Morgunblaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2012
Brokkolítöflurnar - Cognicore® Daily
Fékk gömlu góðu
orkuna til baka !
Auk þess sléttari
húð og nýtt
glansandi heilbrigt
hár í kaupbæti.
Ég byrjaði að taka brokkolitöflurnar Cognicore efir að hafa séð vin minn sem hafði alltaf verið orkulaus og
þreyttur taka ótrúlegum breytingum eftir að hann fór að taka töflurnar. Sjálf er ég alsæl því ég fékk gömlu
góðu orkuna mína til baka. Ekki bara það, heldur hrökk meltingin hjá mér líka í lag eftir rúman mánuð og nú
fæ ég varla kvef og pestir.
Betra útlit !
Það er klárt mál að brokkolítöflurnar vinna gegn öldrunaráhrifum því fínu andlitshrukkurnar sem koma jú bara,
eru ekki nærri eins sýnilegar og áður. Húðin er sléttari, ásýndin afslappaðri og mér finnst ég líta betur út. Eins
er það með hárið sem alltaf var svo líflaust og þreytt - halló.... það er allt í einu orðið glansandi og vex meira
nú en fyrir 20 árum.
Það eru forréttindi að hafa kynnst brokkolí áhrifunum !
Hrafnhildur Hákonar
53 ára
Brokkolítöflurnar Cognicore fást í helstu
apótekum og heilsubúðum
www.brokkoli.is
Náttúrulegt fagnaðarefni fyrir frumurnar!
Kristniboðsdagur þjóðkirkj-
unnar er á morgun, sunnudag-
inn 11. nóvember.
Biskup hvetur presta og
starfsfólk safnaðanna til að
minnast kristniboðsins í guðs-
þjónustum dagsins og taka sam-
skot til þess. Kristniboðsalm-
anakinu fyrir árið 2013 verður
víða dreift í kirkjum landsins.
Samband íslenskra kristni-
boðsfélaga var stofnað árið
1929 og stóð fyrstu tvo áratug-
ina að baki íslenskum kristniboðum í Kína. Frá árinu 1954 hafa íslenskir
kristniboðar verið að verki víða í suðurhluta Eþíópíu. Alls hafa rúmlega 30
Íslendingar starfað sem kristniboðar í landinu, flestir í yfir 10 ár.
Árið 1978 hóf Kristniboðssambandið starf í Keníu og hafa fulltrúar þess
dvalið nánast sleitulaust meðal Pókotmanna í norðvesturhluta landsins frá
þeim tíma.
Íslenskir kristniboðar eru nú einnig að störfum í Japan, segir í tilkynningu
frá Sambandi íslenskra kristniboðsfélaga.
Skólastarf Glaðir nemendur í einum þeirra skóla
sem íslenskir kristniboðar reka í Afríku.
Hvatt til samskota á kristniboðsdeginum
Formleg opnun framhaldsdeildar á Hvammstanga fer fram mánudaginn
12. nóvember kl. 16.00 í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Þann dag verður
einnig opið hús í húsakynnum deildarinnar, á neðri hæð félagsheimilisins
kl. 16.00-18.00. Mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir,
verður viðstödd opnunina og mun undirrita samstarfssamning milli Húna-
þings vestra og FNV. Boðið verður upp á vöfflur og kaffi á efri hæðinni.
Í haust var stofnuð framhaldsdeild frá Fjölbrautaskóla Norðurlands
vestra á Hvammstanga. Verkefnið er samstarfsverkefni milli Húnaþings
vestra og FNV. Í dreifnáminu geta nemendur úr Húnaþingi vestra stundað
nám á framhaldsskólastigi undir stjórn kennara FNV, með aðstoð nútíma-
upplýsingatækni. Markmiðið er að nemendur geti stundað almennt bók-
nám fyrstu tvö árin í sinni heimabyggð.
Umsjónarmaður deildarinnar á Hvammstanga er Rakel Runólfsdóttir og
heldur hún utan um starfsemina þar. Öll kennsla fer fram gegnum fjar-
fundabúnað frá Sauðárkróki. Nemendafjöldi í dreifnáminu er 17, þar af 12
sem útskrifuðust úr 10. bekk sl. vor.
Dreifnámið byggist á að veita nemendum almennan bóklegan grunn
fyrstu tvö árin, en almennt má segja að dreifmennt sé góður kostur til að
brúa bil milli landshluta og gera einstaklingum kleift að stunda nám hvar
sem þeir eru staðsettir, segir í tilkynningu.
Nemendur í dreifnámi fara í tvær námslotur á Sauðárkróki á hverri önn,
viku í senn. Loturnar eru mikilvægur hluti af náminu, þá gefst nemendum
tækifæri til þess að hitta kennara, fá verklega kennslu og stunda félagslíf.
Opið hús verður á formlegri opnun fram-
haldsdeildarinnar á Hvammstanga
Dagskrá á vegum Listvinafélags
Hveragerðis, sem frestað var vegna
veðurs síðasta laugardag, verður
haldin í dag, laugardaginn 10. nóv-
ember, í Listasafni Árnesinga við
Austurmörk. Dagskráin hefst kl.
13:00 og stendur í klukkustund.
Í upphafi kynnir Guðrún A.
