Morgunblaðið - 21.09.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.09.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2012 GJÖRIÐ SVO VEL!HÁDEGISMATUR TIL FYRIRTÆKJA HAFÐU SAMBAND OG FÁÐU TILBOÐ! HEITT & KALT | S: 533 3060 | heittogkalt@heittogkalt.is HEITT OG KALT býður fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu heimsendingu á hollum og kjarngóðum hádegismat. Matseðill fyrir hverja viku er birtur á: www.heittogkalt.is Sturla Birgisson er margverðlaunaður matreiðslumeistari og er í dómnefnd fyrir Bocuse d’Or sem er ein virtasta matreiðslukeppni heims. Birgir Ármannsson spurði for-sætisráðherra út í fjölgun starfa í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær og benti á að þótt fólki fækkaði á atvinnuleysisskrá þá fjölgaði störf- um ekki.    Hann benti jafn-framt á að at- vinnumálin og fjölg- un starfa hefðu að sögn ríkisstjórnar- innar sjálfrar verið meðal helstu verk- efna hennar.    Jóhanna Sigurðar-dóttir hóf svar sitt með þessum orð- um: „Ég held það sé nauðsynlegt að gera sér grein fyrir af hverju það er að störfum sé að fækka.“    Þetta var út af fyrir sig mikilvægviðurkenning á vandanum en hefur svo sem lítið gildi því að í svarinu hafði forsætisráðherra að öðru leyti ekkert fram að færa sem gæti stuðlað að fjölgun starfa.    Ekki bætir heldur úr skák að ístefnuræðu sinni talaði for- sætisráðherra á allt annan veg, eins og Birgir benti á: „Hæstvirtur forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni hér í síðustu viku að það hefðu orðið 4.600 ný störf til á þessu ári. Það kann að vera, en þá hafa einhver 4.600 störf glatast á móti, því niðurstöður Hag- stofunnar benda ekki til þess að störfum í landinu hafi fjölgað neitt. Fólki á atvinnuleysisskrá hefur fækkað en því miður er það ekki vegna þess að störfum í landinu hafi fjölgað.“    Við þessu átti forsætisráðherraekkert svar, enda var ekkert um þetta í handriti spunameistar- anna. Birgir Ármannsson Engin fjölgun starfa STAKSTEINAR Jóhanna Sigurðardóttir Veður víða um heim 20.9., kl. 18.00 Reykjavík 8 skýjað Bolungarvík 8 alskýjað Akureyri 10 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 9 heiðskírt Vestmannaeyjar 8 heiðskírt Nuuk 8 léttskýjað Þórshöfn 7 skýjað Ósló 11 heiðskírt Kaupmannahöfn 13 skýjað Stokkhólmur 11 heiðskírt Helsinki 12 léttskýjað Lúxemborg 15 heiðskírt Brussel 15 léttskýjað Dublin 12 skúrir Glasgow 8 skúrir London 17 léttskýjað París 17 heiðskírt Amsterdam 15 léttskýjað Hamborg 13 skýjað Berlín 15 heiðskírt Vín 15 léttskýjað Moskva 17 heiðskírt Algarve 25 léttskýjað Madríd 28 léttskýjað Barcelona 22 skýjað Mallorca 26 léttskýjað Róm 23 léttskýjað Aþena 27 léttskýjað Winnipeg 13 skýjað Montreal 16 léttskýjað New York 18 skýjað Chicago 20 léttskýjað Orlando 28 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 21. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:10 19:32 ÍSAFJÖRÐUR 7:14 19:38 SIGLUFJÖRÐUR 6:57 19:21 DJÚPIVOGUR 6:39 19:02 Loftorka Reykjavík ehf. átti lægsta tilboð í gerð Álftanesvegar, sem lagður verður milli Hafnarfjarðar- vegar og Bessastaðavegar. Tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni í vik- unni. Nýi vegurinn mun leysa af hólmi núverandi veg. Tilboð Loftorku nam tæpum 660 milljónum króna og var 76% af áætl- uðum verktakakostnaði sem var upp á 865 milljónir króna. ÍAV hf. átti næstlægsta boð upp á 746 milljónir króna, Urð og Grjót ehf. bauð tæpar 800 milljónir, Ístak hf. 844 milljónir og Suðurverk hf. 844 milljónir. Hætt við verkið árið 2009 Þetta er í annað sinn sem þetta verk er boðið út. Það var fyrst boðið út fyrri hluta árs 2009 og bárust þá 19 tilboð. Loftorka átti þá einnig lægsta tilboðið, 561 milljón. Þá var áætlaður verktakakostnaður 825 milljónir. Vegna bágrar stöðu ríkis- sjóðs á þeim tíma var hætt við verk- ið. Lagning Álftanesvegar skiptist í þrjá verkáfanga en skal verkinu að fullu lokið eigi síðar en 1. júlí 2014. Verkið felst í því að leggja nýjan fjögurra kílómetra langan veg frá Engidal að Fógetatorgi við Bessa- staðaveg. Gera skal mislæg gatna- mót ásamt að- og fráreinum við Hraunsholt í Engidal og byggja tvenn göng fyrir gangandi umferð. Breyta skal legu strengja, vatns- og hitaveitulagna. Þá á að leggja nýja háspennu- og rafdreifistrengi, síma-, vatns- og hitaveitulagnir. Einnig fylgir með í verkinu landmótun, sán- ing og yfirborðsjöfnun hrauns innan verksvæðisins. sisi@mbl.is Loftorka bauð lægst í annað sinn Morgunblaðið/Þorkell  Lægsta tilboð í nýjan Álftanesveg var tæpar 660 milljónir króna Engin efnisbreyting er gerð frá nú- verandi stefnu Íslands í hvalveiðum í samningsafstöðu landsins í aðildar- viðræðunum við Evrópusambandið. Þetta kemur fram í samningsafstöðu Íslands varðandi umhverfismál sem birt var 18. september s.l. Lesa má kaflann í heild á vefnum (www.vidra- edur.is). „Af hálfu Íslands er lögð áhersla á rétt Íslands til að taka sjálft ákvarð- anir um nýtinguna með það í huga að núverandi löggjöf heimilar ein- ungis nýtingu á tveimur tegundum, langreyði og hrefnu, í takmörkuðu magni,“ segir í kafla um hvali. Þar kemur ennfremur fram að nú- verandi stefna Íslendinga í hval- veiðimálum byggist á ályktun Al- þingis um hvalveiðar frá 10. mars 1999 sem byggist á meginreglunni um verndun og sjálfbæra nýtingu. Einnig að hvalveiðum Íslendinga sé stjórnað á vísindalegum grunni og í samræmi við alþjóðlegar skuldbind- ingar Íslands. Veiðarnar fari alfarið fram innan 200 mílna sérefnahags- lögsögunnar, að undanteknum tveimur hvalaskoðunarsvæðum. Þá falli hvalveiðar Íslendinga und- ir alþjóðlegar reglur um rannsóknir og eftirlit á vettvangi Alþjóðahval- veiðiráðsins og Norður-Atlantshafs- sjávarspendýraráðsins. Ísland beiti sér samkvæmt stefnu þess í hval- veiðimálum á alþjóðavettvangi. gudni@mbl.is Hvalveiðar óbreyttar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.