Morgunblaðið - 21.09.2012, Page 16

Morgunblaðið - 21.09.2012, Page 16
FRÉTTASKÝRING Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð- inu verða að taka pólitíska ákvörð- un um það hvernig þau vilja haga rekstri og þjónustu skíðasvæð- anna, segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðanna. Núgildandi þjón- ustusamningur um rekstur svæðanna renn- ur út um ára- mótin en á gild- istíma hans hefur orðið um 21% niður- skurður á rekstrarframlagi sveitarfélaganna. Framlagið var 129,5 milljónir króna árið 2008 en átti samkvæmt samningnum að hækka í takt við vísitölu og ætti því að standa í um 180 milljónum í dag, að sögn Magnúsar. Það hefur hins vegar lækkað um rúm 20% á síðustu fjórum árum og stendur nú í um 102 milljónum króna. Þá hefur framlag sveitarfélaganna til ný- framkvæmda verið lækkað úr 100 milljónum, samkvæmt samningi, í 25-50 milljónir, eftir árum. Magnús segir niðurskurðinn vissulega hafa komið niður á skíða- iðkendum og þjónustunni á svæð- unum en til að fjárhagsáætlun sem hann hefur skilað inn til Reykja- víkurborgar fái staðist þarf fram- lag borgarinnar til rekstrarins að aukast um 20 milljónir á ári. Gera meiri kröfur „Reykjavík þarf að bæta 20 milljónum við sitt framlag til að við getum haft opið um helgar í Skálafelli og haft almennilega opið í Bláfjöllum,“ segir Magnús. Reykjavík greiðir um 70% rekstr- arframlagsins en hin sveitarfélögin skipta restinni með sér út frá íbúa- fjölda. Framkvæmdaframlagið, sem er eyrnamerkt nýfram- kvæmdum, skiptist hins vegar jafnt milli allra sveitafélaganna út frá íbúafjölda og þar er hlutdeild borgarinnar um 60%. Magnús segist ekki hafa orðið var við að skíðaiðkun almennings hafi minnkað en hins vegar geri fólk meiri kröfur um gott veður og aðstæður en áður. „Það er í raun bara einn vetur síðastliðin fimm ár sem hefur verið léleg- ur og hann var ekki bara lélegur, heldur var hann hörmuleg- ur,“ segir Magnús og á þar við veturinn 2009-2010, þegar að- eins var opið í fimm daga í Bláfjöllum. Hann segir forgangs- röðunina hafa verið á þann veg að fyrst sé lögð áhersla á að undirbúa svæði fyrir almenning. Reyndir skíðamenn hafi e.t.v. orðið helst fyrir barðinu á niðurskurðinum en aftur sé það ákvörðun stjórnvalda að ákveða hvort þau vilji gera meira fyrir þann hóp. Morgunblaðið/Árni Sæberg Á skíðum skemmti ég mér Magnús segir almenning gera meiri kröfur um gott veður og góðar aðstæður til skíðaiðkunar en áður. Þarf bæði fjármagn og snjó til  Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu taki pólitíska ákvörðun um rekstur og þjónustu á skíðasvæð- unum  Þjónustusamningur rennur út um áramót  Skorið niður um 21% á síðastliðnum árum Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins *opið fyrir tilstilli KR-inga sem gáfu vinnu til að halda svæðinu opnu 2008-2009 2009-2010 2010-2011 2011-2012 Opið Gestir Opið Gestir Opið Gestir Opið Gestir Bláfjöll 56 84.500 5 10.000 63 46.000 78 58.000 dagar dagar dagar dagar Skálafell 30 8.300 Lokað vegna Lokað vegna 9 3.100 dagar veðurs/aðstæðna niðurskurðar dagar* 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2012 Þrátt fyrir niðurskurð hefur ým- islegt verið framkvæmt í Bláfjöll- um í sumar og von er á nýjung á svæðið í haust. „Við náðum því í gegn að fá færiband eins og er á Akureyri, nema þetta verður aðeins lengra. Það er í raun bara bylting fyrir byrjendur að hafa það. Krakkar hafa verið í kennslu hjá okkur frá fjögurra ára aldri en núna verður auðveldlega hægt að byrja með þau enn yngri,“ segir Magnús. Færibandið hefur verið kallað töfrateppi á íslensku en því verður komið fyrir milli Bláfjallaskála og skemmunnar og mun það liggja samsíða kað- allyftunni. Gamli Blá- fjallaskáli, eða Borgarskáli eins og hann er kallaður, verður færður. Færibandið verður sett upp í lok október en það mun taka einhvern tíma að fá það að utan, segir Magnús. Hann segir að markmiðið sé að fjárfesta í framtíðar byrjendaaðstöðu á þessu svæði. Einnig hefur verið unnið að því að breikka og stækka brettasvæðið, þannig að hægt verði að auka fjöl- breytni í pöllum og slám. Afgangshey hefur einnig verið notað á skemmtilegan hátt í brekkunum, í því skyni að bæta að- stæður fyrir skíðaunnendur. „Við megum ekki setja niður neinn áburð þar sem þetta er vatnsverndarsvæði, þannig að við dreifum bara heyi sem við fáum í rúllum og tókum þannig fyrir tvær brekkur. Þetta breytir ásýnd svæð- isins þannig að það verður fallegra og svo er þetta líka gert vegna þess að það þarf þá ekki eins mik- inn snjó til að geta byrjað,“ út- skýrir Magnús. Dreifðu heyi í brekkurnar og opna töfrateppi fyrir börnin BREYTT OG BÆTT Í BLÁFJÖLLUM Magnús Árnason STOFNAÐ 1987 M ál ve rk : Si g rí ð u r A n n a Úrval einstakra málverka og listmuna eftir íslenska listamenn | Skipholt 50a | Sími 581 4020 | www.galleri l ist. is einstakt eitthvað alveg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.