Morgunblaðið - 21.09.2012, Side 29
komin til afa og þar líður þér vel.
Þinn
Tómas Pétur.
Elsku amma mín.
Ég er viss um að þér líði vel
núna, enda ert þú nú komin aftur
til afa, sem hefur tekið svo vel á
móti þér. Þið eruð saman á ný og
þess vegna finn ég ró í hjarta og
sál.
Þú varst einstök kona, amma
mín. Alltaf svo hlý, falleg, réttlát,
gjafmild og góð. Það var svo
margt sem ég átti eftir að segja
við þig, en ég trúi því að ég fái
annað tækifæri, en Guð einn veit
hvenær það verður.
Þú hefur alltaf lagt þína hönd
á kinnina mína, horft beint inn í
augun mín með þínum fallegu
augum, án þess að segja margt.
Ég hef alltaf vitað hvað þú hefur
verið að segja mér með því,
amma; ég sé þig, varðveiti þig og
ég elska þig, Nonni minn.
Nú er komið að mér að fá að
leggja mína hönd á þína litlu
kinn í síðasta sinn, en með því er
ég að segja þér, elsku amma mín;
ég sé þig, ég varðveiti þig og ég
mun ávallt elska þig.
Ég mun geyma þig og allar
minningar um þig í hjarta mínu
að eilífu.
Bless, elsku besta amma. Ég
bið að heilsa afa og Guð veri með
ykkur alla tíð.
Þitt barnabarn,
Jón Kjartansson.
Elsku fallega amma mín.
Núna ertu komin á betri stað
til elsku afa Tómasar sem þú hef-
ur saknað svo sárt. Ég vil þakka
þér fyrir allt sem þú hefur gert
fyrir mig í gegnum tíðina og
hvað þú hefur reynst mér mikið
góð amma. Ég er þakklát fyrir
allar yndislegu stundirnar sem
við höfum átt saman og er svo
stolt að bera nafn þitt. Þú varst
svo glæsileg kona og alltaf til
fyrirmyndar. Ég er stolt að hafa
átt svona glæsilega ömmu sem
bar höfuðið hátt og hugsaði alltaf
vel um sitt og sína. Allar góðu
minningarnar um þig og afa mun
ég geyma í hjarta mínu.
Ég er svo þakklát fyrir að
hafa setið hjá þér seinustu dag-
ana, fá að halda í hönd þína og
segja þér hversu mikið mér þótti
vænt um þig. Guð geymi þig,
amma mín.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Ég elska þig og sakna, amma.
Bið að heilsa afa.
Þín
Karitas Óskarsdóttir.
Elskuleg amma okkar, Kaja,
er fallin frá.
Þegar við hugsum um ömmu
Kaju þá koma margar góðar
minningar fram í hugann. Amma
var einstaklega hjartahlý, gef-
andi og umhyggjusöm kona sem
vildi allt fyrir sína nánustu gera
og helgaði líf sitt fjölskyldu sinni.
Minningarnar sem við eigum
um ömmu tengjast mikið Stiga-
hlíðinni þar sem hún og afi
Tommi áttu einstaklega glæsi-
legt heimili. Þar vorum við alltaf
velkomin og var tekið á móti
okkur með bros á vör og áttum
við þar athvarf sem börn og ung-
lingar. Á fullorðnisárum urðu
heimsóknirnar ekki færri heldur
fjölmennari þar sem barnabörn-
in höfðu bæst í hópinn. Þar var
mikið hlegið og rökrætt enda
elsku amma með skemmtilega
sterkar skoðanir á hlutunum sem
gerði það að verkum að okkur
fannst gaman að ræða við hana
um öll heimsins mál.
Eftir að afi Tommi dó átti
amma erfitt enda voru þau mjög
samrýnd og lukkuleg hvort með
annað. Þrátt fyrir mikla sorg
reyndi amma eftir fremsta
megni að halda áfram sínu lífi og
stóð heimili hennar okkur öllum
alltaf opið. Hún elskaði að um-
gangast sitt fólk og fór mikið
með okkur á kaffihús, kíkti í
heimsókn í Bellu og kom til okk-
ar í mat. Við fundum það sterkt
að hana langaði svo að eiga fleiri
góð ár með sínum nánustu en
veikindi hennar sem komu upp
eftir að afi dó settu mark sitt á líf
hennar. Þrátt fyrir veikindin var
hún mjög sjálfstæð og dugleg.
Eftir að afi deyr flytur hún í fal-
lega íbúð í Stóragerði og hafði
hún komið sér þar vel fyrir og
leið vel. Hana langaði mikið að fá
að njóta þess að vera þar lengur,
vera sjálfstæð og dugleg og geta
verið með sínum nánustu.
