Morgunblaðið - 07.11.2012, Side 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2012
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Frumkvöðlarnir Sesselja Vilhjálms-
dóttir og Valgerður Halldórsdóttir
standa að baki Kinwins, nýjum
snjallsímaleik fyrir iPhone sem hægt
er að sækja frítt í App Store. Mark-
mið leiksins er að hvetja fólk til að
rækta sjálft sig og stuðla að heil-
brigðu líferni – með vinum og vanda-
mönnum.
„Í Kinwin er því sem fólk tekur sér
fyrir hendur í lífinu breytt í skemmti-
legan leik; allt frá því að elda til þess
að hitta vini og lestur bóka. Fólk fær
til dæmis fleiri stig ef það eldar með
öðrum því það er félagslegt athæfi,“
segir Sesselja í samtali við Morgun-
blaðið. Leikurinn er sá fyrsti sinnar
tegundar í heiminum, að hennar sögn
en hún nefnir að hann minni um
margt á tölvuleikina Sims, sem ganga
út á að stýra fólki í hversdagsleik-
anum.
Unnið sjálfstætt frá 2009
Þær eru 27 ára gamlar og hafa
unnið sjálfstætt frá árinu 2009. Þær
gáfu út borðspilið Heilaspuna og
gerðu alþjóðlega heimildamynd um
frumkvöðla í nýsköpun, The Start Up
Kids. Tóku til dæmis viðtöl við frum-
kvöðla í San Francisco og Berlín.
Myndin verður brátt sýnd erlendis en
var nýlega frumsýnd á Íslandi á
RIFF-hátíðinni. Entrepreneurship
week verður haldin víða um heim í
mánuðinum og verður myndin sýnd
að því tilefni, þar á meðal í Víetnam,
Mexíkó, London, San Fransico og
Berlín. Auk þess sem samið hefur
verið við bandarískt fyrirtæki um að
dreifa henni á netinu og í sjónvarpi.
Til að byrja með verður Kinwins
aðeins í boði fyrir Íslendinga í App
Store. Innan skamms fer leikurinn í
sölu úti í hinum stóra heimi og verður
markaðssettur á erlendri grundu. Í
sumar bjuggu þær í San Francisco,
þar sem fjölmargir frumkvöðlar í ný-
sköpun hafa komið sér fyrir. Þar
kynntu þær leikinn til að undirbúa
jarðveginn fyrir Kinwins. Þær nýttu
einnig tækifærið og kynntu fyrirtæk-
ið fyrir fjárfestum.
– Hvert er tekjumódel KinWins?
„Þetta er fyrsta útgáfan. Nú mun-
um við fylgjast með því hvernig fólk
notar leikinn og bæta í samræmi við
þær upplýsingar. Síðar munum við
opna fyrir tekjuleiðir í leiknum. Þá
getur fólk keypt hitt og þetta t.d.
verðlaun þegar att er kappi við vini
sína. Þegar fram líða stundir geta
notendur keypt nokkurs konar árs-
skýrslu um sjálft sig. Leikurinn verð-
ur hins vegar alltaf frír, en það verður
hægt að kaupa ýmislegt í leiknum til
að bæta upplifunina,“ segir Sesselja.
– Hvað var það erfiðasta við að búa
til þennan leik?
„Það var erfitt að fjármagna verk-
efnið, meðal annars vegna þess að við
höfðum ekki komið að svona tölvu-
leikjaframleiðslu áður og við
ákváðum að hafa enga fjárfesta með
okkur í byrjun. En fyrsta útgáfa af
Kinwins er fjármögnuð af Tækniþró-
unarsjóði þar sem við fengum verk-
efnastyrk til þriggja ára. Styrkurinn
er samt ekki það hár að við getum
ráðið marga forritara til okkar því
þeir eru dýr vinnukraftur. Við vorum
samt afar heppnar að fá þennan styrk
enda lögðum við mikla vinnu í að búa
til góða viðskiptaáætlun. Það tók líka
nokkurn tíma að koma saman góðu
teymi til að takast á við verkefnið, því
það eru fáir iPhone- og Android-for-
ritarar á Íslandi.“
Fjórir starfsmenn vinna fyrir
Kinwins. Það leið eitt ár frá því að
hugmyndin kviknaði þar til hægt var
að nálgast leikinn í App Store. Ef við-
tökurnar verða góðar verður útbúin
Android-útgáfa. Sesselja og Valgerð-
ur eru ekki forritarar, heldur sjá um
viðskiptahliðina.
Alþjóðlegur metnaður
– Gaman að sjá þennan alþjóðlega
metnað hjá ykkur.
„Já, það þýðir ekkert annað ef
maður er að vinna á netinu og far-
símamarkaðnum. Þar sem það verður
æ ódýrara að búa til svona leiki skipt-
ir sköpum að sinna markaðsmálunum
vel og koma upp góðum dreifileið-
um.“
– Hvernig markaðssetjið þið leik-
inn?
„Við höfum tvinnað markaðssetn-
inguna á Kinwins mikið við heimilda-
myndina okkar. Það hefur gengið vel
að fá umfjöllun um hana því hún er sú
fyrsta sinnar tegundar. Þegar við
ferðuðumst og tókum viðtöl fyrir
hana lögðum við áherslu á að kynnast
helstu tæknibloggurum. Auk þess
byggist leikurinn mjög á samfélags-
miðlum eins og Facebook, þar sem
hægt er að deila árangrinum og
fleira. Markaðssetning margra far-
símaforrita sem gengið hafa vel hefur
byggst mjög á samfélagsmiðlum þar
sem þeir breiðast út eins og eldur í
sinu.“
Mannbætandi símaleikur
frá útgefendum Heilaspuna
Kinwins er íslenskur leikur sem hvetur fólk til að rækta sjálft sig og aðra
Morgunblaðið/Ómar
Frumkvöðlar Valgerður Halldórsdóttir og Sesselja Vilhjálmsdóttir bjuggu í
San Francisco í sumar til að undirbúa jarðveginn fyrir Kinwins.
