Morgunblaðið - 07.11.2012, Qupperneq 9
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2012
Guðjón Sigur-
bjartsson, við-
skiptafræðingur,
býður sig fram í 5.
sæti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík
vegna komandi al-
þingiskosninga.
Guðjón er framkvæmdastjóri
Tanna auglýsingavara. Hann hefur
lengi skrifað greinar í blöð og tjáð
sig á netmiðlum, meðal annars um
mikilvægi þess að skapa góð skil-
yrði fyrir vöxt nýrra útflutnings-
atvinnugreina.
Hann vill ekki láta draga til baka
umsóknina um aðild að ESB og tel-
ur þörf á að huga að upptöku evru.
Stefnir á 5. sæti
Þorsteinn Magnús-
son, lögmaður,
sækist eftir að
skipa 2.-3. sæti á
framboðslista
Framsóknar-
flokksins í Reykja-
vík.
Í tilkynningu segist Þorsteinn
m.a. vilja leggja áherslu á að bæta
skilyrði fyrir atvinnuuppbyggingu
og nýfjárfestingu ásamt því að
skapa fyrirtækjum hagstæðara
rekstrarumhverfi.
Þorsteinn hefur starfað í fjár-
málaráðuneytinu, sem lögmaður á
lögmannsstofunni LEX og var ný-
verið ráðinn framkvæmdastjóri
óbyggðanefndar.
Sækist eftir 2.-3. sæti
Una María Ósk-
arsdóttir hefur
ákveðið að bjóða
sig fram í 1.-2. sæti
á lista Framsókn-
arflokksins í
Suðvestur-
kjördæmi fyrir al-
þingiskosningar næsta vor.
Una María er uppeldis- og
menntunarfræðingur og lauk ný-
lega meistaranámi í lýðheilsuvís-
indum frá Háskóla Íslands.
Una María er núverandi forseti
Kvenfélagasambands Íslands. Hún
hefur verið varabæjarfulltrúi fyrir
Framsóknarflokkinn í Kópavogi frá
2002, er formaður íþróttaráðs
Kópavogs og gegnir þar fleiri trún-
aðarstörfum.
Framboð í 1.-2. sæti
Leiðrétt
Flugfélagið Ernir
Launakostnaður og innlendur
kostnaður hjá Flugfélaginu Erni er í
kringum 45% af brúttótekjum, en
ekki af rekstrarkostnaði, eins og
sagði í fréttaskýringu í gær. Kostn-
aður sem ræðst af gengi erlendra
gjaldmiðla er um 65% af brúttó-
tekjum. Þetta gerir 110% en um 10%
tap var á rekstrinum fyrstu átta
mánuði ársins.
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Vertu vinur okkar
á Facebook
Vinsælu Gino stretchbuxurnar
komnar, í tveimur síddum
St. 38-52
Guerlain kynning
20% kynningar afsláttur
dagana 7.-9. nóvember í
Snyrtvöruverluninni Glæsibæ
Sigrún Inga kynnir nýja farðann
PARURE DE LUMIÉRE frá Guerlain
Glæslegur kaupauki fylgir með
tveimur keyptum vörum
Verið velkomin
Sími 568 5170
www.birkiaska.is
Bodyflex Strong
Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og
verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði
burðarvefja líkamans.
Laugavegi 63 • S: 551 4422
TILBOÐ 7. - 10. NÓVEMBER Vertu vinur á
SKOÐAÐU YFIRHAFNIR Á LAXDAL.IS
NÝ ÚLPUSENDING
FISLÉTTAR, MEÐ HETTU - STÆRÐIR 36 – 52
Aðhaldsföt
Sundbolir
Undirföt
Sloppar
Tankini
Náttföt
Bikini
Mjóddin s. 774-7377
Frú Sigurlaug
Erum flutt í stærr
a
húsnæði í Mjódd
Félagsmiðstöðvadagurinn
er í dag, 7. nóvember. Að
honum standa fé-
lagsmiðstöðvar á Íslandi
og SAMFÉS. Markmið
þessa dags er að gefa ung-
um og öldnum tækifæri til
að heimsækja fé-
lagsmiðstöðina í sínu
hverfi, kynnast því metn-
aðarfulla fagstarfi sem
þar fer fram, ungling-
unum sjálfum og dag-
legum viðfangsefnum
þeirra. Allir eru velkomn-
ir, sérstaklega foreldrar og „gamlir“ unglingar sem vilja rifja upp kynnin
við gömlu félagsmiðstöðina sína.
Félagsmiðstöðvar í Reykjavík taka af þessu tilefni vel á móti gestum frá
klukkan 18.00 og fram á kvöld. Unglingarnir og unglingaráð félagsmið-
stöðvanna bera hitann og þungann af undirbúningi dagsins í Reykjavík
með fjölbreyttri dagskrá.
Unglingamenningin blómstrar í dag
Stuð Unglingar á balli í félagsmiðstöð.
Morgunblaðið/Golli
Sigmundur Ernir Rúnarsson, alþingismaður, býður sig
fram í 1. til 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í
Norðausturkjördæmi sem fram fer um næstu helgi, 9. og
10. nóvember. Sigmundur Ernir hefur setið á Alþingi frá
2009 og einkum fengist við ríkisfjármál og fjárlagagerð,
en hann er nú varaformaður fjárlaganefndar Alþingis.
Í tilkynningu frá Sigmundi segir að helstu baráttamál
hans varði aukinn jöfnuð, ekki síst byggðajöfnuð, en
hann vill færa aukin völd frá ríki til sveitarfélaga.
„Sigmundur Ernir hefur beitt sér rækilega í atvinnu-
málum innan þings, svo sem uppbyggingu ferðaþjónustu
úti á landi og þá ekki síður í samgöngumálum og upp-
byggingu á sviði mennta- og heilbrigðismála,“ segir ennfremur í tilkynn-
ingunni.
Býður sig fram í 1. til 3. sæti
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
mbl.is
alltaf - allstaðar