Morgunblaðið - 21.09.2012, Side 4

Morgunblaðið - 21.09.2012, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2012 Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Kostnaður við byggingu fyrsta áfanga nýs Landspítala við Hring- braut verður aldrei 45 milljarðar króna, eins og áætlað er í nýju fjár- lagafrumvarpi, heldur allt að 91 milljarði. Þegar annar áfangi bætist við gæti endanlegur kostnaður orðið 135 milljarðar króna. Þetta kom m.a. fram í máli Katr- ínar Ólafsdóttur, lektors við við- skiptafræðideild Háskólans í Reykjavík, á morgunverðarfundi Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka heilbrigðisfyrirtækja í gær. Fundurinn bar yfirskriftina „Þjóðin byggir spítala – feilspor eða fjárfest- ing til framtíðar?“ Auk Katrínar flutti María Heimisdóttir, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Land- spítalans, framsögu á fundinum. Síð- an fóru fram pallborðsumræður með fulltrúum allra flokka á Alþingi. Oftast farið fram úr áætlunum Katrín sagði að ef tekinn væri með kostnaður við endurnýjun húsnæðis upp á 11 milljarða og tækjakostnað- ur upp á 7 milljarða yrði heildar- kostnaður við fyrsta áfanga nýs spít- ala 63 milljarðar króna. Sagði Katrín þetta varlega áætlað og miðað við reynslu af opinberum verkefnum þá færu fjögur af hverjum fimm fram úr kostnaðaráætlun, að jafnaði um 45%. Samkvæmt þessu gæti fyrsti áfangi nýs spítala kostað 91 milljarð króna, annar áfangi gæti farið í 44 milljarða og endanlegur heildarkostnaður því 135 milljarðar króna. Í ljósi þess að nýr Landspítali yrði á endanum fjármagnaður með skatt- greiðslum almennings sagði Katrín að heildarkostnaður þyrfti að liggja ljós fyrir áður en farið væri af stað, með mögulegum frávikum og mis- munandi sviðsmyndum. Tveir kostir í stöðunni María Heimisdóttir gagnrýndi þennan málflutning. Sagði hún að horfa þyrfti aðallega til fyrsta áfanga spítalans. Heildarbyggingarmagnið risi ekki fyrr en mögulega í fjarlægri framtíð. Sagði hún núverandi kostn- aðaráætlun vissulega fela í sér óvissu en benti jafnframt á að tæki spít- alans þyrfti að endurnýja, óháð ný- byggingum. Sagði María tvo kosti vera í stöðunni; annars vegar að vinna áfram í núverandi húsnæði, með viðhaldi og endurbyggingum, og hins vegar að byggja nýjan spít- ala. María benti á að á fimm ára tíma- bili hefði verið hagrætt um 32 milljarða króna á Landspítalan- um. Ekki væri hægt að spara meira í gömlu húsunum. Þannig væri m.a. ekki hægt að kaupa sum ný tæki þar sem að burð- arþol, lofthæð og lagnir gömlu húsanna byðu ekki upp á það. Nýtt húsnæði myndi draga úr mannafla- þörf og áhættu. Nýr spítali fyrir 135 milljarða?  Mikil óvissa í kostnaði við byggingu nýs Landspítala Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Sveinbjörn Benediktsson kallar eft- ir hjálp í smáauglýsingadálki Bændablaðsins sem kom út í gær. Hann liggur hryggbrotinn heima hjá sér og auglýsir eftir fjórum ung- um og vöskum mönnum til að negla þrjátíu þakplötur. Í staðinn fá þeir góða aðstöðu til gæsaveiða. Sveinbjörn býr í Landeyjum í Rangárþingi eystra og fékk að láni gömul útihús í sveitinni sem hann er að lagfæra fyrir veturinn. Þakplöt- urnar þarf að negla þar. Hann hefur fengið viðbrögð við hjálparbeiðninni og á von á galvöskum ungum mönn- um í dag til að skoða verkið. Sveinbjörn hryggbrotnaði er hann féll um fimm metra niður af gömlu hlöðulofti. „Ég lá á gólfinu í heillangan tíma en náði af sjálfs- dáðum að komast út í bíl og heim til mín og þaðan með bláu ljósunum á spítalann. Kvalirnar voru ansi mikl- ar og þetta var hálfgert krafta- verk.“ Auk þess að auglýsa eftir vösk- um mönnum selur Sveinbjörn gaml- ar vélar fyrir Pétur og Pál. Hann er með til sölu Massey Ferguson 135 og PZ-sláttuvél. „Gamlar vélar selj- ast vel. Það eru margir sem hafa gaman af að gera þær upp, sér- staklega sumarbústaðakarlar.