Morgunblaðið - 07.11.2012, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 07.11.2012, Qupperneq 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2012 Við lok hvers kjör- tímabils eiga alþing- ismenn að standa reikningsskil gjörða sinna gagnvart kjós- endum. Mér er það ljúft og skylt. Ég hef notið þess trausts að fá að þjóna þjóð minni sem al- þingismaður í fjögur ár. Mitt helsta bar- áttumál hefur verið að end- urheimta þjóðarauðlindina, fiskinn í sjónum. Leiðarljósið í því máli er jafnræði, atvinnufrelsi og opnari aðgangur að veiðiréttinum svo að komandi kynslóðir njóti arðsins og sjávarbyggðirnar endurheimti rétt sinn til þess að nýta þá auðlind sem skóp þær. Það mál er enn ekki að fullu leitt til lykta, en stórt skref var stigið með veiðigjaldinu sem mun gera stjórnvöldum kleift að ráðast í stórar samgöngu- framkvæmdir og styrkingu sam- félagslegra innviða á næstu árum. Umhverfismálin hafa brunnið á mér. Ég kom til leiðar lagabreyt- ingu sem fól í sér aukinn upplýs- ingarétt almennings í umhverf- ismálum; stuðlaði að flýtingu Dýrafjarðarganga/Dynjandisheiðar til ársins 2015 í stað 2022; vann að innleiðingu veiðigjalda í sjávar- útvegi og innleiðingu strandveiða, svo fátt eitt sé nefnd. Þá eru ónefnd mörg mál sem lúta að atvinnulífi, samgöngum, umhverfi, lýðfrelsi og nýsköpun og ég hef beitt mér fyrir, flutt eða stutt. Verkefnið sem blasti við ríkisstjórn- arflokkunum í upphafi kjörtímabilsins var stórt: Að bjarga Ís- lendingum frá ör- birgð, endurreisa hrunið fjármálakerfi og hefja nýja sam- félagslega uppbygg- ingu. Hver hefði trúað því haustið 2008 að nú, fjórum árum síð- ar, væri hagvöxtur á Íslandi orð- inn einn sá mesti sem þekkist í OECD-löndum, verðbólgan komin niður fyrir 5% og jöfnuður meiri en á góðæristímanum fyrir hrun? Eftir rústabjörgunina und- anfarin ár er brýnt að fylgja eftir áherslum jafnaðarmanna við end- urreisn samfélagsins. Liður í því er jöfnun skattbyrði og almennra lífskjara, varðstaða um velferð- arkerfið og ófrávíkjanleg krafa um að arður af þjóðarauðlindum renni til fólksins í landinu. Með það fyrir augum gef ég áfram kost á mér til þjónustu við samfélag mitt á Alþingi Íslend- inga. Enn er verk að vinna Eftir Ólínu Þorvarðardóttur Ólína Þorvarðardóttir »Eftir rústabjörg- unina undanfarin ár er brýnt að fylgja eftir áherslum jafnaðar- manna við endurreisn samfélagsins. Höfundur er alþingismaður. Staðan í efnahags- málum okkar Íslend- inga er að mörgu leyti erfið og er öllum ljóst að mikil þörf er á að sköpuð séu góð vaxt- arskilyrði fyrir fyr- irtæki landsins og ýtt undir stofnun nýrra. Þrátt fyrir þá augljósu staðreynd hafa núver- andi stjórnvöld ákveðið að hækka í sífellu álögur á fyrirtækin sem þegar standa höllum fæti, sett íþyngjandi reglur um starfsemi fyr- irtækja, lagt stein í götu erlendrar fjárfestingar og hrakið á brott áhuga- sama erlenda fjárfesta, meðal annars með ömurlegum hótunum um þjóð- nýtingu. Viðskiptafrelsi tryggir störf Grunnurinn að heilbrigðum vexti í efnahagslífinu verður að vera grund- vallaður á aukinni framleiðslu á raun- verulegum verðmætum. Það er nauð- synlegt fyrir litlar þjóðir eins og Íslendinga, sem hafa ekki tök á því að framleiða allar vörur sjálfar, að tryggja að framleiðsla útflutningsvara sé í hámarki enda er það forsenda þess að innflutningur nauðsynjavara verði