Morgunblaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 60
60 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2012
LISTASAFN ÍSLANDS
Listasafn Reykjanesbæjar
ÁSÝND FJARSKANS
THE SHAPE OF YONDER
Þorbjörg Höskuldsdóttir
26. október – 16. desember
Bátasafn Gríms Karlssonar
Byggðasafn Reykjanesbæjar
Opið virka daga 12-17, helgar 13-17.
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Lauslega farið með staðreyndir –
sumt neglt og annað saumað fast
Þórunn Elísabet Sveinsdóttir
Hinumegin
Þuríður Rós Sigurþórsdóttir
Hádegisleiðsagnir
Alla föstudaga kl. 12
meðan sýningarnar standa yfir
Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri.
www.hafnarborg.is sími 585 5790
Aðgangur ókeypis
TÓMIÐ
HORFIN VERK KRISTINS PÉTURSSONAR
Athugasemdir:
Hildigunnur Birgisdóttir
Huginn Þór Arason
Sólveig Aðalsteinsdóttir
Unnar Örn
Opið fimmtud.-sunnud. kl. 12-18
AÐGANGUR ÓKEYPIS
www.listasafnarnesinga.is
Hveragerði
Gísli B.
Fimm áratugir í grafískri hönnun
Sunnudaginn kl. 14.00
Sýningarstjóri spjallar við Gísla
Opið alla daga nema mán. kl. 12-17.
Garðatorg 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is
Nýjar sýningar í Myndasal og á Vegg:
Fólkið á Þórsgötu – Skyndimyndir frá árunum 2004-2012
Þvert yfir Grænlandsjökul 1912-1913
Heimkoma: Hljóðfrásagnir af eyðibýlum - á 3. hæð
Teikning - þvert á tækni og tíma í Bogasal
Jón í lit á Torgi
Þjóð verður til- Menning og samfélag í 1200 ár
Ratleikir, safnbúð og Kaffitár
Sunnudag kl. 15: Leiðsögn á pólsku
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17
REK; Anna Hallin & Olga Bergmann 10.11.-31.12. 2012
SUNNUDAGUR 11. nóv. kl. 14 - SAMTAL VIÐ LISTAVERK,
Anna & Olga spjalla við gesti.
VETRARBÚNINGUR 10.11.2012 – 31.1. 2013
HÆTTUMÖRK; Rúrí 19.5. – 31.12. 2012
SAFNBÚÐ Listaverkabækur, kort og gjafavara.
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600
OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
Bergstaðastræti 74, sími 561 2914
Opið þri. til fim. kl. 11-14, sun. kl. 13-16
www.listasafn.is
SÝNINGARSALIR Í KJALLARA:
Sýningin „Lífið í Vatnsmýrinni“
5. sept. - 4. nóv. opið 12-17 alla daga, lokað mánudaga.
Á sýningunni er hægt að kynnast marglaga sögu Vatnsmýrarinnar. Hún er
hugsuð til að efla vitund um náttúruna inni í borginni og borgina í náttúrunni.
NÁTTÚRUSKÓLI NORRÆNA HÚSSINS
- fjölskyldudagskrá alla virka daga í sept. og okt. kl. 12-17, lokað mánudaga.
Ratleikur með spurningum og verkefnum
sem fjölskyldan leysir saman
Norræna húsið, Sturlugötu 5, s. 551 7030
www.norraenahusid.is , nh@nordice.is
Opið alla virka daga 9-17, helgar 12-17. Aðgangur ókeypis.
NORRÆNA HÚSIÐ
Söfn • Setur • Sýningar
Það er eitthvað við Kylie Mi-nogue sem hefur hana uppfyrir meðalmennskuna ípoppheimum. Hún hefur
það sem kallast „klassi“, einhvern
blæ ósnertanleika og svalheita sem
hefur verið að aukast með árunum.
