Morgunblaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 14
VIÐTAL Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Við höfum verið að fara yfir okkar verkferla og viðbragðsáætlanir en ekki náð að ljúka því. Það hefur hvert tekið við af öðru, fyrst þetta veður, síðan jarðskjálftar og óveðrið í síð- ustu viku. Núna erum við í sambandi við Veðurstofuna vegna viðvarana um slæmt veður um helgina,“ sagði Víðir Reyn- isson, deildar- stjóri hjá Al- mannavörnum, við Morgunblaðið í gær, spurður út í hvaða vinnu hefur verið farið í kjöl- far norðanhrets- ins í byrjun sept- ember sl. Viðbrögð og veðurspár í tengslum við þetta hret hafa verið talsvert í umræðunni í vikunni í kjölfar um- mæla Ögmundar Jónassonar innan- ríkisráðherra á Alþingi, um að eng- inn hefði spáð fyrir um óveðrið eða varað við því. Fram kom í viðbrögð- um Veðurstofunnar að þó að veður- spárnar hefðu verið slæmar þá náðu þær ekki þeim viðmiðunum að hafa samband við Almannavarnir með formlegum hætti. Víðir segir Almannavarnir hafa skoðað ákveðna hætti í sínum viðbrögðum. „Það var strax lýst yfir almanna- varnaástandi í Þingeyjarsýslum og menn hafa velt fyrir sér hvort merki voru á lofti um að lýsa yfir slíku ástandi víðar á Norðurlandi. Fyrstu dagana benti ekkert til þess þar sem engar aðstoðarbeiðnir komu til lög- reglu eða Almannavarna, annars staðar en í Þingeyjarsýslum. Í ein- hverjum tilvikum var haft samband beint við björgunarsveitir sem fóru til aðstoðar bændum á vissum svæð- um í Skagafirði og Eyjafirði. Eitt af því sem við erum að skoða hvort okk- ar verkferlar varðandi það að lýsa yf- ir almannavarnarástandi séu nógu skarpir. Við vinnum náið með Veð- urstofunni og erum með samráðs- fundi reglulega,“ segir Víðir en eftir helgina munu Veðurstofan og Almannavarnir hittast og fara yfir málin. Þröskuldar lækkaðir? „Við ætlum að skoða hvort það hefði mátt gera hlutina eitthvað öðru- vísi. Það er ekkert víst að veðurspáin hafi gefið það til kynna. Ákveðin við- mið eru í gildi um hversu slæmt veð- urútlitið þarf að vera til að sérstakar viðvaranir eru gefnar út og Almanna- varnir látnar vita. Þarna virðist veðr- ið hafa verið innan þeirra viðmiða en þá er spurning hvort þurfi að lækka þröskuldana eitthvað og endurskoða þessi viðmið. Við munum meðal ann- ars skoða hvort veðrið fyrir norðan hafi verið það einstakt að það kalli ekki á breytt viðmið, eða hvort ástæða sé til að breyta verklaginu.“ Gildandi viðbragðsáætlun er þann- ig að vakthafandi veðurfræðingi ber að hafa samband við Almannavarnir ef vindhraði og úrkoma fara yfir ákveðin mörk. Víðir segir þetta gert með jafnt óformlegum eða formleg- um hætti, allt eftir alvarleika ástandsins hverju sinni. „Við komum tilkynningu Veðurstofu á framfæri við fjölmiðla og upplýsum yfirvöld á þeim stöðum sem tilkynningin nær til,“ segir Víðir. Spurður hvort Al- mannavörnum hafi borið að hafa samband við Veðurstofuna að fyrra bragði, í ljósi slæms veðurútlits fyrstu vikuna í september, segir Víðir stöðuna ekki hafa verið metna með þeim hætti. Stormviðvörun Veð- urstofunnar að morgni laugardags, degi fyrir hretið, hljóðaði upp á 18-23 m/sek á landi, rigningu á láglendi og snjókomu eða slyddu til fjalla. „Við töldum þá að þetta væri ekki veður sem myndi valda sérstökum vand- ræðum. Ef vindhraðinn er ekki meiri en 23 metrar á sekúndu þá upplýsir Veðurstofan okkur ekki sérstaklega. Síðan gerðist það að hitastigið reynd- ist lægra en menn reiknuðu með og vindur heldur meiri.“ Almannavarnir fara yfir verkferla og viðbragðsáætlun Morgunblaðið/Júlíus Annríki Samhæfingarmiðstöð Almannavarna í Skógarhlíð hefur átt annríkt.  