Morgunblaðið - 21.09.2012, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 21.09.2012, Qupperneq 33
sást þó fallega brosið hennar er sýndi þá hlýju og vináttu sem inni fyrir bjó. Blessuð sé minning hennar. Svanhildur Sigurðardóttir. Góðar frænkur eru gulls ígildi! Hún Dóróthea Björnsdóttir, eða Dódó eins og hún var alltaf köll- uð, föðursystir mín, var ein af þeim. Hún var einstaklega skemmtileg og gefandi mann- eskja og frá henni stafaði smit- andi gleði og orka. Enda kallaði hún ekki allt ömmu sína og var óhrædd við að fara ótroðnar slóð- ir í sínu lífi. Sannkölluð ævintýra- kona sem ferðaðist mikið erlend- is og einnig innanlands. Heimili hennar og Birgis og dætranna Gullu og Birnu stóð mér alltaf opið, fyrst í Skerjafirð- inum og síðar í Fossvoginum. Þau voru ófá skiptin sem ég naut gestrisni þeirra, fékk að gista og njóta góðra máltíða, sérstaklega eru lundaveislurnar eftirminni- legar. Og kaffihlaðborðin hjá Dódó voru glæsileg og hveitikök- urnar hennar með rúllupylsu í uppáhaldi. Eftirminnilegar eru einnig samverustundirnar í sumarbú- stað stórfjölskyldunnar við Hreðavatn. Þar dvöldum við eitt sinn saman ásamt Gullu og Birni afa og ég með börnin mín tvö og þau máttu sko alveg kalla hana ömmu! Já, þannig var hún, svona mamma og amma okkar allra í fjölskyldunni, okkur þótti öllum svo undurvænt um hana. Ég er þakklát fyrir samfylgd- ina og mun ætíð minnast Dódóar frænku minnar með hlýhug. Charlotta Ingadóttir. Ætli það sé ekki að nálgast 40 árin frá fyrstu kynnum mínum af þeim öðlingshjónum, Dódó og Birgi, sem leiddu til góðrar vin- áttu og ætli það séu ekki a.m.k. 30 ár frá þeirri stund er við hitt- umst sem oftar í sundlaugunum og sú ákvörðun tekin að stofna gönguklúbb. Dódó tók að sér af sinni alkunnu framtakssemi að fá fleiri í liðið svo að alls urðum við 5 hjón sem mynduðum gönguhóp- inn sem síðar fékk nafnið „Aft- urgöngurnar“. Í fyrstu var geng- ið á sunnudagsmorgnum hvernig sem viðraði og var stefnan tekin á hóla, hæðir, fjöll og dali í ná- grenni Reykjavíkur. Þegar birta tók síðla vetrar var gangan gjarna færð yfir á miðvikudags- kvöld og arkað um göngustíga og stræti í Reykjavík og nágrenni. Oft á vorin var árshátíð klúbbsins haldin í sumarhúsi þar sem gist var 2 nætur og dagarnir nýttir í göngur, sund, tafl og spil, en á kvöldin var borinn fram veislu- matur og alls konar skemmtan. Alltaf var Dódó potturinn og pannan í öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur. Hún var hörkudugleg, hugmyndarík, vilj- ug kát og skemmtileg og ævin- lega til í allskonar sprell og uppá- tæki eins og þegar við tókum okkur til og söfnuðum fyrir Fær- eyjaferð. Þá tókum við stóran bíl á leigu og fórum með hann með Smyrli til Færeyja þar sem við ókum og gengum um eyjarnar í heila viku. Að vísu var Bjössi minn þá fallinn frá svo að við vor- um aðeins 9 í ferðinni. Það var síðasta stóra ferðalag hópsins. Smám saman drógum við saman seglin og varð þá Elliðaárdalur- inn aðalgönguleiðin og að síðustu er bara sundið eftir þar sem við hittumst nokkuð oft. Dódó var mikill gleðigjafi og traustur og góður