Morgunblaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2012
Glerverksmiðjan Samverk ehf
Eyjasandi 2, 850 Hella
Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi
sími: 488 - 9000
www.samverk.is
samverk@samverk.is
Söluskrifstofa og fagleg ráðgjöf
Víkurhvarfi 6, 230 Kópavogi
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Sjálfseignarstofnun um Reykjanes
jarðvang verður stofnuð í næstu viku
og stefnt að umsókn um aðild að
Evrópusamtökum jarðvanga í þessum
mánuði. Ef jarðvangurinn fær viður-
kenningu samtakanna verður hann
annar jarðvangurinn hér á landi en fyr-
ir er Katla jarðvangur á Suðurlandi.
Jarðvangurinn Ljósufjöll á Vestur-
landi gæti orðið sá þriðji í röðinni og
víðar um land er unnið að þróun slíkra
jarðminjagarða.
Vel hefur tekist til með stofnun
Kötlu jarðvangs sem nær yfir þrjú
sveitarfélög við suðurströndina og hef-
ur það orðið til þess að hugmyndin hef-
ur verið skoðuð víða um land. Menn sjá
tækifæri til að nýta umhverfi og menn-
ingu svæðanna, ekki síst jarðminjar, til
að efla byggð. Sérstaklega er horft til
fjölgunar ferðafólks með tilheyrandi
atvinnutækifærum.
Til eflingar byggð
Lengi hefur verið hugað að stofnun
jarðminjagarðs á Reykjanesi, meðal
annars eldfjallagarðs. Niðurstaðan
varð sú að sveitarfélögin fimm á
Reykjanesi standa að stofnun jarð-
vangs ásamt ferðamálasamtökum,
menntastofnunum og ýmsum öðrum
hagsmunaaðilum og á hann að ná yfir
allan Reykjanesskagann.
„Við munum vonandi styrkja stöðu
okkur í ferðaþjónustunni, fáum fólk
sem við höfum ekki verið að ná til og
vonandi sýnir erlent ferðafólk svæðinu
meiri áhuga og dvelur lengur,“ segir
Eggert Sólberg Jónsson verkefnis-
stjóri Reykjanes jarðvangs. Hann bæt-
ir því við að stofnun jarðvangsins muni
einnig efla innviði samfélagsins og
nefnir fræðslustarf í samvinnu við
Keili. „Það mun vonandi leiða til þess
að íbúarnir verði betur upplýstir um
náttúru svæðisins.“
Félag um jarðvanginn verður stofn-
að á fundi sem boðaður hefur verið
næstkomandi þriðjudag. Þá verður
umsókn um aðild að Evrópusamtökum
jarðvanga send fyrir 1. desember. Með
því fæst einnig aðild að alheimssam-
tökum sem starfa í tengslum við
UNESCO. Eggert vonast til að verk-
efnið fái viðurkenningu alþjóðlegu
samtakanna á næstu tveimur árum.
Jarðvangur á Vesturlandi
Hópur áhugafólks hefur unnið að
undirbúningi stofnunar jarðvangs á
Vesturlandi. Upphaflega var hug-
myndin að miða hann við innanvert
Snæfellsnes, einkum nánasta umhverfi
Ljósufjalla. Jarðvangurinn verður
kenndur við Ljósufjöll en hugmyndin
hefur þróast og nú er stefnt að því að
hann nái yfir allt sprungusvæði meg-
ineldstöðvarinnar Ljósufjalla. Fram
hefur komið hjá Haraldi Sigurðssyni
eldfjallafræðingi að eldstöðin hafi skap-
að fjallgarðinn sem nær frá Berserkja-
hrauni í vestri alla leið til Grábrókar í
austri, alls um 90 km leið. Meirihluti
jarðvangsins yrði þá innan Dalabyggð-
ar og Borgarbyggðar. Á þessu svæði
eru fjölbreyttar jarðminjar og aðrar
náttúruminjar.
Gert er ráð fyrir jarðvangi í aðal-
skipulagi Helgafellssveitar og Eyja- og
Miklaholtshrepps. Einnig er gert ráð
fyrir að Stykkishólmur verði innan jarð-
vangsins, án eyjanna á Breiðafirði, og
hluti Borgarbyggðar og Dalabyggðar.
Undirbúningshópurinn hefur skilað
tillögum sínum til sveitarfélaganna
fimm á Vesturlandi og jafnframt óskað
eftir fjárveitingu til að vinna áfram að
málinu. Reynir Ingibjartsson úr undir-
búningsbúningshópnum segir reiknað
með að sveitarfélögin skipi stjórn jarð-
vangsins og taki við undirbúningi að
umsókn um aðild að Evrópusamtökum
jarðvanga. Sveitarfélögin hafa almennt
tekið þessu vel. Reynir telur raunhæft
að miða við að umsókn verði send að ári.
Gönguleið sem nefnd hefur verið Vatna-
leið liggur um hluta svæðisins, eða úr
Norðurárdal í Hnappadal. Reynir segir
hugmyndir um að framlengja hana
vestur fyrir Ljósufjöll og tengja hana
annarri gönguleið út hálendi Snæfells-
ness.
Jarðvangur Reykjaness stofnaður
Morgunblaðið/ÞÖK
Ljósufjöll Megineldstöðin Ljósufjöll á Snæfellsnesi hefur mótað fjallendið frá Berserkjahrauni í vestri að Grábrók í
austri, með vötnum og dölum. Hugmyndin er að láta jarðvanginn Ljósufjöll ná yfir þetta svæði.
