Morgunblaðið - 07.11.2012, Page 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2012
Kastanía Höfðatorgi, Höfðatúni 2, 105 Reykjavík, sími 577 5570
Arna Verslun Grímsbæ, Efstalandi 27, 108 Reykjavík, sími 527 1999
Junik Smáralind, Hagasmára 1, 201 Kópavogi, sími 571 7700
Sirka Skipagötu 6, 600 Akureyri, sími 461 3606
Paloma Víkurbraut 62, 240 Grindarvík, sími 426 8711
Gallerí Keflavík, Hafnargötu 32, 230 Keflavík, S: 421 7300
Cleopatra Austurvegi 4, 800 Selfossi, sími 482 2144
Heildsöludreifing:
Óm Snyrtivörur ehf, Tunguvegi 19, 108 Rvík. sími 568 0829, om@om.is
Útsölustaðir
Stöndum saman
gegn einelti
og sýnum stuðning með
GOOD WORK(s)
leðurarmböndunum
Falleg áminning um
trú, ást og kærleika
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú ert draumastarfsmaðurinn sem
hefur það eitt að leiðarljósi að sjá áætlanir
verða að veruleika.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú munt sennilega eiga áhugaverðar
samræður við systkini þín og vini í dag.
Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum
án tillits til þess hvað hentar þér.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það væri rangt af þér að svara
ekki beiðni gamals vinar um aðstoð. Sam-
ræður við yfirmann þinn eða annan áhrifa-
mann geta einnig haft hvetjandi áhrif á
þig.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Láttu ekkert koma þér á óvart og
ekki búast við ást og viðurkenningu í dag.
Það hefur ekkert upp á sig að stinga höfð-
inu í sandinn.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Ekki er víst að þú sjáir árangur erfiðis
þíns strax, en vertu viss, hann er á næsta
leiti. Þú ert sáttari við ástandið á heimilinu
en þú hefur verið.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú ert til í að leggja mikið á þig til
þess að ná settu marki núna, hvort sem er
heima fyrir eða í vinnunni. Leyfðu fólki að
dást að þér og njóttu þess.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það gætu komið upp erfiðleikar í sam-
bandi sem reyna á krafta þína og þú mátt
hafa þig allan við að hafa yfirsýn yfir þetta
allt saman. Hringdu í konurnar í ættinni og
láttu þær eiga stund saman.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Á næstu vikum fer best á því
að þú sinnir ókláruðum málum. Mundu að
góð vinátta er gulli betri. Haltu þig utan
við alla flokkadrætti.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Reyndu að hafa þitt á hreinu
hvað sem fyrir kann að koma. Reyndu að
deila völdunum. Fjölskylduleyndarmál
munu hugsanlega setja svip á daginn.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þér gengur allt í haginn, ef þú
bara gætir þess að velta málunum vand-
lega fyrir þér, áður en þú lætur til skarar
skríða. Mat þitt er hugsanlega óraunsætt.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Maður lærir vissulega að vera
sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra,
en það er ekki besta leiðin. Ekki fara allir
þannig að. Þú ættir að hitta fólk oftar.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þótt sumum þyki nóg um þá
ábyrgð, sem þér er falin, þarftu hvergi að
óttast, því þú ert maður fyrir þinn hatt.
Hugsaðu á jákvæðum nótum.
Sigurður Sigurðarson rifjar uppskemmtilega sögu: „Andrés
Valberg var á leið til hvílu sinnar
eftir landsmót hagyrðinga. Þangað
höfðu menn komið með teppi og
dýnur og lágu þar í skála hlið við
hlið karlar og konur. Andrés lýsti
svo því sem fyrir augu hans bar:
Liggja tóku í langri röð,
létti móki gaman,
fjarri brókum frjáls og glöð
flækt og krókuð saman.
Davíð Hjálmar Haraldsson skýt-
ur í glettni á Pétur Stefánsson:
Nyrðra þykir kalt á köflum,
kempur sligast undir snjó.
Upp úr margra metra sköflum
myndi Pétri standa þó.
Svo bætir hann við: „Afsakið, er
þetta ekki málfræðivilla? „Pétur“
hlýtur að eiga að vera í nefnifalli.“
Hólmfríður Bjartmarsdóttir, Fía á
Sandi, er fljót til svars:
Að demba vísu á djarfa karla
í dag er eina skemmtun mín.
Davíð gerði villu, en varla
virðist hann þó skammast sín.
Ágúst Marinósson leitaði líka
fanga í veðrinu með ó-i fyrir fram-
an:
Af fólki hríðin tekur toll,
menn tepptir inni dúsa.
