Morgunblaðið - 07.11.2012, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2012
um að umferðarafköst geti ekki
aukist nema um 10-20% en hins veg-
ar geri deiliskipulagið ráð fyrir að
umferð um Miklubraut verði um 67
þúsund bílar á sólarhring árið 2017,
þegar 1. áfanga nýja sjúkrahússins
verði lokið.
Steinunn segir samtökin leggja til
að skoðuð verði svokölluð „stokka-
lausn“ samráðshóps frá 2008, þ.e. að
umferð um Hringbraut, frá Land-
spítala, austur fyrir Lönguhlíð og
jafnvel að Grensás, verði lögð í stokk
en það sé eina lausnin til að sjúkra-
bifreiðar komist að og frá svæðinu
og til að lífvænlegt verði í Hlíðunum.
Svifryks- og hávaðamengun séu
einnig áhyggjuefni en þar sé þegar
brotið gegn gildandi reglugerðum.
„Það er til reglugerð um loft-
mengun sem segir hversu oft svif-
ryksmengun í borginni má fara yfir
heilsuverndarmörk og skiptin sem
hún fer yfir þessi mörk á hverju ári
eru margfalt það,“ segir Steinunn.
Hún segir hverfin kringum spít-
alasvæðið margskorin af stórum um-
ferðaræðum og því fylgi vandamál
sem íbúarnir þurfi að takast á við á
hverjum degi. Athugasemdir sam-
takanna hafi ekki vakið mikil við-
brögð á fyrri stigum en íbúarnir vilji
vera með í ráðum.
„Í stað þess að kvarta bara og
kveina viljum við vera með í lausn-
inni. Við viljum að lagning umferð-
arinnar í stokk verði bundin fram-
kvæmdinni við nýjan Landspítala, ef
það á á annað borð að byggja hann á
þessum stað,“ segir Steinunn.
Hafa áhyggjur af
umferðarmagninu
Íbúasamtök uggandi um deiliskipulag nýs Landspítala
Samráð Íbúasamtökin boðuðu til fundar í gær þar sem umhverfisáhrif nýs Landspítala voru í brennidepli.
FRÉTTASKÝRING
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Íbúasamtök Hlíða, Holta og Norð-
urmýrar gera miklar athugasemdir
við tillögu að deiliskipulagi fyrir
Landspítala - háskólasjúkrahús við
Hringbraut og gagnrýna sérstak-
lega umhverfismatið sem liggur þar
til grundvallar. Steinunn Þórhalls-
dóttir, formaður samtakanna, segir
ljóst að ekkert tillit hafi verið tekið
til athugasemda sem samtökin
gerðu við drög að skipulaginu í sept-
ember í fyrra og að fórna eigi hags-
munum íbúa fyrir nýjan Landspít-
ala.
Samtökin hafa ritað Guðbjarti
Hannessyni velferðarráðherra,
Svandísi Svavarsdóttur umhverfis-
og auðlindaráðherra og Jóni Gnarr
borgarstjóra opið bréf þar sem
helstu áhyggjuefni íbúasamtakanna
eru rakin en aukin umferð um
Miklubraut er meðal þeirra.
„Skipulagsyfirvöld hafa sjálf sagt
að það standi ekki til að auka umferð
um Miklubraut, enda þoli hún ekki
meiri umferð, en samt á að setja
spítalann þarna án þess að taka á því
máli,“ segir Steinunn.
Í athugasemdum íbúasamtakanna
kemur fram að samkvæmt nýjustu
umferðartalningum sé umferð um
Miklubrautina um 45 þúsund bílar á
sólarhring. Í greinargerð frá borg-
inni komi fram að staðbundin vanda-
mál á Miklubraut geri það að verk-
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Milljónatjón varð hjá fiskþurrkun
Útgerðarfélags Akureyringa (ÚA) á
Laugum í Reykjadal, á laugardaginn
var. Rafbúnaður skemmdist þegar
spennutoppur kom í rafkerfið.
