Morgunblaðið - 07.11.2012, Side 19

Morgunblaðið - 07.11.2012, Side 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2012 Diesel.is | Klettháls 15 | 110 Reykjavík | Sími 578 5252 | diesel@diesel.is www.fiat500.is SKANNAÐU KÓÐANN OG SKOÐAÐU MÁLIÐ BETUR G R A F IK E R .IS 2.670 ÞÚS. KR.* NÝR FIAT 500 LOUNGE 2013 VERÐ KR. Eyðir aðeins 4.8L á hundraði í blönduðum akstri. *Miðað við gengi á euro 159 KYNNA& laugardaginn 24.nóvember. Í jólablaðinu í ár komum við víða við, heim- sækjum fjölda fólks og verðum með fullt af spennandi efni fyrir alla aldurshópa. Jólablaðið er flottasta sérblaðið sem Mogginn gefur út og er eitt af vinsælustu blöðum lesenda. SÉRBLAÐ Pöntunartími auglýsinga: er fyrir klukkan 16 mánudaginn 19.nóvember NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími 569-1105 kata@mbl.is Uppáhalds jólauppskriftirnar.• Uppskriftir að ýmsu góðgæti til að• borða á aðventu og jólum. Villibráð.• Hefðbundnir jólaréttir og jólamatur.• Smákökur.• Eftirréttir.• Jólakonfekt og sælgæti.• Grænmetisréttir og einnig réttir fyrir• þá sem hafa hollustuna í huga þegar jólin ganga í garð. Vínin með veislumatnum í ár• Gjafapakkningar.• Tónlistarviðburðir, söfn, kirkjur á aðventu• og í kringum jólahátíðina. Kerti og aðventukransar.• Jólagjafir• Heimagerð jólakort.• Jólaföndur.• Jólabækur og jólatónlist.• Jólaundirbúningur með börnunum.• Margar skemmtilegar greinar sem• tengjast þessari hátíð ljóss og friðar. MEÐAL EFNIS: – Meira fyrir lesendur Morgunblaðið gefur út stórglæsilegt jólablað JÓLABLAÐ Breski kaupsýslumaðurinn Neil Heywood hafði veitt bresku leyni- þjónustunni MI6 upplýsingar áður en hann var myrtur í Kína fyrir ári, að sögn bandaríska dagblaðs- ins The Wall Street Journal í gær. Blaðið kveðst hafa heimildir fyr- ir því að Heywood hafi verið í sambandi við njósnara MI6 í að minnsta kosti ár og veitt honum upplýsingar um Bo Xilai sem var leiðtogi kommúnistaflokksins í stórborginni Chongqing þar til hann var sviptur öllum embættum sínum fyrr á árinu. Eiginkona Bo Xilai var þá sökuð um morðið á Neil Heywood sem fannst látinn í hótelherbergi í Chongqing. Eigin- konan var síðar dæmd til dauða fyrir morðið en búist er við að dómnum verði breytt í lífstíðar- fangelsi. Bo Xilai hefur verið svipt- ur þingsæti og þar með friðhelgi frá ákæru og búist er við að hann verði sóttur til saka fyrir að hafa misnotað völd sín og þegið mútur. Hvorki játar né neitar William Hague, utanríkis- ráðherra Bretlands, sagði í apríl þegar hann svaraði fyrirspurn þingmanns um meint tengsl Heywoods við leyniþjónustuna að það hefði lengi verið stefna breskra stjórnvalda að „hvorki játa né neita vangaveltum af þessu tagi“. Hann gæti þó staðfest að Heywood hefði ekki „verið starfs- maður bresku stjórnarinnar“ með nokkrum hætti. The Wall Street Journal hefur eftir heimildarmönnum sínum, m.a. breskum embættismönnum, að þetta sé „tæknilega rétt“ vegna þess að Heywood hafi ekki fengið greitt fyrir upplýsingarnar sem hann veitti bresku leyniþjónust- unni. Fréttaritari breska ríkisútvarps- ins segir að ef breska stjórnin hafi vitað um tengsl Heywoods við leyniþjónustuna vakni spurningar um hvers vegna hún hafi ekki beitt sér fyrir rannsókn á morðinu um leið og hún frétti af dauða hans. Í fyrstu var því haldið fram að Heywood hefði dáið vegna áfengis- eitrunar. bogi@mbl.is Sagður hafa veitt MI6 upplýsingar  Heywood tengdur njósnum um Bo? AFP Fallinn í ónáð Bo Xilai var valda- mikill í kommúnistaflokki Kína. Karl Bretaprins og eiginkona hans, Camilla hertogaynja, fylgjast spennt með kappreiðum sem fram fóru í Melbourne í Ástralíu í gær. Þau eru í sex daga opinberri heimsókn í landinu í tilefni af því að sex áratugir eru liðnir frá því að móðir Karls, Elísabet, varð drottning Bretlands. Karl ríkisarfi og Camilla voru áður í Papúa Nýju-Gíneu, þar sem þau fengu mjög hlýjar við- tökur, og ætla að heimsækja Nýja-Sjáland eftir Ástralíuferðina. AFP Andfætlingar heimsóttir Yfirvöld í indverska ríkinu Rajast- han hafa blásið til herferðar gegn þeim ósið margra íbúanna að skvetta úr skinnsokknum eða tefla við páfann utandyra. Yfirvöldin hafa fengið til liðs við sig sjálfboðaliða sem eiga að „hrópa, berja trumbur og blása í flautur“ ef þeir standa einhvern að því að gera þarfir sínar á almanna- færi, að því er fréttavefur breska ríkisútvarpsins hefur eftir ind- verskum embættismanni. Að sögn fréttaritara BBC er al- gengt að sjá menn kasta af sér vatni eða ganga örna sinna utandyra víða á Indlandi, enda býr um helmingur landsmanna í íbúðum án salerna. Í bæjum og þorpum í dreifbýlinu sé algengt að íbúarnir haldi þessu áfram þótt þeir séu komnir með sal- erni í húsin sín. Yfirvöld í Jhunjh- unu-héraði í Rajasthan vilja nú upp- ræta þennan ósóma. „Tæp 80% íbúa héraðsins eru með salerni á heim- ilum sínum og við erum að reyna að fá hin 20% til að setja salerni í hús- in,“ hefur BBC formanni héraðs- ráðs Jhunjhunu. Berja trumbur og blása í flautur til að fá þorpsbúana til að nota salerni INDLAND Bannað Það verður ekki liðið að menn kasti af sér vatni utan dyra. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.