Morgunblaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 38
38 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2012
www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
12
07
53
HVERT SEM
TILEFNIÐ ER
Ég hef áður gert það að umtalsefni í þessum þáttum um tungutakiðhve náið og eldheitt ástarsamband hefur tekist á milli rithöfundamargra og nafnorðanna, ekki síst höfunda fræðigreina og -bóka.Þegar fjallað er um yfirgang nafnorðanna í íslensku líta menn
gjarna til enskunnar og kenna henni um; enskan einkennist af mikilli notkun
nafnorða sem smám saman menga móðurmálið okkar, ekki síst með þýð-
ingum verka. Íslenskan sé hins vegar í eðli sínu sagnamál. Þannig verður
málsgrein eins og þessi ljót: „Mikil fjölgun hefur orðið á innflytjendum und-
anfarin ár.“ Miklu betra er að orða hugsunina svo: „Innflytjendum hefur
fjölgað ört á Íslandi undanfarin ár.“ Sögnin fer hér miklu betur en nafnorðið.
Með þessu er ekki öll sagan sögð. Stundum verða til dæmis lýsingarorðin
illilega fyrir barðinu á útrás nafnorðanna. Lítum til að mynda á þessi dæmi
sem ég hef safnað saman, ekki síst úr fræðilegum skrifum sprenglærðra
manna og kvenna.
„Börn með lesblindu fá
ekki nægan stuðning í skóla-
kerfinu.“ Hér er átt við les-
blind börn.
„Börnum með mikla fötl-
un er illa sinnt á Íslandi.“
Hér er átt við fötluð börn.
„Börn með einhverfu eiga ekki sjö dagana sæla í íslensku skólakerfi.“ Og
mun vera átt við einhverf börn.
„Gamalt fólk með skerta heyrn verður illa úti í íslenska heilbrigðiskerf-
inu.“ Hér er talað um heyrnardauft fólk.
„Eftir miðjan aldur fá margir skerta sjón.“ Hér er fjallað um sjóndapurt
eða sjóndauft fólk.
„Fjöldi manns kom með fótbrot á bráðamóttöku spítalans eftir óveðrið.“
Fólkið var fótbrotið.
Og svo bætist við tískuorðið röskun: Jón er haldinn kvíðaröskun á háu
stigi. Jón er sem sagt kvíðinn. Fjöldi annarra raskana kemur við sögu.
Eins og fram kemur í dæmunum hér að ofan eru nafnorðin heldur betur
framsækin á kostnað lýsingarorðanna þegar lýst er einhvers konar frávikum
sem snúa að heilsu mannanna. Hitt er ljóst að stundum eiga nafnorðin vel við
og hafa unnið sér sess. Við erum til dæmis með kvef og ilsig og fáum lungna-
bólgu. Þar hefur málkerfið sætt sig við nafnorðin. Að hinu leytinu er það föst
regla að nota lýsingarorð um ákveðin frávik og engum hefur enn dottið í hug
að breyta þar yfir í nafnorð. Við erum þannig enn hölt og blind (erum hvorki
með helti né blindu).
Því er ekki að leyna að nafnorðin eru í útrás grá fyrir járnum; mikið vill
meira svo sem frægt er. Lýsingarorðin og sagnirnar hörfa fyrir ofureflinu en
kannski eru þau að búast til gagnsóknar.
El
ín
Es
th
er
Málið
Ég er með
svengd!
Nú? Fáðu þér
þá að borða!
Hefja át, segirðu?
Þú hefur sniðugheit.
Raskanir
Tungutak
Þórður Helgason
thhelga@hi.is
Nú fara fram athyglisverðar umræður innanRepúblikanaflokksins í Bandaríkjunum umúrslit forsetakosninganna þar sl. þriðjudag,sem margir innan flokksins telja, að þeir
hefðu átt að geta unnið vegna erfiðs efnahagsástands
vestan hafs. Í því sambandi hefur verið bent á að Barack
Obama er annar forsetinn úr röðum demókrata frá lok-
um heimsstyrjaldarinnar síðari, sem nær endurkjöri.
Hinn er Bill Clinton. Hver er skýringin á því, að Romney
mistókst að endurheimta Hvíta húsið fyrir flokk sinn?
Brezka blaðið Daily Telegraph segir að eins konar
„borgarastyrjöld“ hafi brotizt út í Repúblikanaflokknum
í leit að skýringum á því. Sumir segja að ástæðan sé sú,
að repúblikanar hafi ekki höfðað til kvenna, ungs fólks
og fólks af mismunandi þjóðernum, heldur fyrst og
fremst hvítra karla, sem komnir eru yfir miðjan aldur.