vinur. Gott er að eiga minningar um yndislegar samverustundir hérlendis sem erlendis í gönguferðum og á heimilum okkar. Minning hennar mun lengi lifa með okkur í gamla gönguhópnum, þar sem hún skip- aði svo stórann sess. Guð blessi minningu Dórótheu M Björns- dóttur. Innilegar samúðarkveðjur til Birgis og fjölskyldunnar. Sigríður Sigurbergsdóttir. MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2012 ✝ Birna Gunn-arsdóttir fædd- ist á Vatnsenda í Suður-Þingeyjar- sýslu 17. janúar 1932. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 9. september sl. Foreldrar henn- ar voru Sigurbjörg Sigurjónsdóttir f. á Arndísarstöðum 14. apríl 1895, d. 18. nóvember 1966 og Gunnar Jón Sigurjónsson f. á Saurbæ í Hörgárdal 5. sept- ember 1891, d. 6. febrúar 1960. Birna átti sjö systkini. Þau eru: Helga Sigrún, látin, Þóra, búsett verksmiðjunni Heklu við ræst- ingar. Birna giftist eiginmanni sín- um, Níelsi Halldórssyni, f. 15. júlí 1924, þann 23. mars 1958. Níels lést 14. desember 2002. Börn Birnu og Níelsar eru: Sigurbjörg, f. 17. júlí 1958, d. 25. september 2011, og Gunnar, f. 28. apríl 1963. Eiginkona hans er Ragnhildur Björg Jósefsdóttir, f. 15. apríl 1969. Börn þeirra eru Birna Ósk, f. 22. febrúar 1995, Tinna Björg, f. 26. júní 1998, og Ólafur Níels, f. 9. október 2001. Birna var kona sem unni sínu fólki, hafði mikla ánægju af því að gleðja og veita öðrum. Hún kærði sig ekki um hrós eins og títt er um fólk af hennar kynslóð, hennar var fremur að hrósa öðr- um. Útför Birnu fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 21. sept- ember 2012, og hefst athöfnin kl. 10.30. á Akureyri, Líney Margrét, látin, Anna Herdís, látin, Ari, látinn, Sig- urður, látinn, og Theodór, búsettur á Akureyri. Birna ólst upp í Suður-Þingeyjar- sýslu og bjó á Vatnsenda, Úlfsbæ, Hafralæk, Fagra- neskoti, og Grenj- aðarstað. Árið 1949 fluttist fjöl- skyldan að Illugastöðum í Fnjóskadal og þar bjó Birna þar til hún flutti til Akureyrar árið 1954 og vann m.a. í Efnaverk- smiðjunni Flóru og seinna Fata- Það kom ekki svo mikið á óvart þegar hún Binna okkar lést, því heilsufar hennar undarfarinna mánaða var á þann veg að búast mátti við því hvenær sem var. Dánartilkynningin var þó svolítið högg því okkur var hún og henn- ar fólk einstaklega kært. Binna kom inn í fjölskylduna fyrst sem kærasta Nella frænda og síðar sem eiginkona hans. Hún var strax, alveg eins og Nelli, barn- góð og hændust við börnin í stór- fjölskyldunni strax mikið af henni. Fyrstu búskapsárin bjuggu þau í Oddeyrargötunni í sama húsi og okkar fjölskylda. Gestrisni Binnu og Nella var landsfræg og það leið aldrei sá dagur að ekki kæmu gestir, stundum fáir en mjög oft mjög margir. Binna tók öllum fagnandi sem til hennar komu og var hún ekki lengi að smyrja fullt af snitt- um og öðru góðgæti svo að eng- inn færi alveg örugglega ekki svangur heim. Það sannaðist hjá þeim að þar sem er hjartarúm er alltaf nóg pláss. Börnunum okkar var alltaf heimili Binnu og Nella mjög kært og þar áttu þau margar gleði- stundir. Þegar litið er til baka er það söknuður sem kemur fyrst upp í hugann