Morgunblaðið - 25.08.2012, Side 29

Morgunblaðið - 25.08.2012, Side 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2012 Makríldeilan kom til umræðu á fundi utanríkis- málanefndar Al- þingis fyrir skömmu. Þar lögðu fulltrúar Fram- sóknarflokksins áherslu á að haldið yrði fast við kröfur Íslendinga í deil- unni enda hafi Ís- lendingar lagt sig fram um að leysa deiluna m.a. með tillögum um að allar þjóðir gæfu eftir í sínum kröfum. Þá lögðum við áherslu á að íslensk stjórnvöld kynntu með afgerandi hætti for- ystu Íslendinga í vernd fiski- stofna og sjálfbærum veiðum. Stjórnvöld hafa því miður látið hjá líða að halda á lofti málstað Íslendinga með afgerandi hætti á alþjóðavettvangi undanfarin ár, nægir þar að nefna Icesve-málið. Því er það áhyggjuefni að veru- lega virðist vanta upp á almenna kynningu erlendis á staðreyndum og málstað Íslendinga í markríl- deilunni. Gert er ráð fyrir að þann 3. september næstkomandi geti dregið til tíðinda í deilunni og því mikilvægt að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fulltrúar Íslands mæti til þess fundar með þau skilaboð að Íslendingar muni standa fast á kröfum sínum. Því miður er ástæða til að hafa nokkrar áhyggjur af því að ráð- herrann muni gefa eftir í málinu þar sem nokkur ríki Evrópusam- bandsins hafa sett tilslakanir Ís- lendinga í makríldeil- unni sem fyrirvara um opnun samningskafla um sjávarútvegsmál í aðlögunarviðræðum Ís- lands við ESB. Það er hins vegar óásætt- anlegt að hagsmunir Íslendinga í makríln- um verði seldir sem skiptimynt í viðræðum við Evrópusambandið. Umgengni Evrópu- sambandsríkja um auð- lindir hafsins er til skammar og í raun fáranlegt að Íslendingar séu sakaðir um „arð- rán“ af fulltrúum þessara ríkja. Ofveiði og brottkast Evrópusam- bandsríkjanna er viðurkennd staðreynd en viljinn til að taka á því virðist lítill, sé miðað við nýj- ustu fréttir af endurskoðun sjáv- arútvegsstefnu sambandsins. Ís- lensk stjórnvöld eiga því að hafa frumkvæði að opinberri umræðu á alþjóðavettvangi um stað- reyndir í þessum málum og benda á augljósan árangur Ís- lendinga um leið og staðið er fast í ístaðinu varðandi hlutdeild Ís- lendinga í makrílnum. Eftir Gunnar Braga Sveinsson » Því er það áhyggju- efni að svo virðist sem verulega vanti upp á almenna kynningu er- lendis á staðreyndum í markrílmálinu. Gunnar Bragi Sveinsson Höfundur er alþingismaður Fram- sóknarflokks. Makríldeilan Innanríkisráðuneytið birti fyrir nokkrum dög- um auglýsingu, sem hefst á eftirfarandi orðum: „Með vísan til 5. gr. laga um framkvæmd þjóðaratkvæða- greiðslna, nr. 91/2010, sbr. ályktun Alþingis 24. maí 2012, skal fara fram hinn 20. október 2012 ráðgefandi þjóðar- atkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórn- arskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd.“ Í tilvitnuðum lögum um fram- kvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna kem- ur skýrt fram að það er hlutverk Al- þingis að ákveða kjördag þjóðaratkvæðagreiðslu af þessu tagi. Kjördagur hlýtur samkvæmt skil- greiningu að vera einhver tiltekinn dagur, en ekki bara einhver ótil- greindur dagur á afmörkuðu tímabili. Í ályktun Alþingis frá 24. maí sl., sem innanríkisráðuneytið vitnar til, segir um tímasetningu atkvæða- greiðslunnar: „Þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram eigi síðar en 20. október 2012.