Einn af þeim, sem halda þessu fram er Marco Rubio,
öldungadeildarþingmaður en faðir hans kom frá Kúbu.
Talsmenn Teboðshreyfingarinnar
segja hins vegar að Romney hafi
ekki verið nógu staðfastur í boðun
hinnar einu, sönnu, hægristefnu.
Þessar umræður sýna að repú-
blikanar gera sér grein fyrir, að
flokkur þeirra hefur ekki náð að
laga sig að þeim breytingum, sem orðið hafa á banda-
rísku samfélagi.
Það á við um stjórnmálaflokka og það á reyndar líka
við um dagblöð og aðra fréttamiðla að lykillinn að vel-
gengni þeirra er að finna nógu snemma hvaða straumar
eru að brjótast um undir yfirborði samfélagsins og laga
sig að þeim eða leitast við að beina þeim í ákveðinn far-
veg.
Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum er ekki eini
stjórnmálaflokkurinn á Vesturlöndum, sem á við þennan
vanda að stríða. Það hefur átt við um meira og minna
alla flokka í okkar heimshluta að þeir hafa staðið frammi
fyrir þessum vanda. Þess vegna m.a hafa nýir flokkar
náð sér á strik.
Marco Rubio er raunverulega að segja við flokks-
bræður sína að flokkur þeirra verði að ná betur til nýrra
þjóðfélagshópa, sem eru að verða til, ef hann eigi að hafa
möguleika á að fá forseta kjörinn. Barac Obama er sjálf-
ur að þessu leyti breytingin á bandarísku samfélagi holdi
klædd.
Hvaða breyting hefur orðið á íslenzku samfélagi? Inn-
flytjendum hefur fjölgað en ekki svo mjög að þeir geti
ráðið úrslitum í kosningum. Hins vegar hefur tvennt
gerzt: Menntun í samfélagi okkar hefur stóraukizt á
þeirri rúmlega hálfu öld, sem liðin er frá því að fólk af
minni kynslóð gat valið á milli þess að gerast prestar,
læknar, lögfræðingar eða viðskiptafræðingar. Og nýir
samskiptamiðlar hafa orðið til þess að hinn almenni
borgari tekur nú ríkari þátt í þjóðfélagsumræðum, hefur
skoðun á öllu milli himins og jarðar og tæki til þess að
tjá sig samstundis, sbr. Facebook og aðra slíka miðla.
Á sama tíma hefur sennilega dregið úr umræðum og
skoðanaskiptum innan stjórnmálaflokkanna. Þær um-
ræður hafa að töluverðu leyti færst yfir á samskipta-
miðlana og það hefur um leið dregið úr vægi hinna hefð-
bundnu fjölmiðla. Þótt enn fari fram umræður á
vettvangi flokkanna fara þær fram í þrengri hópum en
áður og kannski gefst minni tími til þeirra en áður.
Það er ekki ósennilegt að þetta sé að einhverju leyti
ástæðan fyrir tilvistarkreppu stjórnmálaflokkanna hér.
Árin fyrir hrun og árin eftir hrun sýndu og sýna, að
flokkarnir hafa átt erfitt með að laga sig að breyttum
þjóðfélagsháttum. Hin pólitíska elíta hefur orðið við-
skila við fólkið í landinu og það á við um
alla flokka eins og víggirðingar á Aust-
urvelli hvað eftir annað eru til marks
um.
Barack Obama sagði eftir að sigur
hans var orðinn ljós að hann hefði hlust-
að á fólkið í landinu og yrði betri forseti
næstu fjögur ár vegna þess.
Hafa stjórnmálaflokkarnir og hin pólitíska elíta hlust-
að á fólkið hér? Hefur krafa þess um lausn á skulda-
vanda heimilanna náð eyrum þeirra? Hefur krafan um
aukið lýðræði náð eyrum þeirra?
Nú eru raddir um að einhverjir þingmenn stjórn-
arflokkanna vilji breyta tillögum stjórnlagaráðs um
nýja stjórnarskrá á þann veg, að í stað þess að 10%
kjósenda geti krafizt þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin
mál verði markið 20%. Er það til marks um að það hafi
heyrzt í fólkinu á Austurvelli – eða heyrðist kannski
ekki til þess inni í þingsalnum?
Þeir sem hafa haldið því fram, að um skeið hafi ríkt
flokksræði á Íslandi höfðu rétt fyrir sér. Um skeið réðu
stjórnmálaflokkar öllu. Það var fyrir og upp úr miðri 20.