í bland við einstak- lega góðar minningar sem eftir lifa í hjörtum okkar. Mestur er þó söknuðurinn hjá einkasyninum Gunna, konu hans Röggu og börnunum þeirra. Við biðjum algóðan Guð að vaka yfir velferð þeirra um ókomna fram- tíð. Hvíl í friði elsku Binna okkar. Bente og Ólafur Ásgeirsson. Elsku besta Binna, takk fyrir allt gamalt og gott. Birna Gunn- arsdóttir eða Binna var systir mömmu. Þær voru um margt mjög líkar, heiðarlegar, sam- viskusamar og með sterka rétt- lætiskennd. Þá var þeim ekki síst mjög umhugað um fjölskyldurn- ar sínar og velferð þeirra. Sem sagt, báðar einstakar og frábær- ar konur. Fyrir mig voru það ákveðin forréttindi að alast upp í móðurfaðmi og fá tækifæri til að umgangast heiðurskonu eins og Binnu systur eins og mamma kallaði hana alltaf. Þegar ég var ungur að árum var alltaf mikil tilhlökkun þegar von var á Binnu og Nella til Húsavíkur frá Akureyri með börnunum Gunna og Böggu sem voru á svipuðum aldri og ég. Það var oft grátið af gleði á Iðavöll- unum á Húsavík á þeim tíma. Nelli sagði brandara og skemmti- sögur og Gunni og Bögga reyndu allt sem þau gátu til að stæla pabba gamla með skemmtisög- um. Þau lögðu greinilega mikið kapp á að læra af karli föður sín- um enda skemmtilegur maður með afbrigðum. Á meðan sat Binna og brosti yfir þessu öllu saman og hellti sér kaffi í bolla, róleg að venju. Já, þetta eru frá- bærar minningar sem fylgja manni til æviloka. Þrátt fyrir að það sé ekki auð- velt að viðurkenna það, þá var ég ekki mikill bógur á þessum tíma. Þess vegna tók hjartað í mér óteljandi aukaslög þegar Binna nefndi við mig hvort ég vildi ekki koma til Akureyrar þá um sum- arið og vera hjá þeim um tíma í Hafnarstrætinu. Mig dauðlang- aði en þorði það engan veginn. Ég sem hafði alltaf hangið í pils- faldinum á mömmu var nú ekki alveg klár að yfirgefa hann. Þar hafði ég svo gott skjól og svo fannst manni á þeim tíma Akur- eyri vera svo rosalega langt í burtu. Þrátt fyrir að ég væri frár á fæti á þeim tíma var ég ekki viss um að ég gæti hlaupið alla leiðina heim ef ég saknaði mömmu. Ég sá t.d. fyrir mér að það yrði veru- lega erfitt að hlaupa yfir Vaðla- heiðina. En þá birti yfir, brosið hennar Binnu ýtti öllum þessum hugsunum í burtu líkt og þegar þokan gefur eftir undan hlýjum geislum sólarinnar. Ég sagði já, ég var klár að koma í heimsókn til Akureyrar. Enda kom í ljós að ég hafði ekkert að óttast. Stundirn- ar sem ég átti með fjölskyldunni í Hafnarstræti 86 á Akureyri voru frábærar. Þar kynntist maður börnum úr hverfinu í leikjum frá morgni til kvölds. Ekki var verra að koma inn og fá sér að borða hjá Binnu, svo ekki sé talað um bakkelsið sem var á borðum þeg- ar hún kallaði okkur inn í kaffi- tíma. Ég man hvað mér fannst Binna vera flott kona. Hún var alltaf vel klædd, með fallega stóra eyrnaloka og hárið vel greitt. Töfrandi bros hennar fékk alla sem umgengust hana til að láta sér líða vel. Toppkona á ferð. Að lokum vil ég votta Gunna Nella og fjölskyldu innilega sam- úð. Þrátt fyrir að Binna hafi yf- irgefið okkur úr hinu daglega lífi mun minningin um einstaka konu lifa með