunnar. Árnað heilla 90 ára Kópavogur Daníel Darri fæddist 1. júní kl. 11.09. Hann vó 3.375 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Helena Rós Hafsteinsdóttir og Þorleifur Reynisson. Nýr borgari Á sta fæddist í Reykjavík og sleit barnsskónum á Jörva við Suðurlands- veg. Hún stundaði nám við Paycr School of Art í New Haven í Bandaríkjunum 1968-69, við Leiðsögumannaskólann 1972-73, lauk stúdentsprófi frá MT 1973, stundaði nám við L’Université de Caen í frönsku, latínu og grísku 1973-74, lauk BA-prófi í frönsku og sálfræði frá HÍ, stundaði viðbót- arnám í námsráðgjöf við Háskólann í Þrándheimi 1981 og fór námsferð til Bandaríkjanna vegna uppbygg- ingar námsráðgjafar við HÍ 1982. Ásta var umsjónarmaður Stund- arinnar okkar 1971-72, kennari 1976-77, tómstundafulltrúi í Fella- helli og Árseli 1978-81, námsráðgjafi við HÍ 1981-99, forstöðumaður þar 1991-99, kennari í námsráðgjöf við HÍ 1988-89, var sjálfstætt starfandi náms- og starfsráðgjafi frá 1999 og hefur sinnt nýsköpunarverkefnum á sviði náms- og starfsráðgjafar. NemaCode og Nemanet Segðu okkur svolítið nánar frá þessu nýsköpunarstarfi, Ásta. „Framlag mitt hefur einkum fal- ist í tveimur verkefnum. Annað þeirra felst í nýrri aðferð við túlkun áhugasviðsgreininga og heitir NemaCode. Verkefnið var unnið með styrk Leonardo-áætlunarinnar og í samstarfi við þrjú Evrópulönd. Meistarinn að baki flestöllum áhugasviðsgreiningum er John Ásta K. Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri NemaForum – 60 ára Hjónasæla Ásta og Valli völdu sér ekki starfsöryggi innan opinberra stofnanna. Starfsvettvangur þeirra hefur ver- ið frjáls markaður hugmynda, kenninga, tónlistar og menningar. Samt alltaf jafn sæt, vinsamleg og skemmtileg. Í kúltúr og kennismíði Ásta og John L. Holland Farið yfir nýja túlkun á áhugasviðsgreiningu. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjónVERKFÆRIN FYRIR SKÓLANA FÁST Í BRYNJU Lykilverslun við Laugaveginn frá 1919 Áratuga þekking og reynsla Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | brynja@brynja.is | opið virka daga frá 9-18 og lau frá 10-16 HEFILBEKKIR, HVERFISTEINAR, BRÝNI, TÁLGUHNÍFAR, SMÁFRÆSARAR, ÚTSKURÐAR- OG RENNIJÁRN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.