Morgunblaðið - 21.09.2012, Qupperneq 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2012
✝ Dóróthea M.Björnsdóttir
(Dódó) fæddist á
Borg á Mýrum 11.
nóvember 1929.
Hún lést á Land-
spítalanum 16. sept-
ember 2012.
Foreldrar henn-
ar voru sr. Björn
Magnússon, f. 17.5.
1904 á Prestbakka
á Síðu, d. 4.2. 1997,
prófastur á Borg á Mýrum, síðar
guðfræðiprófessor í Reyjavík,
og Charlotte Kristjana Jóns-
dóttir, f. 6.6. 1905 í Stykk-
ishólmi, d. 3.9. 1977, húsmóðir.
Systkini Dórótheu eru: Magnús,
f. 1928, d. 1969, Jón Kristinn, f.
1931, d. 2003, Ingi Ragnar
Brynjólfur, f. 1932, d. 2003, Jó-
hann Emil, f. 1935, Björn, f.
1937, d. 2008, Ingibjörg, f. 1940
og Oddur Borgar, f. 1950.
Hinn 1. mars 1958 giftist
Dóróthea Birgi Ólafssyni, f. 24.4.
1933 í Reykjavík, fyrrum deild-
arstjóra hjá Flugfélagi Íslands,
síðar Flugleiðum. Foreldrar
hans voru Ólafur L. Jónsson, f.
6.6. 1902 á Borðeyri, d. 17.8.
1980. Börn þeirra eru: Ólafur
Sverrir, f. 2008 og Birna Lára, f.
2010.
Dóróthea ólst upp á Borg á
Mýrum til sextán ára aldurs.
Hún gekk í barna- og unglinga-
skóla í Borgarfirði. Eftir að fjöl-
skyldan flutti til Reykjavíkur ár-
ið 1945 stundaði hún ýmis störf,
m.a. verslunarstörf í KRON.
Veturinn 1950-1951 stundaði
hún nám við Húsmæðraskólann
Ósk á Ísafirði. Eftir námið þar
flutti hún til Kaupmannahafnar
þar sem hún starfaði m.a. hjá
Carlsberg-bjórverksmiðjunni.
Veturinn 1954-1955 dvaldi hún í
Grimsby í Bretlandi sem au pair
hjá íslenskum hjónum. Eftir
heimkomu þaðan hóf hún störf
hjá Flugfélagi Íslands þar sem
hún starfaði samfellt við sölu- og
afgreiðslustörf, lengst af á
Reykjavíkurflugvelli, þar til hún
lét af störfum vegna aldurs.
Dóróthea var mikil fjölskyldu-
manneskja og bar hag stór-
fjölskyldu sinnar ávallt fyrir
brjósti. Hún var mikil útivistar-
manneskja. Ung stundaði hún
skíði og náði góðri færni í þeirri
íþrótt. Hún naut þess að ferðast,
stundaði fjallgöngur og naut sín
ávallt vel í ríki íslenskrar nátt-
úru.
Útför Dórótheu fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 21. sept-
ember 2012, og hefst athöfnin kl.
15.
1972, sýningastjóri
í Nýja bíói, og Guð-
rún Anna Karvels-
dóttir, f. 25.3.1909 á
Patreksfirði, d.
26.3. 1997, hús-
móðir. Dætur Dóró-
theu og Birgis eru:
1) Guðrún Björk, f.
11.8. 1958, skrif-
stofumaður hjá Ice-
landair. Maki,
Hörður J. Oddfríð-
arson, f. 9.11. 1964, áfengis- og
vímuefnaráðgjafi hjá SÁÁ. Synir
þeirra eru: a) Birgir Þór, f. 1989,
háskólanemi og b) Emil Örn, f.
1990, háskólanemi, unnusta
Rósa Björnsdóttir, f. 1992. 2)
Birna, f. 10.3. 1961, skrif-
stofumaður hjá Rafiðn-
aðarsambandi Íslands. Maki,
Kristján Sverrisson, f. 20.12.
1957, húsamíðameistari. Dætur
þeirra eru: a) Ásdís Björk, f.
1983, verslunarmaður og há-
skólanemi, maki Oddur Smári
Rafnsson, f. 1984. Synir þeirra
eru: Kristján Rafn, f. 2005 og
Hjörleifur Daði, f. 2009, b) Erla
Dögg, f. 1985, háskólanemi,
maki Sigurður Axel Sveinsson, f.
