Morgunblaðið - 07.11.2012, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Hvernig liðirithöfundisem segði
sínum útgefanda og
lesendum að hann
hefði nú hamrað
lyklaborðið í þrjú ár
rúm og lagt sig allan
fram. Sjálfsagt
mjög vel, ef það væri allt bæði
satt og rétt. En væri hann að
segja viðmælendum sínum ósatt
og hefði í rauninni ekki skrifað
staf frá eigin brjósti allan þenn-
an tíma væri upplitið annað. Þá
liði honum eins og iðnaðarmanni
í akkorði eða uppmælingu sem
ekki hefði annað afrekað en að
senda reikning fyrir ímyndaða
þjónustu.
Þegar Steingrímur J. og Ög-
mundur gengu til stjórnarmynd-
unar við Össur og Samfylk-
inguna sömdu þeir um að farið
skyldi í „samningaviðræður við
ESB“. Þetta gerðu þeir þótt nú-
gildandi reglur ESB kveði skýrt
á um að land sem óskar eftir að-
ild að sambandinu fer ekki í
samningaviðræður um þann
gjörning. Það var vissulega gert
áður. En slíkur þáttur var bein-
línis afnuminn af ESB, sem sí-
fellt bendir á að sambandið hafi
ekki óskað eftir aðild Íslands að
ESB. Og það gengur lengra. Það
gefur út og ítrekar yfirlýsingar
um að land sem óskar eftir aðild
að ESB megi ekki og eigi ekki að
láta þá þjóð sem landið byggir
halda að um þá aðild verði samið.
Það standi ekki til. Regluverk
ESB liggur fyrir. Samtöl um að-
ild á milli aðila ganga eingöngu
út á að þjóð sannfæri stækk-
unarstjóra ESB og stækk-
unarmenn hans um að viðkom-
andi land uppfylli allar reglur
með fullnægjandi hætti. Pakk-
inn, sem sumir þykjast ætla að
„kíkja í“ liggur fyrir frá fyrsta
degi. Hann er álíka spennandi og
jólapakki sem legið hefur undir
tré í stofu óinnpakkaður í ára-
tug.
Margt misjafnt má segja um
ESB og sannleiksást þess og
orðheldni. En í þessum efnum
hafa æðstu menn á þeim bæ ver-
ið heiðarlegir, þótt Ísland eigi
enga sérstaka kröfu til þess
heiðarleika. En sama verður
ekki sagt um þá sem slík krafa
stendur með fullum þunga á.
Íslensk yfirvöld láta eins og
þau séu á fullri ferð í samninga-
viðræðum við ESB, þrátt fyrir
beiðni sambandsins um að þjóð
sé upplýst um að slíkur leik-
araskapur fari ekki fram. Þau
hafa sérstaka „samninganefnd“
og einn embættismaður utanrík-
isráðuneytisins hefur verið
dubbaður upp sem „aðalsamn-
ingamaður.“ Þessir aðilar hafa
hvað eftir annað verið op-
inberlega beðnir um að segja frá
einhverju sem þeir hafi „samið“
um á þessum langa tíma. Þeir
hafa ekki getað bent
á eitt einasta atriði!
Aðalhlutverk „að-
alsamningamanns“
virðist vera að fara
um sem áróð-
ursmaður Samfylk-
ingar, en ekki emb-
ættismaður og
reyna að vinna aðildarhugmynd-
inni fylgi. Embættismaðurinn er
kominn langt út fyrir sitt hlut-
verk og hlýtur að gera sér grein
fyrir því.