mögulegur, lífskjör viðhaldist og að tryggja megi jákvæðan við- skiptamun. Undirstaða okkar til framtíðar verður því að byggjast á því að landið verði opið fyrir erlendum fjárfest- ingum í iðnaði og að frelsi viðskipta við önnur ríki verði tryggt. Í ljósi þess verður að stuðla að hnattrænni nálgun í efnahagsmálum landsins. Í dag hafa Íslendingar fríverslunarsamninga sem veita aðgengi að 60 mörkuðum um allan heim í gegnum Fríversl- unarsamtök Evrópu (EFTA) og Evr- ópska efnahagssvæðið (EES). Fríverslunarsamningum á vegum EFTA fer sífellt fjölgandi og má gera ráð fyrir að þeim fjölgi um 10 á næstu 5-8 árum. Til viðbótar hafa Íslend- ingar þann möguleika, á meðan Ísland stendur utan Evrópu- sambandsins og heldur þar með í sjálfstæða við- skiptastefnu sína, að gera sjálfstæða við- skiptasamninga við Kína og önnur lönd. Einnig getur verið hagstætt fyr- ir Íslendinga að sjá enn frekari tækifæri í frí- verslunarsamningum við Bandaríkin og Rússland. Vinna verður enn- fremur að því að frekari atvinnuuppbygging eigi sér stað innan útflutningsgreina lands- ins og að framleiðsla á nýjum sviðum hefjist til viðbótar við þá sem þegar er til staðar. Leiðin til þess er að skapa umhverfi hér á landi sem gerir fjár- festingar í framleiðslu verðmæta að- laðandi og eftirsóknarverða en það er gert með því að draga úr reglugerðaf- argani og skapa hagstætt skattaum- hverfi. Sem sjálfstæð þjóð höfum við til þessa meðal annars getað undanskilið ýmis hráefni frá tolli til þess að stuðla að bættu umhverfi fyrir verðmæta- sköpun í landinu. Margt gerir landið okkar að aðlað- andi fjárfestingakosti í dag, meðal ann- ars vel menntaður mannauður og ódýr endurnýjanleg orka svo fátt sé nefnt. Engu að síður hefur núverandi rík- isstjórn tekist að fæla frá alla þá sem gætu haft áhuga á því að byggja upp rekstur hérlendis og það jafnvel ís- lensk fyrirtæki. Innlend orkunýting Til þess að hér verði hægt að hvetja til frekari uppbyggingar iðnaðar er mikilvægt að hafa í huga hverjir helstu kostir okkar eru. Ljóst er að einn af helstu kostum Íslands sem fjárfest- ingatækifæri er ódýr orka. Hins vegar hafa sumir talið að hagstætt sé fyrir þjóðina að taka þátt í lagningu sæ- strengs til Evrópu og selja orkuna beint á evrópskan markað þar sem fæst hærra verð fyrir hana. Vissulega myndi sala orku á hærra verði skila sér til Landsvirkjunar og þar af leiðandi myndi fyrirtækið verða afkastameira. En það er einnig ljóst að með því að verða aðili að sameig- inlegum orkumarkaði Evrópu mund- um við þurfa að sætta okkur við að greiða evrópskt markaðsverð fyrir þá raforku sem við nýtum á Íslandi, enda óheimilt að mismuna á markaði. Orkukostnaður heimilana myndi því snarhækka, kannski helst hjá þeim sem þurfa að kynda hús sín með raf- magni eins og til að mynda íbúar Vestfjarða. Hærra raforkuverð hérlendis yrði til þess að draga úr því að landið yrði eftirsóknarvert fyrir fyrirtæki sem þurfa mikla orku til framleiðslu. Enda væri þá mun hagstæðara að staðsetja framleiðslufyrirtæki þar sem flutningskostnaður væri minni ef orkuverð hér á landi væri hið sama og almennt gerðist í Evrópu. Þetta myndi þannig draga úr samkeppn- ishæfni Íslands. Traustur grunnur Efnahagslegt öryggi þjóðarinnar er best tryggt með því að stuðla að opnu hagkerfi þar sem hvatt er til fjárfestinga í áþreifanlegum verð- mætum og þar sem lagt er upp