Kveðja frá dætrum
Og nú er sól að hníga – og gullnir
glampar loga
svo gliti slær á tinda og spegilsléttan
sæ –
Í fjarska synda svanir um sólargyllta
voga
og silfurtónar óma í kvöldsins létta
blæ.
Og kvöldsins töfrafegurð mitt hjarta
með sér hrífur
og heillar mig og leysir öll gömul
tryggðarbönd,
og enn á ný minn hugur með sunn-
anblænum svífur
á sólskinshvítum vængjum um minn-
inganna lönd.
Og þar er hlýrra og fegra en nokkurn
gæti grunað,
þar glampa hvítar hallir, þar ljómar allt
og skín.
þar syngja hörpustrengir um ást-
arinnar unað
– og um þær slóðir liggja þau víða,
sporin þín.
Og núna, þegar haustar og hníga blóm
og falla,
þá heldur þú í norður og vegir skilja
um sinn.
og ef ég gæti handsamað himins geisla
alla,
ég hnýtti úr þeim sveiga að skreyta
veginn þinn.
Er hamast kaldur vetur og hríðin hvín á
glugga
og hauður allt er fjötrað í rammefld
klakabönd,
ég vildi geta sungið úr sál þér alla
skugga
og seitt þinn hug á ný inn í vorsins
draumalönd.
Ég þekkti ekkert indælla en vorsins
töfraveldi
– hver vissi nokkuð fegurra en heiðan
júnídag,
er heimur allur fagnandi hlær við sól-
areldi
og hörpu allar kveða hið sama gleði-
lag?
Og nú, er leiðir skiljast og vetur sest að
völdum,
þá verður þetta síðasta kveðjuóskin
mín;
að vorið eigi í hjarta þínu völd á dögum
köldum
og vefji sínu fegursta skarti sporin þín!
(Jón frá Ljárskógum)
Elsku mamma, hafðu þökk
fyrir allt og allt.
Hvíl í friði.
Guðrún og Birna.
Þegar góð kona kveður þessa
jarðvist, er eðlilegt að hugsa
fyrst um missinn. Og minning-
arnar um góðar og skemmtilegar
samverustundir renna fram. Við
erum í þessari stöðu núna svil-
arnir, tengdasynir Dódó.
Við vorum kynntir með níu ára
millibili inn í fjölskylduna og
Dódó tók á móti okkur á sama
hátt, leit á okkur rannsakandi og
glettnum augum og velti örugg-
lega fyrir sér hvort við værum
ekki dætra hennar verðir. Og við
vorum samþykktir og teknir inn í
samhenta fjölskyldu sem lætur
sér annt um sína. Við vorum sam-
þykktir þó annar væri „bara“
smiður og hinn „uppreisnar-
gjarn“ bílstjóri.
Dódó var útsjónarsöm, nýtin
og hafði mjög ákveðnar skoðanir.
Hún hafði gaman af því að segja
frá fyrri tíð og öðrum tengdasyn-
inum þótti mikið til þess koma að
hún hafði verið í Æskulýðsfylk-
ingunni og farið á Heimsmót
æskunnar í Búkarest 1953, en
hinn lét sér fátt um finnast.
Dódó var fljóthuga og hafði
litla þolinmæði í að bíða eftir að-
stoð annarra. Eiginleikar sem
dætur hennar hafa erft. En hún
var líka einstaklega lagin í hönd-
unum og bjargaði sér þegar á
þurfti að halda. Hún lét sig ekki
muna um að flísaleggja baðher-
bergi og eldhús og gerði það
nokkuð vel.
Hún hjálpaði mikið til þegar
barnabörnin fæddust og uxu upp.
Það munaði um hana í lífi fjöl-
skyldna okkar. Pönnukökurnar,
hjónabandssælan og grjóna-
grauturinn voru fastir liðir þegar
við átti.
Væntumþykjan fylgdi henni í
samskiptum við fólk og í veikind-
um hennar á efri árum kom
gæska hennar skýrast fram í
samskiptum við yngstu kynslóð-
ina.
Við svilarnir kveðjum með
þakklæti góða tengdamömmu,
ættmóður sem lét sér annt um
fjölskylduna og vinkonu sem
miðlaði til okkar af reynslu sinni.
Kristján og Hörður.
Amma Dódó var einstök kona.
