Morgunblaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2012 Vigdís Hauksdóttir bar fram tværspurningar til forsætisráðherra í vikunni og fékk svör við hvorugri sem kemur út af fyrir sig ekki á óvart.    Fyrri spurninginlaut að því að röksemdir stuðnings- manna aðildar að ESB hefðu verið þær að „koma Íslandi í skjól efnahagslega“. Vigdís spurði „hvort það sé álitlegt fyrir okkur sem fullvalda ríki að sækja um að- ild að Evrópusam- bandinu þar sem end- urskoðendur þess treysta sér ekki eitt árið enn til að endur- skoða reikninga sambandsins. Mér telst til að þetta sé í átjánda sinn sem endurskoðendurnir treysta sér ekki til að undirrita efnahagsreikninga þess.“    Þessu svaraði Jóhanna engu öðruen því að hún teldi „efnahags- legt skjól“ í því að ganga í ESB, ekki síst með því að taka upp evruna. Ekki orð um álit endurskoðenda sam- bandsins á reikningum þess, bara sömu furðukenningar og fyrr.    Síðari spurningin var á þá leið hvestór embættismannakvóti Ís- lands yrði við aðild. Kvóti Króatíu, sem er í aðlögun, sé 249 manns. Þess- ari síðari spurningu gat Jóhanna ekki svarað og sagði að hún hefði „bara ekki hugmynd um“ hvað þeir yrðu margir og taldi það litlu skipta.    En skyldi það þó ekki skipta málief sótt er um aðild að sambandi og gengist undir sameiginlega ábyrgð á fjárhag þess hvort þar ríkir alger óreiða? Og gæti ekki verið að einhverjir af „evrópufræðingunum“ renni hýru auga til þess að gerast embættismenn í Brussel? Vigdís Hauksdóttir Engin svör frekar en fyrri daginn STAKSTEINAR Jóhanna Sigurðardóttir Veður víða um heim 9.11., kl. 18.00 Reykjavík 3 skýjað Bolungarvík -4 snjókoma Akureyri 0 slydda Kirkjubæjarkl. 2 léttskýjað Vestmannaeyjar 3 léttskýjað Nuuk -3 léttskýjað Þórshöfn 5 léttskýjað Ósló 0 snjókoma Kaupmannahöfn 8 skýjað Stokkhólmur -1 heiðskírt Helsinki -2 heiðskírt Lúxemborg 7 heiðskírt Brussel 8 heiðskírt Dublin 8 skýjað Glasgow 8 léttskýjað London 11 léttskýjað París 7 skýjað Amsterdam 10 heiðskírt Hamborg 10 skýjað Berlín 10 skýjað Vín 10 léttskýjað Moskva 6 skúrir Algarve 17 skúrir Madríd 16 léttskýjað Barcelona 17 skýjað Mallorca 22 léttskýjað Róm 17 léttskýjað Aþena 15 heiðskírt Winnipeg -6 skýjað Montreal 2 alskýjað New York 6 heiðskírt Chicago 9 skýjað Orlando 20 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 10. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:42 16:42 ÍSAFJÖRÐUR 10:04 16:30 SIGLUFJÖRÐUR 9:48 16:12 DJÚPIVOGUR 9:16 16:07 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Skiptar skoðanir eru um ágæti strandsiglinga og hvort ríkið eigi að niðurgreiða þær. Innanríkisráð- herra boðaði nýlega á Alþingi að út- boð færi fram fljótlega og að strand- siglingar gætu hafist næsta vor. Byggja þau áform fyrst og fremst á niðurstöðu skýrslu sem starfshópur ráðherra skilaði af sér í byrjun árs- ins. Þar var lagt til að strandsigl- ingar yrðu boðn- ar út með ríkis- styrk. Meðal þeirra gagnrýnisradda sem heyrast af landsbyggðinni er að það skjóti skökku við að stjórnvöld séu reiðubúin til að leggja fjármagn í strandsiglingar á sama tíma og niðurskurður hefur verið t.d. á framlögum