Morgunblaðið - 21.09.2012, Síða 19
Deilur Starfsmannafélag Hafnar-
fjarðar gagnrýnir bæjarráð.
Starfsmannafélag Hafnarfjarðar
hefur sent frá sér ályktun í kjölfar
ákvörðunar bæjarráðs um að
draga að hluta til baka þær launa-
skerðingar sem gerðar voru árið
2009. „Með aðferðafræði sinni er
bæjarráð ekki að leiðrétta kjör
heildarinnar eða kjör lægra launa-
settra félagsmanna STH. Ekki er
verið að leiðrétta minnkað starfs-
hlutfall, skerðingu á fastri yfir-
vinnu og bifreiðakostnað hjá öll-
um,“ segir m.a. í tilkynningu frá
STH.
„Það eru níu félagsmenn sem fá
leiðréttingu með þessari ákvörðun,
hinir ellefu sem ákvörðunin 2009
átti við, falla utan ramma leiðrétt-
ingarinnar,“ segir Karl Rúnar
Þórsson formaður STH. Hann
bætir við að skerðing bifreiðar-
styrkja og skert starfshlutföll
gangi ekki til baka við ákvörðun-
ina nú. „Starfshlutföll voru ekki
skert hjá stórum hópi og maður
myndi halda að það væri ekki bæj-
arsjóði ofviða að draga það til
baka líkt og önnur sveitarfélög
hafa gert,“ segir Karl.
Þess má geta að leiðréttingin nú
tekur í heild til 58 starfsmanna.
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir,
bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir að
unnið hafi verið eftir ákveðinni að-
ferðafræði, t.d. eigi leiðréttingin
ekki við þá sem hafa hækkað í
launum um 30% eða meira frá
2007 eða hafa meira en 50 tíma í
umsamda yfirvinnu á mánuði. Guð-
rún segir að skerðingin 2009 hafi
ekki átt við þá sem voru með
tekjur undir 400.000 kr. „Hins-
vegar voru bifreiðarstyrkir endur-
skoðaðir þá og voru ekki til skoð-
unar við leiðréttingu nú,“ segir
Guðrún Ágústa.
Sömuleiðis segir hún að endur-
skoðun skertra starfshlutfalla hafi
ekki verið til endurskoðunar.
heimirs@mbl.is
Ekki sátt um leið-
réttingar launa
STH segir kjör heildarinnar ekki leiðrétt
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2012
GJÖRIÐ
SVO VEL!HÁDEGISMATUR
TIL FYRIRTÆKJA
HAFÐU SAMBAND
OG FÁÐU TILBOÐ!
HEITT & KALT | S: 533 3060 | heittogkalt@heittogkalt.is
HEITT OG KALT býður fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu
heimsendingu á hollum og kjarngóðum hádegismat.
Matseðill fyrir hverja viku er birtur á: www.heittogkalt.is
Sturla Birgisson er margverðlaunaður matreiðslumeistari
og er í dómnefnd fyrir Bocuse d’Or sem er ein virtasta
matreiðslukeppni heims.
Kastanía Höfðatorgi, Höfðatúni 2, 105 Reykjavík, sími 577 5570
Arna Verslun Grímsbæ, Efstalandi 27, 108 Reykjavík, sími 527 1999
Junik Smáralind, Hagasmára 1, 201 Kópavogi, sími 571 7700
Sirka Skipagötu 6, 600 Akureyri, sími 461 3606
Paloma Víkurbraut 62, 240 Grindarvík, sími 426 8711
Cleopatra Austurvegi 4, 800 Selfossi, sími 482 2144
Heildsöludreifing:
Óm Snyrtivörur ehf, Tunguvegi 19, 108 Rvík. sími 568 0829, om@om.is
Útsölustaðir
Stöndum saman
gegn einelti
og sýnum stuðning með
GOOD WORK(s)
leðurarmböndunum
Falleg áminning um
trú, ást og kærleika
Nú geta allir fengið iPad-áskrift
Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/