Við systur nutum þess að vera
hjá ömmu og afa þegar við vorum
yngri. Sérstaklega þegar við vor-
um hjá þeim yfir nótt. Sígildir
tónar gömlu Gufunnar yfir korn-
flexinu, sundferðirnar í Laugar-
dalslaugina og vínarbrauð keypt
í Miklagarði voru fastir liðir. Og
allt þetta fyrir hádegi! Já, amma
var ekki mikið fyrir slór enda eru
flestar minningar okkar um
ömmu tengdar dugnaði hennar
og ákveðni í því að gera allt eins
vel og hún gat. Ef eitthvað þurfti
að gera var amma komin í verkið,
hvort sem það var að mála, flísa-
leggja eða þrífa gangstéttir við
blokkina. Ef ekkert var að gera
bjó hún það til. Já, það var alltaf
líf og fjör í kringum ömmu.
Amma var prakkari að eðlis-
fari. Okkar fyrstu minningar eru
bílferðir með ömmu þegar hún
sótti okkur í leikskólann. Þá kom
prakkarinn oft upp í henni sem
lýsti sér þannig að hún gaf í þeg-
ar hún sá hraðahindrun og sikks-
akkaði svo inn Keldulandið sem
vakti mikla kátínu hjá okkur
systrum. Amma var líka einstak-
lega úrræðagóð og lítið fyrir vol
og væl. „Tásurnar uppúr“ sagði
amma alltaf ef okkur þótti heiti
potturinn í lauginni fullheitur og
ef okkur fannst skyrið ekki
spennandi laumaði hún smá
kakói í það enda brúnt skyr tölu-
vert betra en venjulegt. Þetta var
hún amma.
Amma mátti ekkert aumt sjá.
Hún hugsaði til að mynda vel um
fuglana í garðinum, gaf þeim mat
þegar snjór lá yfir öllu sem þeir
launuðu með söng. Blómin rækt-
aði hún af alúð hvort sem það var
havaírósin í stofunni eða sumar-
blómin á svölunum. Hún hugsaði
minna um veraldlega hluti en
þeim mun meira um fjölskyldu
og vini. Henni þótti til að mynda
ekki tiltökumál að leyfa okkur að
leika með allt skartið sitt og tók
gjarnan þátt í þeim leikjum. Ferð
í berjamó og fjallgöngur í Lind-
arbrekku voru tíðar enda fannst
ömmu gott að vera þar og bauð
þangað gestum í pönnukökur
sem voru þær bestu í heimi.
Amma var veraldarvön kona
sem ferðaðist mikið frá unga
aldri og bjó meðal annars í Dan-
mörku og Englandi þegar hún
var ung. Hún ferðaðist einnig
mikið með afa og heimsóttu þau
hina ýmsu staði. Hún hafði unun
af því að rifja upp gamlar minn-
ingar sem þessar, þá sérstaklega
síðustu ár þar sem skammtíma-
minnið varð sífellt lakara en
gömlu minningarnar þeim mun
sterkari.
Við nutum þessarar frásagnar
hennar og lítum upp til þessarar
sterku og duglegu konu sem
ávallt var glaðvær og kát með
ákaflega smitandi hlátur. Konan
sem ætíð var til í allskonar
„kjánagang“ með okkur barna-
börnunum og síðar langömmu-
börnum.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma
kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Elsku amma, takk fyrir allt,
minning þín lifir.
Ásdís og Erla.
Okkur fannst alltaf gaman að
hitta ömmu Dódó og kjánast með
henni. Hún var alltaf svo glöð og
kát og við héldum mikið upp á
hana. Okkur fannst pínu skrýtið
að hún kallaði okkur alltaf Jós-
afat og Jósefínu en það var nú
samt bara skemmtilegt. Vonandi
líður ömmu vel núna sem fallegur
engill hjá Guði.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
svo hlusti englar guðs í Paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf
og festi á hann streng og rauðan skúf.
Úr furutré, sem fann ég út við sjó,
ég fugla skar og líka úr smiðjumó.
Í huganum til himins oft ég svíf
og hlýt að geta sungið í þá líf.
Þeir geta sumir synt á læk og tjörn,
og sumir verða alltaf lítil börn.
En sólin gyllir sund og bláan fjörð
og sameinar með töfrum loft og jörð.
Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt
Um varpann leikur draumsins perluglit.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
og hlustið, englar guðs í Paradís.
(Davíð Stefánsson frá Fagraskógi)
Þín langömmubörn,
Kristján Rafn, Ólafur
Sverrir, Hjörleifur Daði
og Birna Lára.