Hún hefur líka sýnt eftirtektarvert
þolgæði og hæfileika í að laga sig að
örum sveiflum þeim sem einkenna
popplandið, ekki ósvipað því sem Ma-
donna hefur mundað, þó að ástralska
drottningin komist ekki nálægt þeirri
amerísku í þeim fræðunum (og það
gerir sosum enginn). Framan af ferli
sýndi hún glæsilega fram á þetta,
byrjaði í hreinu tyggjókúlupoppi, fór
yfir í kynþokkafullt dívupopp, dýfði
tánum í framhaldinu í einskonar
gáfumannapopprokk (platan Kylie
Minogue frá 1994), þaðan í dansvænt
rafpopp. Og já, bara í það sem henta
þótti hverju sinni. Dúett með Nick
Cave? Ekki vandamálið…
Kvartöld fagnað
En þrautseigjan kom fyrst í ljós af
einhverri alvöru þegar Minogue
greindist með brjóstakrabbamein ár-
ið 2005. Baráttuandinn svall í henni
og þó hún væri á
miðju tónleika-
ferðalagi, Showgirl:
The Greatest Hits To-
ur, hélt hún ótrauð
áfram. Platan X kom
út 2007 og 2010 var
það Aphrodite en tón-
leikaferðalagið í kjöl-
far hennar var það
farsælasta á ferli Mi-
nogue til þessa. Á
þessum árum var eins
og staða hennar sem ósnertanlegrar
poppdívu ykist jafnt og þétt, alls kyns
viðurkenningar og verðlaun og í
heimalandinu, Ástralíu, er hún með
stöðu nokkurs konar gyðju, Eivör
Pálsdóttir þeirra Ástrala svo ég noti
skemmtilega líkingu.
Þetta ár allt hefur svo farið í að
fagna kvartaldarafmæli Minogue
sem popplistamanns. K25 er það kall-
að og hófst það með nokkuð skringi-
legu útspili, Anti Tour, þar sem Mi-
nogue söng sjaldgæf og sjaldheyrð
lög af ferli sínum fyrir ofuraðdáand-
ann eins og það var kallað. Varð
henni ekki skotaskuld úr því að
trekkja tugþúsundir aðdáenda inn á
þessa tónleika sem fengu góða dóma.
Safnplata kom svo út í sumar saman
með forláta smáskífuöskju, K25 Time
Capsule.
Niðurstrípað
Og nú fyrir stuttu kom svo platan
The Abbey Road Sessions út, þar
sem hin ýmsu lög frá ferlinum eru
sett í yfirhalningu, m.a. er stuðst við
sinfóníuhljómsveit í nokkrum lag-
anna. EMI, útgefandi Minogue, nýtti
sér Parlophone-merkið fræga til að
gefa út plötuna (sem gaf út Bítlana á
sínum tíma), svona til að undirstrika
tenginguna við þetta sögufræga
hljóðver. Hugmyndin var að strípa
niður lögin, leggja meiri áherslu á
laglínur og söng. Dæmið gengur upp
meira og minna og forvitnilegt að
heyra hvernig raf-
poppsslagarar eins og
„Slow“ (sem Emilíana
okkar Torrini átti þátt
í) og risasmellurinn
„Cant get you out of
my head“ taka á sig
allt annað form. Út-
setjararnir fá feitt
prik í kladdann, t.d.
verður froðan „I sho-
uld be so lucky“, lagið
sem kom Minogue á
kortið á sínum tíma, nær óþekkj-
anlegt; orðið að dramatískri og
myrkri ballöðu. Gaman líka að heyra í
landa hennar, Nick Cave, sem kíkir í
heimsókn á „Where the Wild Roses
Grow“, lag sem gerði mikið fyrir feril
beggja aðila á sínum tíma.
Hún er sírena sem seiðir…
Klassi Kylie Minogue á það sameiginlegt með Sean Connery að verða æ flottari með aldrinum.
Hin ástralska Kylie Minogue fer fimum fingrum um lagabálk sinn í Abbey Road Umskipti urðu
á ferli hennar eftir að hún háði baráttu við krabbamein Fagnar 25 ára popplistamannsafmæli
»Hún hefur líkasýnt fram á
eftirtektarvert
þolgæði og hæfi-
leika í að laga sig
að örum sveiflum
þeim sem ein-
kenna popplandið
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is