okkur áfram. Blessuð sé minning hennar. Aðalsteinn Á. Baldursson. Elsku besta frænka mín hefur nú kvatt þetta jarðneska líf, hún Binna frænka eins og ég kallaði hana alltaf var mér svo kær og mikil fyrirmynd ungrar stúlku og svo seinna ungrar konu. Ég var lítil stelpa sem fékk að koma til Binnu og Nella á Akureyri og það var alltaf mikill spenningur að fá að koma til þeirra, Binna svo ynd- islega ljúf og góð og Nelli alltaf að sprella við okkur krakkana. Eins var það mikill spenningur sem fylgdi því þegar ég vissi að Binna, Nelli, Bögga og Gunni væru væntanleg til okkar á Húsavík sem gerðist á sumrin þegar Nelli starfaði í Verðlagseftirlitinu og tók fjölskylduna með til að heim- sækja frændfólkið á Húsavík. Mér auðnaðist það að halda alltaf góðu sambandi við þessa ein- stöku fjölskyldu sem alltaf skyldi taka vel á móti mér og koma fram við mig sem jafningja á allan hátt. Þegar ég átti leið um Akureyri reyndi ég alltaf að koma við í Kringlumýri til að hitta Binnu mína og Böggu, var þá sest fram í eldhús og ég spurð frétta af fólk- inu okkar fyrir austan eins og hún sagði alltaf; vildi hún fá frétt- ir af öllu fólkinu og leið henni aldrei betur en ef ég gat sagt að allir væru frískir, hressir og kátir og hefðu það gott. Oft gleymdi ég mér hjá þeim mæðgum Binnu og Böggu við að spjalla um gamlar sögur og nýjar og það sem við gátum stundum hlegið innilega að einhverri vitleysunni sem við rifjuðum upp. Þær mæðgur héldu heimili saman eftir að Nelli lést. Það sem einkenndi þessa blíðu og fallegu konu var hversu vel tilhöfð hún var alltaf, svo fín um hárið í fal- legu pilsi, blússu og peysu yfir blússuna, mér fannst Binna alltaf svo flott og oft töluðum við um falleg föt og fallega hluti en Binna var fagurkeri og vildi hafa fínt í kringum sig. Það að hafa þekkt þessa góðu konu hefur gert mig ríkari en ella og þakka ég þér það, frænka mín. Ég veit að nú líður þér vel að vera komin til Nella og Böggu þinnar og eins veit ég það að þú munt horfa frá blómabrekkunum niður til Gunna þíns og fjölskyldu og passa þau vel, en þannig var hún Binna mín, elskaði fólkið sitt númer eitt. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. (Jóhannes úr Kötlum) Hvíl í friði, elsku frænka mín. Linda Margrét Baldursdóttir. Látin er eftir langvinna bar- áttu við erfiðan sjúkdóm Birna Gunnarsdóttir eða Binna eins og hún var ávallt kölluð. Binna móðursystir mín var mér einkar kær alla tíð enda passaði hún mig sem smábarn langtímum saman á Grenjaðar- stað þegar mamma var að vinna í rjómabúinu á Brúum. Þegar barnaskólagöngu minni lauk fór ég til Akureyrar og sett- ist þar í gagnfræðaskólann og eins og alltaf stóð heimili Binnu frænku og Nella Halldórs í Odd- eyrargötu 32 mér opið. Ég man ekki mikið eftir tíma- bilinu á Grenjaðarstað en man þó hvað Binna frænka var mér góð og umhyggjusöm. Öðru máli gegnir um tímabilið í Oddeyrargötunni. Því man ég vel eftir. Umhyggjan og elskuleg- heitin sem raunar einkenndu allt hennar fas líða mér seint úr minni. Nánast ekkert sem að mér sneri lét hún sér óviðkomandi með það í huga að sem allra best færi um