En það er ekki nóg með að
ekki sé hægt að nefna eitt ein-
asta dæmi um árangur „samn-
ingaviðræðna“ sem Ísland
stendur eitt í (ESB neitar því að
það sé í samningaviðræðum. Það
sé eingöngu að reka íslensku
trippin í aðlögun, í samræmi við
þær reglur sem gilda um aðild-
arferli). Við þetta allt bætist að
ríkisvaldið hefur sveipað allt
bröltið leyndarhjúpi og jafnvel
stjórnarandstæðingar virðast
falla næsta auðmjúkir undir
hann. Það er óskiljanlegt með
öllu. Árni Þór, formaður utanrík-
ismálanefndar, hastar á þing-
menn stjórnarandstöðunnar, ef
þeir leyfa sér að fjalla um mál
sem hann lítur á að sé einkamál
þeirra Steingríms, Össurar og
ESB. Þessir kumpánar virðast
telja það forsendu þess að halda
megi lífinu í aðildarviðræðunum
eitthvað lengur, að leyna al-
menning hver undirlægju-
viðbrögð íslenskra yfirvalda
hafa verið gagnvart aðlög-
unarkröfum Evrópusambands-
ins.
Nýjasta dæmið snýr að því að
því er haldið fram í fullri alvöru í
þingsal að rík trúnaðarskylda
gildi um allar vangaveltur um
hvort Ísland eigi að fallast á
óhindraðan innflutning lifandi
dýra og ófrosinna matvæla, eins
og allar aðrar aðlögunarkröfur
ESB. Hvernig getur það verið að
afstaða stjórnmálamanna sem
þykjast vera í samninga-
viðræðum við aðila, sem segist á
hinn bóginn ekki taka þátt í
slíku, sé leyndarmál?
Árum saman var fullyrt af
hálfu ákafamanna um aðild að
ESB, að „ákvörðun um samn-
ingsmarkmið“ yrði að taka ÁÐ-
UR en ákveðið yrði hvort sótt
væri um slíka aðild. Engin slík
markmið liggja enn fyrir, svo
þjóðin viti, þótt ríkisstjórnin
þykist hafa verið á fjórða ár í
samningum. Þvert á móti blasir
við að jafnvel vangaveltur um
eitt pínulítið slíkt „samnings-
markmið,“ tæpum fjórum árum
eftir að sótt var um, þolir ekki
dagsins ljós. Og höfuðið er bitið
af skömminni þegar maður, sem
lærður er úr áróðursskóla í
gamla sovétinu, reigir sig í þjóð-
þinginu og þykist hafa vald á því
að skammta alþingismönnum
hvað megi ræða!
Allir vita um lýðræð-
ishalla og pukur inn-
an ESB. En Árni Þór
vill ekki bíða aðildar
til að njóta þess}
Leyndarhjúpur og pukur
forsenda aðildar?
É
g átti fund með blaðamönnum fyr-
ir stuttu þar sem fjölmiðlun fram-
tíðarinnar var meðal umræðu-
efna. Eitt af því sem ég velti upp
var að svo hlyti fara á endanum
að hætt yrði að prenta dagblöð á pappír, það
væri svo dýrt og óhagkvæmt að dreifa upplýs-
ingum á þann hátt, efniskostnaður mikill, prent-
un kostnaðarsöm og kostar skildinginn að bera
blaðið út til áskrifenda. Sérstaklega hlyti blaða-
prentun að fara halloka fyrir stafrænni dreifingu
sem væri svo ódýr að segja mætti að hún væri
nánast ókeypis.
Þegar hér var komið sögu í fabúleríngum
mínum var sumum áheyrenda greinilega nóg
boðið og einn blaðamaðurinn varpaði fram
spurningu sem kom mér eiginlega í opna
skjöldu: En hvað verður þá um okkur?
Á fjölmiðlaráðstefnu sem haldin var í Svíþjóð fyrir stuttu
ræddu menn meðal annars sænsk dagblöð og framtíð
þeirra í ljósi þess hve þau hafa farið halloka þar í landi líkt
og víðast hvar á Vesturlöndum. Fjölmiðladagurinn í Svíþjóð
er áþekkur og á undanförnum áratugum, hefur reyndar
lengst um 22 mínútur frá 1980, en sveiflur á honum eru ann-
ars mjög litlar. Lestur á pappírsdagblöðum hefur dregist
verulega saman, sérstaklega þó á síðustu fimm árum, og er
svo komið að því er spáð að ekkert dagblað verði prentað í
Svíþjóð eftir árið 2025.