“ Auglýsir eftir fjórum ung- um og vöskum mönnum Morgunblaðið/Sigurgeir S. Brosandi Sveinbjörn Benediktsson. Auglýsingin » Hjálp – Hjálp. Vantar fjóra unga, vaska menn til að negla 30 þakplötur. Í staðinn fáið þið góða aðstöðu til gæsaveiða í haust. Á sama stað er til sölu MF-135 með tækjum, PZ-135 og 185 og biluð diskasláttuvél 2,40. Einnig gamall afturhluti af vörubíl með beisli. Skipulagsráð Reykjavíkur sam- þykkti á fundi sínum í vikunni að framlengja enn frekar frest- inn til að gera athugasemdir við nýtt deiliskipulag fyrir nýjan Landspítala, eða til 19. október nk. Þegar fyrsti frestur rann út í byrjun mánaðarins höfðu um 450 athugasemdir borist en þá var fresturinn framlengdur til 20. september, eða þar til í gær. Frestur til að gera athugasemd við breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur var einnig fram- lengdur til 19. október nk. Í fundargerð skipulagsráðs segir að fresturinn hafi verið framlengdur enn frekar vegna fjölda athuga- semda á síðustu dögum auglýsts athuga- semdafrests. Tillög- urnar eru til sýnis í þjónustuveri Reykja- víkurborgar í Borg- artúni 12-14, 1. hæð, alla virka daga. bjb@mbl.is Fresturinn framlengdur FJÖLDI ATHUGASEMDA Morgunblaðið/Golli Nýr Landspítali Þingmenn allra þingflokka sátu í pallborði á fundi SVÞ og SH í gær ásamt framsögumönnum. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Ekki hefur tekist að fullmanna frí- stundaheimilið Vesturhlíð í Klettahlíð fyrir fötluð börn og því hafa nokkur þeirra ekki komist að í frístundagæslu eftir skóla. Frá því að skólinn byrjaði í lok ágúst hafa foreldrar meðal annars þurft að leita til ættingja til að gæta barna sinna. „Við erum búin að auglýsa marg- sinnis í blöðum og erum með auglýs- ingar uppi í flestum verslunum bæj- arins og í háskólunum. Það hefur hins vegar ekki ennþá tekist að fullmanna og það eru því einhver börn á biðlista. Það er mjög slæmt,“ segir Haraldur Sigurðsson, fostöðumaður frístundamiðstöðvarinnar í Kringlu- mýri sem sér um rekstur Vest- urhlíðar. Starfið á heimilinu er annaskipt. Yfir skólaárið sé boðið upp á frí- stundaúrræði þegar börnin eru búinn í skólanum en á sumrin er heilsdags- starfsemi. Þá breytist samsetning starfshópsins. „Haustin hafa oft verið þyngsti hlutinn. Þá lendum við oft í því að ráða fólk sem er að byrja í háskólanum en svo breytist stundaskráin þeirra þar. Þá þarf að breyta ráðningunum aftur og sumir geta jafnvel ekki unnið,“ seg- ir hann. Búið er að manna yngsta stigið í starfinu en enn vantar átta starfsmenn fyrir 10-12 ára hópinn og aðra átta fyr- ir 13-16 ára hópinn að sögn Haralds. „Við vonumst til að geta leyst þetta sem allra fyrst og hvetjum fólk til að sækja um. Þetta er gefandi og skemmtileg vinna,“ segir hann. Barnið með í vinnuna Móðir einhverfs unglings sem er á biðlistanum segist hafa leyst málin hingað til með því að fá móður og tengdamóður til að gæta barnsins þar til hún kemur úr vinnu. Stundum hafi hún jafnvel þurft að taka það með sér í vinnuna. „Barnið er einhverft og það þarf að hafa allt í röð og reglu. Það spyr á hverju kvöldi hvað verði á morgun. Ef ég er ekki búin að redda þessu þegar það fer í skólann er það voðalega óþægilegt. Þetta er púsluspil út í eitt. Ástandið hefur aldrei verið svona áð- ur.“ Fötluð börn komast ekki að í frístundavist  Vantar 16 starfsmenn á Vesturhlíð Morgunblaðið/Eggert Fjör Frá sumarhátíð frístunda- heimilisins Vesturhlíðar í fyrra. eftir Hugleik Dagsson Nýtt endurskinsmerki VITUNDARVIKA 23.-30. SEPTEMBER 2012 NÝTT ATHYGLI - JÁ TAKK NÝTT BLAÐ FYLGIR FRÉTTATÍMANUM Í DAG EINNIG MÁ NÁLGAST BLAÐIÐ Á WWW.ADHD.IS Hæstiréttur hefur þyngt dóm Hér- aðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem bauð konu fé fyrir kynlíf og nauðgaði henni er hún neitaði að verða við ósk hans. Brotin áttu sér stað 20. september 2009. Fékk hann fjögurra ára fangelsisdóm í héraði en Hæstiréttur þyngdi dóminn um eitt ár, í fimm. Maðurinn, Stefán Þór Guðgeirs- son, var í Héraðsdómi sakfelldur fyrir tilraun til brots með því að hafa á dvalarstað konu boðið greiðslu fyrir vændi, lagt féð frá sér í íbúð hennar og óskað eftir kynlífsþjónustu. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir að hafa þröngvað konunni með ofbeldi til samræðis og ann- arra kynmaka, er hún neitaði að verða við ósk hans um kynlíf, og tekið fartölvu hennar er hann hafði sig á brott úr íbúðinni. Mað- urinn var sýknaður í héraði af þeim sakargiftum að hafa slegið brotaþola í andlitið, dregið hana á hárinu og ógnað henni með hnífi. Ákæruvaldið unir við þá niður- stöðu. Með brotinu rauf maðurinn skil- orð samkvæmt eldri dómi og var refsing hans ákveðin fangelsi í fimm ár. Miskabætur konunni til handa voru ákveðnar 600.000 krónur með vöxtum eins og dæmdir voru í hér- aði. Ákærði greiði allan áfrýjunar- kostnað málsins. Fimm ár fyrir kynferðisbrot Katrín Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.