Morgunblaðið - 21.09.2012, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 21.09.2012, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Samkvæmt frumvarpi til fjárauka- laga fyrir árið 2012 er aukning á gjöldum samtals 12,5 milljarðar króna en að sama skapi aukast heild- artekjur um 10,6 milljarða króna. Þar af eru áætlaðar auknar skatt- tekjur upp á 7,3 milljarða króna. Skatttekjur hækka því úr 27,1 pró- senti í 27,3 prósent af landsfram- leiðslu á milli ára. Heildartekjur munu einnig hækka og fara úr 29,8 prósentum í 30,3% prósent af lands- framleiðslu milli áranna 2011 og 2012. Sú þróun birtist meðal annars í því að á fyrstu sex mánuðum ársins eru innheimtar tekjur ríkissjóðs meiri en reiknað var með í tekju- áætlun fjárlaga fyrir árið 2012. Af 10,6 milljarða tekjuaukningu sem gert er ráð fyrir í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2012 munar mest um hækkun á veiðigjaldi fyrir fiskveiðiárið 2012/2013 sem sam- þykkt var í sumar. Áætlaðar tekjur af hækkuninni út árið 2012 eru 4,2 milljarðar króna. Landsvirkjun og Seðlabankinn skila auknum arði Einnig munar töluvert um aukn- ingu í arðgreiðslu ríkisfyrirtækja en nú liggur fyrir að arður frá Lands- virkjun verður 1,8 milljarðar króna og tekinn verður 3,5 milljarða arður út úr Seðlabanka Íslands. Aukning á heildartekjum ríkissjóðs er því að mestu komin frá þremur fyrr nefnd- um liðum en þeir eru 9,5 milljarðar af þeim 10,6 milljörðum sem auka- lega koma inn í ríkissjóð. Lántökuheimild hækki verulega Reiknað er með að heildarlántök- ur ríkissjóðs á þessu ári verði 217 milljarðar króna og þar af 92 millj- arðar í íslenskum krónum, sam- kvæmt frumvarpinu sem nú liggur fyrir Alþingi. Hækkun á innlendum lánum má m.a. rekja til 19,2 millj- arða framlags ríkissjóðs í tengslum við yfirtöku Landsbankans á SpKef. Lántökuheimild fjármálaráð- herra, fyrir hönd ríkissjóðs, mun hækka úr 115 milljörðum króna í 217 milljarða króna, samkvæmt frum- varpinu til fjáraukalaga. Veiðigjaldið hækkar heildartekjur mest Morgunblaðið/Golli Fjáraukalög Meira borgað í skatt.  Heildartekjur ríkissjóðs aukast um 10,6 milljarða  Lántökuheimild hækkar um 102 milljarða Fjáraukalög 2012 » Utanríkisráðuneytið óskar eftir 153 milljóna króna fjár- veitingu vegna Icesave- málsins. » Óskað er eftir 300 milljóna króna hækkun fjárheimilda í fjáraukalögum vegna mun meiri rekstrarkostnaðar við Herjólf » Innanríkisráðuneytið óskar eftir 240 milljónum króna til að standa undir útgjöldum við framkvæmd kosninga vegna tillagna Stjórnlagaráðs. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is „Ég held að þetta hafi verið það eina sem þeir gátu gert, þeir þurftu að leysa málið einhvern veginn því það stóðu á þeim öll spjót. En þeir koma dálítið dældaðir frá þessu báðir tveir, forstjórinn og ráð- herrann,“ segir Steinn Jónsson, for- maður Læknafélags Reykjavíkur, um þá ákvörðun Björns Zoëga, for- stjóra LSH, og Guðbjarts Hann- essonar velferðarráðherra að falla frá fyrirhugaðri 450 þúsund króna launahækkun Björns. Steinn sagði þegar rætt var við hann í gær að félagið myndi ekki kalla eftir afsögn Björns. „Mér finnst þetta opna á umræðuna um það á hvaða stað við erum komin eftir allan þennan niðurskurð og um þá varnarstöðu sem heilbrigð- isþjónustan er í, það þarf að snúa henni við og ráðamenn og fram- kvæmdastjórn Landspítalans þurfa að taka til hendinni með það,“ segir Steinn. Þorbjörn Jónsson, formað- ur Læknafélags Íslands, tekur í sama streng. Hann segir að ákvörð- unin um að falla frá launahækk- uninni breyti því ekki að hækka þurfi laun lækna hér á landi. „Launin og starfsumhverfið þurfa að batna, þetta er ekki í sama dúr og erlendis og þess vegna er erfitt að draga yngri sérfræðilækna hing- að heim.“ Þarf að forgangsraða Ómar Sigurvin, formaður Félags almennra lækna, segir að það að draga launahækkunina til baka hafi verið það eina sem hægt var að gera í stöðunni til að lægja öld- urnar. „Ég hugsa samt að þetta komi of seint þótt Björn og ráð- herrann séu í aðeins betri stöðu,“ segir Ómar. „Okkur finnst launin okkar enn lág þótt hann hafi dregið launahækkun sína til baka. Þetta mál hefur valdið því að fólk getur staldrað við og hugsað hvers það getur krafist í næstu kjarabaráttu.“ Hann segir að Björn hafi staðið sig vel sem forstjóri Landspítalans og þetta mál krefjist þess ekki að hann segi af sér. „En ég held að ráðherrann þurfi að fara að huga að forgangsröðun í heilbrigðisþjón- ustu. Það þarf heildstæða mynd í heilbrigðiskerfinu og við þurfum peninga til tækjakaupa.