Morgunblaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2012 VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það er klárt mál að allar afskriftir umfram það sem við erum þegar búnir að færa til bókar, þ.e. öll ný vanskil, munu væntanlega leiða til meiri útlána- tapa. Sjóðurinn hefur ekki nógu mikla afkomu til að bera það sjálf- ur. Það þarf að koma frá eigand- anum, ríkinu. Það er alveg skýrt,“ segir Sigurður Erlingsson, for- stjóri Íbúðalánasjóðs, aðspurður hvort ríkið þurfi jafnvel að leggja sjóðnum til meira en 12-14 milljarða kr. til að treysta eiginfjárhlutfallið. Frystingunni að ljúka Sigurður segir marga lántaka horfa fram á brostnar vonir um aukna tekjuöflun á móti lánunum. „Þriggja ára frystingu lána er að ljúka hjá mörgum. Svo lenda lántak- endur sem hafa verið í skilum með eitt til tvö lán í vanskilum aftur, enda hafa lánin hækkað í millitíðinni og ekki verið greitt af þeim á meðan. Aðstæður margra lántaka hafa held- ur ekki batnað nægilega mikið. Væntingar manna um að dómar féllu þeim í hag eða að skuldamálin myndu skýrast hafa ekki gengið eft- ir. Á sama tíma hafa lánin hækkað og launin staðið hlutfallslega í stað. Þetta er kannski meginskýringin.“ Þrengir að lántakendum Sigurður segir merki um að farið sé að þrengja að mörgu fólki. „Það eru líka dæmi um að fólk sem hefur einhvern tímann lent í minni háttar erfiðleikum sé núna að lenda í erfiðleikum, fólk sem hélt sér á floti í gegnum hrunið. Það er dálítið erfitt að segja hver skýringin á því er. Sjálfur hef ég hallast að því að það megi rekja til stöðu efnahagsmála. Því var alltaf spáð að hér kæmi kröftugur hag- vöxtur eftir svona skarpa niður- sveiflu en í raun erum við að sjá mjög hægfara bata. Það er að mínu mati meginskýringin. Rætt var um að þetta yrði stutt kreppa. Ég hef sjálfur skynjað þetta sem lang- dregna kreppu eða langtímaástand þar sem hvorki ríkir kreppa né góð- æri. Hagkerfið mallar áfram í hæga- gangi.“ Kaupmátturinn lítið styrkst Sigurður víkur að tekjuhliðinni. „Kaupmátturinn hefur ekki styrkst nægjanlega mikið. Við höf- um fallið mörg ár aftur hvað það varðar. Það er líka ein meginskýr- ingin. Við búum við ákveðinn tekju- vanda. Laun eiga eftir að vinna upp hrunið og verðbólguna. Við höfum ekki enn séð þann bata sem við höfum vænst. Sjálfur áleit ég að lánasafnið myndi styrkjast þegar leiðréttingum á gengis- og bílalánum væri lokið, að þegar allt þetta væri um garð gengið færum við að sjá bata. Það eru mestu vonbrigðin að sjá að það hefur ekki ræst.“ Sigurður segir aðspurður að sjóð- urinn leigi út 950 eignir og að í 80- 85% tilvika sé um að ræða fyrri eigendur eða leigjendur. „Ef lánasafnið heldur áfram að rýrna bendir allt til þess að við þurf- um að leysa til okkar töluvert af eignum á næsta ári,“ segir Sigurður. Margir ráða ekki lengur við lánin  Forstjóri Íbúðalánasjóðs segir frystingu lána að ljúka Veðlán Fjöldi veðlána: 92.906 Þar af fasteignir í eigu einstaklinga 51.897 Þar af fasteignir í eigu lögaðila 8.497 Vanskil aukast hjá Íbúðalánasjóði Heimild: Íbúðalánasjóður Hlutfall einstaklinga, heimila og lögaðila í vanskilum Vanskil (milljarðar króna) Vanskil lögaðila Vanskil einstaklinga Fjárþörf til að mæta lög- bundu eiginfjárhlutfalli 2,38 5,06 Minnst 12-14 Heimili í vanskilum Hlutfall vanskila hjá einstakl. Þar af hlutfall á höfuðb.