Morgunblaðið - 21.09.2012, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 21.09.2012, Qupperneq 39
forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness 1990-92, 1994-96 og 1998-2000. Hún var formaður skipulagsnefndar Sel- tjarnarness um skeið frá 1990 og fjár- hagsnefndar 1991-94, sat í stjórn SSH, Samtaka sveitarfélaga á höf- uðbogarsvæðinu frá 1990, var for- maður þess 1999-2002 og sat í sam- vinnunefnd um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 1999-2002. Erna sat í stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes- kjördæmi frá 1987, var formaður þess 1992-96, sat í stjórn kvenfélags- ins Öldunnar á Seltjarnarnesi 1983- 91, er félagi í slysavarnadeild kvenna á Seltjarnarnesi frá 1993 (nú slysa- varnadeildin Varðan á Seltjarn- arnesi) sem er bakhjarl björg- unarsveitarinnar þar og hefur unnið mikið að slysavörnum barna. Erna var búsett á Seltjarnarnesi 1971-2008 er hún flutti í Kópavog. Hún er nú gjaldkeri Skógrækt- arfélags Kópavogs frá 2012„. Ræktuðu sinn eigin skóg Erna og eiginmaður hennar hafa átt land og sumarhús við Langá á Mýrum sl. 40 ár: „Drjúgur hluti af tómstundum okkar hefur farið í þennan sælureit. Þarna hófum við skógrækt mjög snemma og höfum komið okkur upp heilmiklum skógi. Ég get ekki sagt að ég sé meðal þeirra duglegustu þegar kemur að hreyfingu. En ég er mikil hann- yrðakona, prjóna mikið og hekla og er nú að læra silfursmíði hjá miklum meistara, Leifi Jónssyni hjá Kvöld- skóla Kópavogs. Svo er ég mikil fé- lagsvera og gegnheil sjálfstæð- iskona.“ Fjölskylda Eiginmaður Ernu er Björn Jóns- son, f. 29.6. 1941, skipstjóri og fulltrúi hjá LÍÚ. Hann er sonur Jóns Björns- sonar frá Ánanaustum, f. 28.7. 1910, d. 13.8. 1996, skipstjóra, og k.h., Jennýjar Guðlaugsdóttur, f. 10.6. 1912, d. 27.11. 2009, húsfreyju. Börn Ernu og Björns eru Bryndís Jenný Björnsdóttir, f. 28.9. 1965, hár- greiðslukona og starfsmaður á vel- ferðarsviði Reykjavíkurborgar. Mað- ur hennar er Jón Smári Einarsson, viðskiptafræðingur hjá Arion banka, en synir þeirra eru Daníel, f. 1993, og Viktor Franz, f. 1995; Jón Björnsson, f. 18.12. 1968, MBA og fram- kvæmdastjóri. Kona hans er Lovísa Stefánsdóttir framkvæmdastjóri og eru börn þeirra Daníel Ingi, f. 1991, Andri Björn, f. 1996, og Erna Ósk, f. 2001; Laila Björnsdóttir, f. 4.1. 1975, fatahönnuður og starfsmaður hjá Aurum. Systkini Ernu eru Sophus Nielsen, f. 18.9. 1931, framkvæmdastjóri Ísól, kvæntur Guðrúnu Nielsen húsfreyju og eiga þau þrjú börn; Svala Sigríður Nielsen, f. 5.12. 1932, óperusöngkona, eignaðist hún einn son sem er látinn. Foreldrar Ernu voru Hjörtur Niel- sen, f. 16.4. 1898, d. 21.7. 1985, bryti, hótelstjóri Hótels Borgar og kaup- maður, og k.h., Marzelína Friðriks- dóttir, f. 12.5. 1898, d. 21.2. 