„Það varð töluvert tjón, en það er
ekki enn séð fyrir endann á því,“
sagði Gestur Geirsson, fram-
kvæmdastjóri landvinnslu Sam-
herja. Hann sagði að allur viðkvæm-
ari rafbúnaður hefði skemmst og
þurrkunin stöðvast. Viðkvæmur
búnaður á borð við iðntölvur og stýr-
ingar skemmdist sem olli því að blás-
arar og færibönd stoppuðu. Starfs-
menn brugðust skjótt við og tengdu
framhjá til þess að forða því að hrá-
efni sem var í þurrkun skemmdist.
Ekki eru öll kurl komin til grafar
hvað tjónið varðar en ljóst er að það
hleypur á einhverjum milljónum, að
sögn Gests. Enn er verið að afla
varahluta í stað þess sem skemmd-
ist. Sumt er ekki til hér á landi og
þarf að panta það að utan.
„Það má segja að það sé vinnslu-
stopp og mjög lítil framleiðsla,“
sagði Gestur. Það tekur 2-3 daga að
fullþurrka vöruna og eru unnin um
200 tonn af hráefni á viku í verk-
smiðjunni. Gestur kvaðst vona að
það tækist að ljúka viðgerðum í þess-
ari viku og að verksmiðjan verði
komin í full afköst í næstu viku.
Tjónstilkynningar berast
Ekki lá fyrir í gær hvað spennu-
toppurinn var hár sem fór inn á raf-
kerfið í Þingeyjarsýslu frá Laxár-
virkjun á laugardag, að sögn Péturs
Vopna Sigurðssonar, deildarstjóra
rekstrarsviðs RARIK á Norður-
landi. Hann sagði ljóst að of há
spenna hefði farið inn á 11.000 volta
dreifikerfið frá flutningskerfi Lands-
nets. Pétur sagði að toppurinn hafi
verið töluvert hærri en 11.000 volt en
ekki væri vitað hvað toppurinn var
hár sem fór til neytenda.
Pétur sagði að tjónstilkynningar
væru enn að berast. Ekki fengust
upplýsingar um hve margar tilkynn-
ingar höfðu borist í gær. Pétur sagði
að aðallega væri um að ræða stök
raftæki hjá einstaklingum auk þess
sem vitað væri af einu tjóni sem telja
megi stórt. Það mun vera hjá fisk-
þurrkun Útgerðarfélags Akureyr-
inga.
Eftir að funda um bótaskyldu
Ekki var orðið ljóst í gær hver
teldist vera bótaskyldur vegna tjóns-
ins sem varð. Pétur sagði að þeir hjá
RARIK ættu eftir að eiga fund með
Landsneti um málið. Eftir þann fund
gæti bótaskyldan skýrst. Ekki var
búið að ákveða í gær hvenær fund-
urinn yrði haldinn.
Töluvert tjón
varð í fisk-
þurrkun ÚA
Eftir að ræða hver ber ábyrgð á tjóni
Morgunblaðið/Helgi Mar
Fiskþurrkun Á Laugum í Reykjadal
hefur lengi verið þurrkaður fiskur.
Flökt í rafmagninu
» Skammhlaup varð í aðveitu-
stöð Laxárvirkjunar á laug-
ardag, líklega vegna seltu.
» Kópaskerslína 1 og vélar í
Laxárvirkjun slógu út. Þegar
vélarnar voru gangsettar á ný
virðist hafa orðið skammæ
spennuhækkun í kerfinu.
» Víða urðu truflanir á dreif-
ingu rafmagns í óveðrinu fyrir
síðustu helgi, bæði sunnan
lands og norðan.
Fleiri kaupa nagladekk núna heldur
en áður að sögn Gunnars Gunn-
arssonar, framkvæmdastjóra
dekkjaverkstæðisins Sólning hf.
Gunnar segir dekk af gerðinni Cont-
inental, sem Sólning flytur inn, fara
mun hraðar út negld en ónegld.