Andlát ömmu býr til mikið
tómarúm í hjörtum okkar og lífi.
Okkur þótti svo gott að koma til
hennar og eiga hana að. Ósjaldan
gat maður leitað til hennar í
trúnaði og veitti hún okkur góð
ráð. Það er ómetanlegt að hafa
átt hana að og fengið að búa við
hennar ást og umhyggju.
Elsku amma, þín verður svo
sárt saknað og það eina sem
huggar okkur er að núna eruð
þið afi sameinuð á ný. Allir sem
þekktu ykkur vissu hve mikið þið
elskuðuð hvort annað og hve sárt
þú saknaðir hans. Minning okkar
um yndislega ömmu mun lifa í
hjarta okkar og allra sem voru
svo heppnir að fá að kynnast þér.
Við biðjum guð að styrkja fjöl-
skyldu þína í sorginni og viljum
við kveðja þig, elsku amma, með
sama ljóði og við kvöddum afa
Tomma.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Hvíl í friði.
Heiða Lára, Hildur Sesselja,
Tómas Karl.
Horfin er úr þessum heimi góð
vinkona mín frá æskuárum okk-
ar á Eskifirði. Við sátum saman í
barnaskóla, lékum okkur alltaf
mikið og áttum saman falleg
gullabú, fórum á vorin með mjólk
í flösku og nesti upp í Gunnhild-
arlaut og Rauðusteinalaut og
þegar fór að hausta var farið á
sömu staði og tínd ber.
Margs er að minnast frá þess-
um árum, margar ferðir fór ég í
Markúsarhús, æskuheimili Kaju
vinkonu minnar. Alltaf var tekið
jafn vel á móti mér, enda foreldr-
arnir gott og vandvirkt fólk.
Kaja átti yndislega ömmu sem
Þórunn hét og bjó á heimilinu,
einstök kona sem líktist helst
móður Theresu.
Eftir barnaskólagöngu skilur
leiðir eins og oft vill verða en svo
endurnýjum við vinskapinn þeg-
ar við förum báðar að búa í
Reykjavík. Framan af var mikill
samgangur á milli heimilanna,
svo fjölgaði börnum á báðum
heimilum og heimsóknum fækk-
aði en haldið var í gamlar minn-
ingar og aldrei slitnaði þráður-
inn. Ég þakka Kaju fyrir allar
þær góðu stundir sem við áttum
saman. Ég veit að Tómas eig-
inmaður hennar og besti vinur
hefur verið mættur til að taka á
móti rósinni sinni með fullt fang-
ið af rósum. Bestu samúðar-
kveðjur frá okkur Kristjáni til
allra aðstandenda.
Hvíldu í friði, kæra vinkona.
Nanna Helgadóttir.
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2012
✝ Kristín Zoëgafæddist 14.
október 1917 á Ísa-
firði. Hún lést á
Hrafnistu 16. sept-
ember 2012.
Fósturforeldrar
Kristínar voru
Kristján G. Krist-
jánsson, skipstjóri,
f. 14. apríl 1878, d.
1. maí 1930 og
Þórdís Friðriks-
dóttir, fædd 17. ágúst 1862, d.
17. mars 1937. Fósturbróðir
Kristján Bjarnason.
Foreldrar Kristínar voru:
Sigríður Olga Kristjánsdóttir, f.
22. desember 1896, d. 18. des-
ember 1967 og Nathanael Mós-
esson, f. 14. apríl 1878, d. 23.
mars 1964. Systkini sammæðra:
Ragnhildur, Þórdís, Ásgeir, d.,
Helga, d. og Gunnar. Bræður
samfeðra Viggó, d. og Ágúst, d.
Kristín giftist 28. september
1945 Geir Agnari Zoëga fram-
kvæmdastjóra, f. 8. júní 1919,
foreldrar hans voru Geir G.
Trausti Veigar Hilmarsson. 3.
Þórdís f. 3. janúar 1955 hönn-
uður FHI og framhaldsskóla-
kennari. – M. Ólafur E. Frið-
riksson, þau eiga einn son,
Kristján Geir.
Kristín ólst upp í Dýrafirði
og í Reykjavík og skóla sótti
hún í Reykjavík. Vann hjá Guð-
mundi klæðskera við sauma-
skap, fór til Danmerkur fyrst í
vist og síðar hóf hún nám í
hjúkrun á Bispebjerg hospital.
