Morgunblaðið - 07.11.2012, Side 4
Sala áfengis
Raunbreyting eftir flokkum
4%
3%
2%
1%
0%
-1%
-2%
-3%
-4%
-5%
-6%
-0,1%
2,9%
-5,5%
0,2%
Bjór Létt Sterkt Samtals
Sala áfengis jókst um 0,2% í lítrum
fyrstu tíu mánuði ársins í saman-
burði við árið í fyrra. Sala rauðvíns
er nánast sú sama og í fyrra en
aukning er í sölu hvítvíns um 2,1%.
Alls hafa verið seldir 15,1 milljón
lítra það sem af er ári, þar af er sala
á lagerbjór 9,6 milljón lítra, að því er
kemur fram á heimasíðu Vín-
búðanna.
Sérstaka athygli vekur að sala á
ávaxtavínum („ciderum“) hefur auk-
ist um 60% á milli ára. Fyrstu 10
mánuði ársins seldust 148 þúsund
lítrar af ávaxtavínum, á móti 92 þús-
und lítrum í fyrra. Af ávaxtavínum
hefur í ár selst talsvert meira en af
blönduðum drykkjum („breez-
erum“), en af þeim seldust 122 þús-
und lítrar fyrstu 10 mánuði ársins.
Sterkt áfengi dalar en
bjórinn stendur í stað
Ef sala áfengis í lítrum er skoðuð
eftir söluflokkum, þ.e. bjór, léttvín
og sterkt, sést að talsverður munur
er á milli flokka. Þannig stendur sala
á bjór nánast í stað en sala á léttvíni
er 2,9% meiri en á sama tíma í fyrra.
Hins vegar hefur sala á sterku
áfengi dregist saman um 5,5%.
Salan í október er nánast sú sama
og í október fyrir ári en í heildina
var októbersalan 0,5% minni í ár en í
fyrra.
Í samanburði við árið í fyrra er
samdráttur í sölu vindlinga um 3,4%.
Fyrstu tíu mánuði ársins seldust
984.495 karton af vindlingum, en á
sama tímabili í fyrra voru sígarettu-
kartonin 1.027.742. Þá hefur sala á
vindlum dregist saman um 3,4% í ár.
Sala á neftóbaki dróst saman um
1,9% fyrstu tíu mánuði þessa árs.
Hins vegar hefur sala á reyktóbaki
aukist mikið eða um tæp 14% á milli
ára. aij@mbl.is
Ávaxtavín
hástökkv-
arar í sölu
Minni sala á vind-
lingum á árinu
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2012
Tvö skaðabótamál í tengslum við hið svokallaða olíusam-
ráð voru tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær-
morgun. Annars vegar er um að ræða mál íslenska rík-
isins gegn Olís, Skeljungi hf. og hinsvegar mál
fjármálaráðuneytisins gegn Keri, Olís og Skeljungi hf.
Að sögn Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hæstaréttarlög-
manns, sem fer með bæði málin fyrir hönd íslenska rík-
isins og fjármálaráðuneytisins, fjalla þessi mál um sam-
ráð sem olíufélögin höfðu með sér í útboði árið 1996.
Að sögn Vilhjálms nema skaðabótakröfur fjármála-
ráðuneytisins á hendur Keri, Olíuverslun Íslands og
Skeljungi samtals 24,6 milljónum króna og skaðabóta-
kröfur íslenska ríkisins á hendur Olíuverslun Íslands og
Skeljungi nema 39,9 milljónum króna.
Vilhjálmur segir þetta svipuð mál og hjá Reykjavík-
urborg gegn olíufélögunum. „Munurinn er einn og hann
er verulegur. Ríkið samdi ekki við neinn, það var svo lítill
munur á tilboðunum að ríkið samdi ekki við neinn bjóð-
anda,“ segir Vilhjálmur og bætir við:
„Ríkið telur sig hafa orðið fyrir því tjóni að samráðið
kom í veg fyrir að það yrðu samkeppnisútboð. Það er að
segja ríkið missti hugsanlega af þeim afslætti sem það
hefði fengið af þessum viðskiptum í samkeppnisútboði
þar sem menn hefðu boðið á móti hver öðrum en ekki með
hver öðrum.“ skulih@mbl.is
Krefja olíufélögin um
tugmilljóna skaðabætur
Morgunblaðið/Sverrir
Olíufélög Íslenska ríkið og fjármálaráðuneytið krefja
olíufélögin skaðabóta vegna samráðs þeirra.