„Ég hugsa að það sé að það var
harður vetur í fyrra, mikill snjór og
margir lentu í vandræðum á ónegld-
um dekkjum, sérstaklega fólk sem
var kannski snemma á ferðinni,“
segir Gunnar, aðspurður hvers
vegna fólk vilji nagladekk í meiri
mæli núna en áður, og bætir við:
„Svo var nú náttúrlega ekki mikið
mokað í fyrra. Borgin var ekki mikið
í því að hreinsa göturnar.“
Þá bendir Gunnar á að nagladekk
hafi mun betra grip en önnur dekk í
hálku, einkum ef keyrt er á ís.
Að sögn Ásgeirs Gíslasonar, eig-
anda Hjólbarðaverkstæðis Sig-
urjóns, skiptist salan á vetr-
ardekkjum nokkurn veginn til
helminga, þ.e. annar helmingurinn
nagladekk og hinn ekki. Aðspurður
segir hann söluna á nagladekkjum
vera á svipuðu róli og undanfarin ár.
Ásgeir bendir einnig á að fólk hafi
verið með fyrra fallinu í ár varðandi
kaup nagladekkjum. „Óvenju-
snemma miðað við veður á þessum
hluta landsins,“ segir Ásgeir.
skulih@mbl.is
Segir fleira fólk kaupa
nagladekk núna en áður
Morgunblaðið/RAX
Nagladekk Að sögn framkvæmdastjóra Sólningar kaupa fleiri nagladekk
núna en áður. Þá segir hann mun betra grip í nagladekkjum í hálku.
Fólk óvenju-
snemma á ferðinni
Alls skiluðu 817 aðilar inn at-
hugasemdum við tillögu um
deiliskipulag nýja Landspít-
alans við Hringbraut.
Íbúasamtök Hlíða, Holta
og Norðurmýrar gagnrýna
m.a. að ekki hafi verið litið
til athugasemda hags-
munaaðila en slíkt samráð
hafi verið ein af forsendum
umhverfismatsins.
Þau gagnrýna einnig að
deiliskipulagstillagan gangi
þvert á eigin markmið um að
byggð Landspítala verði í
sátt við umhverfið en fulltrúi
skipulagsstjóra hafi m.a.
sagt í bréfi frá því í júlí síð-
astliðnum:
„Ekki er hægt að gera
kröfu um að byggingar á lóð
spítalans séu í sama kvarða
og fíngert byggðamynstur
Þingholtsins.“
Þá segir í athugasemdum
íbúasamtakanna að ljúka
þurfi nýju aðalskipulagi áður
en deiliskipulag fyrir nýjan
Landspítala hljóti samþykki.
817 athuga-
semdir bárust
DEILISKIPULAG
Erlendir ferðamenn sem heimsóttu
Ísland í október voru um sex þúsund
fleiri en í sama mánuði í fyrra. Sam-
kvæmt talningu Ferðamálastofu
fóru 44.994 erlendir ferðamenn frá
landinu í mánuðinum. Það er fjölgun
um 15,9% frá fyrra ári.
Flestir ferðamennirnir voru Bret-
ar eða rúmlega fimmtungur. Banda-
ríkjamenn og Norðmenn voru næst-
fjölmennastir á meðal þeirra sem
sóttu landið heim í október. Bretum
og Norðmönnum fjölgar mest en
þannig komu um 1.800 fleiri Bretar
og 1.300 fleiri Norðmenn nú en í
fyrra.
Raunar nær fjölgunin til allra
markaðssvæða samkvæmt tölum
Ferðamálastofu nema Bandaríkj-
anna þar sem fjöldinn stendur í stað.
Það sem af er ári hefur 581.961 er-
lendur ferðamaður farið frá landinu
en það er fjölgun um rúmlega 85.000.
Það gerir 17,1% fjölgun á milli ára.
Þá fjölgaði Íslendingum sem voru
á faraldsfæti í október um 10,4% frá
sama mánuði í fyrra. Alls fóru 35.000
landsmenn utan í mánuðinum. Frá
áramótum hafa rúmlega 310.000
manns ferðast utan landsteinanna.
Rúm hálf milljón
ferðamanna í ár
Fjölgun frá sama mánuði í fyrra
Morgunblaðið/Eggert
Fjölgun Ferðamenn í Reykjavík.