til heilbrigð- isstofnana og vegamála. Einhæfur starfshópur Samtök verslunar og þjónustu, SVÞ, gæta hagsmuna fyrirtækja á sviði flutninga. Þau skiluðu inn um- sögn um skýrslu starfshópsins og er þar að finna margháttaða gagnrýni, ekki aðeins á strandsiglingarnar sjálfar og fyrirkomulag þeirra held- ur einnig á vinnubrögð stjórnvalda. SVÞ hafði óskað eftir því að fá full- trúa í starfshópinn og gagnrýndu þau hve einhæfur hann væri. Þar hefðu fyrst og fremst verið aðilar sem sæju sér hag í að koma sigling- unum á að nýju. Starfshóp ráðherra skipuðu hafn- arstjóri Ísafjarðar, skrifstofustjóri Akureyrarhafnar, deildarstjóri hafnasviðs Siglingastofnunar, tveir lögfræðingar úr innanríkis- og fjár- málaráðuneytinu, rekstrarfræð- ingur og einn frá Vegagerðinni. „Flutningafyrirtækin eru algjör- lega mótfallin þessu. Þetta samræm- ist ekki nútíma viðskiptaháttum, fyr- ir utan það að mörg önnur fyrirtæki innan okkar raða eru heldur ekki tilbúin til þess að fara að flytja sínar vörur með strandsiglingum. Þau sjá sér ekki hag í því,“ segir Lísbet Ein- arsdóttir, forstöðumaður flutninga- og fræðslumála SVÞ, og bendir á að í skýrslu starfshópsins sé fullyrt að fyrirtæki komi til með að nýta þenn- an flutningamáta. Ekki hafi verið leitað til stærri þjónustufyrirtækja til að kanna áhuga þeirra á flutninga- leiðinni. Í umsögn SVÞ er fram- kvæmd könnunar atvinnuþróunar- félaga meðal fyrirtækja einmitt gagnrýnd. Þar hafi áhugi bæði stærri flutningskaupenda og flutn- ingsaðila ekki verið kannaður. Benda samtökin á að ríkisstyrktir strandflutningar hefðu í för með sér auknar tekjur hafna og sveitarfélaga á meðan tekjur Vegagerðarinnar af umferð myndu minnka vegna minni umferðar. Telja samtökin að stefna í samgöngumálum eigi að taka mið af fjárhags- og samfélagslegri hag- kvæmni. „Ríkisvaldið ætti ekki að geta gripið til aðgerða sem miða að því að færa þungaflutninga út á sjó enda óljóst hvar samfélagslegir hagsmunir liggja í því. Afturhvarf til reksturs strandsiglinga með ríkis- styrkjum er fráleit leið og engum til hagsbóta,“ segir m.a. í umsögn SVÞ. Fráleitt og eng- um til hagsbóta  SVÞ gagnrýna áform um strand- siglingar harðlega Morgunblaðið/Jón G. Guðjónsson Strandsiglingar Áformin harðlega gagnrýnd af flutningafyrirtækjum. Lísbet Einarsdóttir ...alveg með’etta Fylgir Morgunblaðinu alla fimmtudaga Viltu selja eða kaupa fyrirtæki? Firma Consulting, Þingaseli 10, 109 Reykjavík, GSM: (+354) 820 8800 og (+354) 896 6665, Fax: (354) 557 7766, Veffang: firmaconsulting.is Magnús Hreggviðsson viðskiptafræðingur og lög- giltur fyrirtækja-, fasteigna- og skipasali. Magnús er með áratuga reynslu af endurskoðunarstörfum, sem rekstrarráðgjafi, fyrirtækja- og fasteignasali, útgef- andi, fasteignarekandi, „land-developer“ í Smára- hvammi og starfandi stjórnarformaður í nokkrum fyrirtækjum. Er aðalráðgjafi hjá Firma Consulting. (magnus@firmaconsulting.is) Firma Consulting (www.firmaconsulting.is) er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf við kaup og sölu millistórra og stórra fyrirtækja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.