Morgunblaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 40
40 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2012 Ég var ungur mað- ur þegar ég kynntist stjórnmálum, líklega aðeins 7 ára gamall. Nánustu vinir mínir segja að ég hafi alltaf verið mjög pólitískur en farið vel með það í störfum mínum. Ég hef lagt mig eftir því að eiga gott samstarf við fólk úr öllum stjórnmálaflokkum. Ég hef aldrei látið aðra líða fyrir skoðanir sínar í samstarfi, aðeins í kosningum. Það er von að einhverjir spyrji hver er maðurinn sem þeysir nú fram stjórnmálavígvöll, kominn fram yfir miðjan aldur, fyrir hvað stendur Vilhjálmur Bjarnason og hvað hefur hann haft fram að færa? Ég hef tekið virkan þátt í samfélagsumræðu á liðnum árum og er stoltur af mörgu. Ég er stoltastur af því að hafa aldrei ver- ið í samkór um vitfirringu. Hver er ég: Ég er viðskiptafræðingur að mennt og ég er lektor í við- skiptafræðideild Háskóla Íslands. Ég hef verið bankaútibústjóri í Vestmannaeyjum og tímavörður í handbolta hjá Stjörnunni í Garða- bæ. Ég er fjölskyldufaðir í Garðabæ, við hjónin eigum tvær dætur. Ég hef áhuga á tónlist, myndlist, hlaupum og íþróttum. Ég býð mig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvest- urkjördæmi vegna þess að ég tel mig hafa þá þekkingu sem þing- maður þarf: Þekkingu á sögu lands og þjóð- ar. Þekkingu á efnahags- og skatta- málum. Þekkingu á fjármálamarkaði Þekkingu á erlendum viðskiptum Þekkingu á málefnum þeirra er minna mega sín Þekkingu og þor til að taka afstöðu í erf- iðum málum Mín grundvall- arskoðun er sú að hver einstaklingur eigi að búa við frelsi til orðs og athafna. Frelsið takmarkast alltaf við það að skaða ekki aðra. Forréttindi eru ekki frelsi. For- senda þess frelsis er fjárhagslegt sjálfstæði á öllum aldurs- skeiðum. Til þess að svo megi verða þarf að efla virð- ingu fyrir sparnaði í landinu. Ég hef starfað síðustu ár við að verja rétt sparifjáreigenda. Réttur sparifjáreigenda hefur verið fyrir borð borinn, litlir hluthafar voru sniðgengnir í hlutafélögum á ár- unum fyrir hrun. Hinir stóru fóru sínu fram án þess að eftirlitstofn- anir beittu valdi sinu og áhrifum til að gæta laga og réttar. Það varð siðrof með þjóðinni. Frjáls sparnaður er ein af fjór- um stoðum lífeyris landsmanna. Hinar stoðirnar eru: Almannatryggingar Lífeyrissjóðir Frjáls viðbótarlífeyrissparnaður Á móti þessu stendur skulda- vandi heimilanna. Sá vandi varð ekki til í einu vettvangi árið 2008. Á um 30 ára tímabili jukust skuld- ir heimilanna um 8% á ári umfram ráðstöfunartekjur. Það er verkefni komandi ára að leysa úr vanda þeirra sem verst eru settir. Afnám verðtryggingar er engin lausn, því með slíkri aðgerð fellur sparnaður niður. Það að flytja verðmæti milli landsmanna með verðbólgu er mjög ósiðlegt og verður ekki gert aftur. Með því er vegið að lífeyr- iskerfi landsmanna. Ef til vill þarf að hugleiða gjald- miðil þjóðarinnar. Gjaldmiðill er til greiðslu Gjaldmiðill er til að geyma verð- mæti Gjaldmiðill er til lánveitinga. Ef gjaldmiðill er ekki brúklegur til að geyma verðmæti eða til lán- veitinga þá er eitthvað að. Gjaldmiðilsmál þarf að ræða og má ekki verða bannorð. Viðræður um aðild að fríversl- unarsvæðum má heldur ekki vera bannorð. Lausnarorð flestra þeirra vanda- mála, sem íslenskt samfélag býr við er atvinna fyrir alla. Ísland verður aldrei sjálfbært með 10% atvinnuleysi. Atvinnuleysi er smán- arblettur á samfélaginu. Í fyrsta skipti á ævi minni minnist ég þess að