Morgunblaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2012 D Y N A M O R EY K JA V ÍK „HIMNESKAR UPPSKRIFTIR“ Áhugaverð og glæsileg bók með spennandi og girnilegum réttum af söguslóðum Biblíunnar. Hráefnið er hins vegar úr íslenskri náttúru til sjávar og sveita. Einfaldur og heilsusamlegur matur en um leið kitlandi og framandi! „Himneskar uppskriftir og sérlega bragðgóð skemmtun að fletta þessari matreiðslubók.“ SIGURLAUG M. JÓNASDÓTTIR, MATGÆÐINGUR ÓMÓTSTÆÐILEGIR RÉTTIR! 5. SÆTIMetsölulisti EymundssonHandbækur / fræðibækur / ævisögur31.10.-06.11.12 AFP Kínverji hvílir lúin bein á Tiananmen-torgi í kínversku höfuðborginni Peking. Mikill öryggisviðbúnaður er í miðborg Peking vegna vikulangs flokksþings komm- únista sem hófst í Höll alþýðunnar í fyrradag. Flokks- þingið á meðal annars að skipa níu menn sem leiðtogar kommúnistaflokksins hafa valið í fastanefnd stjórn- málaráðsins, æðstu valdastofnunar flokksins. Aðeins ein kona, Liu Yandong, á sæti í stjórnmálaráðinu sem er skipað 24 mönnum. Fréttaskýrendur telja líklegt að Liu Yandong verði á meðal þeirra sjö manna sem skip- aðir verða í fastanefndina, en hún tekur allar mikil- vægustu ákvarðanirnar í kínverskum stjórnmálum. Liu yrði fyrst kvenna til að fá sæti í fastanefndinni. Sér- fræðingar í kínverskum stjórnmálum telja þó ólíklegt að pólitískt vægi kvenna aukist verulega eftir upp- stokkunina í forystu kommúnista á flokksþinginu. Talið að kona verði í forystusveitinni Líklegt er að Kína fari fram úr Bandaríkjunum og verði stærsta hagkerfi heims eftir fjögur ár, að mati OECD, Efnahags- og framfara- stofnunarinnar. OECD telur að kínverska hag- kerfið verði stærra en allt hagkerfi evrulandanna til samans fyrir næstu áramót og verði stærra en banda- ríska hagkerfið fyrir lok ársins 2016, að því er fram kemur í nýrri skýrslu. Að mati stofnunarinnar verður meðalhagvöxturinn í heiminum um 3% á ári næstu hálfu öldina, en mikill munur verður á vextinum eftir lönd- um og heimshlutum. OECD telur að innan þrettán ára verði samanlögð landsframleiðsla Kína og Indlands meiri en samanlögð landsframleiðsla sjö stórra hagkerfa – Bandaríkj- anna, Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Japans, Kanada og Þýskalands. Lífskjaramunur minnkar „Við sjáum fram á mikla breyt- ingu á efnahagslega valdajafnvæg- inu í heiminum í framtíðinni,“ hefur breska dagblaðið The Guardian eftir Asa Johanson, hagfræðingi Efna- hags- og framfarastofnunarinnar. Mikill lífskjaramunur verður áfram í heiminum þótt gert sé ráð fyrir því að tekjur fólks í þróunar- löndum fjórfaldist fyrir árið 2060. OECD spáir því að meðaltekjurnar í Kína og á Indlandi aukist enn meira, eða sjöfaldist næstu fimmtíu árin. Stofnunin telur þó að meðaltekjurn- ar í þróunarlöndunum verði aðeins um 25-60% af meðaltekjunum í Bandaríkjunum árið 2060. OECD segir að fjármálakreppan síðustu misseri hafi haft áhrif á efna- hag heimsins en ekki sé gert ráð fyr- ir að hún hafi áhrif á þróun hagvaxt- ar til langs tíma litið, að því er fram kemur á fréttavef BBC. bogi@mbl.is Kína stærsta hagkerfið 2016?  OECD spáir því að Kína fari fram úr Bandaríkjunum AFP Kínverskt gull Fer Kína fram úr Bandaríkjunum á næstu árum? Ungur breskur hönnuður hlaut virt alþjóðleg verðlaun fyrir að hanna „mannúðleg“ fiskinet sem gera smáfiski kleift að sleppa úr veiðarfær- unum. Fram kemur í breska blaðinu The Guardian að David Watson hafi hannað sérstaka hringi sem settir eru í netin svo smáfiskar geti sloppið úr þeim. Fyrir þetta fékk Watson alþjóðlegu James Dyson-verðlaunin, sem veitt eru fyrir hag- kvæmar lausnir á alþjóðlegum vandamálum. UNGUR HÖNNUÐUR Verðlaunahringurinn. Verðlaun fyrir „mannúðleg“ fiskinet Michael Bloom- berg, borgar- stjóri New York, hefur fyrirskipað bensínskömmtun en eldsneyti hef- ur verið af skornum skammti í borg- inni eftir að felli- bylurinn Sandy gekk þar yfir fyrir skömmu. Langar biðraðir hafa verið við bensínstöðvar í borginni en aðeins um fjórðungur bensínstöðva í borg- inni er starfhæfur. Nú fá eigendur bíla með númer sem enda á odda- tölu aðeins að kaupa bensín á odda- töludagsetningum og eigendur bíla með númer sem enda á sléttri tölu að kaupa bensín hina dagana. Grip- ið hefur verið til svipaðra ráðstaf- ana í New Jersey. BANDARÍKIN Bensínið skammtað í New York Beðið eftir bensíni í New York. Lögreglumenn í Indónesíu, sem burðast með of mörg aukakíló, hafa verið skikk- aðir til að fara í sérstakt líkams- ræktarátak til að auka líkur á að þeir geti hlaupið uppi glæpamenn. „Lögreglu- menn með ístru hlaupa of hægt,“ sagði Wahyu Widala, lögreglustjóri í Tangerang, skammt frá höf- uðborginni Jakarta. Alls eru 1.473 lögreglumenn í liði borgarinnar og af þeim eru um 130 taldir vera of feitir og þurfa að fara í sérstakar æfingabúðir. Lögreglustjórinn sagði að lög- reglumennirnir yrðu einnig að gæta að mataræðinu, ella væri lík- amsræktin þýðingarlaus. INDÓNESÍA Lögreglumenn send- ir í líkamsrækt Lögreglumenn í Indónesíu. Karlmaður fannst í gær látinn inni í embættisbústað Fredriks Rein- feldts, forsætisráðherra Svíþjóðar, í miðborg Stokkhólms. Að sögn lög- reglu var maðurinn öryggisvörður, sem virðist hafa svipt sig lífi. Talsmaður Reinfeldts sagði við AFP-fréttastofuna að forsætisráð- herrann hefði ekki verið heima þegar þetta gerðist. Að sögn sænskra fjölmiðla komu starfsfélagar mannsins að honum látnum þegar þeir komu á ný til starfa í embættisbústaðnum eftir matarhlé. Fannst maðurinn inni á salerni en hann var með skotsár á höfðinu. Talið er að hann hafi skot- ið sig með skammbyssu sinni. SVÍÞJÓÐ Svipti sig lífi í embættisbústað Stokkhólmur Lögreglubílar utan við embættisbústað Reinfeldts.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.