með að framleiðsla verðmæta verði hér- lendis og það hámarkað hér. Við Ís- lendingar munum ávallt verða háðir útflutningi og því ber okkur að tryggja fjölbreyttan iðnað með að- gengi að sem flestum mörkuðum. Tími ríkisstjórnar hinna glötuðu tækifæra er að líða undir lok og nú er spurning hvort við Íslendingar fáum loksins tækifæri til þess að byggja upp á traustum grunni. Viðreisn á traustum grunni Eftir Gunnlaug Snæ Ólafsson »Efnahagslegt öryggi þjóðarinnar er best tryggt með því að stuðla að opnu hagkerfi þar sem hvatt er til fjárfest- inga í áþreifanlegum verðmætum. Gunnlaugur Snær Ólafsson Höfundur er upplýsingafulltrúi og tekur þátt í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Kraganum. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins fer fram í Kraganum 10.11. næstkom- andi. Mikið mannval er í framboði enda flokkurinn stór og ætlar sér mikið. Baráttu- málin eru næsta keimlík og gam- alkunn. Einn hefur þó algjöra sérstöðu í þess- um fríða flokki. Það er baráttumaðurinn Vil- hjálmur Bjarnason, Villi Bjarna. Hann hefur frá því fyrir hrun bar- ist ötullega gegn bankaveldinu og hjólað í spillinguna hvar sem hana hefur verið að finna. Vilhjálmur hefur komið fram í ótal sjónvarps- viðtölum til að afhjúpa fyrir þjóð- inni þá loddara sem fengu fjöregg hennar keypt fyrir slikk og veð- settu það útlendingum. Hann hef- ur stefnt landskunnum útrásarvík- ingum fyrir dómstóla þegar honum ofbuðu þeir samningar sem þeim voru boðnir af sjálfum sér. Vilhjálmur hefur hvorki óttast reiði fjármálajöfranna né heldur fálæti stjórnvalda. Ótrauður hefur hann haldið áfram baráttu sinni fyrir lítilmagnann í samfélaginu. Slíkan mann þurfum við á þing. Mann sem þorir og gefst aldrei upp. Ég hef aldrei verið flokks- bundinn sjálfsstæðismaður en gæti hugsað mér að ganga í flokk- inn til að veita Vilhjálmi braut- argengi. Verst að ég er í vitlausu kjördæmi. Ég vona að Kragabúar kjósi þennan baráttumann í öruggt sæti. Við þurfum þingmenn sem þora að hugsa sjálfstætt og það gerir Vilhjálmur vegna þess að það er ekki nema einn Villi Bjarna. ÓTTAR GUÐMUNDSSON, höfundur er læknir og rithöfundur. Það er bara einn Villi Bjarna Frá Óttari Guðmundssyni Óttar Guðmundsson Bréf til blaðsins Viljum við búa við svo úr sér genginn tækjakost á sjúkra- húsum, að hann bili í miðri skurðaðgerð? Viljum við svo undir- mannaðar heilbrigð- isstofnanir að starfs- fólk gefst örþreytt upp eða fer þangað sem kjör eru betri? Viljum við sjá aldr- aða, sjúka og fatlaða fasta inni á sjúkrahúsum vegna búsetuúrræða sem vantar? Það þarf vart að taka fram að þrengt er að velferðarmálum. Nú- verandi ríkisstjórn, sem svo kald- hæðnislega kaus að kalla sig vel- ferðarstjórn, hefur sýnt vítavert skilningsleysi á þörfum fólks. Því eykst kostnaður og minna sparast. Gera þeir sem forgangsraða sér grein fyrir að velferðarkerfið er viðkvæmur málaflokkur og við leitum þangað á okkar viðkvæm- ustu stundum? Heilbrigðiskerfinu, öryggisneti þjóðarinnar, hefur verið stefnt í voða með stórtækum og áralöngum niðurskurði. Ég er fullviss að þetta er ekki það heilbrigðiskerfi sem við viljum sjá. Nú er komið að þeim tíma- punkti að við þurfum að reisa við kerfi sem of lengi hefur verið fjár- svelt. Það er nauðsynlegt að setja meira fé í heilbrigðiskerfið, en einnig þarf að bæta rekstr- arumhverfi þannig að fjölbreytt