Ræða við Veðurstofuna um viðbrögð við hretinu á Norðurlandi í september Víðir Reynisson 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2012 BRYNJAR NÍELSSON í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 24. nóvember 2012 Kæra sjálfstæðisfólk! Ég og stuðningsmenn mínir bjóðum ykkur velkomin á opnun kosningaskrifstofu minnar að Borgartúni 12-14 í dag kl. 16. Allir velkomnir. Léttar veitingar og lifandi tónlist. Sjáumst. Brynjar Níelsson. Kosningaskrifstofan, Borgartúni 12-14, er opin alla virka daga frá kl. 16.30-21.00 og um helgar frá kl. 13.00–18.00. Símanúmerið er 588-1181. Átta lið úr framhaldsskólum lands- ins keppa til úrslita í Boxinu - framkvæmdakeppni framhalds- skólanna í dag, laugardag, í Há- skólanum í Reykjavík. Keppninni var frestað um viku vegna óveð- urs. Keppnin stendur yfir frá kl. 10.00-16.30. Lokaspretturinn mun að öllum líkindum vekja mesta spennu en liðin leysa síðustu þrautirnar upp úr kl. 15.00. Úrslit verða tilkynnt og verðlaun afhent við athöfn sem hefst kl. 16.30 í Sól- inni í HR. Fimm nemendur eru í hverju liði en þau lið sem keppa til úrslita fengu flest stig í undankeppni sem haldin var á dögunum. Í Boxinu leysa framhaldsskólanemendur þrautir sem reyna á hugvit, verk- lag og samvinnu. Um þrautabraut er að ræða með nokkrum stöðvum og fara liðin á milli og leysa eina þraut á hverjum stað. Markmiðið með keppninni er að kynna og vekja áhuga á tækni, tækninámi og störfum í iðnaði og gera verkviti hátt undir höfði. Keppnin hefur verið haldin einu sinni áður. Háskólinn í Reykjavík, Samtök iðnaðarins og Samband ís- lenskra framhaldsskólanema standa að Boxinu. Framhaldsskóla- nemar keppa í hug- vitssemi í HR Margir knapar náðu ágætum ár- angri í sýningum kynbótahrossa á árinu, án þess að mikilla áverka yrði vart á hrossunum. Þegar Félag hrossabænda greindi frá veruleg- um áverkum á kynbótahrossum var birtur listi yfir þá knapa sem sýndu tíu sinnum eða oftar á árinu en reyndust með fæsta áverka. Á list- anum sem birtur er hér sést að sumir eru algerlega með áverka- laus hross þótt oft hafi verið sýnt. Áverkar reyndust vera á 21,5% sýningarhrossa á árinu. Er það meira en á síðustu árum. Raunar hafa áverkar aukist ár frá ári, frá 2009. Alls sýndu 44 knapar tíu sinnum eða oftar á árinu. Af þeim voru sautján með áverka í fjórðungi sýn- inga eða meira. Félag hrossabænda sendi þeim bréf til að vekja athygli á því að þeir væru með fleiri áverkaskráningar en meginþorri knapa í kynbótasýningum. Þá var tilgangurinn að stuðla að hest- vænni sýningum í framtíðinni. Á listanum yfir þá knapa sem sýndu oft en fengu fæsta áverka er Gísli Gíslason á Þúfum í Skagafirði. Hann sýndi 28 sinnum, algerlega án áverka á hrossunum. Þorvaldur Árni Þorvaldsson sýndi 29 sinnum en skráðir voru tveir áverkar og Lena Zielinski sýndi 21 sinni og var skráð með einn áverka. Eins og fram hefur komið fund- ust einnig margir áverkar á hross- um sem komu til keppni á Lands- móti hestamanna og Íslandsmóti í hestaíþróttum. helgi@mbl.is Knapar með fæsta áverka á hrossum í kynbótasýningum á árinu 2012 (10 sýningar og fleiri) Heimild: Félag hrossabænda Knapi HlutfallSýningar Áverkar Anna Sigríður Valdimarsdóttir Benedikt Þór Kristjánsson Gísli Gíslason Lena Zielinski Líney María Hjálmarsdóttir Olil Amble Steingrímur Sigurðsson Þorvaldur Árni Þorvaldsson Þórarinn Eymundsson 0% 9,1% 0% 4,8% 7,7% 0% 9,1% 6,9% 6,3% 11 0 11 1 28 0 21 1 1 0 1 2 1 13 12 11 29 16 Sýna vel án þess að valda áverkum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.