Morgunblaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 25
Veiðarfæri og afli Veiðarfæraskipting afla íslenskra skipa fiskveiðiárin 2007/08 - 2011/12 Þorskígildi hvers árs % 2007/08 2008/09 2009/10 2010/11 2011/12 Botnvarpa 45,5% 45,0% 44,5% 40,1% 41,2% Dragnót 6,6% 7,7% 5,5% 4,7% 4,0% Handfæri 1,0% 2,1% 2,3% 3,0% 2,7% Lína 19,3% 22,4% 19,8% 19,3% 16,6% Net 4,7% 6,2% 4,8% 5,2% 5,4% Nót 7,1% 11,1% 16,2% 9,7% 9,1% Annað 15,8% 5,5% 6,9% 18,0% 21,1% Eins og undanfarin fiskveiðiár var botnvarpan mikilvægasta veiðarfær- ið á Íslandsmiðum á nýliðnu fisk- veiðiári með tilliti til aflamagns. Hlutur botnvörpu var 41,2% og hef- ur aflinn verið reiknaður til þorsk- ígilda samkvæmt þorskígildisstuðl- um, að því er fram kemur í Aflahefti Fiskistofu. Hlutur línu hefur verið í kringum 20% undanfarin fiskveiðiár en minnkar heldur þetta árið, fer niður í 16,6%. Nokkuð stór hluti afla sem flokkast undir önnur veiðarfæri er flotvarpa. Upplýsingarnar sem koma fram í meðfylgjandi töflu ná til meira en 95% af verðmæti heildar- afla tímabilsins. Heildaraflinn á fiskveiðiárinu var rúm 1.443 þúsund tonn og jókst um 27% milli ára. Það skýrist einkum af 290 þúsund tonna aukningu í upp- sjávarafla frá fyrra ári en hann nam rétt tæpri einni milljón tonna. Botn- fiskaflinn jókst um 15 þúsund tonn. aij@mbl.is Botnvarpan mikil- vægasta veiðarfærið FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2012 Kjörstaðir í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi Kjörstaðir verða opnaðir laugardaginn 10. nóvember kl. 9.00 og lokað kl. 18.00. Álftanes Vallarhús við Breiðumýri Garðabær Sjálfstæðisheimilið, Garðatorgi 7 Hafnarfjörður Víðistaðaskóli, Hrauntungu 7 Kópavogur Sjálfstæðisheimilið, Hlíðarsmára 19 Mosfellsbær Sjálfstæðisheimilið, Háholti 23 Seltjarnarnes Sjálfstæðisheimilið, Austurströnd 3 – 3. hæð Bjarni Benediktsson Óli Björn Kárason Bryndís Loftsdóttir Ragnar Önundarson Elín Hirst Ragnheiður Ríkharðsdóttir Friðjón R. Friðjónsson Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir Gunnlaugur Snær Ólafsson Sveinn Halldórsson Jón Gunnarsson Sævar Már Gústavsson Karen Elísabet Halldórsdóttir Vilhjálmur Bjarnason Kjartan Örn Sigurðsson Þorgerður María Halldórsdóttir Nánari upplýsingar á www.xd.is Sjálfstæðisflokkurinn Yfirdýralæknir reiknar með að leggja til við ráðherra að naut- gripir sem greinst hafa með smit- andi barkabólgu verði felldir. At- vinnuvegaráðuneytið mun taka endanlega ákvörðun um aðgerðir. Fyrir fáeinum vikum kom í ljós að nautgripir á Egilsstaðabúinu voru með smitandi barkabólgu sem getur valdið fósturláti. Nánari sýnatökur og rannsóknir í umdæm- inu og um allt land leiddu í ljós að 33 kýr á búinu voru smituð og einn nautgripur á öðrum bæ en hann hafði komið frá Egilsstaðabúinu. Ekkert smit fannst á öðrum bæjum í umdæminu og rannsóknir á mjólk benda ekki til þess að sjúkdóminn sé víðar að finna. Nú er verið að rannsaka blóðsýni úr öllum gripum á þessum tveimur bæjum sem ekki hafa áður verið rannsakaðir, samtals vel á þriðja hundrað. Halldór Runólfsson yf- irdýralæknir segir að þegar niður- stöður liggja muni hann leggja til að sýktir gripir verði felldir. Sýktir nautgripir verði felldir  Allir nautgripir á 2 bæjum prófaðir Morgunblaðið/Eggert Kýr Verið er að rannsaka vel á þriðja hundrað nautgripa. Magna Björk Ólafsdóttir sendi- fulltrúi Rauða krossins á Íslandi er á leið til Keníu þar sem hún mun næsta árið starfa við að stýra lækn- isþjónustu og samhæfa aðgerð- ir á hamfara- svæðum í Afríku. Hún heldur til Naíróbí í dag, laug- ardag. Magna Björk, sem er hjúkr- unarfræðingur, mun starfa á svæð- isskrifstofu Alþjóða Rauða krossins í Naíróbí. Skrifstofan þjónar 54 lönd- um Afríku. Magna hefur áður starfað sem sendifulltrúi Rauða krossins, á Haítí 2010 og í Najaf í Írak 2011. Þá vann Magna fyrir Lækna án landamæra í Síerra Leóne fyrr á þessu ári. Starfar fyrir Rauða kross- inn í Keníu Magna Björk Ólafsdóttir Snjóflóð sem féll í Skagafirði, úr svonefndri Úlfskál í mynni Kol- beinsdals og Hjaltadals, bar með sér um 60 tonna stein sem stóð í um 160 metra hæð. Frá þessu er greint á fréttavefnum Feyki. Haft er eftir Þorvaldi G. Óskarssyni ábúanda að flóðið hafi verið með þeim lengri sem fallið hafa á svæðinu. Það braut meðal annars niður hlaðinn stífluvegg uppistöðulóns rafstöðvar sem sett var upp árið 1947. Snjóflóð bar með sér 60 tonna stein
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.