rekstrarform þrífist. Við viljum frelsi sem leyfir rekstrarform er skapar hagvöxt sem gagnast öllu kerfinu. Hægt er að stytta biðlista með því að bjóða upp á aukna fjöl- breytni þannig að bráðasjúkrahús nái betur að sinna hlut- verki sínu. Með því að efla endurhæfing- ardeildir getur fólk náð fyrr heilsu og komist út í lífið á ný. Eðlilegt heilbrigð- iskerfi er ekki háð góðgerðasamtökum um tækjakaup og rekstur, en það er af- ar jákvætt þegar frjáls félagasamtök styðja við starfsemi þeirra og hvetja til vit- undar um heilbrigðismál. Kosningaloforð um málefni sjúkra, fatlaðra og aldraðra, á fjögurra ára fresti, ættu aldrei framar að þurfa að vera í for- grunni umræðunnar ef unnið verð- ur af festu og árangri skilað í þessum málum á næsta kjör- tímabili. Ég tel að þó verkefnin séu flók- in, þá eru þau ekki óvinnandi. Ég gef kost á mér á lista Sjálfstæð- isflokksins til þess að taka til hendinni og vinna að þessum mál- um. Hvernig heilbrigðis- kerfi kjósum við? Eftir Þorgerði Mar- íu Halldórsdóttur Þorgerður María Halldórsdóttir »Heilbrigðiskerfinu, öryggisneti þjóð- arinnar, hefur verið stefnt í voða með stór- tækum og áralöngum niðurskurði. Höfundur sækist eftir 6. sæti í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvest- urkjördæmi 10. nóvember. Á kjördæmisþingi nú um helgina var ákveðið að vera með tvöfalt kjördæm- isþing þar sem kos- ið verður um fyrstu 7 sæti á framboðs- lista Framsóknar í Suðvesturkjör- dæmi, Kraganum. Það verður haldið 8. desember nk. Framsókn í Hafn- arfirði á um 50 full- trúa á venjulegu kjördæmisþingi og um 80 fulltrúa á tvöföldu kjördæmisþingi. Á kjördæm- isþingið nú um helgina mættu innan við 10 fulltrúar úr Hafnarfirði. Félagatal okkar er svolítið litað af prófkjörssmölun fyrri ára og þó að um 300 manns séu skráðir í Framsókn í Hafnarfirði þá segir það ekki til um virka félaga. Á póstlista Framsóknar eru aftur á móti yfir 600 manns í Hafn- arfirði og er því helmingurinn skráður í önnur félög. Kallað hefur verið eftir endurnýjun stjórnmálamanna og hef- ur Framsókn staðið sig ágætlega á því sviði og nú er möguleiki fyrir þá sem vilja koma inn í starfið að gera það og hafa áhrif. Til að geta gefið kost á sér til starfa þarf að vera skráður í flokk- inn og þarf sú skráning að hafa átt sér stað 30 dögum fyrir komandi kjör- dæmisþing, eða 8. nóvember. Hægt er að skrá sig á vef Framsóknar, www.framsokn.is. Félögin munu síðan boða til félagsfundar þar sem kosið verður um fulltrúa á kjördæmisþingið. Ég hvet þá sem vilja starfa með okkur að láta vita af sér, skrá sig í flokkinn ef þeir eru ekki skráðir og síðan þá sem eru búsettir í Hafnarfirði, en skráðir í önnur félög, að færa sig til okkar. Þessi ósk á reyndar við alla þá sem vilja starfa með Framsókn í kjör- dæminu en framsóknarfélög eru í Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanesi, Kópavogi, Seltjarnarnesi og Mos- fellsbæ. Kjörnefnd kjördæm- issambandsins mun síðan kalla eftir framboðum og er því ráð að fylgjast með auglýsingum í fjölmiðlum og vef- síðum. Framsókn í Hafnarfirði er á Facebook en félögin eru 3, Fram- sóknarfélagið, kvenfélagið og síðan félag ungra. GUÐMUNDUR FYLKISSON, formaður Framsóknarfélags Hafnarfjarðar. Framsókn í Hafnarfirði, viltu taka þátt? Frá Guðmundi Fylkissyni Guðmundur Fylkisson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.