1969, hús- freyja. Úr frændgarði Ernu Nielsen Páll Pálsson b. í Brekku Elísabet Jónsdóttir húsfr. í Brekku Árni Kristjánsson b. í Skálpagerði í Eyjafjarðarsveit María Soffía Jónsdóttir húsfr. í Skálpagerði Erna Nielsen Hjörtur Nielsen hótelstj. á Hótel Borg Marzelína Friðriksdóttir húsfr. í Rvík Ólöf Sigríður Árnadóttir húsfr. í Brekku Friðrik Pálsson b. í Brekku í Eyjafirði Sophus Jörgen Nielsen kaupm. á Ísafirði Þórunn Blöndal húsfr. á Ísafirði Björn Blöndal læknir á Hvammst. Gunnlaugur Blöndal listmálari Sophus Blöndal kaupm. á Sigluf. Sveinbjörg Kjaran móðuramma Birgis Ármannssonar alþm. Sigríður Sveinbjarnardóttir húsfr., dóttir Sveinbjörns Egilssonar Benedikt Gröndal skáld Elísabet Sveinbjarnardóttir húsfr. í Hvammi, langamma Bene- dikts Gröndal forsætisráðherra Gunnlaugur Blöndal sýslum. í Barðastr.s. Lárus Blöndal amtm. á Kornsá Ragnheiður Blöndal húsfr. á Eyrarbakka Kristín Guðmundsd. húsfr. á Selfossi Sigríður Ragna Sigurðard. forseti Delta Kappa Gamma á Íslandi Lárus Blöndal bóksali Kjartan Lárusson, framkvæmdastj. Ferðaskr. Ísl. Jósefína Antonía, húsfr. í Rvík Anna Jóhannesd. húsfr. í Rvík Matthías Johannessen skáld, faðir Haraldar ríkislögreglustj. Haraldur Blöndal ljósmyndari í Rvík Lárus Blöndal bókavörðurBenedikt Blöndal hæstaréttardómari Halldór Blöndal fyrrv. ráðh. ÍSLENDINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2012 Emil Björnsson, presturÓháða safnaðarins og dag-skrárstjóri Sjónvarpsins, fæddist á Felli í Breiðdal 21.9. 1915. Foreldrar hans voru Árni Björn Guðmundsson, bóndi á Felli í Breið- dal, og Guðlaug Helga Þorgríms- dóttir, ljósmóðir og húsfreyja. Bróðir Björns var Magnús, faðir Sigurðar sem var formaður og fram- kvæmdastjóri Kaupmannasamtaka Íslands og framkvæmdastjóri ÍSÍ. Guðlaug Helga var dóttir Þor- gríms, b. á Brimnesi í Fáskrúðsfirði Þorlákssonar, b. í Víðinesi Ásmunds- sonar, b. á Veturhúsum Ingimund- arsonar. Móðir Ásmundar var Ingi- björg Ásmundsdóttir, systir Indriða, afa skáldanna Jóns og Páls Ólafs- sona. Annar bróðir Ingibjargar var Hallgrímur, langafi Gunnars Gunn- arssonar rithöfundar og Bergljótar, ömmu Haraldar Sveinssonar, fyrrv. framkvæmdastjóra Morgunblaðsins. Emil lauk stúdentsprófi frá MA 1939, stundaði nám við við- skiptadeild HÍ 1939-41, lauk guð- fræðiprófi frá HÍ 1946, dvaldi síðan við nám á Norðurlöndum 1953 og í Lundúnum og Kantaraborg 1960-61, var á útvarpsnámskeiði hjá BBC og síðar sjónvarpsnámskeiðum í Bandaríkjunum 1965. Emil stundaði skrifstofustörf í Reykjavík 1941-44, var fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu 1944-65 og vara- fréttastjóri, fréttamaður við Vísi, vann að undirbúningi Sjónvarpsins og var dagskrárstjóri frétta- og fræðsludeildar þess frá upphafi, 1965-1985. Emil var kappsfullur fréttamaður, léttur í lund og vinsæll yfirmaður. Hann tók þátt í frægum prestskosn- ingum til Fríkirkjunnar í Reykjavík 1950 og beið þar lægri hlut fyrir Þor- steini Björnssyni. Í kjölfarið stofn- uðu stuðningsmenn Emils Óháða söfnuðinn í Reykjavík þar sem Emil var prestur frá stofnun, 1950-1984. Eftir Emil hafa komið út ritin Minni og kynni, frásagnir og viðtöl, 1985; Á misjöfnu þrífast börnin best, I. bindi æviminninga, 1986, og Lit- ríkt fólk, II. bindi, 1987. Emil lést 17.6. 