Morgunblaðið - 07.11.2012, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2012
Allt fyrir gluggana
á einum stað
Mikið úrval af veggfóðri
Z-Brautir og gluggatjöld
Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - z.is
Úrval - gæði - þjónusta
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Líklegt er að einhver uppsjávarskip-
anna reyni fyrir sér á loðnuveiðum
síðar í þessum mánuði, jafnvel þegar í
næstu viku, þegar síldarvertíð þeirra
í Breiðafirði lýkur.
Gefinn hefur verið út 300 þúsund
tonna upphafskvóti á vetrarvertíðinni
og koma um 210 þúsund tonn í hlut ís-
lenskra skipa. Vonir standa til að
meira finnist af loðnu í leiðangri upp
úr áramótum, en á síðustu vertíð var
heimilt að veiða 765 þúsund tonn og
þá eins og núna var óvissa fram eftir
vetri um hver endanlegur kvóti yrði.
Samkvæmt aflareglu í loðnu er ávallt
miðað við að 400 þúsund tonn komi til
hrygningar.
Greint er frá fyrirkomulagi loðnu-
rannsókna í síðustu „ástandsskýrslu“
Hafrannsóknastofnunar: „Frá því um
1980 hefur verið farið árlega í berg-
málsleiðangra til þess að kanna út-
breiðslu og magn loðnu. Leiðangrar
sem beinast að ungloðnu hafa verið
farnir á tímabilinu október til desem-
ber. Niðurstöður úr þeim leiðöngrum
hafa verið notaðar til þess að reikna
upphafsaflamark næstu vertíðar.
Leiðangrar sem beinast að fullorð-
inni loðnu, þ.e. veiðistofninum, eru yf-
irleitt farnir að vetri á tímabilinu jan-
úar til febrúar. Tilgangur þeirra er að
mæla stærð veiðistofnsins og ákvarða
endanlegt aflamark fyrir yfirstand-
andi vertíð.“
Lítið fannst af ungloðnu
Þar er jafnframt vitnað til þeirrar
kenningar að síðan í byrjun fyrsta
áratugar þessarar aldar hafi út-
breiðslusvæði ungloðnu verið vestar
en það var fyrir þann tíma. Í rann-
sóknum í byrjun síðasta mánaðar
fannst lítið af ungloðnu og er óvissa
um hvort og þá hve mikið verður
heimilað að veiða á vertíðinni sem
ætti að hefjast eftir eitt ár.
Í Morgunblaðinu á mánudag var
eftirfarandi haft eftir Þorsteini Sig-
urðssyni fiskifræðingi og sviðsstjóra
á Hafrannsóknastofnun: „Afleiðing
hlýnunar er að kaldsjávarfiskur leitar
norðar og vestar. Sjórinn á þessum
slóðum hefur hlýnað um meira en 2
gráður síðan 1996 og það hefur haft
þær afleiðingar að sumar fiskteg-
undir hafa fært sig norðar. Loðnan
hefur hrakist frá kantinum norðan
við Ísland og er meira í kantinum við
Austur-Grænland. Við höfum búið við
það síðustu tíu árin að loðnan sé nær
Austur-Grænlandi og því átt í erf-
iðleikum með að mæla hana á haust-
in. Þess vegna fórum við nú í ung-
loðnumælingar í október en ekki í
nóvember eða í desember eins og við
gerðum.“
Huga að loðnu að
lokinni síldarvertíð
Loðnuafli
Júní-sept.
Október-des.
Janúar-mars
Þú
s.
to
nn
1.500
1.250
1.000
750
500
250
0
2000/2001 2011/2012
Eins árs
Tveggja ára
Smáloðna
M
ill
ja
rð
ar
fis
ka
150
100
50
0
2000 2012
Afli Skipting á sumar, haust og vet-
ur, vertíðar 2000/01 til 2011/12.
Fjöldi Mældur fjöldi ókynþroska
eins og tveggja ára loðnu að hausti.
Breytt hegðun Kaldsjávarfiskur leitar norðar og vestar
Einhverjir stóru síldarbát-
anna hafa fengið afla á
Breiðafirði eftir að óveðr-
inu slotaði. Svo virðist
sem síldin hafi fengist á
stærra svæði en áður og
magnið hafi aukist. Enn
sem komið er virðist ís-
lenska sumargotssíldin
þó ekki vera komin í
venjulegt vetrarástand.
Heimilt er að veiða 64
þúsund tonn á vertíðinni.
Betur veiðist eftir bræluna
HEIMILT AÐ VEIÐA 64 ÞÚSUND TONN AF SUMARGOTSSÍLD
Á síld Ásgrímur Halldórsson SF 250 á miðunum.
FRÉTTASKÝRING
Egill Ólafsson
egol@mbl.is
Fresta hefði átt byggingu öryggis-
íbúða hjúkrunarheimilisins Eirar í
kjölfar bankahrunsins að sögn Sig-
urðar Rúnars Sigurjónssonar, fram-
kvæmdastjóra heimilisins. Hann lét
stöðva allar greiðslur þegar honum
varð ljóst að viðskiptamódelið á bak
við öryggisíbúðirnar gekk ekki upp.