Flutti til Reykjavíkur í lok
stríðsins. Hún starfaði eingöngu
utan heimilisins í 4 ár, en þá
vann hún á Vinnustofu Klepps-
spítala. Kristín vann mikið í
höndunum og bera margir fal-
legir gripir vott um það, einnig
batt hún inn fjöldann allan af
bókum. Þegar Geir Agnar hætti
að vinna festu þau kaup á sum-
arhúsi við Apavatn, þar dvöldu
þau vikum saman á hverju
sumri, nema þrjú síðustu sumr-
in, en þá gekk það ekki upp
vegna veikinda Kristínar. Einn-
ig var Kristín virk í Kvenfélag-
inu Hringnum í allmörg ár.
Útför Kristínar fer fram frá
Áskirkju í dag, 21. september
2012, og hefst athöfnin kl. 13.
Zoëga, f. 28. sept-
ember 1885, d. 4.
janúar 1959 og
Hólmfríður Zoëga,
f. 5. maí 1894, d. 8.
júlí, 1982. Börn
Kristínar og Geirs
eru: 1. Helga,
handavinnukenn-
ari, f. 24. mars
1946. – M. Guð-
mundur Krist-
jánsson, viðskipta-
fræðingur, f. 16. mars 1944, þau
eiga þrjú börn, þau eru: Alex-
ander Kristján. – M. Hildur
Ragna Kristjánsdóttir, þau eiga
þrjú börn. Kristín Edda. – M.
Halldór Halldórsson, hún á
fjögur börn; og Guðrún Hall-
dóra. – M. Halldór Torfi Ped-
ersen, þau eiga þrjú börn. 2.
Geir Þórarinn, verkfræðingur.
– M. Vilborg Traustadóttir, þau
eiga tvo syni; Geir Fannar sem
á 2 syni og Kristján Þór. – M.
Guðrún Einarsdóttir, þau eiga
tvo syni. Fóstursonur Geirs er
Emil Ólafsson og stjúpsonur er
Í dag kveðjum við Kristínu
Zoëga tengdamóður mína.
Kristín var einstaklega glæsi-
leg kona. Hún var gáfuð, traust,
skemmtileg og hjálpsöm.
Hún var vinur jafnt í meðbyr
sem mótlæti og það var alltaf gott
að leita til hennar með ýmis mál.
Hún var ráðagóð og oftar en ekki
fann hún leiðir til að leysa vanda
þeirra sem leituðu til hennar,
hvort sem var í því smáa eða því
stóra.
Hún var afkastamikil og vand-
virk í hverju sem hún tók sér fyrir
hendur. Margir fallegir og vel
gerðir munir eftir hana prýða
heimili okkar og barna okkar.
Jólasveinar, dúkar, handmáluð
jólapostulínsstell fyrir tólf manns
svo fátt eitt sé nefnt.
Hún hafði leiftrandi skopskyn
og einstakt lag á að kalla fram
bros með skemmtilegum upprifj-
unum og tilsvörum.
Margar góðar minningar koma
upp í hugann og þær eru allar afar
dýrmætar og verða í framtíðinni
rifjaðar upp af virðingu og vænt-
umþykju.
Trúðu á tvennt í heimi
tign sem hæsta ber:
Guð í alheimsgeimi,
Guð í sjálfum þér.
(Steingr. Thorsteinsson)
Vilborg Traustadóttir.
Nú er hún amma mín fallin frá,
við þessi tímamót fer hugur minn
að reika og margar minningar
skjóta upp kollinum. Amma er
fyrirmynd mín og hef ég oft sagt
að ég ætli að verða amma eins
hún, þar sem hún var einstaklega
natin, ljúf og þolinmóð við börn og
hafði alltaf tíma fyrir okkur. Allt
sem ég hef gert með henni situr
nú í reynslubankanum mínum og
er ég henni innilega þakklát fyrir
að hafa haft svona langan og góð-
an tíma með henni. Fyrir mér er
tíminn sem ég og fjölskyldan mín
höfum fengið með henni okkur öll-
um dýrmætur og mun minning
hennar lifa í hjörtum okkar um
ókomna tíð.
Guðrún Halldóra
og fjölskylda.
Amma mín er farin og á þessum
tímamótum eru margar minning-
ar sem leita á hugann. Ein af þeim
er þegar ég fór til ömmu á morgn-
ana heilan vetur því skólinn var
eftir hádegi. Pabbi keyrði mig til
ömmu og afa, þar tók afi á móti
mér og ég fór upp til ömmu en hún
sagði alltaf að ég væri sólargeisl-
inn í skammdeginu. Amma lá uppi
í rúmi, las Moggann og drakk
kaffi, en afi færði henni kaffi í
rúmið á hverjum degi og saman
hlustuðum við á framhaldssögu í
útvarpinu. Eftir þessa rólegu
stund þar sem við lágum uppi í
hjónarúmi, hlustuðum við á út-
varpið og ræddum málin.