öldinni. Þeir réðu pólitíkinni. Þeir réðu bönkunum. Þeir
réðu stöðuveitingum. Og þeir tóku allir þátt í að skipta
þessum áhrifum á milli sín eftir aðstæðum hverju sinni.
Á árunum fyrir hrun réðu bankar og viðskipta-
samsteypur öllu á Íslandi. Það var ekki betra en að
flokkarnir réðu, raunar miklu verra.
En nú eru breyttir tímar. Með sama hætti og
spænskumælandi fólk, einstæðar mæður, ungt fólk og
minnihlutahópar af margvíslegu þjóðerni sætta sig ekki
lengur við að hvítir karlar komnir yfir miðjan aldur af
engilsaxneskum uppruna ráði öllu í Bandaríkjunum er
hinn vel menntaði og upplýsti borgari á Íslandi ekki
tilbúinn til að fallast á, að þröngar flokkselítur, bankar
eða viðskiptajöfrar, ráði Íslandi.
Það er þessi breyting á samfélaginu, sem stjórn-
málaflokkarnir verða að skynja og skilja. Þeir sem ná
beztum árangri í því munu uppskera í kosningum.
Hefur pólitíska
elítan hlustað á fólkið?
Þeir hafa orðið viðskila
við fólkið í landinu
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Tuttugasta öldin var öld sósíal-ismans í þremur ólíkum af-
brigðum, þjóðernissósíalisma Hit-
lers og Mússólínis,
byltingarsósíalisma Leníns, Stalíns
og Maós og lýðræðissósíalisma ým-
issa vestrænna jafnaðarmanna, til
dæmis enska stjórnmálafræðingsins
Harolds Laski, sem var fyrirmynd
Ayns Rand að söguhetjunni Ells-
worth Toohey í skáldsögunni Upp-
sprettunni.
Þjóðernissósíalismi Hitlers og
Mússólínis var mjög mannskæður,
og má ekki gleyma því, að Hitler
sendi ekki aðeins Gyðinga í útrým-
ingarbúðir, heldur líka sígauna,
samkynhneigða og ýmsa aðra, sem
ekki ættu heima í þúsundáraríki
hans. En byltingarsósíalismi Len-
íns, Stalíns og Maós var þó sýnu
mannskæðari með fjöldaaftökur sín-
ar, þrælkunarbúðir, þjóðarmorð,
nauðungarflutninga heilla þjóða og
hungursneyðir af mannavöldum. Er
talið, að um eitt hundrað milljón
manna hafi týnt lífi af þeirra völd-
um. Eru þá ótaldir allir þeir, sem
héldu lífi, en fengu ekki notið sín
vegna kúgunar og ofsókna.
En sumir sósíalistar höfðu séð
fyrir hættuna af því að safna öllu
valdi í hendur eins manns, sem hefði
sýnt það í undangenginni valdabar-
áttu, að hann væri harðskeyttari og
ófyrirleitnari en keppinautar hans.
Þýsk-pólski kommúnistinn Rósa
Lúxemburg gagnrýndi einmitt Len-
ín og rússnesku byltingarmennina
fyrir að tryggja ekki aðstöðu minni-
hlutahópa til að gagnrýna stjórnina í
byltingarríkinu með fleygum orðum
1918: „Freiheit ist immer nur Frei-
heit des Andersdenkenden.“ Frelsi
er alltaf frelsi andófsmannsins. Það
þarf auðvitað ekki að tryggja frelsi
manna til að vera með valdinu.
Í hörðum deilum um skipulag
kommúnistaflokksins rússneska
1904 sagði Lev Trotskíj í bæklingi
gegn lenínismanum: „Fyrst kemur
flokksskipulagið í stað flokksins; síð-
an kemur miðstjórnin í stað flokks-
skipulagsins; loks kemur einræð-
isherra í stað miðstjórnarinnar.“
Verður ekki annað sagt en hann hafi
orðið sannspár.
Og Trotskíj sagði um stjórn-
arskrá Stalíns, sem hann boðaði í
Bolshoj-leikhúsinu 11. desember
1937, þar sem Halldór Kiljan Lax-
ness var á meðal áheyrenda (en sú
ræða Stalíns er til á Youtube): „Í
landi, þar sem ríkið er eini vinnu-
veitandinn, bíður stjórnarandstæð-
ingsins hægur hungurdauði.“ Betur
verður varla lýst umkomuleysi and-
ófsmannsins í landi, þar sem hag-
vald og stjórnvald er allt á einni
hendi.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Skörpustu
gagnrýnendurnir