Morgunblaðið - 21.09.2012, Page 38

Morgunblaðið - 21.09.2012, Page 38
38 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2012 Síðustu ár hef ég ekki skipulagt daginn, allavega ekki á þannhátt sem ég ætti. En ég held ég fari í það minnsta eitthvað útað borða og kannski eitthvað smá eftir það. Það er ekki á hverju ári sem dagurinn hittir á föstudag,“ segir Friðrik Sigurbjörn Sigurbjörnsson tónlistarmaður, sem fagnar 26 ára afmæli sínu í dag. Það er annars nóg um að vera hjá Friðriki en hann spilar á bassa í þremur hljómsveitum sem allar koma fram á Iceland Airwaves- tónlistarhátíðinni í næsta mánuði og gefa út plötur á næstunni. Það eru sveitirnar Japanese Super Shift and the Future Band, Sindri Eldon & the Ways og Dream Central Station. Friðrik hefur þó ekki áhyggjur af því að það komi til árekstra að leika með þremur sveit- um á hátíðinni. „Ég spilaði á tólf tónleikum „on“ og „off venue“ í fyrra. Þetta verður ekkert mál og æðislega gaman,“ segir hann. Fyrir utan spilamennskuna stundar Friðrik nám í Keili í Reykja- nesbæ og hefur hug á að læra sagnfræði, hvort sem er innanlands eða utan, þegar því lýkur. Ein eftirminnilegasta afmælisgjöfin sem Friðrik man eftir að hafa fengið er máluð mynd af uppáhaldsrithöfundi hans, Bretanum Christopher Hitchens heitnum. „Ég bað vinkonu mína að mála „trú- leysi“ og hún málaði Hitchens. Mér þykir mjög vænt um að hafa ver- ið gefin hún,“ segir hann. kjartan@mbl.is Friðrik Sigurbjörn Friðriksson er 26 ára Fingrafimur Friðrik hefur plokkað bassann í um tíu ár. Hann var meðal annars í hljómsveitinni Lödu Sport á árum áður. Fékk mynd af Hitchens að gjöf Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Dalbrún 5 Sveinbjörn Sölvi Krist- mundsson fæddist 2. desember kl. 16.36. Hann vó 4040 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Halla Sigrún Sveinbjörnsdóttir og Kristmundur Magnússon. Nýir borgarar Selfoss Kolbrún María fæddist 25. desember kl. 5.08. Hún vó 2.900 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Fjóla María Helgadóttir og Ívar Guð- mundsson. E rna fæddist í Reykjavík og ólst þar upp við Reynimelinn í Vest- urbænum. Hún var í Melaskóla og Haga- skóla. Erna starfaði við Verslunar- banka Íslands 1959-63, var flugfreyja hjá Flugfélagi Íslands 1963-65, stundaði verslunarrekstur hjá Hirti Nielsen hf. 1975-83, var áskrift- arstjóri hjá Frjálsu framtaki 1984-86, starfsmaður hjá Ísól og ferða- málanefnd Reykjavíkur 1988-91, leið- beinandi við handavinnu í félagsstarfi aldraðra á Seltjarnarnesi á árunum 1995-2007 og síðan á vegum Reykja- víkurborgar 2008-2011, og starfs- maður kjördæmisráðs Sjálfstæðis- flokksins í Reykjaneskjördæmi 1997-2001. Erna var varabæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins á Seltjarnarnesi 1982-86, bæjarfulltrúi þar 1990-2002, Erna Nielsen, fyrrv. forseti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi – 70 ára Hjónin og barnabörn Erna og maður hennar, Björn Jónsson, ásamt fjórum af fimm barnabörnunum. Ræktar skóg og mannlíf Systur og bróðir Börn Ernu og Björns: Laila, Bryndís Jenný og Jón. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Skoðaðu úrvalið www.jens.is Kringlunni og Síðumúla 35 Brúðkaup 2012 Persónuleg þjónusta og mikið úrval Íslensk hönnun og handverk Salattöng 13.900.- Eilífðarrósin, skúlptúr til í tveimur stærðum lítil rós 41.500.- stór rós 44.800.- Úrval morgungjafa Handsmíðaðir hringar úr 14 karata gulli með hvítagullshúðaðri rönd 149.900.- parið Settu upp óskalista hjá okkur og fáðu 15% af andvirði þess sem verslað er fyrir í brúðkaupsgjöf frá Jens! Borðbúnaður og skúlptúrar úr eðalstáli, skreytt íslenskum steinum Ostahnífur 7.900.- Smjörhnífur 7.900.-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.