“ Viðurkenna mistök sín Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar, segir að þetta mál verði ekki tekið upp í velferðarnefnd að hennar frumkvæði. „Með því að draga launahækk- unina til baka viðurkenna ráðherra og Björn mistök og ég er ánægð með það. Björn hefur verið farsæll stjórnandi stærstu og einnar mik- ilvægustu opinberu stofnunarinnar á mjög erfiðum tíma og nú er það hans verk í framhaldinu að halda áfram því starfi og endurvinna traust starfsfólksins.“ Fara ekki fram á afsögn forstjóra LSH  Formenn læknafélaga segja það rétt að falla frá hækkun Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Hæstiréttur dæmdi í gær íslenska ríkið til að greiða Íslenskum að- alverktökum og NCC Internatio- nal 259 milljónir króna í skaðabæt- ur vegna vinnu við gerð Héðinsfjarðarganga. Þar með sneri Hæstiréttur dómi Héraðs- dóms Reykjavíkur sem sýknaði ís- lenska ríkið af skaðabótakröfu Ís- lenskra aðalverktaka og NCC International í fyrra. Upphaflega stóð til að vinna við göngin myndi hefjast eftir gerð verksamnings árið 2003 í kjölfar opins útboðs. Vegagerðin frestaði hins vegar gerð ganganna vegna yfirvofandi þenslu í hagkerfinu og ekki var hafist handa aftur fyrr en efnt hafði verið til nýs útboðs árið 2006 og stóðu framkvæmdir við göngin allt til ársins 2011. Viðurkenndu bótaskyldu 2005 Hæstiréttur hafði viðurkennt skaðabótaskyldu Vegagerðarinnar gagnvart Íslenskum aðalverktök- um og NCC International vegna missis hagnaðar, sem félögin kynnu að hafa notið ef ekki hefði komið til ákvörðun Vegagerðarinn- ar að fresta framkvæmdum. Fyr- irtækin höfðuðu því nýtt mál á hendur ríkinu til heimtu skaðabót- anna. Aðalkrafa verktakafyrirtækj- anna var reist á forsendum útboðs- ins frá árinu 2003 en til vara var þess krafist að miðað yrði við nið- urstöðu matsgerðar dómkvaddra manna. Hæstiréttur taldi, þrátt fyrir takmarkaðar upplýsingar um einstök verkefni NCC, unnt að draga þá ályktun af gögnum máls- ins að umfang rekstrar félaganna hefði verið slíkt að þau hefðu getað framkvæmt verkið, gerð jarðgang- anna, samhliða öðrum verkefnum sem þau unnu á verktímanum. Af þeim sökum sló rétturinn því föstu að tjón Íslenskra aðalverk- taka hf. og NCC vegna missis hagnaðar af verkinu svaraði til framlegðar, sem verkið hefði skilað til reksturs þeirra, og hafnaði því að við ákvörðun bóta yrði að líta til þess að fyrirtækin hefðu ekki grip- ið til sérstakra aðgerða til að tak- marka tjón sitt. Dómurinn byggist á varakröfu stefnenda að fjárhæð 258.955.156 krónur og er stuðst við niðurstöður matsgerðar dómkvaddra mats- manna frá 22. október 2009. Hæstiréttur taldi fyrirtækin hafa axlað sönnunarbyrði á því að áætl- anir félaganna hefðu ekki verið reistar á óraunhæfum forsendum. Ríkið greiðir 259 milljónir  Hæstiréttur sneri dómi Héraðsdóms Morgunblaðið/Ómar Skaðabætur Íslenskir aðal- verktakar og NCC fá 259 millj.kr. Hæstiréttur hefur hafnað kröfum landeigenda Reykjahlíðar í Þing- eyjarsýslu um að úrskurður óbyggðanefndar yrði ógiltur. Þetta er sama niðurstaða og hér- aðsdómur komst að. Reykjahlíð er talin landmesta jörð landsins, um 6000 ferkíló- metrar. Eigendur jarðarinnar voru ekki sáttir við niðurstöður óbyggðanefndar og kröfðust þess að ógilt yrðu ákvæði í úrskurði nefndarinnar um að land innan nánar tiltekinna marka væri þjóðlenda sem að hluta væri í af- réttareign jarðarinnar. Deila aðila laut að því hvernig draga skyldi mörk eignarlands Reykjahlíðar til suðurs gagnvart þjóðlendu á Mývatnsöræfum og í Ódáðahrauni. Var niðurstaða óbyggðanefndar og héraðsdóms staðfest um að suðurmörk Reykjahlíðar skyldu dregin eftir línu til austurs frá suðurenda Bláfjallshala til Bræðraklifs í Hafragjá og þaðan beint í Jök- ulsá á Fjöllum. Hæstiréttur staðfestir úrskurð óbyggðanefndar um mörk Reykjahlíðar Töluverður hiti var á sameiginlegum fundi Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur sem haldinn var í gærkvöldi. Í ályktun er lýst áhyggjum af versnandi ástandi á Landspítalanum og í heilbrigðisþjónustunni í landinu. Þar er sagt að rof hafi orðið á trausti, trúnaði og heilindum milli heilbrigðisstarfsmanna og yfirstjórnar heilbrigðismála. Þá segir að þolinmæði lækna sé ekki endalaus. Steinn Jónsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, sagði m.a. fullyrðingar Guðbjarts Hannessonar um laun sérfræðilækna á Landspítalanum rangar. Þau væru ekki um 2 milljónir heldur nærri 600 þúsund krónum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Rof á trausti, trúnaði og heilindum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.