Tryggvdóttir formaður félagið og
sýninguna Listamannabærinn
Hveragerði – fyrstu árin. Síðan
opna Svanur Jóhannesson og Heið-
dís Gunnarsdóttir nýjan vef félags-
ins og Páll Svansson vefhönnuður
kynnir vefinn. Anna Margrét Stef-
ánsdóttir les úr bók sinni Engillinn
minn og Magnús Þór Sigmundsson
flytur nokkur af lögum sínum.
Allir eru velkomnir.
Nýr vefur Svanur Jóhannesson og Guðrún
A. Tryggvdóttir, formaður félagsins.
Listvinafélag Hvera-
gerðis opnar nýjan
vef á fundi í dag
Ráðstefnan Lýðræði á 21. öld verður haldin í Ráðhúsi
Reykjavíkur í dag, laugardaginn 10. nóvember, kl. 10-
15. Þar verður fjallað um eflingu lýðræðis á Íslandi,
þátttöku íbúa í fjárhagsáætlanagerð, íbúalýðræði í
Reykjavík og barnalýðræði. Ögmundur Jónasson inn-
anríkisráðherra heldur fyrirlesturinn: Lýðræði á
nýrri öld: Valdið til fólksins. Erlendir fyrirlesarar eru
Melissa Mark-Viverito og Donata Secondo og munu
þær fjalla um fjárhagsáætlanagerð með þátttöku íbúa
í New York. Eftir hádegi mun Ellý Katrín Guðmunds-
dóttir borgarritari fjalla um íbúalýðræði í Reykjavík og Jón Gnarr borg-
arstjóri um Betri Reykjavík. Síðasti hluti ráðstefnunnar fjallar um barna- og
ungmennalýðræði og undir þeim lið verða fluttir fjórir fyrirlestrar.
Lýðræði á 21. öld í Ráðhúsi Reykjavíkur
Köku- og nytjabasar verður hald-
inn sunnudaginn 11. nóvember kl.
12 í safnaðarheimili Áskirkju við
Vesturbrún. Á markaðnum verður
ýmislegt á boðstólum, svo sem
heimabakstur, notaður og nýr
varningur. Jafnframt verður kaffi-
sala. Allir eru velkomnir.
Basar í Áskirkju
Sunnudaginn 11. nóvember verður
haldinn skemmtilegur handverks-
markaður í Víkinni Sjóminjasafni
við Grandagarð milli kl. 11 og 17.
Til sölu verður íslenskt handverk
sem er tilvalið í jólapakkana. Margt
verður gert til skemmtunar þennan
dag. Harmonikkuleikarar skemmta
gestum og jólaföndur verður fyrir
börnin – allt efni á staðnum.
Heitt verður á könnunni á kaffi-
húsinu og heimabakað bakkelsi á
boðstólum að vanda. Sjóminjasafn-
ið verður opið og boðið upp á leið-
sögn um varðskipið Óðin. Allir eru
velkomnir í Víkina.
Markaður í Víkinni
STUTT
Batteríið arkitektar í samstarfi við arkitektastofuna
Link Arkitektur í Bergen í Noregi sigruðu í arkitekta-
samkeppni þriggja arkitektafyrirtækja um framtíð-
arsýn fyrir bæjarhlutann Fyllingsdalen í Bergen. Hin
tvö fyrirtækin sem tóku þátt voru norska arkitekta-
stofan Snøhetta og danska arkitektastofan BIG, Bjarke
Ingels Group, hvort tveggja heimsfræg arkitekta-
fyrirtæki.
Um er að ræða sex hektara svæði og er gert ráð fyrir
að á því rísi þétt byggð verslana, skrifstofa og íbúða
u.þ.b. 150.000 fermetrar. Heildarkostnaður við fram-
kvæmdina gæti numið yfir 60 milljörðum króna og mun
um eitt stærsta byggingaverkefni í Noregi að ræða.
Vinningstillagan hefur vakið athygli í Noregi, ekki síst
tvö 35 hæða hús, sem setja mikinn svip á hverfið.
Sóttur var innblástur í staðbundnar hefðir í arkitekt-
úr eins og þær birtast t.d. í gömlu bryggjuhúsunum við
höfnina í miðbæ Bergen og þau sérkenni túlkuð á nú-
tímalegan hátt. Byggðarmynstur tillögunnar felur í sér
verulegan sveigjanleika hvað varðar áfangaskil, þétt-
leika og framkvæmdaröðun. Hverfið mun tengjast nýju
léttlestarkerfi í Bergen. Þá skipa sjálfbærar skipulags-
lausnir ríkan sess í verðlaunatillögunni.
Batteríið arkitektar hefur starfað í Noregi síðan
2009 og hannað þar fjölda bygginga, ýmist beint eða í
samstarfi við önnur arkitektafyrirtæki á vesturströnd-
inni í Noregi. Þar á meðal Link Arkitektur bæði í
Stavanger og Bergen. aij@mbl.is
Tvíburaturnar Vinningstillagan hefur vakið athygli í Noregi, ekki síst turnarnir sem setja mikinn svip á hverfið.
Batteríið sigraði í
samkeppni í Noregi
Innblástur sóttur í bryggjuhúsin í miðborg Bergen