Hjá ömmu voru jól allan ársins
hring því ef hún var ekki að mála á
postulín þá var verið að föndra
jólasveina eða annað sem síðan
var selt á jólabasar Hringskvenna.
Amma var mikil handverkskona
og öll handavinna lék í höndunum
á henni. Skrítnast þótti mér þegar
hún var að binda inn bækur og
sauð grautarlím, ég skildi aldrei
hvernig grautur gat orðið að lími.
Heimili ömmu og afa á Dyngju-
vegi bar vitni um hennar hæfileika
og verk því bækur sem hún batt
inn fylltu bókahillurnar og út-
saumaðir stólar í stofunni. Þegar
leið að hádegi voru settar upp
kartöflur því að afi kom alltaf heim
á slaginu tólf og þá var maturinn
en eftir hann var sest með kaffi
inn í stofu og hlustað á fréttir. Eft-
ir fréttir var svo brunað upp í
Breiðholt og ég fór í skólann. Það
er mér ógleymanlegur sá lærdóm-
ur og sú stund sem ég átti með
ömmu og afa á þessum árum.
Þegar við systur vorum á ung-
lingsaldri þá urðum við þeirrar
gæfu aðnjótandi að fá að fara með
þeim til London sem er mér mjög
minnisstætt. Hápunktur þeirrar
ferðar var þegar við fórum að sjá
Cats. Amma og afi voru óþreyt-
andi að bíða þolinmóð eftir að ung-
ar stúlkur skoðuðu föt og aðra
hluti. Aldrei kvörtuðu þau, en fyr-
ir okkur var þessi ferð ómetanleg.
Margar minningar eigum við úr
bústaðnum sem var griðastaður
þeirra í seinni tíð. Þar vildu þau
helst vera frá því að snjóa leysti á
vorin þar til myrkur skall á að
hausti. Amma hafði unun af því að
horfa á móann fyrir utan og á vor-
in fylgdist hún með fuglunum
koma ungum sínum á legg og iðu-
lega þegar við töluðum saman þá
fylgdu fregnir af því hvernig gengi
hjá smáfuglunum.
Amma var sérstök á margan
hátt, m.a. talaði hún ensku,
dönsku eins og innfædd. Hún var
ótrúlega vandvirk í allri vinnu,
hún var einnig mjög minnug, gat
þulið upp ótal ljóð og vísur. Amma
var fróð um marga hluti og hafði
alveg sérstakan áhuga á öllu sem
tengdist Danmörku. Einu áhuga-
máli deildum við en það var áhugi
á sakamálaþáttum, það var alveg
ótrúlegt hvað amma gat setið og
horft á mikla spennu ein í myrkr-
inu.
Minningar mínar um ömmu eru
margar og hún á stóran sess í
mínu hjarta.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Kristín Edda
Guðmundsdóttir.
Elsku amma mín,
Ég var svo heppinn að fá að
kynnast ömmu minni vel strax á
mínu fyrsta æviári, en þá fór ég í
pössun til hennar á daginn á með-
an pabbi og mamma voru í
vinnunni. Síðan þá hefur alltaf
verið gott að koma til ömmu og afa
á Dyngjó og sambandið við þau
hefur verið náið.
Heimsóknir á Dyngjó voru
fastur liður í uppvexti mínum, þar
voru ófá sunnudagslærin borðuð,
elduð að dönskum sið með epla- og
sveskjufyllingu. Svo voru auðvitað
ís og jarðarber í eftirmat með til-
heyrandi kaffidrykkju og spjalli.
Heimsókn á Dyngjó á aðfanga-
dagskvöld var fastur liður í hefð-
um jólanna og eins eru mér minn-
isstæð áramótaboðin þeirra.
Fyrsta litasjónvarp fjölskyldunn-
ar var keypt á Dyngjó og það var
eftirsótt að fá að horfa á laugar-
dagsbíómyndina hjá afa og ömmu,
þá var auðvitað líka splæst í smá
lakkrís og súkkulaði, en lakkrís
var í miklu uppáhaldi hjá ömmu.
Mér eru minnisstæðar heim-
sóknirnar á Dyngjó þegar amma
og afi voru að koma heim eftir ut-
anlandsferðir, oftar en ekki frá
Danmörku. Þá fengum við systk-
inin ásamt pabba og mömmu ít-
arlegar lýsingar á allri ferðinni og
því sem á daga þeirra hafði drifið,
en amma hafði afar skemmtilegan
frásagnarstíl. Svo var auðvitað
komið heim með eitthvað af því
besta sem Danmörk hafði upp á að
bjóða, ost og spægipylsu.