Amma var okkur alltaf góð og
tók okkur fagnandi í hvert sinn
sem við hittum hana. Það fyrsta
sem hún spurði okkur alltaf þeg-
ar komið var í heimsókn í Keldul-
andið var hvort við vildum ekki
eitthvað, hvort við værum ekki
svangir. Það dugði ekki að segja
nei því um leið var búið að setja á
borðið súkkulaðirúsínur, mjólk-
urglas og jólakökumola.
Amma var fús til allra verka.
Hún kenndi okkur að saga spýtur
uppi í sumarbústað og leiðbeindi
okkur í skipasmíðum á pallinum.
Amma hafði líka ótrúlegan
hæfileika sem við skildum aldrei.
Þó það liti út fyrir að vera
ómögulegt verk tókst henni yf-
irleitt, með þolinmæðina eina að
vopni, að greiða úr ótrúlegum
netaflækjum eftir spriklandi sil-
unga.
Amma var alltaf brosandi eða
hlæjandi. Hún vissi hversu
skemmtilegar sögurnar hennar
af Borg á Mýrum voru og þreytt-
ist ekki á því að heilla okkur með
sögum af prakkarastrikum
systkinanna þar. Amma hafði
líka ferðast mikið og lent í æv-
intýrum og kunni skemmtilegar
sögur af flakki með kommúnist-
um í Búkarest eða vinnu í bjór-
verksmiðju í Kaupmannahöfn
sem hún þreyttist ekki á að segja
okkur.
Þó amma sé skilin við lifir
minning hennar áfram í hjörtum
okkar.
Hvíldu í friði, elsku amma okk-
ar.
Birgir Þór og Emil Örn
Harðarsynir.
Það er mikil gæfa að eiga
mörg systkini, en að sama skapi
erfitt þegar fækkar í hópnum.
Við vorum átta systkinin, en nú
erum við aðeins þrjú eftir.
Sl. sunnudag, þann 16. sept-
ember, lést elskuleg systir, Dó-
rothea Málfríður, alltaf kölluð
Dódó. Hún bar heiti móðurömmu
okkar og var næstelst okkar
systkina. Við vorum bara tvær
systurnar, bræðurnir voru sex og
eru fjórir þeirra látnir.
Söknuðurinn er því mikill hjá
okkur sem eftir lifum. Hjá mér er
söknuðurinn afar sár, þar sem
sambandið milli okkar systranna
var alveg einstakt.
Hún var tíu árum eldri en ég
og þegar ég fæddist í júlí 1940
gladdist hún mjög þegar hún
eignaðist loksins litla systur eftir
bræðurna fimm. Yngsti bróðir-
inn, Oddur Borgar, fæddist tíu
árum á eftir mér eða 1950.
Dódó var hin fullkomna systir,
hún var mín besta vinkona og
bræðurnir virtu hana og dáðu.
Samband hennar og Magnúsar,
elsta bróður okkar, sem lést að-
eins 41 árs, var mjög náið og gott.
Vinir hans voru vinir hennar.
Dódó fæddist að Borg á Mýr-
um 1929, en faðir okkar var þá
nýtekinn við prestsembættinu
þar. Það átti vel við hana að alast
upp í sveitasælunni. Það kom
fljótt í ljós að hún var dugleg til
verka og var ekki síður strákur í
sér en bræðurnir og hún sótti í að
hjálpa pabba við alls konar úti-
störf og smíðar.
Árið 1945 flutti faðir okkar
með fjölskylduna til Reykjavíkur
og tók við dósentsembætti við
Guðfræðideild Háskóla Íslands.
Dódó hóf snemma að vinna,
m.a. hjá Kron á Skólavörðustíg.
Veturinn 1950-51 var hún ásamt
vinkonu sinni, Ástu Kristjáns-
dóttur, við nám í Húsmæðraskól-
anum Ósk á Ísafirði. Síðar, eftir
dvöl í Kaupmannahöfn og
Grimsby í Bretlandi, fór hún að
vinna hjá Flugfélagi Íslands. Þar
kynntist hún eiginmanni sínum,
Birgi Ólafssyni. Með þeim hjón-
um var alla tíð mikið jafnræði.
Þau áttu mörg sameiginleg
áhugamál, m.a. bóklestur, útivist,
göngu- og sundferðir og saman
ferðuðust þau víða um heim.
Vinahópur þeirra var traustur og
góður. Dódó var alltaf hrókur alls
fagnaðar með sínu glaðværa og
drífandi fasi.