Sótt um viðurkenningu á jarðvangi sem stofnaður er á Reykjanesskaganum Jarðvangurinn
Ljósufjöll á miðju Vesturlandi er að taka á sig mynd Garðar eru í undirbúningi víða um landið
Jarðvangar
» Katla jarðvangur á Suður-
landi er fyrsti og eini jarðvang-
urinn sem viðurkenndur hefur
verið hér á landi.
» Unnið er að undirbúningi
Reykjaness jarðvangs á
Reykjanesskaganum og Ljós-
ufjalla jarðvangs á Vesturlandi.
» Þá eru uppi hugmyndir um
jarðvang í uppsveitum Borg-
arfjarðar, í Þingeyjarsýslu og á
Austurlandi.
Jón Pétur Jónsson
jonpetur@mbl.is
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra kynnti í gær
stærsta þróunarsamvinnuverkefni sem Íslendingar hafa
tekið þátt í. Um er að ræða 65 milljarða króna sjóð sem
Alþjóðabankinn hyggst koma upp til jarðhitanýtingar í
Afríku. Sjóðurinn verður nýttur til að gera hagkvæmni-
athuganir og tilraunaboranir.
„Ég tel sjálfur að söguleg kaflaskipti verði með
þessu samkomulagi, sem við kynnum hér í dag, milli
utanríkisráðuneytisins og Alþjóðabankans um að hraða
jarðhitavæðingu í 13 ríkjum Austur-Afríku sem öll liggja
á hinum fræga sigdal,“ sagði Össur.
Fram kom á blaðamannafundi í gær, að samstarf Ís-
lands og Alþjóðabankans væri mesta átak til jarðhitanýt-
ingar í þróunarríkjum frá upphafi og Ísland yrði aðal-
ráðgjafi bankans á því sviði. Sagði Össur að með
samkomulaginu væri Ísland orðið helsti samstarfsaðili
Alþjóðabankans á sviði jarðhita. „Ég tel að hér séum við
að taka sögulegt skref í það að breiða út notkun jarðhita
sem orkulindar í heiminum.“
Við þetta tilefni var undirritað samkomulag Íslands
við Norræna þróunarsjóðinn (NDF) um fjármögnun
fyrsta hluta verkefnisins. Það felur í sér að íslensk
stjórnvöld og þróunarsjóðurinn leggi 800 milljónir króna
hvort til verkefnisins á næstu fimm árum.
„Þetta eru sérlega góð tíðindi og þau sýna að hvern-
ig Íslendingum með útsjónarsemi tekst að margfalda
framlög sín með alþjóðlegri samvinnu,“ sagði Össur og
greindi frá því að hann hefði falið Þróunarsamvinnu-
stofnun Íslands að vera framkvæmdaaðili fyrsta hluta
samkomulagsins.
Í samstarfinu felst að Íslendingar, með stuðningi
Norræna þróunarsjóðsins, aðstoði ríkin á svæðinu við
jarðhitaleit, geri nauðsynlegar grunnrannsóknir og veiti
liðsinni við gerð áætlana um jarðboranir til þess að meta
stærð auðlindanna.
„Ég hef litið svo á að það sé skylda mín sem ráð-
herra að boða fagnaðarerindi jarðhitans, bæði heima en
ekki síst erlendis. Ekki bara til þess að koma á framfæri
reynslu og þekkingu Íslendinga heldur ekki síður til að
benda á það að jarðhiti hefur oft verið gróflega vanmet-
inn sem uppspretta áreiðanlegrar og ódýrrar
endurnýjanlegrar orku sem hefur miklu minni umhverf-
isleg áhrif en flestar aðrar tegundir orkugjafa,“ sagði
Össur, sem undirritaði samkomulagið ásamt Pasi Hell-
man, nýjum framkvæmdastjóra Norræna þróunarsjóðs-
ins og Engilbert Guðmundssyni, framkvæmdastjóra
ÞSSÍ. Rohit Khanna, framkvæmdastjóri orkuráð-
gjafadeildar Alþjóðabankans, var fulltrúi bankans við
undirritunina.
Söguleg kaflaskipti í að
breiða út notkun jarðhita
Ísland helsti samstarfsaðili Alþjóðabankans á sviði jarðhita
Morgunblaðið/Ómar
Undirritun Engilbert Guðmundsson, Pasi Hellman og
Össur Skarphéðinsson við undirritunina.
Landeigendur í Húsafelli og Kal-
manstungu kynntu nýlega hug-
myndir um stofnun Sögu jarð-
vangs fyrir sveitarstjórn
Borgarbyggðar. Hefur þeim verið
vel tekið, að sögn Ragnars Franks
Kristjánssonar, forseta sveitar-
stjórnar.
Hugmyndin hefur þróast og nú
er rætt um að jarðvangurinn nái
einnig yfir Arnarvatnsheiði og Tví-
dægru og byggðina niður Hálsa-
sveit og Reykholtsdal að Deildar-
tunguhver. Ragnar segir að með
stofnun jarðvangs yrði unnt að
kynna þetta svæði betur og draga
að erlenda ferðamenn og ýta
þannig undir atvinnuuppbyggingu.
Landeigendur í Húsafelli og Kal-
manstungu hafa einnig kynnt um-
hverfisráðherra hugmyndir um
stofnun þjóðgarðs. Það mál mun
vera skemmra á veg komið en jarð-
vangsumræðan.
Saga jarðvangs í Húsafelli
HUGMYNDIR Í UPPSVEITUM BORGARFJARÐAR