Morgunblaðið - 21.09.2012, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 21.09.2012, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2012 Ertu að taka til … … á vinnustaðnum Komdu spilliefnunum og raftækjunum á söfnunarstöðina næst þér … … við sjáum um framhaldið! Gufunesi · 112 Reykjavík · Sími 559 2200 · efnamottakan.is… í bíls umkúrn 32 ára dóttir soldánsins í Brúnei, eins af auð- ugustu mönnum heims, og 29 ára unnusti hennar ganga í hjónaband með mikilli viðhöfn í 1.700 herbergja höll soldánsins á sunnudag- inn kemur. Þar með lýkur vikulöngum hátíðarhöldum í tilefni af brúðkaupinu. Brúð- guminn ber hér mauk á hendur brúðarinnar samkvæmt gamalli hefð við athöfn í gær. Brúnei er á Borneó-eyju í Suðvestur-Asíu, með um 400.000 íbúa og tekjurnar á hvern landsmann eru meiri þar en í flestum öðrum Asíulöndum vegna mikilla gas- og olíulinda. Brúnei fékk fullt sjálfstæði frá Bretlandi árið 1984 eftir að hafa verið soldánsdæmi frá fimmtándu öld. Gleði og fögnuður í glæsihöllinni AFP Dóttir soldánsins í Brúnei gengur í hjónaband Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Lögreglan í Danmörku hefur gripið til aðgerða gegn félögum í vélhjóla- samtökunum Vítisenglum og Bandi- dos til að koma í veg fyrir að nýtt gengjastríð blossi upp líkt og á ár- unum 2008-2010, að sögn danskra fjölmiðla. Lögreglan réðst inn í húsnæði Vítisengla á sautján stöðum í Kaup- mannahöfn og þremur bæjum á Sjá- landi í fyrradag. Alls voru 114 fé- lagar í samtökunum handteknir, auk þess sem lögreglan lagði hald á skammbyssur, hnífa, hnúajárn, axir, barefli, fíkniefni og stera. Lögreglu- yfirvöld sögðu að aðgerðunum gegn vélhjólasamtökunum væri ekki lokið. Aðgerðir lögreglunnar benda til þess að hún hafi tekið upp nýjar að- ferðir til að fyrirbyggja átök milli vélhjólasamtakanna, að því er frétta- vefur danska blaðsins Politiken hef- ur eftir Michael Hviid Jacobsen, pró- fessor í félagsfræði við Álaborgar- háskóla, en hann hefur sérhæft sig í rannsóknum á starfsemi glæpasam- taka. Lögreglan hefur haft áhyggjur af vaxandi spennu milli Vítisengla og Bandidos og Michael Hviid Jacobsen segir að með aðgerðunum hafi hún sent vélhjólasamtökunum skýr skila- boð að um að hún sé staðráðin í að koma í veg fyrir að nýtt gengjastríð blossi upp. Alltaf hætta á gengjastríði „Auðvitað getur nýtt gengjastríð hafist,“ hafði Politiken eftir Michael Hviid Jacobsen. „Við vitum að það þarf ekki mikið til að púðurtunnan springi. Þess vegna segi ég að auð- vitað geti blossað upp nýtt stríð. Við getum aldrei útilokað það. Ógjörn- ingur er að spá um hvort það gerist.“ Að sögn prófessorsins hafa fleiri hópar fengið að kenna á nýjum fyrir- byggjandi aðferðum lögreglunnar. Síðustu daga hefur lögreglan meðal annars handtekið fjórtán vinstri- öfgamenn fyrir að áforma skemmdarverk á eigum danska ríkisins í pólitískum tilgangi og átta Kúrda sem grunaðir eru um að hafa safnað fé fyrir Verkamannaflokk Kúrdistans sem er skilgreindur sem hryðjuverkasamtök. Leiðtogi Bandidos handtekinn Á meðal þeirra sem voru hand- teknir í fyrradag var Michael Rosen- vold, leiðtogi Bandidos í Danmörku og fleiri löndum Evrópu, en hann er þekktur undir nafninu „Kokkurinn“. Yfirmaður dönsku rannsóknarlög- reglunnar staðfesti þetta í gær. Óttast nýtt gengjastríð  Lögreglan í Danmörku grípur til fyrirbyggjandi aðgerða gegn félögum í Vítis- englum og Bandidos  Sögð hafa tekið upp nýjar aðferðir gegn samtökunum AFP Spenna Vítisenglar frá Sviss og Svíþjóð í Kaupmannahöfn. Listakonan Yoko Ono, ekkja Bítils- ins Johns Lenn- ons, hyggst veita rússnesku kvennahljóm- sveitinni Pussy Riot friðar- verðlaun Lenn- on-Ono við at- höfn í New York í dag. Konurnar í hljómsveitinni af- plána nú tveggja ára fangelsisdóma fyrir óspektir í kirkju í Moskvu í febrúar þegar þær efndu til mót- mæla gegn Vladímír Pútín Rúss- landsforseta. Eiginmaður einnar þeirra tekur við verðlaununum. Verðlaunahafarnir verða heiðraðir við athöfn sem fram fer í Reykjavík 9. október, að sögn fréttaveitunnar AFP. Yoko Ono veitir Pussy Riot friðarverðlaun Yoko Ono BANDARÍKIN Töluverður viðbúnaður er hjá lög- reglunni í hollenska bænum Haren vegna þess að von er á þúsundum gesta í bæinn í kvöld. Ástæðan er sú að stúlka í bænum bauð óvart 24.000 manns í 16 ára afmælið sitt á Facebook. Stúlkan sendi út afmælisboðið á Facebook en fyrir mistök voru skilaboðin send á stór- an hóp fólks. Margir þeirra sem fengu boðið sendu það síðan áfram til vina sinna og koll af kolli. Alls hafa á þriðja þúsund staðfest komu sína í afmælið, en íbúar bæjarins eru um 18.000. Bauð þúsundum manna í afmælið HOLLAND Breskur her- maður eignaðist barn í Bastion- herstöðinni í Helmand-héraði í Afganistan á þriðjudag. Svo virðist sem kon- an hafi ekki vit- að að hún væri barnshafandi en þetta er í fyrsta skipti sem breskur hermaður í fremstu víglínu eignast barn í her- stöð. Móður og barni heilsast þokkalega, að sögn breska hers- ins, en barnið, sem er drengur, fæddist fimm vikum fyrir tímann. Konan taldi sig þjást af maga- kveisu er hríðirnar hófust. Ekki er heimilt að senda konur í breska hernum í fremstu víglínu séu þær þungaðar. Vissi ekki að hún var þunguð og ól barn í herstöð Frá Bastion- herstöðinni. AFGANISTAN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.