1991. Merkir Íslendingar Emil Björnsson 103 ára Klara Vemundsdóttir 102 ára Guðríður Jónsdóttir 95 ára Hólmfríður Sölvadóttir 90 ára Kristín Ingvarsdóttir Matthildur Finnbogadóttir Ólöf Hannesdóttir 85 ára Sigurður Jósefsson 80 ára Bjarni Sæmundsson Erna Petrea Þórarinsdóttir Helga Magðalena Guðmundsdóttir Magnea S. Magnúsdóttir Sigrid Lúthersdóttir Thordarson 75 ára Berta Jóhannsdóttir Halldóra Hilmarsdóttir Hjördís Sigurðardóttir Margrét Þórarinsdóttir Sigfús Gunnarsson Sævar Hannesson 70 ára Anna Dam Ingólfsson Guðjón Helgason Hulda Sigríður Vidal Karl Egill Steingrímsson Kristín Kristensen Margrét Kristjánsdóttir Ragnar Friðriksson 60 ára Ágústa Hrönn Axelsdóttir Ásgerður Hjálmsdóttir Baldur Kristjánsson Elín Kristín Helgadóttir Gunnar D. Magnússon Jóna Kristín Einarsdóttir Sesselja Einarsdóttir Steinvör Einarsdóttir 50 ára Björn Hermannsson Hanna Björg Marteinsdóttir Hilmar Valgarðsson Hulda Birgisdóttir Jóhann Þorvarðarson Lothar Pöpperl María Sverrisdóttir Sigríður Björnsdóttir Sigríður Erlingsdóttir 40 ára Aðalbjörg Albertsdóttir Árni Hermann Björgvinsson Guðný Tómasdóttir Haukur Már Hergeirsson Ingibjörg E. Jóhannsdóttir Ingveldur Tryggvadóttir Katrín Edda Svansdóttir Rut Guðbrandsdóttir Rúnar Björgvinsson Sigrún Bragadóttir Sigurlín Birgisdóttir Sunneva Skúladóttir 30 ára Andri Þór Ástráðsson Anna Margrét Magnúsdóttir Elí Hólm Snæbjörnsson Ellen Dögg Sigurjónsdóttir Eva Dögg Kristínardóttir Haraldur Björnsson Jóhann Jónsson Katrín Halldórsdóttir Katrín Ólafsdóttir Marco Jonas Ólafía Steinarsdóttir Óskar Hallgrímsson Samúel Sigurjón Samúelsson Sebastian Bubrzyk Til hamingju með daginn 30 ára Sigurður ólst upp í Reykjavík, lauk prófi í viðskiptafræði frá HR og starfar hjá Íslandsbanka í Eyjum. Maki: Sigríður Bríet Smáradóttir, f. 1983, vinnusálfræðingur. Dóttir: Steinunn Erla Sig- urðardóttir, f. 2010. Foreldrar: Sigurður Sig- urðsson, f. 1948, hús- gagnasmiður, og Ásdís Erla Kristjónsdóttir, f. 1947, saumakona. Sigurður Sigurðsson 30 ára Hugrún ólst upp í Reykjavík, lauk stúdents- prófi frá FB, hefur stund- að myndlistarnám og stundar nú nám við Iðn- skólann í Reykjavík. Maki: Atli Heiðarsson, f. 1974, starfsmaður við Al- coa í Straumsvík. Foreldrar: Jón Pálmi Pálmason, f. 1958, vél- stjóri í Reykjavík, og Hug- rún Hugadóttir, f. 1954, fyrrv. heilbrigðisstarfs- maður. Hugrún Pálmey Pálmadóttir 30 ára Klara ólst upp í Grindavík, lauk MA-prófi í lögfræði frá HR 2011 og er saksóknarfulltrúi hjá sérstökum saksóknara. Maki: Tómas Viktor Yo- ung, f. 1982, starfsmaður hjá ÚTÓN. Sonur: Alexander Elvar Young, f. 2009. Foreldrar: Olga Rán Gylfadóttir, f. 1960, hús- freyja, og Steingrímur Thorarensen, f. 1960, húsasmiður. Klara Dögg Steingrímsdóttir Opnunartímar: Mánudaga til föstudaga 9-18 og laugardaga 11-14 Smiðjuvegur 6 (rauð gata) // 200 Kópavogur // Sími 567 7777 // parketbudin.is ÞAÐ DETTUR ALLT Í DÚNALOGN Heimsins besta parketundirlag fæst nú á Íslandi • Hentar bæði í fljótandi lögn og til niðurlímingar • Framúrskarandi kostur fyrir samlímt, gegnheilt, eða harðparket • 21db hljóðdempun milli hæða • 33% dempun í rými • Verndar og minnkar álag á allar læsingar parkets eða harðparkets • Mesta pressa sem um getur eða 1/10 úr mm • Dúkurinn er léttur, sterkur og meðfærilegur í notkun • Dúkurinn er einstaklega rakaþolinn og þarf ekki rakaþolið plast undir The FloorMufflertm er verkfræðilegt undur, hannað til að mæta og fara fram úr kröfum markaðarins um hljóðdempun og pressu. KYNNINGARTILBOÐ Á FLOORMUFFLER Tilboðsverð: 790 kr. pr. m2 Fullt verð: 1.313 kr. pr. m2 Meðan birgðir endast

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.