Morgunblaðið - 25.08.2012, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 25.08.2012, Qupperneq 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2012 Virðulega ríkis- stjórn. Ferðaþjónustan þolir ekki ógætilegt og stórskaðlegt inn- grip í markaðsstarf sitt með þeim hætti sem 18,5% hækkun á virðisaukaskatti á gistingu mun hafa í för með sér. Ferðaþjónustan er ung atvinnugrein og þarf að fá tækifæri til að vaxa og dafna eins og annað ungviði. Ferðaþjónustan er mannfrek at- vinnustarfsemi sem þýðir að margar vinnufúsar hendur fá störf við greinina. Ferðaþjónustan er viðkvæmur vaxtarsproti íslensks atvinnulífs og veitir vaxandi fjölda fólks atvinnu en trygg atvinna er meira virði en allt annað á þessum tímum. Ferðaþjónustan sparar ríkissjóði drjúgar fjárhæðir með því að ráða fólk í vinnu í stað þess að það þurfi að þiggja at- vinnuleysisbætur. Ferðaþjónustan er þéttbýlissvæðinu mjög mikilvæg, en hún er sér í lagi einn af bjarghringjum landsbyggð- arinnar og störfin þar eru afar dýrmæt. Ferðaþjónustan á Íslandi á í mjög harðri samkeppni við önnur ferðamannalönd, sem leggja áherslu á að skapa sinni ferða- þjónustu eðlilegt samkeppn- isumhverfi. Ferðaþjónustan er gríðarlega gjaldeyrisskapandi og fátt er mik- ilvægara fyrir rekstur þjóðfélags- ins um þessar mundir. Ferðaþjónustan er ekki ríkis- styrkt og borgar sína skatta og skyldur á við alla aðra. Ummæli í aðra veru eru til skammar. Ferðaþjónustan leggur þjóð- félaginu til gríðarlega fjármuni í sköttum og gjöldum hvers konar. Ferðaþjónustan mun halda áfram að skila sjálfbærum tekjum í ríkiskassann, en sjálfbærar eru þær tekjur sem stuðla að heil- brigðum rekstri til langs tíma. Ferðaþjónustan biður ekki um neitt annað en skilning stjórn- valda. Þyrmið ferðaþjónustunni Eftir Friðrik Pálsson Friðrik Pálsson » Ferðaþjónustan þolir ekki stór- skaðlegt inngrip í mark- aðsstarf sitt með þeim hætti sem 18,5% hækk- un á vsk. á gistingu mun hafa í för með sér. Höfundur er hótelhaldari. Eins og ég hefi sýnt fram á í fyrri greinum mínum hafa aldraðir og öryrkjar ekki feng- ið jafnmiklar kjara- bætur og launþegar í stjórnartíð núverandi ríkisstjórnar. Þar vantar verulega upp á. Auk þess hafa aldraðir og öryrkjar verið hlunnfarnir ítrekað við framkvæmd kjarasamninganna sem gerðir voru á miðju ári 2011. Lægstu laun hækkuðu strax í júní 2011 um 10,3% en bætur þeirra bótaþega meðal aldraðra og ör- yrkja, sem verst voru staddir, hækkuðu aðeins um 6,5%. Þarna voru lífeyrisþegar hlunnfarnir veru- lega. Í ársbyrjun þessa árs, þegar laun- þegar (með lágmarks- laun) fengu 11.000 kr. kauphækkun, fengu aldraðir og öryrkjar aðeins 6.800 kr. hækk- un. Þarna voru lífeyr- isþegar aftur hlunn- farnir. Alþýðusambandið mót- mælti því harðlega í upphafi ársins, að aldraðir og öryrkjar skyldu hlunnfarnir á þennan hátt en allt kom fyrir ekki. Stjórnvöld gerðu ekkert til þess að leiðrétta „mistökin“. Hækkanir ekki í samræmi við lög Samkvæmt lögum um almanna- tryggingar á lífeyrir aldraðra og öryrkja að hækka jafnmikið og laun eða hliðstætt hækkun verð- lags. Eða eins og segir í lögunum: Við breytingar skal taka mið af launaþróun, þó þannig að bætur hækki aldrei minna en verðlag skv. vísitölu neysluverðs. Þessu hefur ekki verið framfylgt. Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík telur að hækka þurfi lífeyri aldr- aðra um 20% til þess að jafna met- in og breyta lífeyri í samræmi við lagaákvæðin. Öryrkjabandalag Ís- lands telur að hækka þurfi lífeyri öryrkja enn meira til þess að jafna metin eða um tæp 30%. Í öllu falli liggur fyrir að lífeyrisþegar eiga inni verulegar hækkanir á lífeyri vegna krepputímans eða 20-30% hækkun lífeyris. Þessi leiðrétting verður að koma strax, ef rík- isstjórnin vill standa við yfirlýs- ingar sínar um að hún ætli að koma hér á norrænu velferðarsam- félagi. Launahækkun 33% – bótahækkun 12,8% Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna tók við völdum 2009. Hún hefur verið við völd í rúm 3 ár. Kosningar fara fram næsta vor, þannig að það er aðeins innan við eitt ár eftir af kjör- tímabilinu . Á valdatímabili rík- isstjórnarinnar, 2009-2012, hafa lægstu laun í landinu hækkað um 48 þús. kr. á mánuði eða um 33% .Á sama tímabili hefur lífeyrir aldr- aðra og öryrkja, þ.e. hjá þeim,sem verst eru staddir, hækkað um 23 þús. kr. á mánuði eða um 12,8%. Það er því alveg ljóst, að í stjórn- artíð Samfylkingar og VG hafa aldraðir og öryrkjar verið sviknir um sömu kjarabætur og láglauna- fólk hefur fengið. Það þýðir ekkert fyrir velferðarráðherra að fara í einhverja talnaleikfimi til þess að fá aðra útkomu. Það þýðir t.d. ekk- ert að reikna með kjarabótum líf- eyrisþega á fyrri tímabilum, þ.e. áður en núverandi stjórn tók við, til þess að fegra kjör lífeyrisþega og segja að þeir hafi fengið jafnmikla hækkun og launþegar. Við erum að tala um stjórnartíma núverandi rík- isstjórnar en ekki tímabil fyrri rík- isstjórna. Það þýðir heldur ekkert að koma með fullyrðingar um að lífeyrisþegar hafi farið betur út úr kreppunni en launþegar. Stað- reyndirnar um breytingar á lífeyri og launum tala sínu máli og eru al- veg skýrar: Kaup láglaunafólks hefur hækkað meira en tvöfalt meira en lífeyrir aldraðra og ör- yrkja á stjórnartímabilinu. Lífeyrir aldraðra fylgi neyslukönnun Hagstofunnar Aldraðir og öryrkjar, sem ekki hafa aðrar tekjur en bætur al- mannatrygginga, hafa í dag 174 þús. á mánuði eftir skatta, þ.e. ein- staklingar (lágmarksfram- færslutrygging, framfærsluviðmið). Það lifir enginn sómasamlegu lífi af þeirri upphæð enda er þetta langt undir því, sem neyslukönnun Hag- stofunnar segir að einstaklingar noti til neyslu til jafnaðar á mán- uði. En samkvæmt síðustu neyslu- könnun Hagstofunnar frá því í des- ember sl. nema neysluútgjöld einstaklinga 290 þús. kr. á mánuði, án skatta. Það þarf að hækka líf- eyri aldraðra og öryrkja upp í þessa upphæð í áföngum. Alþingi kemur saman í næsta mánuði. Þá gefst tækifæri til þess að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja. Það mál þolir enga bið. Leiðrétta verður kjör aldraðra og öryrkja strax Eftir Björgvin Guðmundsson » Það er því alveg ljóst að í stjórnartíð Sam- fylkingar og VG hafa aldraðir og öryrkjar verið sviknir um sömu kjarabætur og láglauna- fólk hefur fengið. Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. Formaður kjaranefndar Félags eldri borgara. Þann 7.september gefur Morgunblaðið út sérblað tileinkað börnum og uppeldi. Víða verður komið við í uppeldi barna bæði í tómstundum þroska og öllu því sem viðkemur börnum. SÉRBLAÐ MEÐAL EFNIS: Öryggi barna innan og utan heimilis. Barnavagnar og kerrur. Bækur fyrir börnin. Þroskaleikföng. Ungbarnasund. Verðandi foreldrar. Fatnaður á börn. Gleraugu fyrir börn. Þroski barna. Góð ráð við uppeldi. Námskeið fyrir börnin. Tómstundir fyrir börnin. Barnamatur. Barnaljósmyndir.. Ásamt fullt af spennandi efni um börn. • • • • • • • • • • • • • • • Pöntunartími auglýsinga: er fyrir klukkan 16 mánudaginn 3. september NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími 5691105 kata@mbl.is – Meira fyrir lesendur SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 LAGER SALA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.