Þróunin hér á landi hlýtur að verða áþekk og það kemur
líklega að því að hætt verði að prenta þetta blað,
sem á hundrað ára afmæli eftir rétt tæpt ár, 2.
nóvember næstkomandi. Hvort það verði árið
2025 er ekki gott að segja, kannski ekki fyrr en
2027, eða um það leyti sem ég fer á eftirlaun.
Þó að slökkt verði á prentsmiðju Morg-
unblaðsins í fyllingu tímans þýðir það þó varla
endalok Morgunblaðsins; blaðið hættir ekki að
koma út, þó að það hætti að vera á blaði. Hugs-
anlega verður það á spjaldtölvu, en þúsundir
áskrifenda hafa nú aðgang að blaði í gegnum
spjaldtölvuforrit, eða í síma eða í einhverju tæki
sem við höfum ekki hugmynd um í dag. Svar við
spurningu blaðamannsins sem ég nefni hér að
ofan er því einfalt í sjálfu sér: Ekkert, því blaða-
menn hætta ekki að verða til þó að dag-
blaðapappír hverfi. Þeir gegna mikilvægu hlut-
verki, og þá er ég ekki að vísa til þess sem ég
pára, það er sjálfsagt lítil eftirsjá í því.
Því hefur verið slegið fram að ef farsíminn hefði verið
fundinn upp á undan landlínusímanum hefði aldrei nokkr-
um manni dottið í hug að nota símalínur og sama má segja
um dagblöðin; ef spjaldtölvan hefði komið á undan prentvél-
inni hefði engum dottið í hug að gefa dagblað út á pappír.
Morgunblaðið er fáanlegt á pappír og á þrennskonar staf-
rænu sniði því til viðbótar. Vel má vera að stafrænu snið-
unum eigi eftir að fjölga, tíminn mun leiða það í ljós en það
er engin ástæða til að syrgja pappírinn, frekar en við syrgj-
um pergamentið. arnim@mbl.is
Árni
Matthíasson
Pistill
Pappírsblæti
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Heimir Snær Guðmundsson
heimirs@mbl.is
Ö
gmundur Jónasson inn-
anríkisráðherra vonast
til þess að strandsigl-
ingar umhverfis landið
hefjist í mars eða apríl
á næsta ári. Þetta kom fram í svari
hans við fyrirspurn Ásmundar Ein-
ars Daðasonar, þingmanns Fram-
sóknarflokksins, í fyrirspurnartíma
á Alþingi á mánudag. Í svari ráð-
herra kom fram að um yrði að ræða
vikulegar siglingar með viðkomu á
höfuðborgarsvæðinu, Vestfjörðum,
Norðurlandi og Austfjörðum. Eim-
skip var síðast skipafélaga með
skipulagðar strandsiglingar en þær
lögðust af árið 2004. Þá flutti félagið
um 160 þúsund tonn árlega en í til-
lögum starfshóps um strandsigl-
ingar kemur fram að flytja megi um
70 þúsund tonn á ári samkvæmt
markaðsrannsóknum.
Í byrjun ársins skilaði starfshópur
um málið af sér skýrslu en þar er
lagt til að leitað verði tilboða í sigl-
ingarnar þar sem boðið verði í með-
gjöf ríkisins í nokkur ár en að þeim
tíma loknum er miðað við að sigling-
arnar standi undir sér. Ásmundur
Einar segir að um mikla hagsmuni
sé að ræða, bæði til lengri og
skemmri tíma fyrir atvinnusvæði
sem eru fjarri Reykjavík. „Ég held
að það sé gríðarlega brýnt að koma
siglingum á til lengri tíma litið og
jafna með því samkeppnisstöðu at-
vinnuuppbyggingar á landsbyggð-
inni gagnvart höfuðborgarsvæðinu,“
segir Ásmundur. „Það eru að byggj-
ast upp stór iðnaðarfyrirtæki á
landsbyggðinni, í umræðunum á
þinginu nefndi ég Steinullarverk-
smiðjuna á Sauðárkróki auk kalk-
þörungaverksmiðju og laxeldisfyr-
irtækisins Fjarðalax á Vestfjörðum.