“ Ályktunin sem meiri hluti Alþingis samþykkti gerði með öðrum orðum ráð fyrir nokkuð rúmu svigrúmi varð- andi tímasetningu atkvæðagreiðsl- unnar. Orðalagið fól í raun í sér að at- kvæðagreiðslan ætti að fara fram einhvern tímann á tímabilinu 24. ágúst til 20. október þegar horft er til þess að fyrsta mögulega dagsetningin var 3 mánuðum eftir af- greiðslu ályktunarinnar á þingi. Ályktunin fól hins vegar alls ekki í sér ákvörðun um tiltekinn kjördag. Hefði sú af- staða legið fyrir, að at- kvæðagreiðslan ætti að fara fram 20. október en ekki einhvern annan dag, þá hefði það að sjálfsögðu komið skýrt fram í orðalaginu. Ef meiri hlutinn hefði verið búinn að gera upp hug sinn í þeim efnum hefði þeim verið í lófa lagið að orða tillögu sína með þeim hætti. Eða það skyldi maður ætla. Um miðjan júlí var athygli vakin á þessu á síðum Morgunblaðsins og skrifaði ég meðal annars um það grein sem birtist þann 21. júlí. Þar spurði ég meðal annars hvenær svigrúmið, sem ályktun Alþingis frá 24. maí fól í sér, hefði breyst í tiltekinn kjördag, hver hefði tekið þá ákvörðun og með hvaða hætti. Ég hef ekki fengið svör við þeim spurningum. Í ljósi alls þessa má spyrja hvort innanríkisráðherra hafi nú tekið hina eiginlegu ákvörðun um að kjördagur skuli vera 20. október og auglýsingin sé til merkis þar um. Ef málum er þannig háttað hefur ráðherrann og ráðuneytið farið út fyrir valdheimildir sínar, enda er skýrt í lögunum að það er Alþingis að taka ákvörðun um kjör- daginn þótt ráðuneytinu sé vissulega falið að birta auglýsinguna. Nú kann ýmsum að þykja sem hér sé á ferðinni full mikil smásmygli um formsatriði, sérstaklega í ljósi þess að þjóðaratkvæðagreiðslan eða spurn- ingakönnunin sem hér um ræðir sé ekki bindandi, spurningarnar séu hvort sem er óljósar um margt og gefi tilefni til margs konar túlkunar og Al- þingi eigi hvort sem er eftir alla hina formlegu og efnislegu umfjöllun um fyrirhugaðar stjórnarskrárbreytingar. Til að svara slíkum sjónarmiðum er nauðsynlegt að benda á að hér er þrátt fyrir allt stefnt að ráðgefandi þjóðar- atkvæðagreiðslu þar sem í fyrsta sinn er beitt viðkomandi ákvæðum nýlegra laga um það efni. Það, hvernig staðið er að undirbúningi í því sambandi, hlýtur að hafa almennt gildi – jafnvel fordæmisgildi varðandi síðari ákvarð- anir um slíkar atkvæðagreiðslur. Þá er rétt að vekja athygli á því að af þessu tilefni á að ráðast í umtalsverð útgjöld úr opinberum sjóðum, enda er gert ráð fyrir að atkvæðagreiðslan ein og sér muni kosta um 250 milljónir króna. Loks má minna á að af opin- berri umræðu að dæma finnst ýmsum þessi atkvæðagreiðsla þýðingarmikil, almenningur er hvattur til þátttöku og ætlast til viðamikillar opinberrar kynningar, og væri þegar af þeirri ástæðu tilefni til að gæta verulega að formhlið málsins hvað allan undirbúning varðar. Eftir Birgi Ármannsson » Í ljósi þessa má spyrja hvort innan- ríkisráðherra hafi nú tekið hina eiginlegu ákvörðun um að kjör- dagurinn skuli vera 20. október. Birgir Ármannsson Fór innanríkisráðherra út fyrir valdheimildir sínar? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Gusugangur Þegar sumri hallar nýtir fólk hverja góðviðrisstund til að njóta útiveru og svo var um þetta unga fólk sem lék við hvurn sinn fingur í sjónum í Nauthólsvíkinni á dögunum. Ómar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.