- svæðinu Þar af utan höfuðb.- svæðisins Hlutfall heimila í vanskilum Hlutfall lögaðila í vanskilum 14,20% 12,60% 17,20% 8,70% 21% Fjöldi heimila í vanskilum Þar af á höfuðb.sv. Heimili utan höfuðb.sv. Heimili með frystingu á lánum 5.051 2.774 2.277 671 9,70% 31. des. ‘11 Sept. ‘12 Sigurður Erlingsson Horft til leiguíbúða » Fram kemur í fjárfestinga- áætlun ríkisstjórnarinnar að málefni Íbúðalánasjóðs og þörf fyrir aukið eigið fé séu til sér- stakrar skoðunar. » Verður þar horft til upp- byggingar leiguíbúða. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Hallgrímsdeild Prestafélags Ís- lands (PÍ) mótmælir harðlega breytingatillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi, sem hefst í dag. Til stendur að biskupi og kirkjuþingi verði heimilt að leggja niður prestaköll án samráðs við viðkom- andi prestakall eða heimamenn. Málið verður tekið fyrir á þinginu en kirkjuþing fer með æðsta vald í málefnum þjóðkirkj- unnar innan lögmæltra marka, þ.e. nema önnur ákvæði þeirra eða ann- arra laga mæli fyrir um annað. Á kirkjuþingi eiga sæti biskup Íslands, 29 kjörnir fulltrúar, 12 vígðir menn og 17 leikmenn. Einnig eiga tveir vígslubiskupar og einn fulltrúi guðfræðideildar Háskóla Ís- lands þar sæti en ekki hafa atkvæð- isrétt. Geti sameinað prestaköll Fyrir þinginu liggur tillaga um breytta aðferð við sameiningu prestakalla. Samkvæmt henni á að veita biskupi og kirkjuþingi heimild til að leggja niður prestaköll en þess í stað verði stofnuð ný og aug- lýst í stöðurnar. Prestar í niður- lögðum prestaköllum taki biðlaun samkvæmt starfsmannalögum. Nú- verandi fyrirkomulag er þannig að einungis er hægt að sameina prestaköll ef annar prestur hinna sameinuðu prestakalla lætur af störfum af sjálfsdáðum eða vegna aldurs. Flóki Kristinsson, sóknarprestur á Hvanneyri, er formaður Hall- grímsdeildar PÍ. Hann segir tillög- una ógn við kirkjuskipan á Íslandi. „Lúthersk-evangelíska kirkjan samanstendur af sjálfstæðum prestaköllum. Biskup ræður ekki yfir prestunum heldur er um að ræða lárétta skipan. Ef breyta á prestakalli á að fjalla um það á prestastefnu, síðan á að fara með tillöguna í héraðsnefnd og lofa leik- manninum að tjá sig um málið. Svo á að fara með málið fyrir kirkju- þing. Hér ætlar biskupinn að leggja tillöguna fyrir þingið, þar sem leik- menn hafa meirihluta, og ég óttast það að þeir veiti biskupi þetta vald, hvað sem tautar og raular. Ef þetta gengur í gegn leiðir það til þess að við erum ekki lengur með lúthersk- an kirkjuskilning, heldur förum í módel sem minnir á veraldleg fyr- irtæki. Leikmenn sem munu taka afstöðu til málsins þekkja ekki kirkjuskipanina nægilega vel. Þeim er ætlað að taka þessa ákvörðun engu að síður. Biskup mun því hér- eftir hafa vald til þess að sameina prestaköllin ásamt kirkjuþinginu. Við teljum að verið sé að breyta prestsembættinu úr því að vera sjálfstætt opinbert embætti yfir í hefðbundið starf starfsmanns. Starfsmenn eru ekki sjálfstæðir, heldur er ráðskast með þá eins og hentar hverju sinni,“ segir Flóki. Segja tillögu ógna kirkjuskipan  Umdeild tillaga lögð fyrir kirkjuþing Morgunblaðið/Styrmir Kári Kirkjuþing unga fólksins Í gær fór fram kirkjuþing unga fólksins. Hlut- verk þess er að ræða stöðu og hlutverk ungs fólks í þjóðkirkjunni. Skúli