Þetta eru fyrirtæki sem kaupa til sín
aðföng og selja síðan frá sér vörur
svo tonnum skiptir. Einnig erum við
að horfa upp á að alls staðar á lands-
byggðinni eru að byggjast upp
sprotar í atvinnulífinu, uppbygging á
atvinnutækifærum sem byggist m.a.
á nýtingu auðlinda og komi þessi
stoð (strandsiglingar) til held ég að
hún muni bæta rekstrarmódel fyrir
marga aðila sem standa í atvinnu-
uppbyggingu á landsbyggðinni,“
segir Ásmundur.
Í svari Ögmundar Jónassonar á
mánudag kom fram að hann telji að
þverpólitískur vilji sé fyrir málinu
og fulltrúar allra flokka hafi talað
fyrir þessu „þjóðþrifamáli“. Fram
hefur komið að siglingarnar verða
ríkisstyrktar fyrst um sinn. Í ræðu
Ögmundar á mánudag minnti hann á
að á sínum tíma þegar strandsigl-
ingar voru lagðar af hefðu margir
haft þung orð um að ekki gengi að
ríkið skyldi styðja slíka starfsemi.
Hann sagði að sömu gagnrýnendur
hefðu gleymt því að í raun séu land-
flutningar niðurgreiddir með vega-
framkvæmdum og viðhaldi.
Erlendir aðilar
hafa sýnt áhuga
Guðmundur Kristjánsson, for-
maður starfshóps um strandsigl-
ingar, segir að innlend skipafélög
hafi fylgst með þróun mála og
starfshópurinn hafi verið í sambandi
við þau í sínu starfi. Hann telur tölu-
verðar líkur á því að stóru skipa-
félögin tvö, Samskip og Eimskip,
taki þátt í útboði á strandsiglingum
þegar að því komi.
Jafnframt segir Guðmundur að
fyrirspurnir hafi borist erlendis frá.
„Þrjú skandinavísk skipafélög hafa
óskað eftir því að fá að fylgjast með
gangi mála. Við sendum ekki út
neinar fyrirspurnir til þeirra heldur
óskuðu þau sjálf eftir því að vera lát-
in vita um framgang málsins,“ segir
Guðmundur.
Allt stefnir í strand-
siglingar á næsta ári
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Flutningar Allt útlit er fyrir að strandsiglingar hefjist að nýju kringum
landið næsta vor. Siglingarnar lögðust af árið 2004.
„Við höfum
ekki séð nein
gögn ennþá
og getum þar
af leiðandi
ekki tjáð okk-
ar nánar á
þessu stigi
málsins. En
við munum að
sjálfsögðu skoða þetta nánar
þegar þar að kemur,“ segir
Anna Guðný Aradóttir, upplýs-
ingafulltrúi hjá Samskip, að-
spurð um hvort fyrirtækið muni
taka þátt í útboði á strandsigl-
ingum.
Guðmundur Nikulásson,
framkvæmdastjóri innanlands-
sviðs hjá Eimskip, segir málið
verða skoðað þegar að því kem-
ur. „Það hefur lengi verið talað
um málið en við höfum ekki séð
nein gögn. Við skoðum málið
þegar við sjáum gögnin eins og
öll önnur verkefni sem verið er
að bjóða út á sviði flutninga,“
segir Guðmundur.
Munu skoða
málið
STÓRU SKIPAFÉLÖGIN
Guðmundur
Nikulásson