Morgunblaðið - 07.11.2012, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 07.11.2012, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2012 Bandaríska flugfélagið Delta Air- lines staðfesti í gær að sumar- áætlun félagsins á flugleiðinni milli John F. Kennedy flugvallar í New York og Keflavíkurflugvallar muni hefjast að nýju 3. júní á næsta ári. Flogið verður allt að sex sinnum í viku yfir hásumarið á Boeing 757- 200 vél sem tekur 170 manns í sæti. Samstarfsaðili Delta á flugleiðinni er Air France KLM. Í tilkynningu er haft eftir Perry Cantarutti, að- stoðarforstjóra Delta, að Reykjavík njóti síaukinna vinsælda sem áfangastaður meðal bandarískra ferðamanna og það liggi beinast við að bjóða þessa þjónustu yfir sumarmánuðina. Farþegar í vélum Delta munu m.a. geta tengst netinu allan tím- ann sem flugferðin stendur yfir. APF Innskráning Við innskráningarborð Delta. Fljúga allt að 6 sinn- um í viku til Íslands Fimm umsóknir bárust um dóm- araembætti við Hæstarétt. Umsækjendur eru: Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor við lagadeild Há- skóla Íslands, Arnfríður Einarsdóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, Ása Ólafsdóttir, lektor við lagadeild Há- skóla Íslands, Ingveldur Einars- dóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, og Þorgeir Ingi Njáls- son, dómstjóri Héraðsdóms Reykja- ness. Umsóknirnar hafa verið sendar dómnefnd sem metur hæfni um- sækjenda. Fimm sækja um dómaraembætti Fyrsti fundur í fundaröð um fyrir- hugaðar breytingar á stjórnarskrá Íslands verður haldinn á föstudag í Hátíðarsal Háskóla Íslands klukkan 12-14. Fundaröðin er skipulögð af Lagadeild, Stjórnmálafræðideild og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands í samvinnu við Háskólann í Reykja- vík, Háskólann á Bifröst og Háskól- ann á Akureyri. Fundaröð um stjórnarskrána STUTT Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Nemendur, bæði í 4. og 7. bekk, bæta sig í stærðfræði milli ára, samkvæmt niðurstöðu samræmdra könnunarprófa, 4. og 7. bekkja í ís- lensku og stærðfræði. Nemendur í nágrenni Reykjavíkur, komu best út í stærðfræði og íslensku í sjö- unda bekk. Meðaleinkunn nemenda í ís- lensku í fjórða bekk var 6,1 sem er aðeins lakari en í fyrra. Nemendur í nágrenni Reykjavíkur fengu að meðaltali 6,3 og Norðvesturkjör- dæmi 5,7. Þá fengu fimm einstak- lingar 10 í einkunn. Í sjöunda bekk var meðalein- kunnin í íslensku 6,6 sem er hærri en í fyrra. Nemendur í nágrenni Reykjavíkur fengu að meðaltali 6,7 og í Suðurkjördæmi 6,2. Fjórtán tí- ur voru gefnar í íslensku. Í stærðfræði fjórða bekkjar var meðaleinkunnin 6,9 sem er talsverð hækkun frá því í fyrra. Nemendur í nágrenni Reykjavíkur og í Suður- kjördæmi fengu 7 og í Norðvest- urkjördæmi 6,5. Stærðfræðiprófið í ár kemur bet- ur út en í fyrra, meðaleinkunnin var 6,9. Nemendur í nágrenni Reykjavíkur hlutu 7,2. Gefa góða mynd af stöðunni „Prófin eru mjög góð til að gefa mynd af stöðu einstaklinga. Við horfum fyrst og fremst á að ein- staklingsniðurstöðurnar séu stöðug- ar. Þetta eru góðar viðbótarupplýs- ingar við það námsmat sem fer fram í skólunum,“ segir Sigurgrím- ur Skúlason, sviðsstjóri hjá Náms- matsstofnun. Skiptingin milli svæða er líkt og tíðkast í kjördæmaskiptingu nema Reykjavík er eitt kjördæmi. Ná- grenni Reykjavík nær frá Hafn- arfirði og norður í Mosfellsbæ. Stærðfræðin sækir í sig veðrið  Nemendur í nágrenni Reykjavíkur standa sig vel Samræmd könnunarpróf í 4. bekk Re yk ja vík Ná gr . R ey kj av ík ur No rð ve st ur kj ör d. No