Morgunblaðið - 07.11.2012, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2012
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Herskarar lögmanna á vegum
demókrata og repúblikana hafa bú-
ið sig undir hugsanleg málaferli
vegna sögulegra forsetakosninga
sem fram fóru í Bandaríkjunum í
gær.
David Beattie, sem vinnur úr
niðurstöðum skoðanakannana fyrir
demókrata, spáði málaferlum í
Flórída og Ohio hver sem niður-
staða kosninganna yrði. „Ég yrði
sem þrumu lostinn ef ekki kæmi til
málaferla,“ hefur Los Angeles Tim-
es eftir Beattie. „Demókratar líta
svo á þau geti haft fordæmisgildi
fyrir framkvæmd kosninga í fram-
tíðinni. Og repúblikanar fara í mál
ef Obama nær kjöri vegna þess að
þeir hafa engu að tapa.“
Flokkarnir deila meðal annars
um þá ákvörðun ríkisþingsins í
Flórída, þar sem repúblikanar eru í
meirihluta, að stytta þann tíma sem
fólk gat notað til að greiða atkvæði
utan kjörfundar, m.a. með því að
heimila ekki atkvæðagreiðslur á
sunnudögum. Demókratar segja að
markmiðið með þessu hafi verið að
draga úr kjörsókn hópa sem eru lík-
legir til að kjósa Obama, til að
mynda blökkumanna. Ákvörðunin
varð til þess að kjósendur þurftu að
bíða tímunum saman í löngum röð-
um sem mynduðust á kjörstöðum,
einkum á þéttbýlustu stöðunum í
Suður-Flórída þar sem fylgi demó-
krata er yfirleitt mikið.
Að sögn The New York Times
gætu lagaþrætur demókrata og
repúblikana leitt til málaferla í allt
að sex ríkjum þar sem lítill munur
er á fylgi frambjóðendanna.
Söguleg niðurstaða
Viðbúið er að það dragist að
niðurstaða kosninganna verði til-
kynnt endanlega í nokkrum ríkjum
þar sem mjótt er á munum. Í nokkr-
um ríkjum sem gætu ráðið úrslit-
um, m.a. Flórída, Ohio og Pennsylv-
aníu, ber yfirvöldum skylda til að
láta endurtelja atkvæðin ef munur-
inn er 0,5 prósentustig eða minni.
Í nokkrum ríkjum verða utan-
kjörfundaratkvæði talin síðar í
mánuðinum. Hugsanlegt er til að
mynda að lokaniðurstaðan í Ohio
verði ekki tilkynnt fyrr en eftir
þakkargjörðardaginn 29. nóvem-
ber, að sögn The Wall Street Journ-
al. Ástæðan er sú að í Ohio var hægt
að póstleggja utankjörfundar-
atkvæði þar til á mánudag en til að
þau teljist gild þurfa þau að berast
fyrir 16. nóvember.
Hver sem niðurstaða kosning-
anna verður er ljóst að hún verður
söguleg. Fari Barack Obama með
sigur af hólmi verður það í fyrsta
skipti frá síðari heimsstyrjöldinni
að forseti Bandaríkjanna nær
endurkjöri þegar atvinnuleysið er
yfir 7,4%. Það er núna 7,9%. Beri
Mitt Romney sigur úr býtum í bar-
áttunni um Hvíta húsið verður hann
fyrsti mormóninn til að gegna for-
setaembættinu.
Kosningabarátta Romneys og
Obama var einnig söguleg vegna
þess að hún er sú dýrasta í sögu
Bandaríkjanna, kostaði alls sex
milljarða dollara, eða rúma 750
milljarða króna, að sögn fréttastof-
unnar AFP.
AFP
„Obama sigrar“ Töfralæknir úr röðum indíána í Perú við athöfn í Líma þegar töfralæknar ákölluðu guðina og báðu
þá að svara því hver yrði kjörinn forseti Bandaríkjanna. Svar guðanna var að Obama færi með sigur af hólmi.
Málaferlum spáð
eftir kosningarnar
Herskarar lögmanna búa sig undir lagaþrætur fyrir dóm-
stólum eftir sögulegar forsetakosningar í Bandaríkjunum
AFP
Obama Forsetinn felldi tár á síðasta
kosningafundinum í Iowa.
Kosningafyrirkomulagið
RepúblikaniDemókrati
kjósa
Þeir
kjósa
Barack Obama Mitt Romney
6.
nóv.
2012
kjörmenn alls
538
forsetann
kjörmannaráð
Kjósendurnir
Sigurvegarinn
fær alla
kjörmennina
Sá frambjóðandi
sem fær flest
atkvæði í
viðkomandi
ríki fær
alla kjörmenn
þess
Þetta fyrirkomu-
lag er notað í
öllum ríkjunum
nema Nebraska
og Maine
Til að ná kjöri
þarf frambjóðandi
að fá að minnsta
kosti 270 atkvæði
í kjörmannaráðinu
Fjöldi kjörmanna
hvers ríkis
fer eftir
íbúatölunni
AFP
Romney Forsetaefni repúblikana á
kosningafundi í New Hampshire.
Í kosningunum í gær kusu Bandaríkjamenn
kjörmannaráð sem velur forsetann endan-
lega. Kjörmenn hvers ríkis eiga að koma sam-
an fyrsta mánudag eftir annan miðvikudag
desembermánaðar til að greiða atkvæði.
Fjöldi kjörmanna hvers ríkis er í jöfnu hlutfalli
við fjölda þingmanna þess í öldungadeildinni
og fulltrúadeildinni og sá frambjóðandi sem
fær flest atkvæði í ríkinu fær alla kjörmenn
þess (nema í Nebraska og Maine). Flestir kjör-
mannanna koma úr röðum forystumanna
flokkanna í kjördæmunum. Þessu fyrir-
komulagi mun hafa verið komið á til að auka
pólitískt vægi Suðurríkjanna, sem voru með færri kjósendur en efna-
hagslega öflug, auk þess sem kjörmannaráðið átti að vera nokkurs kon-
ar öryggisventill ef yfirstéttinni hugnaðist ekki val kjósendanna.
Forsetinn kosinn í desember
KJÖRMANNARÁÐ VELUR ÞJÓÐHÖFÐINGJANN ENDANLEGA
Kona úr röðum repúblik-
ana á fundi með Romney.