Morgunblaðið - 21.09.2012, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2012
Baldur Guðlaugsson, lögfræðingur,
sendi í gær frá sér athugasemd
vegna fréttar í Kastljósi Sjón-
varpsins á miðvikudagskvöld þar
sem fjallað var
um sölu Baldurs
á íbúðabréfum í
mars sl.
Athugasemdin
er eftirfaramdi:
„Í Kastljósi
Ríkissjónvarps-
ins í gærkvöldi
var fjallað um
það að undirrit-
aður hefði selt
íbúðabréf í mars
sl., nokkrum dögum áður en gerðar
voru breytingar á lögum um gjald-
eyrismál sem þrengdu heimildir
erlendra eigenda slíkra bréfa til að
fá gjaldeyrisyfirfærslu fyrir af-
borgunum og vöxtum af bréfunum.
Var látið að því liggja að undirrit-
aður hefði vegna fyrri starfa í
stjórnarráðinu haft vitneskju um
að umræddar lagabreytingar væru
í farvatninu.
Af þessu tilefni skal eftirfarandi
tekið fram :
1. Ég lét af störfum í stjórn-
arráðinu á árinu 2009 og hef ekki
frá þeim tíma haft neinn aðgang að
upplýsingum um þau mál sem á
hverjum tíma eru til vinnslu í
stjórnarráðinu eða annars staðar í
stjórnsýslunni. Hef ég hvorki leit-
að eftir slíkum upplýsingum né
þær verið látnar mér í té. Gildir
það jafnt um breytingar á lögum
um gjaldeyrismál sem önnur mál.
Mér var því með öllu ókunnugt um
að til stæði að leggja fram frum-
varp til breytinga á lögum sem
þrengdu gjaldeyrisyfirfærsluheim-
ildir erlendra eigenda íbúðabréfa.
2. Ástæða þess að ég ákvað að
selja íbúðabréf sem ég átti í flokki
HFF 14 var ósköp einföld. Þessi
bréf höfðu hækkað mjög í verði á
fyrstu mánuðum þessa árs, að því
er fram hafði komið vegna áhuga
erlendra krónueigenda á að eign-
ast þau af þeim ástæðum sem að
framan greinir. Umrædd íbúða-
bréf eru með afborgunum tvisvar
á ári og lokagjalddaga á árinu
2014. Segir sig sjálft að eft-
irstöðvar bréfanna – og þar með
andlag viðskipta með bréfin –
lækkar eftir því sem búið er að
greiða fleiri afborganir af bréf-
unum og nær dregur loka-
gjalddaga þeirra. Ég ákvað því að
selja íbúðabréf sem ég átti í flokki
HFF 14. Þar sem fyrir lá að ég
myndi hefja nýjan kafla í lífinu
sunnudaginn 11. mars sl. lagði ég
áherslu á að ljúka sölunni fyrir
þann tíma. Hafði ég fyrst samband
við verðbréfafyrirtæki um söluna
um miðbik vikunnar á undan. Við-
skipti komust síðan á föstudaginn
9. mars. Tímasetning tilkynningar
verðbréfafyrirtækisins sem ann-
aðist viðskipin til Kauphallar þann
dag um viðskiptin er mér hins veg-
ar með öllu óviðkomandi. Rétt er
að taka fram að það sem fram kom
í umfjöllun Kastljóss um söluverð
umræddra bréfa er rangt. Sölu-
verð bréfanna var miklum mun
lægra.
3. Mér er ekki kunnugt um að
umrædd viðskipti eða önnur sem
fram fóru á þessum tíma sæti sér-
stakri rannsókn. Það á hins vegar
að vera sjálfsagður hluti af verk-
efnum Kauphallar og Fjármálaeft-
irlits að kanna hvort eitthvað telst
óeðlilegt við viðskipti á verð-
bréfamarkaði sem eiga sér stað í
aðdraganda lagabreytinga sem
áhrif geta haft á verðmyndun á
markaði. Vonandi hefur það verið
gert í þessu tilviki sem öðrum.
Ég mun ekki tjá mig frekar um
þetta mál.“
Segist engar upp-
lýsingar hafa haft
um lagabreytingar
Baldur
Guðlaugsson
Íbúðabréf höfðu hækkað mjög í
verði á fyrstu mánuðum ársins
Tvær í einni
Verð 7.900 kr.
Str. M-XXXL
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Eddufelli 2, sími 557 1730
www.rita.is Ríta tískuverslun
Viltu laga og
fyrirbyggja eyrnabólgur?
Undirþrýstingur í miðeyra með vökva.
Viðurkennd meðferð - engar aukaverkanir
Eftir þrýstingsjöfnun með Otoventblöðru,
miðeyrað opið og engin vökvi.
Otovent meðferðin er til að létta á undirþrýsting í miðeyra.
Getur fyrirbyggt og unnið á eyrnabólgu og vanlíðan með
því að tryggja að loftflæði og vökvi eigi greiða leið frá
miðeyra.
Meðferð sem getur dregið úr eyrnabólgum, sýklalyfjanotkun,
ástungum og rörísetningum. 70% árangur af notkun.
Klínískar rannsóknir sýna gagnsemi við lokun í miðeyra,
skertri heyrn eftir eyrnabólgur, óþægindum í eyrum við flug,
sundferðir eða köfun.
Otovent er einfalt og þægilegt fyrir börn og fullorðna.
Læknar mæla með Otovent.
Otovent er CE merkt.
Umboð Celsus ehf Fæst í apótekum
Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is
Full búð
af flottum
fötum fyrir
flottar konur
Stærðir 40-58
Allur ágóði af sölunni
rennur til
Krabbameinsfélags Íslands
www.faerid.com
Sölustaðir:
N1, Pósturinn, Skeljungur, Nettó, Olís og Bónus.
Laugavegi 54, sími 552 5201
Glæsileg kjólasending
ótrúlegt úrval
Fyrir árshátíðina
og brúðkaupin
Náttúrustofu Vesturlands barst ný-
lega máttfarinn fálki sem fannst í
Helgafellssveit á Snæfellsnesi.
Fálkinn var settur í búr og gefið
að éta og drekka. Hann hresstist
heldur og virtist vera að styrkjast en
nokkrum dögum seinna var hann
dauður í búrinu, segir í frétt á vef
Náttúrustofunnar.
Hræið var sent til nánari skoðunar
á Náttúrufræðistofnun Íslands. Þar
var fálkinn gegnumlýstur og komu
þá í ljós 9 högl sem dreifð voru um
skrokkinn, þar af eitt í höfðinu. Ljóst
er því að skotið hefur verið á hann
með haglabyssu og drógu áverk-
arnir hann til dauða, segir á vefnum.
Fálkastofninn er fremur lítill, að-
eins 300-400 pör og eru þeir strang-
friðaðir allt árið skv. lögum um
vernd, friðun og veiðar á villtum
fuglum og villtum spendýrum. Engu
að síður fann Náttúrufræðistofnun
högl í um fjórðungi þeirra fálka sem
henni bárust á árunum 2005-2009.
Haglaskot drógu
fálka til dauða
Aukablað
alla þriðjudaga