Morgunblaðið - 07.11.2012, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2012
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Áverkar í munni fundust í um 45%
þeirra hrossa sem komu til keppni
á Landsmóti hestamanna í sumar
og hjá meira en helmingi þeirra
hrossa sem komust í úrslit. Er
þetta töluvert hærra hlutfall en
verið hefur á undanförnum mótum.
Tíðni alvarlegra áverka jókst þegar
komið var í úrslit, var 16% í stað
9% fyrir forkeppni.
Dýralæknar heilbrigðisskoða
keppnishrossin á landsmóti og Ís-
landsmóti og kynbótahross á lands-
móti. Sigríður Björnsdóttir, dýra-
læknir hrossasjúkdóma, hefur tekið
saman skýrslu um málið og birt á
heimasíðu Matvælastofnunar.
Þar kemur fram að áverkar sem
greindust í forkeppni reyndust oft-
ast tiltölulega vægir og mest var
um þá í munnvikum innanverðum
og í slímhúð innan á kinnum, á
móts við fremstu jaxla. Alvarlegri
áverka var hlutfallslega oftar að
finna yfir kjálkabeini á tannlausa
bilinu og jókst tíðni þeirra jafnt og
þétt eftir því sem leið á mótið. Þeg-
ar kom að úrslitum voru áverkar á
kjálkabeini orðnir yfirgnæfandi.
Bæði höfðu hestar sem voru með
áverka fyrir forkeppni komist
áfram og í sumum tilvikum með
verri áverka en einnig voru komnir
áverkar á hestum sem mættu heilir
til leiks.
Verst var ástandið í úrslitum í
tölti. Þar voru 70% keppnishross-
anna með áverka í munni, þar af
30% með alvarlega. Ekki voru
þannig meiðsli hjá hrossum sem
kepptu í skeiði.
Minna um fótameiðsli
Áverkar í munni kynbótahrossa
sem sýnd voru á landsmóti reynd-
ust litlu færri hlutfallslega en
keppnishrossa. 42% hrossanna voru
með slík meiðsli, þar af um 10%
með alvarlega áverka. Sigríður vek-
ur athygli á því að minna var um
áverka í munni hjá fjögurra vetra
hrossum en þeim eldri. Enn meira
var um alvarlega áverka í munni
keppnishrossa á Íslandsmóti í
hestaíþróttum. Þeir fundust í 34%
hrossa fyrir forkeppni og 56%
hrossa fyrir úrslit. Meira en þriðj-
ungur þeirra hrossa sem kepptu til
úrslita var með alvarlega áverka í
munni.
Lítið var um meiðsli á fótum
keppnishesta á þessum mótum.
Þannig var nánast ekkert um ágrip
á olnboga sem töluvert bar á lands-
móti 2010. Ágrip er það kallað þeg-
ar fætur hrossa rekast saman.
Við heilbrigðisskoðunina greind-
ist þó helti hjá fjórum keppn-
ishrossum sem þar með féllu úr
leik. Þar af heltist einn hestur
vegna ágrips sem hann hlaut í
keppni. Einu kynbótahrossi var vís-
að frá sýningu vegna helti og tvö
komu til skoðunar með alvarleg
ágrip eftir sýningu. Þau voru einn-
ig úr leik og dómar þeirra féllu úr
gildi.
Tunguboginn hefur áhrif
Í skýrslunni kemur fram að
áverkar í munni eru helsta ógnin
við velferð hrossa sem koma til
keppni eða kynbótasýninga. Engin
vísbending er um þróun til betri
vegar þrátt fyrir mikla umræðu um
vandann á síðastliðnu ári.
Áverkar í munni keppnishesta
eru ekki taldir vandamál einstakra
knapa. Fremur megi segja að það
séu aðeins einstaka knapar sem nái
því að komast langt í keppni án
þess að það skilji eftir særindi í
munni hestsins. Þeir eigi það sam-
merkt að nota mél með tunguboga
afar sparlega enda kemur fram í
skýrslunni að alvarlegustu áverk-
arnir eru nátengdir notkun
stangarméla með tunguboga.
Sigríður Björnsdóttir telur í
skýrslu sinni að vandinn sé það al-
mennur að leita þurfi lausna á
breiðum grundvelli og endurskoða
keppnisgreinar og keppnisreglur.