Eir skuldar samtals átta milljarða
króna eins og sagt hefur verið frá í
fréttum undanfarna daga. Óljóst er
hvernig heimilið á að geta staðið við
skuldbindingar sínar gangvart þeim
sem hafa keypt búseturétt í öryggis-
íbúðunum. Skuldbindingar þess
vegna búseturéttarins nema tveimur
milljörðum króna.
Héldu áfram að byggja
Fjárhagsvandræði Eirar má rekja
til slæmra ákvarðana í kjölfar
bankahrunsins. Þegar það reið yfir
árið 2008 höfðu stjórnendur heim-
ilisins tekið ákvörðun um að hefja
byggingu á 111 nýjum öryggis-
íbúðum við Fróðengi í Grafarvogi.
Öryggisíbúðirnar eru reknar af
Húsrekstrarsjóði Eirar sem er á
sömu kennitölu og hjúkrunarheim-
ilið.
Búið var að leggja grunn að þeim
og ráðast í undirbúningskostnað. Á
meðan aðrir sem stóðu í bygginga-
framkvæmdum stöðvuðu þær og sáu
til eftir hrunið, ákváðu stjórnendur
Eirar að halda byggingunni áfram.
Til að fjármagna framkvæmdir
voru peningar íbúðarétthafa notaðir
og hjúkrunarheimilið var veðsett
fyrir nýju láni. Eir taldi sig á þessum
tíma hafa fyrirheit um að Reykjavík-
urborg myndi samhliða hefja bygg-
ingu á þjónustumiðstöð, en borgin
ákvað hins vegar að fresta fram-
kvæmdum og byggingunni mun ekki
ljúka fyrr en 2014.
Rekið á sömu kennitölu
Eftirspurnin eftir öryggisíbúð-
unum reyndist svo mun minni en
gert hafði verið ráð fyrir. Nú eru til
dæmis þrjátíu íbúðir enn tómar.
Við bættist að skuldir heimilisins
jukust eins og annarra við hrunið en
íbúðarétturinn hækkaði hins vegar
þar sem hann er verðtryggður. Eir
er skuldbundið til þess að greiða íbú-
um í öryggisíbúðunum þegar þeir
kjósa að fara úr þeim og nema þær
skuldbindingar tveimur milljörðum
króna eins og áður segir. Þar sem
Húsrekstrarsjóðurinn og hjúkr-
unarheimilið er rekið á sömu kenni-
tölunni ógna vandræðin með örygg-
isíbúðirnar allri starfseminni.
Sigurður framkvæmdastjóri segir
að þegar ákveðið hafi verið að hætta
að greiða alla reikninga í september
hafi öll lán verið í skilum og lánalín-
ur tryggar til að halda rekstrinum
áfram. Það hafi hins vegar ekki verið
réttlætanlegt að taka við fé frá öðr-
um án þess að tryggt væri að félagið
gæti staðið við skuldbindingar sínar.
Sigurður segir að það verði miklu
dýrari kostur fyrir samfélagið að
setja Eir í þrot en að leysa vandann
með samkomulagi kröfuhafa. Hann
segist telja að allir hagsmunaaðilar
sjái að menn verði að leysa þetta. Ef
kemur til gjaldþrots verða kröfur
íbúa sem eiga íbúðarétt í öryggis-
íbúðunum flokkaðar sem almennar
kröfur og fullyrða má að lítið fáist
upp í þær.
„Við erum í viðræðum við kröfu-
hafa. Áður en lengra er haldið þarf
að finna lausn á þessu þannig að það
sé hægt að réttlæta að menn séu yf-
irleitt í þessari starfsemi. Það liggur
í augum uppi að menn geta ekki
haldið þessu áfram með óbreyttum
hætti,“ segir hann.
Ekki réttlætanlegt að taka við fé
Stjórnendur Eirar tóku slæmar ákvarðanir í kjölfar bankahrunsins Hefðu átt að gera hlé á
framkvæmdum við nýjar öryggisíbúðir Óvíst hvort félagið getur staðið við skuldbindingar sínar
Morgunblaðið/Ómar
Mannlausar Öryggisíbúðir Eirar við Fróðengi í Grafarvogi. Þar eru þrjátíu
íbúðir enn tómar en eftirspurn hefur reynst minni en búist var við.
Sveinn Arason, ríkisendurskoð-
andi, hefur hafnað beiðni
stjórnenda hjúkrunarheimilisins
Eirar um að stofnunin geri út-
tekt á starfsemi þess.
Sr. Sigurður Helgi Guð-
mundsson var framkvæmda-
stjóri Eirar fram í byrjun árs
2011. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
tók tímabundið við stöðunni til
áramóta. Vilhjálmur er formað-
ur stjórnar Eirar, en meðan
hann gegndi stöðu fram-
kvæmdastjóra var Magnús L.
Sveinsson stjórnarformaður, en
hann er varaformaður. Aðrir í
stjórn eru Hafsteinn Pálsson,
Stefán Benediktsson, Helga Ey-
steinsdóttir, Fanney Proppé Ei-
ríksdóttir og Þórunn Svein-
björnsdóttir.
Sigurður Rúnar Guðjónsson
tók við sem framkvæmdastjóri
um síðustu áramót og í ágúst
tók hann við Húsrekstrar-
sjóðnum af Vilhjálmi.
Gerir ekki
úttekt á Eir
RÍKISENDURSKOÐUN