mig meðan á dvölinni á hennar heimili stóð. Gjafmildi hennar var einstök. Binna frænka var ekki mikið fyrir að trana sér fram frekar en margar konur af hennar kynslóð. Að hjálpa öðrum og umvefja þá hlýju og umhyggju var hennar aðalsmerki. Binna var bæði falleg og glað- vær kona og það var stutt í húm- orinn og glettnina hjá henni. Hún gat verið hrókur alls fagnaðar á góðra vina fundum. Hún hafði þennan einstaka eiginleika að geta séð skemmtilegu hlutina sem aðrir sáu ekki. Og frásagn- arstíll hennar var með þeim hætti að hún hreif alla með sér í dillandi hlátrasköll þegar sá gállinn var á henni. Binna frænka var einstakur matreiðslumaður. Gestrisni hennar og snyrtimennska var mikil. Það var alveg sama hvenær bankað var á dyr á heimili Binnu og Nella; allt var hvítskúrað út á stétt og kræsingar framreiddar þannig að mikill sómi var að fyrir þau hjón. Þegar börn okkar Úllu voru að komast á legg hélt hjálpsemin og umhyggjan áfram hjá frænku. Þau voru ófá skiptin sem við hjónin fengum að skjóta börnun- um inn til Binnu til pössunar þeg- ar okkur vanhagaði um skjól fyrir þau. Fyrir það og allt annað sem þú hefur gert fyrir mig og mitt fólk, mín elskulega frænka, þakka ég af heilum hug. Við Úlla sendum Gunna, Röggu og börnunum okkar inni- legustu samúðarkveðjur á þess- ari sorgarstundu. Hákon Hákonarson. Birna móðursystir mín var mikill vinur minn allt frá því ég man fyrst eftir mér, það var alltaf stutt í brosið hennar og hlýju. Hún starfaði við Sjúkrahús Húsavíkur á sínum yngri árum, og finnst mér það passa vel við hana, að vilja hjálpa þeim sem á því þurftu að halda. Birna flytur til Akureyrar og kynnist Níelsi Halldórssyni, miklum öndvegis- manni, og giftist honum. Ég fékk að fara nokkrum sinnum til Ak- ureyrar strákurinn og þá stóð heimili þeirra hjóna ætíð opið og fékk ég að gista hjá þeim, en í þá daga þótti langt til Akureyrar og ekki farið erindisleysu. Þau hjón- in heimsóttu mig síðar þegar ég hafði stofnað heimili á Húsavík og færðu okkur ýmislegt fallegt í búið og voru þau alltaf miklir gleðigjafar og vinir fjölskyldu minnar. Í seinni tíð heimsóttum við þau nokkuð reglulega rétt fyrir jólin og áttum góða stund saman, og það sem á borð var borið hefði nægt fjölda manns, þá var jólaskreytingin á heimilinu sú fallegsta sem við sáum, en eins og venjulega voru það manneskj- urnar Binna og Nelli sem heill- uðu okkur mest. Eitt vil ég nefna sem einkenndi Binnu og það var að heyra hana aldrei tala illa um nokkurn mann né gera lítið úr nokkrum manni. Gunnari og fjöl- skyldu sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Binna mín, Guð blessi þig og varðveiti og þakka þér fyrir vináttuna alla tíð. Björn Gunnar Jónsson. Birna Gunnarsdóttir ✝ Sigrún ErlaKristinsdóttir var fædd 7.4. 1946. Hún lést 19.8. 2012. Foreldrar: Krist- inn Guðjónsson f. 8.4. 1921 og Anna Ágústsdóttir f. 3.2. 1928, d. 13.4. 1998. Þau skildu. Systkini: Jó- hannes Ágúst Kristinsson f. 1949 og Elín Kristinsdóttir f. 1.10. 1957. Maki: Reynir Jónsson. Þau skildu. Sonur þeirra: Kristinn Freyr Reynisson f. 3.7. 