Morgunblaðið - 21.09.2012, Side 10

Morgunblaðið - 21.09.2012, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2012 www.evropustofa.is Evrópusambandið fjármagnar starfsemi Evrópustofu. Takk fyrir! Ef Ísland gengur í ESB falla niður tollar á vörum sem pantaðar eru á netinu frá Evrópusambandslöndum. Rétt Rangt ESB krefst þess að togarasjómenn noti hárnet við veiðar. Rétt Rangt Gangi Ísland í ESB þarf að breyta merkingum á öllum innlendum vörum og merkja þær, bæði á ensku og íslensku, með „framleitt í ESB.“ Rétt Rangt Íslendingar munu þurfa að flagga ESB fánanum til jafns við hinn íslenska gangi landið til liðs við ESB. Rétt Rangt Þegar Króatía gerist aðili að Evrópusambandinu á næsta ári þarf ESB að innkalla alla fána sambandins til að bæta við 28. stjörnunni. Rétt Rangt Bannað er að veiða lunda innan ESB. Rétt Rangt 1 2 3 4 5 6 Evrópustofa þakkar öllum þeim sem tóku þátt í sumarleiknum Hvað veistu? Rétt eða rangt um ESB og létu reyna á þekkingu sína í Evrópumálum!  1. verðlaun, helgarferð fyrir tvo til Brussel (flug og gisting) hreppti Sólrún Einarsdóttir í Reykjavík.  2. - 3. verðlaun, gjafabréf út að borða og leikhúsmiðar fyrir tvo, komu í hlut Róberts Tómassonar í Reykjanesbæ og Agnesar Árnadóttur á Húsavík. Við óskum vinningshöfunum til hamingju! Rétt eða rangt um ESB? Lj ós m yn d: Ei na r Ó la so n Suðurgötu 10 - Reykjavík Kaupvangsstræti 23 -Akureyri Réttsvör1)rétt,2)rangt,3)rangt,4)rangt,5)rangt,6)rétt. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is É g hef verið að teikna frá því ég man eftir mér. En þegar ég var í áttunda bekk fór ég að teikna japanskar myndir með vinkonu minni og í framhaldi af því fór ég að teikna í of- urraunsæjum stíl. Ég hef fundið mig vel í því,“ segir Helena Reynis- dóttir, 18 ára listakona sem er með sína aðra einkasýningu í Galleríi Tukt um þessar mundir. Yfirskrift sýningarinnar er Umhverfa/ Aroundness og hefur hún hangið uppi frá því skömmu fyrir Menning- arnótt og vakið verðskuldaða at- hygli. Í sýningarsalnum eru þrjár mjög stórar portrettmyndir sem eru rúmir tveir metrar á hæð og tæpir tveir metrar á breidd. Þetta eru kola- og blýantsteikningar af andliti Önnu Láru vinkonu Helenu og eru þær í ofurraunsæisstíl, nánast eins og ljósmyndir. Tvær ljósmyndaraðir af andliti vinkonunnar frá mörgum ólíkum sjónarhornum tilheyra einn- ig sýningunni og sama er að segja um myndbandsverk þar sem töku- vél fer hringinn í kringum Önnu Láru, aftur og aftur. Teiknar eftir pöntun „Mér finnst gaman að stúdera andlit og sjá hvernig ein manneskja getur verið mismunandi frá ólíkum hliðum. Ég legg mig fram um að ná fram hverju smáatriði nákvæmlega eins og það er í raunveruleikanum. Svona ofurraunsæisstíll er víst ekki mjög algengur núna í myndlistar- sköpun og ekki beinlínis í tísku. En ég hef fengið mjög góð viðbrögð og fólk kemur til mín og biður mig um að teikna myndir af börnunum sín- um eða öðrum fjölskyldumeðlimum. Sem ég geri með glöðu geði,“ segir Helena og bætir við að hún hafa verið í hálft ár að vinna stóru mynd- irnar þrjár. „Ég lagði undir mig stofuna heima hjá mér og þurfti stól til að standa upp á þegar ég var að teikna efst á myndflötinn.“ Mamma sýnir skilning Helena á ekki langt að sækja hinn listræna áhuga því margir Mér finnst gaman að stúdera andlit Það tók hana hálft ár að vinna myndirnar þrjár sem eru á sýningunni í Galleríi Tukt. Hún lagði undir sig stofuna heima hjá sér og þurfti stól til að standa upp á þegar hún var að teikna efst á myndflötinn. Helena Reynis er aðeins átján ára en heldur nú sína aðra einkasýningu. Barn Ein af þeim myndum sem Helena hefur teiknað fyrir fólk af börnum. Stolt Helena hengir upp teikningu sína af Jóni Gnarr á fyrstu einkasýning- unni, í fyrra á kaffihúsinu Energia þegar hún var aðeins 17 ára. Vefsíðan www.margret.is er flott síða um tísku og hönnun. Að baki vefsíð- unni standa Margrét R. Jónasar, sem stofnaði Make Up Store á Íslandi árið 2006, Steinunn Edda Steingríms- dóttir, verslunarstjóri í Make Up Store, Thelma Björk Steinmann sem nýverið lauk förðunarnámi hjá Fas- hion Academy Reykjavík og Sara Dögg Johansen naglafræðingur sem starfar hjá Make Up Store. Þær stöllur blogga á vefsíðunni sín í hvoru lagi um fallega hluti sama hvort þeir eru skart, heimilisprýði eða snyrtivörur. Á vefsíðunni má líka sjá kennslumyndband um létta förð- un. Skemmtileg síða til að fá góðar og flottar hugmyndir hjá þeim sem eru með puttann á púlsinum. Vefsíðan www.margret.is Morgunblaðið/Ómar Förðun Glaðlegir litir sem þessir frá Make Up Store lífga upp á útlitið. Tískubloggarar sameinast Hópur myndlistarmanna gengst fyrir listviðburði á Óðinstorgi, millum Óð- ins- og Týsgötu í miðbæ Reykjavíkur, föstudaginn 21. september nk. undir merkjum PARK(ing) DAY. Viðburðurinn er öllum opinn og stendur frá kl. 14 og fram eftir kvöldi. Á Óðinstorgi verður hægt að njóta myndlistar af öllu tagi, fylgjast með listinni verða til, hitta listamenn og velta í leiðinni fyrir sér hvaða möguleikar felast í nýtingu bíla- stæðanna í borginni og víðar. PARK(ing) DAY er fagnað um allan heim þennan dag. Hvarvetna er bíla- stæðum breytt í almenningsrými og garða á alla mögulega vegu. Í fyrra voru settir upp 975 slíkir „garðar“ í 162 borgum út um allar þorpagrundir veraldarinnar. Það eru aðallega mynd- listarmenn og hönnuðir sem taka þátt í þessum viðburðum en einnig al- mennir borgarar. Markmiðið dagsins er að gæða ný svæði lífi, fagna hinu óvænta og skapa umræðu um borgarlandslagið. Heið- urinn af fyrstu framkvæmd dagsins og útbreiðslu hans á hönnunarstofan Rebar í San Fransisco. Tuttugu og tveir myndlistarmenn, þrjár hljómsveitir og einn plötusnúður munu taka þátt í viðburðinum á Óðins- torgi auk hóps nemenda Brekkubæjar- skóla sem flytja tvö atriði undir stjórn Þóreyjar Jónsdóttur. Endilega … … komið við á PARK(ing) Day PARK(ing) DAY Víða er bílastæðum breytt í almenningsrými og garða. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.