Morgunblaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2012 Það er áhyggjuefni alls samfélagsins þegar það lítur út fyrir að þeir sem hafa verið á at- vinnuleysisbótum í fjög- ur ár og eru á leið á fjár- hagsaðstoð skipti þúsundum. Áhyggju- efnin eru margþætt. Fyrst og fremst er það virkilega dapurlegt að ekki hafi fundist at- vinna við hæfi fyrir svona marga ein- staklinga undanfarin ár eftir hrunið mikla. Augljós er sá skortur á fjárfest- ingu í atvinnulífinu sem þessu veldur. Þetta er einnig gríðarlegt áhyggjuefni fyrir skuldsett sveitarfélög sem verða að öllum líkindum að aðstoða þessa einstaklinga við að komast á fjárhags- aðstoð. Hins vegar eru skilyrði þess að fá fjárhagsaðstoð ekki þau sömu og að fá atvinnuleysisbætur. Í flestum tilvikum er fjárhagsaðstoðin lægri en atvinnu- leysisbæturnar, þær eru einnig tekju- og eignatengdar, og hefur hingað til helst verið hugsuð sem neyðarúrræði þeirra sem minna mega sín í samfélag- inu. Við sem höfum ekki lokað eyrum og augum vitum auðvitað um einhverja sem ekki vilja vinna og hafa horfið inn í heim óreglulegs svefns og viss siðrofs um að það sé betra að vera á bótum frekar en að taka þátt í atvinnulífinu. Þessir einstaklingar vissulega skemma og skekkja myndina af því hverjir eru í sárri þörf fyrir vinnu og myndu gera hvað sem er til þess að öðlast hana. Vinnumálastofnun hefur gripið til ýmissa úrræða til þess að halda þess- um einstaklingum í virkni, t.d. með hvatningu til náms, skilyrt bótarétt við námskeiðahöld af ýmsum gerðum og að lokum greitt fyrirtækjum atvinnu- leysisbæturnar ef þau eru tilbúin að ráða til sín einstaklinga sem skráðir eru atvinnulausir. Þessi úrræði hafa gengið misvel. Sögur fara af því að fyrirtæki hafi jafnvel misnotað þetta til að greiða lægri laun, og hefur VR tekið slík mál til skoðunar. Sumir hafa verið lánsamir og fengið áframhaldandi atvinnu þegar þessu átaki lauk, aðrir ekki. Þegar einstaklingar fara af fjögurra ára bótarétti sínum þurfa sveit- arfélögin að vera tilbúin að taka á móti þeim. Eins og áður sagði eru velflest sveitarfélög skuldsett og má lítið út af bregða í rekstri til þess að áhrifin verði mikil til hins verra. Ný- lega tóku sveitarfélögin við málefnum fatlaðs fólk sem er gríðarlega stór og vandasamur málaflokk- ur. Núna standa sveit- arfélögin og velferð- arsvið þeirra frammi fyrir auknu álagi vegna þess fjölda sem nú fer að detta af bótum. Því það þarf að sinna þessum einstaklingum, ekki bara borga þeim bæturnar og láta það nægja. Margir sem komnir eru þennan veg eru nið- urbrotnir og þurfa mikla aðstoð. Því miður hafa sveitarfélög ekki alveg ráð- in í sínum höndum þegar kemur að því að skilyrða og virkja þessa ein- staklinga sem eru á og vilja komast á fjárhagsaðstoð. Slík lög og reglugerðir eru á hendi Alþingis og ráðuneyta. Síðastliðið sumar fór fram umræða um að hvort hægt væri að skilyrða fjárhagsaðstoð að einhverju leyti við einhverskonar virkni, viðveru eða at- vinnuleit. Skv. hörðustu reglum á það ekki að vera hægt, þar sem að fjár- hagsaðstoð er í eðli sínu ætluð þeim sem minna mega sín og geta í raun ekki unnið. Núna blasir hins vegar við að mikið af vinnufæru fólki er að fara „á sveitina“ og úrræði sveitarfélag- anna eru takmörkuð til þess að vinna að því að draga úr neikvæðum afleið- ingum þess, sökum álags og aðhalds í rekstri. Veruleikinn hefur mikið breyst við þetta langtímaatvinnuleysi sem þjóð- félagið glímir við og óljóst hvernig fer. Mögulega verður þetta til þess að fleiri sætti sig við atvinnu sem þeim áður hugnaðist ekki vegna þess hversu lág fjárhagsaðstoðin þykir en það er einn- ig mikil hætta á að viðkvæmir ein- staklingar hverfi inn í sálarmyrkur við þessa niðurstöðu og að á Íslandi verði „týnd kynslóð“ líkt og gerðist í efna- hagskreppunni í Finnlandi. Eftir Karen Elísabetu Halldórsdóttur Karen Elísabet Halldórsdóttir » Veruleikinn hefur mikið breyst við þetta langtímaatvinnu- leysi sem þjóðfélagið glímir við og óljóst hvernig fer. Höfundur er BA í sálfræði, MS í mannauðstjórnun og varabæjar- fulltrúi í Kópavogi. „Að fara á sveitina“ TIL HAMINGJU VINNINGSHAFAR Yfir 2O háskólabyggingar hafa risið fyrir happdrættisfé. Milljónaveltan 50 milljóna króna vinningur: Dregið er úr öllum miðum, bæði númer og bókstaf. Tromp- miði margfaldar ekki vinningsupphæð en fimmfaldar vinningslíkur. 1 milljónar króna vinningar: Dregið er aðeins úr seldum miðum, bæði númer og bók- staf. Tromp-miði margfaldar ekki vinningsupphæð en fimmfaldar vinningslíkur. Birt með fyrirvara um villur 8. flokkur, 24. ágúst 2012 Kr. 50.000.000,- 22329 E 42317 F 51122 B 54421 H 54828 B 47874 E Kr. 1.000.000,- DÚKA KRINGLUNNI SÍMI: 533 1322 SMÁRALIND SÍMI: 564 2011 Litrík glervara og ljúfar brúðkaups- gjafir Morgunblaðið gefur út sérblað í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarbæjar þann 29. ágúst. Í blaðinu verður farið um víðan völl og tekið á því hvað Akureyri hefur upp á að bjóða. SÉRBLAÐ MEÐAL EFNIS: Starfsemin í Listagilinu Glerártorg - nýjar verlsanir Hof - menningarhús í Eyjafirði Sjónlistamiðstöðin og starfsemi hennar Gistimöguleikar á Akureyri Hátíðardagskráin - rætt við formann hátíðarnefndar Sundfélagið Óðinn 75 ára í ár Akureyri með augum aðkomufólks - „hvers vegna ég kem til Akureyrar“ Sælkerabærinn Akureyri - veitingastaðir og krásir úr héraðinu Háskólinn á Akureyri 25 ára í ár Leikfélag Akureyrar - starfsemin og verkefni vetrarins Mjólkursamsalan og ostarnir á Akureyri Útgerð í Eyjafirði Rástefnubærinn Akureyri Akureyri og útivistarmöguleikarnir. • • • • • • • • • • • • • • • Pöntunarsími auglýsinga: er fyrir klukkan 12 mánudaginn 27. ágúst NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími 6591105 kata@mbl.is – Meira fyrir lesendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.