Margar skemmtilegar sögur
fékk ég að heyra um uppvaxtarár
ömmu minnar, þegar Reykjavík
var lítill sveitabær. Amma sagðist
hafa alist upp í Paradís og ef hún
myndi skrifa minningar sínar þá
yrði titill bókarinnar „Ég ólst upp
í Paradís“. Eins gat amma sagt
sögur frá stríðsárunum en þá var
hún ásamt afa búsett í Kaup-
mannahöfn við nám og störf.
Eftir því sem árin hafa liðið þá
var þessum heimsóknum aldrei
hætt og það að heimsækja hana
ömmu mína hefur alltaf verið fast-
ur liður í tilverunni. Hún hafði allt-
af skemmtilega innsýn í mál og
málefni bæði stór og smá og týndi
aldrei áhuganum á líðandi stundu.
Þegar við hjónin vorum að láta
teikna húsið okkar rýndum við í
teikningarnar með henni, þá var
hún níutíu ára, en hún hafði miklar
skoðanir og framúrstefnulegar
sem við tókum tillit til. Við deild-
um jafnvel að hluta tónlistar-
smekk, en amma hafði gaman af
nýjum hljómsveitum sem komu
fram og gat jafnvel verið nokkuð á
undan mér að finna hvað væri inni
á hverjum tíma, t.d. heillaðist hún
af tónlist Sigur Rósar og Júpíters.
Auk þess var amma auðvitað með
sjötta skilningarvitið og bjó oft yf-
ir einhverju óskiljanlegu innsæi í
ýmis mál.
Þegar ég kynntist henni Hildi
minni þá tóku þær strax ástfóstri
hvor við aðra. Við höfum því bæði
haft mikla ánægju af þeim stund-
um sem við höfum átt saman og í
fullorðinstíð var amma mín einn af
vinum okkar og ráðgjöfum um líf-
ið.
Amma mín var síðustu æviár
sín heilsulítil, en fram í hið síðasta
var alltaf hægt að finna fyrir kar-
akter og nærveru hennar. Ég
sakna þess að geta ekki heyrt í þér
og spjallað um málefni líðandi
stundar, en allt það sem þú hefur
gefið mér, Hildi, Söndru Kristínu,
Óttari og Kristínu Helgu lifir
áfram.
Þinn
Alexander.
Stína mág eins og við gjarnan
kölluðum hana var okkur á Vest-
urbrún ætíð mjög kær. Hún bjó
höfðinglega á Dyngjuveginum
steinsnar frá æskuheimili okkar
ásamt frænda okkar, Geir Agnari,
og börnum þeirra Helgu, Geir
Þórarni og Þórdísi. Alltaf gátum
við leitað til Stínu og ávallt var vel
tekið á móti okkur systkinunum.
Minnisstæð eru boðin á jóladag
með öllum kræsingunum og stór-
fjölskyldan saman komin á fallegu
heimili þeirra hjóna. Stína var list-
feng með afbrigðum og einkar
smekkvís á fallega muni og mikill
listamaður í höndunum. Heim-
sóknir í sumarhús þeirra hjóna við
Apavatn eru okkur Kristínu minn-
isstæðar og smám saman óx þar í
kring mikill trjágróður. Níræðis-
afmæli Stínu í Áskirkju er eftir-
minnilegt með uppáhaldstónlist-
armönnum hennar og enginn var
glæsilegri en afmælisbarnið sjálft.
Megi minningin um glæsikonuna
Stínu mág lengi lifa.
Helgi Gunnlaugsson.
Kristín Zoëga
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu, systur og
mágkonu,
HJÖRDÍSAR BÖÐVARSDÓTTUR.
Guðni Bergsson, Elín Konráðsdóttir,
Sigríður Bergsdóttir, Skúli Rúnar Skúlason,
Böðvar Bergsson,
Bergur Þór Bergsson, Anja Björg Kristinsdóttir,
Brynja Böðvarsdóttir, Snorri Þórðarson
og barnabörn.
✝
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
KRISTBJARGAR HÉÐINSDÓTTUR
frá Húsavík.
Helga Jónína Stefánsdóttir, Guðmundur A. Hólmgeirsson,
Hjördís Stefánsdóttir, Haukur Tryggvason,
Héðinn Stefánsson, Hjördís Garðarsdóttir,
Sigurjón Pétur Stefánsson, Sigurlaug Sigurpálsdóttir,
ömmu- og langömmubörnin.