Hansen skulih@mbl.is Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur borist beiðni þess efnis að stofnunin rannsaki hvort innflutningshömlur íslenskra stjórn- valda á kjöti, kjötafurðum og öðrum dýra- tengdum vörum frá ríkjum Evrópusam- bandsins gangi lengra en 13. gr. EES-samningsins heimilar. Umrædd beiðni var send til ESA af Bernard Van Goethem en hann er yfir- maður hjá heilbrigðis- og neytendavernd framkvæmdastjórnar Evrópusambands- ins. Í beiðninni kemur meðal annars fram að lögfræðingar á vegum framkvæmda- stjórnar ESB hafi komist að þeirri niður- stöðu að 13. grein EES-samningsins heim- ili ekki jafn víðtækar og varanlegar verndaraðgerðir gagnvart aðildarríkjum ESB og hér eru við lýði. Þá segir þar einnig að óvissa sé um lög- mæti ofangreindra viðskiptahamla og ósk- að sé eftir að ESA fylgi málinu eftir og taki nauðsynleg skref til þess að binda enda á þetta ástand. Forsendurnar skipta máli „Ráðuneytið og íslensk stjórnvöld hafa talið að við gætum haldið uppi takmörk- unum ef það er til þess að vernda heilbrigði manna, dýra og plantna. Svo er það sönn- unaratriði í hverju máli hvort við getum sannað það,“ segir Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands. Að sögn Stefáns skiptir miklu máli á hvaða forsendum innflutningstakmarkanir eru gerðar. „Til dæmis eins og frosið kjöt. Ef við förum að flytja inn kjúklinga, myndi það með einhverjum hætti stefna heilbrigði manna í hættu? Þetta er vandamálið. Við teljum kannski að svo sé og segjum allt í lagi, við lifum hérna með miklu hærra heil- brigðisstig en aðrar þjóðir í Evrópu og við viljum halda því uppi. Þetta megum við en við megum ekki gera það á röngum for- sendum,“ segir Stefán. Aðspurður hvort íslensk stjórnvöld hafi farið framyfir þær lagalegu undanþágur sem fyrir hendi eru segist Stefán halda að svo sé ekki en auðvitað geti leikið vafi á um einstök tilvik. Kvartað til ESA vegna innflutningshamla Morgunblaðið/Eggert Kjöt Kvartað hefur verið til ESA vegna ís- lenskra innflutningshamla á kjöti.  Yfirmaður hjá heilbrigðis- og neytendavernd framkvæmdastjórnar ESB telur að íslenskar innflutningshömlur á kjöti og kjötafurðum gagnvart aðaldarríkjum ESB brjóti gegn 13. gr. EES-samningsins „Í fyrsta lagi er málaflokkurinn það mikilvægur að mér finnst að við ættum ekki að horfa í pening varð- andi það, ef um er að ræða vandaða ráðgjöf,“ segir Össur Skarphéðinsson, aðspurður út í ráðningu á Preben Willeberg, fv. yfirdýralækni, til að gefa álit sitt á þeirri áhættu sem Ísland tæki við að samein- ast innri markaði ESB með frjálsum viðskiptum með lifandi dýr. Tímalaun Willebergs eru um 19.700 krón- ur en við ráðninguna var áætlað að vinna hans tæki að hámarki 300 klst. Að sögn Össurar var það ekki hans hugmynd að ráða Willeberg. „Hugmyndin um að ráða þennan mann, sem ég hafði aldrei heyrt nefndan, kom frá einni af stofnunum landbún- aðarráðuneytisins en ekki frá mér. Það var hins veg- ar gengið sérstaklega eftir því af háttsettum emb- ættismanni innan þess geira gagnvart mér að drífa í að ráða þennan mann.“ Willeberg átti að ljúka álitsgerðinni fyrir 1. október sl. en skv. utanríkisráðuneytinu hefur hann ekki enn skilað henni. Þrýst var á ráðningu U.Þ.B. 5,9 MILLJÓNA ÁLIT Á ÁHÆTTU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.