1973. Börn Kristins og Rhonicu Reyn- isson: Andrea Dísa f. 2000, Alex- ander Scott f. 2003, Keeghan Freyr f. 2007 og Kristinn Ágúst f. 12.10 2009. Sigrún fæddist í Reykjavík. Fyrstu uppvaxtarár hennar voru í Reykholtsdal, Borg- arfirði, síðan í Kópavogi þar sem foreldrar hennar voru meðal frum- byggjanna. Hún gekk í Barnaskóla Kópavogs, síðan Hlíðardalsskóla og lauk landsprófi. Lærði utanskóla og tók próf upp í þriðja bekk Versl- unarskóla Íslands og útskrifaðist þaðan með versl- unarpróf vorið 1965. Sigrún starfaði sem flugfreyja hjá Loft- leiðum eftir að skóla lauk og síð- an við ýmis bókhalds- og skrif- stofustörf. Hún bjó um tíma í Bandaríkjunum og Svíþjóð en kom alkomin heim eftir að hún og Reynir skildu. Útförin fór fram frá Foss- vogskapellu þann 27. ágúst 2012. Það var vor í lofti og bjart yfir heimsbyggðinni allri þegar Sig- rún fæddist. Ógnir og erfiðleikar seinni heimsstyrjaldarinnar að baki og ekkert sem benti til ann- ars en að bjartir tímar væru framundan. Hún var frumburður foreldranna og snemma bráðger og efnileg. Birta og frumkraftur vorsins einkenndi hana, þróttur og fjör sem foreldrunum þótti oft nóg um. Hætturnar leyndust á leikvangi bernskunnar í Borgar- firði og Kópavogi þar sem frelsið og víðáttan var takmarkalaus. Heitir hverir og sjórinn gátu reynst tápmiklum börnum skeinuhætt. Sigrún var afburðanemandi, nákvæm og samviskusöm. Í hverju sem hún tók sér fyrir hendur mátti alltaf treysta því að það væri vel af hendi leyst. Hún fór ung að vinna í fyrirtæki for- eldra sinna, iðin og starfsfús. Þegar tími gafst frá námi og starfi var lestur góðra bóka það sem fylgdi henni allt til hinsta dags. Á æskuárunum lék hún handbolta með Breiðabliki og átti marga vini, kunningja og skóla- systkini sem hún hélt lengi sam- bandi við, enda trygglynd, heið- arleg og hreinskiptin í samskiptum. Sterkur þáttur í henni var alltaf einnig næm lita- tilfinning og smekkvísi í vali á fatnaði og gjöfum sem hittu í mark. Hún var glæsileg ung stúlka, hnarreist og stolt sem lífið virtist leika við þegar hún hélt út í heim og allt virtist benda til að hún ætti bjarta og glæsilega framtíð fyrir höndum. Það átti ekki fyrir henni að liggja því örlagadísirnar voru að spinna henni vef sem hún festist í og átti ekki afturkvæmt úr nema skamma stund í senn, þrátt fyrir ótal tilraunir heima og erlendis. Það sá enginn fyrir hættuna sem henni stafaði af vínguðinum sem varð örlagavald- ur í lífi hennar. Þetta var löng og erfið þrautaganga og smám sam- an varð hún viðskila við fjöl- skyldu og samferðafólk. Hvarf inn í heim nafnlausra vina og kunningja sem áttu við sama sjúkdóm að etja, heim sem henn- ar nánustu áttu engan aðgang að. Það er einungis hægt að ímynda sér hversu sárir endurteknir ósigrar og brostnar vonir voru henni, því hún var ætíð dul á sína hagi. Við geymum minninguna um ungu glæsilegu stúlkuna sem var miklum mannkostum gædd en náði ekki að njóta þeirra sem skyldi til æviloka. Við biðjum góðan guð að varðveita hana og vaka yfir og vernda afkomendur hennar. Þorbjörg Jónsdóttir. Sigrún Erla Kristinsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.