Og skakklappast með skjálftahroll
í sköflum milli húsa.
Enn stenst Davíð Hjálmar ekki
mátið:
Napur strengur norðanbáls
nú er Gústa sendur.
Fannir veður hann í háls,
hausinn upp úr stendur.
Að lokum yrkir Pétur Stefánsson
og færir í stuðla og rím það sem all-
ir hugsa: „Vil minna fólk á að kaupa
„Neyðarkallinn“. Oft var þörf, en
nú er nauðsyn. Björgunarsveit-
armenn standa í ströngu þessa dag-
ana við björgunarstörf um land allt.
Hendast út í hríðarbylinn,
hetjudáðir sýna enn.
Allan heiður eiga skilinn
okkar björgunarsveitarmenn.
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af veðri með ó-i fyrir framan
og ferð kvæðamanna
eftir Jim Unger
„TAKIÐ TVÆR ÍBÚFEN HVOR OG
HRINGIÐ SVO Á MORGUN EF ÞIÐ
VERÐIÐ EKKI SKÁRRI.“
HermannÍ klípu
„EKKI ALSLÆMT, EN DÁLÍTIÐ SÓÐA-
LEGT. VIÐ GETUM KENNT ÞÉR AÐ RAÐA
PENINGUM Í VESKI, TIL DÆMIS.“
eftir Mike Baldwin
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... Lukkudýrið sem hún
gaf þér.
VESSOGÚ! SJÓÐHEITT,
BEINT AF GRILLINU!
ÞETTA ER EKKI
HUNDI BJÓÐANDI! JÚJÚ.
ÞÚ ÞARFT AÐ
ENDURNÝJA AÐEINS
FATASKÁPINN, VINA ...
... MÁLMAR ERU EKKI
Í TÍSKU Í VETUR.
FJÁRMÁLA-
RÁÐGJÖF
Víkverji hefur alltaf haft nokkurtdálæti á myndunum um James
Bond og leitt hjá sér þunnan sögu-
þráð og ólíkindalegar hetjudáðir
útsendara hennar hátignar,
Bretadrottningar.
x x x
Á sunnudagskvöld ákvað Víkverjiað skella sér á nýjustu afurðina,
Skyfall, þar sem Daniel Craig bregð-
ur sér í hlutverk njósnarans. Craig
er mikið hörkutól að sjá. Einhver
benti Víkverja á að hann liti út alveg
eins og Vladimír Pútín Rússlands-
keisari – afsakið, Rússlandsforseti.
Eftir það getur Víkverji ekki séð
Craig án þess að sjá fyrir sér Pútín
beran að ofan. Fleiri höfðu fengið
sömu hugmynd þetta kvöld og
reyndist uppselt á myndina um allan
bæ nema í Háskólabíói þar sem enn
voru til sæti.
x x x
Skyfall er prýðisskemmtun. Einsog venjulega tekur Bond sér
ýmislegt fyrir hendur, sem ekki er
óhætt að reyna í stofunni heima hjá
sér.
x x x
Craig er að mörgu leyti ólíkur öðr-um, sem farið hafa með hlutverk
Bonds, leikurum á borð við Sean
Connery og Roger Moore, sem gátu
farið í gegnum ótrúlegar þrekraunir
án þess að hár haggaðist á höfði
þeirra. Hár Craigs er reyndar svo
snöggt að því verður vart haggað, en
hann verður rauður og þrútinn, aug-
un blóðhlaupin og hendurnar skjálfa.
Hann brynnir meira að segja mús-
um. Víkverji var til í að leiða þetta
allt saman hjá sér, enda leiðist hon-
um fátt meira en stöðnun.
x x x
Honum var hins vegar nóg boðiðþegar þessi hrái Bond birtist
fyrir utan spilavíti með rammskakka
og illa hnýtta svarta slaufu. Ekki var
nóg með að slaufan væri ekki jöfn,
heldur lafði annar endinn niður. Vík-
verja myndi kannski ekki takast bet-
ur að hnýta á sig slaufu, en þetta
hefðu fyrri Bondar ekki látið henda
sig. Þá var greinilegt að spilavítis-
atriðið var ekki allt tekið í einni lotu
því að þegar inn í spilavítið var komið
var slaufan skyndilega orðin hnökra-
laus og óaðfinnanleg. víkverji@mbl.is
Víkverji
Eins og hindin þráir vatnslindir þráir
sál mín þig, ó Guð. (Sálmarnir 42:2)
...alveg með’etta
Fylgir Morgunblaðinu alla fimmtudaga