Við systurnar ferðuðumst
mikið saman með eiginmönnum
okkar, bæði í útlöndum og innan-
lands. Dódó sá alltaf um að útbúa
sviðasultu og rófustöppu til að
taka með í tjaldferðalagið. Og
enginn gerði eins góða rúllupylsu
og hveitikökur og hún! Dódó lét
sér mjög annt um systkinabörn
sín og var hún í miklu uppáhaldi
hjá þeim öllum.
Börnin mín og barnabörn
minnast margra skemmtilegra
stunda með frænku sinni, m.a. í
Lindarbrekku, sumarbústað fjöl-
skyldunnar.
Dæturnar Guðrún Björk og
Birna voru mjög nánar móður
sinni og tengdasynirnir, barna-
börn og barnabarnabörn syrgja
yndislega konu sem bar hag
þeirra allra fyrir brjósti.
Við systkinin og fjölskyldur
okkar söknum og syrgjum líka
einstaka systur, mágkonu og
frænku. Hvíl í friði, elsku systir
mín.
Ingibjörg Björnsdóttir.
Svo lífsglöð, umhyggjusöm, fé-
lagslynd og framtakssöm.
Nú er hún látin, mín elskulega
mágkona, Dóróthea Björnsdótt-
ir, alltaf kölluð Dódó meðal fjöl-
skyldu og vina. Hún var næstelst
í stóra barnahópnum þeirra
Charlottu og Björns, tengdafor-
eldra minna. Elstur var Magnús
sem dó ungur. Elstu systkini
verða gjarnan eins konar vernd-
arar yngri systkina sinna. Dódó
var þar engin undantekning og
var einstaklega kært með Birni,
manni mínum, og henni eins og
reyndar með þeim öllum systk-
inunum. Naut ég þar vissulega
góðs af.
Með þeim hjónum, Dódó og
Birgi, áttum við Björn óteljandi
skemmtilegar samverustundir
hvort sem var á heimilum okkar
og annarra fjölskyldumeðlima, í
sumarbústaðnum við Hreðavatn,
á ferðalögum, í bridsspila-
mennsku eða öðrum uppákom-
um.
Dódó starfaði árum saman hjá
Flugleiðum. Hún lauk prófi frá
Hússtjórnarskólanum á Ísafirði
og var framúrskarandi dugleg
húsmóðir. Hún gætti þess vel að
Björn bróðir hennar fengi að
njóta uppáhaldsmatar síns er við
fjölskyldan sóttum þau heim og
iðulega fórum við heim með
„nammi“ í poka eða nánar tiltekið
íslenskan, heimalagaðan sveita-
mat, lifrarpylsu og blóðmör,
kæfu, sviðasultu eða kleinur og
hálfmána eins og Charlotta
tengdamamma hafði alltaf á jól-
unum.
Þau Dódó og Birgir höfðu
mikla ánægju af útiveru, göngu-
ferðum, tjaldferðum sem síðar
urðu tjaldvagnsferðir og fóru ár-
um saman morgun hvern í sund.
Þegar mágkona mín synti skein
einbeitnin úr svipnum og sýndi
vel að hún ætlaði að hafa jafnt
gagn sem gaman af sundinu.
Nú síðustu ár hefur heilsu
Dódóar hrakað og hún verið
smám saman að glata færni sinni,
andlega sem líkamlega. Alltaf
Dóróthea M.
Björnsdóttir
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför
föður okkar, tengdaföður, afa og bróður,
MAGNÚSAR EINARSSONAR,
Vesturgötu 26,
Akranesi.
Sérstakar þakkir fá sjúkraflutningamenn og
starfsfólk lyflækningadeildar sjúkrahúss Akraness.
Margrét Magnúsdóttir, Aðalsteinn Júlíusson,
Einar Snorri Magnússon,
Steinunn Birna Magnúsdóttir, Stefán Bjarnarson,
barnabörn og systkini.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
vináttu og hlýhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SIGRÍÐAR ÓLAFSDÓTTUR,
Lönguhlíð 21,
Reykjavík,
áður til heimilis að Strandgötu 35,
Akureyri.
Starfsfólk á deild 12G á Landspítala háskólasjúkrahúsi fær
sérstakar þakkir fyrir góða umönnun.
Ólafur I. Hrólfsson,
Hallfríður Hrólfsdóttir,
Auður Sigrún Hrólfsdóttir, Jón Ingvar Valdimarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.