rð au st ur kj ör d. Su ðu rk jö rd æ m i La nd ið al lt Re yk ja vík Ná gr . R ey kj av ík ur No rð ve st ur kj ör d. No rð au st ur kj ör d. Su ðu rk jö rd æ m i La nd ið al lt 10 9 8 7 6 5 4 3 2 1 0 10 9 8 7 6 5 4 3 2 1 0 6,2 6,3 5,7 6,1 6,0 6,1 6,4 6,3 6,2 6,4 6,1 6,3 6,9 7,0 6,5 6,8 7,0 6,9 6,5 6,6 6,6 6,5 6,6 6,5 Íslenska 2011 Íslenska 2012 Stærðfræði 2011 Stærðfræði 2012 Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Það liggja mikil tækifæri í matvæla- iðnaðinum á Íslandi, segir Sigrún Elsa Smáradóttir, fagstjóri hjá Mat- ís, en hún hélt erindi um grósku í smáframleiðslu matvæla á ráðstefnu um matvælaframleiðslu á Íslandi á Hótel Sögu í gær, sem haldin var af Bændasamtökum Íslands, Íslands- stofu, Matís, Samtökum ferðaþjón- ustunnar, Samtökum fiskvinnslu- stöðva, Samtökum iðnaðarins og Þróunarvettvangs á sviði matvæla. „Það eru alls staðar tækifæri,“ segir Sigrún, „til að bæta vöru, búa til nýja vöru eða verðmætari vöru,“ segir hún en tækifærin felist t.d. í aukaafurðum, nýjum hráefnum og breyttum vinnsluaðferðum. Sigrún segir að með smáfram- leiðslu eigi hún við framleiðslu sem sé lítil í sniðum. Hún sé oft uppruna- tengd og nefnir Sigrún sem dæmi bændur sem vinni úr eigin afurðum og auki þannig verðmæti þeirra. „Svo eru líka framleiðendur sem eru að taka til sín aukaafurðir frá öðrum og vinna þær og búa til afurð- ir úr þeim,“ segir Sigrún. „Í dag eru t.d. tæpir 8 milljarðar sem skapast í gjaldeyristekjur vegna ýmissa af- urða úr þorskhausum,“ segir hún en hausunum hafi meira og minna verið hent ekki alls fyrir löngu. Sigrún segir Matís hafa komið að fjöldamörgum verkefnum í nýsköp- un í matvælaiðnaði og hafi frá 2008 m.a. rekið svokallaðar matarsmiðjur, þar sem einstaklingar og lítil fyrir- tæki hafi átt kost á því að þróa vörur sínar í vottaðri aðstöðu. Fæðubótarefni úr þangi Eitt af verkefnunum sem vistað er hjá Matís er Vöruþróunarsetur sjáv- artúvegsins. „Í gegnum það verkefni erum við að vinna með einstakling- um og fyrirtækjum, og í sumum til- fellum þessum matarsmiðjum, en á þessu ári eru þetta alls 40 verkefni. Dæmi um þau eru t.d. umbúðir til að flytja lifandi humar út, ný aðferð við að reykja fisk, byggþarapasta, fæðu- bótarefni úr þangi og majónes sem inniheldur omega 3,“ segir Sigrún. Hún segir að vitundarvakning hafi orðið hér á landi um að nýta það sem vex í garðinum heima en á sama tíma hafi vaxandi fólksfjöldi í heiminum gert það að verkum að nýta þurfi líf- massa til matvælaframleiðslu til hins ýtrasta. Þá kalli loftslagsbreytingar á að land sé ræktað þar sem það er hægt. „Það eru t.d. gríðarlegir ræktun- armöguleikar fyrir hendi á Íslandi og þeir fara bara vaxandi. M.a. vegna möguleika sem tengjast líf- tækni og eins með hlýnandi lofts- lagi,“ segir Sigrún en fiskeldi sé önn- ur búgrein sem Íslendingar ættu að líta til í auknum mæli. Gríðarlegir möguleikar í matvælaiðnaði  Reka matarsmiðjur fyrir frumkvöðla Morgunblaðið/Golli Matur Sigrún segir að rækta þurfi land hvar sem það er hægt. „Sjöundabekkjar prófið í stærð- fræði er þannig staðsett gagn- vart námskrá að það er erfitt að leggja fram krefjandi efni, án þess að vera ósanngjarn. Stærðfræðiprófið er yfirleitt létt fyrir góða nemendur. Það eru ákveðin vatnaskil í stærð- fræði við áttunda og níunda bekk,“ segir Sigurgrímur Skúla- son. 59 einstaklingar fengu tíu í einkunn í stærðfræði í ár, á móti fimm einstaklingum sem hlutu tíu í einkunn í fyrra. Létt fyrir góða krakka STÆRÐFRÆÐI Í 7. BEKK

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.