Ríkið og fjármálaráðuneytið
vilja bætur vegna útboðs
Polarolje
Við Hárlosi
Mýkir liðina
Betri næringarupptaka
Fyrirbyggir exem
Betri og sterkari fætur
Pöntunarsímar 698 7999 og 699 7887
„Hundurinn minn var búinn að
vera í meðferðum hjá dýralækni
í heilt ár vegna húðvandamála
og kláða, þessu fylgdi mikið
hárlos. Hann var búinn að vera á
sterum án árangus. Reynt var að
skipta um fæði sem bar heldur ekki
árangur. Eina sem hefur dugað
er Polarolje fyrir hunda. Eftir að
hann byrjaði að taka Polarolje
fyrir hunda hefur heilsa hans tekið
stakkaskiptum. Einkennin eru horfin
og hann er laus við kláðann og
feldurinn orðinn fallegur.“
Sigurlín Birgisdóttir, hundaeigandi
Yfir eitt þúsund nemendur og starfsmenn í
Hraunvallaskóla í Hafnarfirði settu í gær Ís-
landsmet í hópdansi við lagið „Gangnam Style“,
sem hinn suðurkóreski Psy gerði vinsælt um
heim allan. Nokkrir krakkar úr unglingadeild-
inni stýrðu upphituninni og því næst tók hers-
ingin sig til og dansaði „hestinn“, eins og þessi
þekkti dans Psy hefur stundum verið kallaður.
Var uppákoman liður í vinaviku í skólanum.
Yfir þúsund manns dönsuðu „hestinn“
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Nemendur og starfsfólk í Hraunvallaskóla dönsuðu við Gangnam Style
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Miklar hækkanir á opinberum gjöld-
um vegna innanlandsflugs og ný gjöld
hafa valdið fækkun farþega, að sögn
Árna Gunnarssonar, framkvæmda-
stjóra Flugfélags Íslands. Hann sagði
að innanlandsflugið væri rekið með
tapi og ef ekkert breyttist þyrfti fé-
lagið að draga verulega úr ferðafram-
boði hér innanlands.
Árni mætti á fund umhverfis- og
samgöngunefndar Alþingis í fyrra-
dag og kynnti áhrif hækkunar gjald-
anna á flugið.
„Árið 2009 borguðum við um 200
milljónir í sértæk opinber gjöld vegna
flugsins,“ sagði Árni í samtali við
Morgunblaðið. Þar á meðal voru far-
þegagjöld og lendingargjöld. Árið
2010 bættust við leiðarflugsgjald og
kolefnisgjald sem lagt er á innan-
landsflug en ekki millilandaflug.
„Á þessu ári erum við að áætla
rúmlega 400 milljónir í þessa sömu
liði. Ef fram fer sem horfir miðað við
fjárlagafrumvarpið og samgöngu-
áætlun stefna þessi gjöld yfir 600
milljónir á næsta ári.“ Í apríl síðast-
liðnum hækkuðu lendingargjöld um
72%, farþegagjöld um 71% og flug-
leiðsögugjöld um 22%. Hækkanirnar
lenti á farþegum af fullum þunga.
Farþegum fækkar
„Síðan þá hefur farþegum fækkað.
Farþegum fjölgaði í fyrra og fyrstu
þrjá mánuði þessa árs. Við héldum að
við værum að komast á eðlilegt ról
eftir hrunið. En frá 1. apríl hefur
þeim fækkað,“ sagði Árni. Fækkunin
nemur 4%. Hann sagði hætt við að
áætlanir yfirvalda um tekjur af sér-
tækum flugsköttum á þessu ári
gengju ekki eftir vegna fækkunar far-
þega. Árni taldi fækkun farþega sýna
að álögurnar á flugið væru komnar
yfir þolmörk neytenda. Hann benti á
að 60% farþega í innanlandsflugi
greiddu fargjaldið úr eigin vasa, þetta
væru því almenningssamgöngur.
Árni benti einnig á það á fundinum
í fyrradag að stöðugt aukinn niður-
skurður á framlögum til innviða inn-
anlandsflugsins, þrátt fyrir aðvaranir
flugrekenda, jaðraði við aðför ríkisins
að þessum mikilvæga þætti í almenn-
ingssamgöngum landsins. Hann
benti á að fjárveitingar hins opinbera
til flugvalla innanlands hefðu lækkað
að nafnvirði um 343 milljónir króna
frá 2007 til 2012. Hefði fjárveiting til
flugvallanna fylgt verðlagsþróun ætti
hún að vera um 1,2 milljörðum hærri
nú en hún væri í raun. Þess í stað
hefðu notendagjöld verið hækkuð
verulega frá árinu 2009 til þess að
mæta þessum mikla niðurskurði í
framlögum ríkisins.
Flugfélag Íslands hefur ekki verið
með neina þjónustusamninga vegna
flugs hér innanlands í nokkur ár.
Seinasta leiðin sem var með þjón-
ustusamning var leiðin til Vest-
mannaeyja. Honum lauk þegar Land-
eyjahöfn var opnuð.
Árni sagði að það ætti eftir að
koma í ljós hvort eitthvert tillit yrði
tekið til sjónarmiða flugrekenda í
endanlegri útgáfu fjárlaga fyrir
næsta ár.
Flugfarþegum fækkar
Gjaldahækkanir í innanlandsfluginu eru komnar yfir þolmörk almennings, að
mati Árna Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Flugfélags Íslands
Morgunblaðið/Ernir
Flug Gjöldin hafa hækkað mikið.