Ráðast verði að rótum vandans út
frá þeirri þekkingu sem liggur fyrir
og marka langtímastefnu til úrbóta.
Meðal leiða til úrbóta sem bent
er á er að banna notkun stangar-
méla með tunguboga og auka
fræðslu um virkni munnsins og
hentugan beislisbúnað. Þróa hest-
vænni keppnisgreinar og þróa
keppnisreglur og dómgæslu.
Sigríður Björnsdóttir kynnir
lokaniðurstöður heilbrigðisskoðunar
í keppnum ársins á opnum fundi
sem dómaranefnd Landssamband
hestamannafélaga efnir til annað
kvöld, föstudaginn 9. nóvember.
Einnig verður farið yfir störf dóm-
ara í ár. Fundurinn verður í hús-
næði ÍSÍ og hefst klukkan 16.
Helmingur með áverka í munni
Meira um meiðsli undan beislismélum á landsmóti í sumar en undanfarin ár 16% keppnishrossa í
úrslitum með alvarlega áverka Dýralæknir leggur til að hestvænni keppnisgreinar verði þróaðar
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Heilbrigðisskoðun Dýralæknar skoðuðu samtals 763 hross á landsmóti og Íslandsmóti. Sum voru skoðuð oftar og var heildarfjöldi skoðana um 950.
Sjö af þeim tíu hestum sem
keppt var á til úrslita í tölti á
Landsmóti hestamanna í sumar
voru með áverka í munni, eða
70%. Þrír voru taldir með alvar-
lega áverka eða 30%.
Átta af 15 hrossum í úrslitum
A-flokks gæðinga voru með
áverka, eða 53%. Þar af voru
þrjú með alvarlega munnáverka,
eða 20%. Ástandið var betra í
B-flokki þar sem sex af fimmtán
sem kepptu til úrslita reyndust
meiddir, þar af einn með alvar-
lega áverka.
Mestu áverk-
arnir í tölti
LANDSMÓTIÐ Í SUMAR
„Á þessu ári fóru að berast upplýs-
ingar frá sláturhúsum inn á World-
Feng, um að hesturinn sem færður
var til slátrunar væri fallinn. Þar er
m.a. hægt að sjá upplýsingar um
fallþunga hans,“ segir Guðlaugur
Antonsson, hrossaræktarráðunaut-
ur hjá Bændasamtökum Íslands.
Ekki er tekið við hrossum til
slátrunar nema þau séu örmerkt.
Örmerki er lítill kubbur sem komið
er fyrir í hnakka gripsins.
Þegar komið er með hrossið til
slátrunar er lesið af örmerkinu, með
þar til gerðum lesara, og upplýs-
ingar um hrossið eru færðar inn í
WorldFeng.
Það er alþjóðlegur gagnagrunnur
um íslenska hestinn og er sam-
starfsverkefni Bændasamtaka Ís-
lands og FEIF, alþjóðlegra sam-
taka eigenda íslenska hestsins.
Örmerking hrossa
„Folöld sem færð eru í sláturhús
fylgja örmerki móður og eru því
ekki örmerkt sérstaklega. Í svoköll-
uðum sláturstóðum er helst verið að
slátra þessum gripum. En ekki
þeim sem eldri eru,“ segir Anton.
Reglugerð um einstaklingsmerk-
ingar búfjár tók gildi árið 2005. Þar
stendur að skylt sé að skrá og ein-
staklingsmerkja öll hross eldri en 10
mánaða. Í byrjun voru hross fædd
fyrir árið 2003 undanþegin merking-
arskyldu en síðar var sú undanþága
felld úr gildi. Hross sem fædd eru
árið 2008 og síðar skulu vera ör-
merkt en frostmerki eru viðurkennd
í eldri hrossum, að því gefnu að þau
séu læsileg, þetta kemur fram á vef
Matvælastofnunar. Sú stofnun fer
jafnframt með eftirlit með merkingu
hrossa. thorunn@mbl.is
Öll hross skulu fara
örmerkt í sláturhús
Morgunblaðið/Eggert
Örmerking Merking hrossa á m.a.
að tryggja rekjanleika afurða.
Sláturhúsin
senda upplýsingar
inn á WorldFeng