Kinwins
» Nýr tölvuleikur fyrir iPhone
sem stuðlar að heilbrigðu líf-
erni.
» Ef vel gengur verður hann
einnig fáanlegur á Android.
» Framleiðendur leiksins
bjuggu til alþjóðlega heimilda-
mynd um frumkvöðla, The
Start Up Kids.
● Eignir lífeyr-
issjóðanna jukust
um 30,1 milljarð í
september og er
það mesta aukning
í einum mánuði
síðan í mars. Á
þessu ári hafa
eignir sjóðanna
aukist að meðaltali
um 22 milljarða á mánuði og því er
aukningin í mánuðinum mun meiri en
verið hefur. Hrein eign sjóðanna í lok
mánaðarins nam 2.294 milljörðum og
hækkunin var því um 1%, segir í Morg-
unkorni greiningardeildar Íslandsbanka.
Aukningin er tilkomin vegna mikillar
aukningar erlendra eigna sjóðanna en
þær jukust um 4% í september en inn-
lendar eignir drógust saman um 0,1%.
Eignir jukust mikið
● Í Finnlandi er nú til skoðunar að setja
hámarksvexti á smálán, en þar hafa
meðalvextir náð allt að 920% á þess-
um lánum. Einnig á að setja starfsem-
inni nokkrar skorður, meðal annars með
því að banna útlán á nóttunni og auka
kröfur um lánamat og könnun á
greiðsluhæfi lántakenda.
Hugmyndir stjórnvalda eru að setja
50% hámarksvexti á smálán og banna
að lán séu veitt eftir kl. 11 á kvöldin. Da-
gens Industri greindi frá þessu í gær.
Hámarksvextir á smálán
Stuttar fréttir…
!"# $% " &'( )* '$*
+,-./+
,/,.01
+,-.-1
,+.--1
,,.+20
+3.022
+14.5-
+.53+0
+04.+1
+2,.44
+,-.1+
,/1.4,
+,3.+
,+.31-
,,.,14
+0./,,
+14.05
+.5325
+04.-+
+2,.30
,,5.5+/-
+,-.2+
,/1.0+
+,3.4-
,+.0/+
,,.,00
+0./-3
+15.11
+.50++
+05.,0
+21.14
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Dalvegi 4 - 201 Kópavogur
Hamraborg 14 - 200 Kópavogur
Sími: 564 4700
Opnunartími Dalvegi:
Mánudaga til föstudaga frá 6:00 til 18:00
laugardaga frá 6:00 til 17:00
sunnudaga frá 7:00 til 17:00
VINSÆLASTA RJÓMATERTAN Í 45 ÁR
fæst hjá Reyni bakara
DV ehf., útgáfufélag DV, tapaði 83
milljónum króna í fyrra, samkvæmt
óendurskoðuðum ársreikningi fé-
lagsins. Árið áður var tapið 53 millj-
ónir kr. og var tap síðustu tveggja
ára því samtals 136 milljónir kr.
Eigið fé var 10 milljónir kr. um
síðustu áramót og var nánast óbreytt
á milli ára. Eignir námu 142 millj-
ónum kr. Fastafjármunir tvöfölduð-
ust næstum því á milli ára sam-
kvæmt ársreikningnum og námu 79
milljónum í árslok í fyrra. Óefnisleg-
ar eignir voru endurmetnar til
hækkunar. Virði þeirra var metið á
40 milljónir kr. í árslok 2010 en 70
milljónir kr. í árslok í fyrra.
Skuldir upp á 131 milljón
Skammtímakröfur jukust um 12
milljónir kr. á milli ára og námu 63
milljónum um síðustu áramót. Þar af
var hlutafjárloforð upp á 6 milljónir
kr. Skuldir jukust um 50 milljónir kr.
og námu 131 milljón í árslok 2011.
Handbært fé frá rekstri var nei-
kvætt um 53 milljónir kr. en var nei-
kvætt um 7 milljónir kr. árið 2010. Í
árslok 2011 nam handbært fé 5.000
kr.
Í fyrra nam innborgað hlutafé 37
milljónum króna og 64 milljónum
króna árið áður, samtals 101 milljón
króna. Samkvæmt tilkynningu til
fyrirtækjaskrár Ríkisskattstjóra í
lok maí í ár var þá greitt inn hlutafé
að fjárhæð 26 milljónir króna. Í októ-
ber sl. greindi Morgunblaðið frá því
að DV ehf. hefði verið veitt 15 millj-
óna króna skammtímalán með það
fyrir augum að því yrði breytt í
hlutafé. Í sömu frétt var sagt frá því
að stjórn félagsins áformaði að auka
hlutafé um allt að 65 milljónir króna.
Þar kom einnig fram að þessar 15
milljónir væru hluti af skattaupp-
gjöri félagsins, en áður hafði verið
greint frá því að um mitt ár skuldaði
það samtals 76 milljónir króna í stað-
greiðslu skatta og tryggingagjald.
Starfsmönnum DV fækkaði úr 43 í
39 á milli áranna 2010 og 2011 en
launakostnaður jókst úr 168 milljón-
um kr. í 241 milljón kr., eða um 43%.
DV tapaði 83
milljónum í fyrra
Óefnislegar eignir aukast verulega
Morgunblaðið/Sverrir