atvinnuleysi hafi verið notað sem hagstjórnartæki. Atvinnuleysi er böl sem þarf að vinna á. Hag- vöxtur og bati liðinna ára hefur byggst á loðnu og makríl. Þar er ekkert í hendi. Atvinnustefna þarf að byggjast á hátæknigreinum og þar er orku- frekur iðnaður ekki undanskilinn. Ég tel að þekking mín og 45 ára reynsla á vinnumarkaði verði mér dýrmæt reynsla til setu á Alþingi, nái ég góðri kosningu í prófkjöri og í kosningum til Alþingis í apríl á næsta ári. Af þessum ástæðum býð mig fram í eitthvert sex efstu sætanna á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvest- urkjördæmi. Ég leita eftir stuðn- ingi sjálfstæðismanna og vona það að ég fái góða kosningu í prófkjör- inu 10. nóvember. Fram á vígvöll stjórnmála í Kraganum Eftir Vilhjálm Bjarnason »Mín grundvall- arskoðun er sú að hver einstaklingur eigi að búa við frelsi til orðs og athafna. Frelsið tak- markast alltaf við það að skaða ekki aðra. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur er viðskiptafræðingur og frambjóðandi. Í þrjú ár hafa skatt- ar hækkað stöðugt ár frá ári, stundum lítið eitt, oft í stökkum. En eftir rúm þrjú ár af skattahækkunum, doða og stöðnun er komið nóg. Hingað og ekki lengra. Við þurf- um að færa kraft í at- vinnulíf þjóðarinnar. Stærsta hagsmunamál almennings er að auka atvinnu og lækka með því opinber útgjöld og auka ráðstöfunartekjur. Það skilar sér til allra, til fólks og fyrirtækja og að lokum í ríkiskass- ann. Íslendingar skilja vel að hag- sæld þjóðarinnar byggist á því að frumkvöðlar og fyrirtæki landsins geti dafnað. Vanrækt grundvallarskylda Grunnhlutverk hins opinbera er ekki flókið. Það á að gæta öryggis okkar og setja borgurunum almenn- ar leikreglur. Núver- andi ríkisstjórn hefur mistekist í báðum til- fellum. Hið opinbera getur ekki lengur sinnt þeirri grundvall- arskyldu sinni að tryggja öryggi borg- aranna, þar sem nið- urskurður til lögreglu hefur gert henni ókleift að sinna skyldum sín- um. Innanríkisráðherra hlýtur að vera það ljóst að lögreglan getur ekki leyst verkefni sem til er ætlast að hún leysi lögum sam- kvæmt, vegna fjárskorts og mann- eklu. Stjórnendur í lögreglu verða að velja í hvort slysið á að senda þann takmarkaða mannskap sem er á vakt, hitt slysið bíður. Þá getur lögreglan ekki mætt meiriháttar verkefnum eins og viðbrögðum við skipulagðri glæpastarfsemi, aukinni landamæravörslu og hryðjuverka- ógn. Í stuttu máli er lögreglan í landinu komin yfir þolmörk. Hún reynir af Lækkum skatta – styrkjum stoðir Eftir Friðjón R. Friðjónsson Friðjón R. Friðjónsson Forætisráðherra er orðinn áhyggjufull vegna flótta kjósenda úr Samfylkingunni og virðist það ekki koma neinum lengur á óvart nema henni sjálfri og hjörðinni sem í kring- um hana dansar. Í þeim herbúðum ríkir áfram sama halelúja andrúms- loftið gagnvart Jó- hönnu Sigurðardóttur þrátt fyrir að hafa oftar en nokkur annar for- sætisráðherra sýnt af sér ótrúlega vankunnáttu í starfi, verið óspör á ósannindi, sýnt viðvarandi kjark- leysi og pissað oftar í skóinn sinn en dæmi eru um í lýðveldinu. Eina svar hennar við fylgisflótt- anum er að hvetja landsmenn til að kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn. Lítið leggst nú fyrir maddömuna og aftur lak piss í skóinn hennar. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur legið ansi lengi í 35% til 40% og getum við gefið okkur að þetta mikla fylgi sem er heldur ekkert einsdæmi, sé ekki eingöngu vegna þess hvað flokkurinn sé með góða skipshöfn í brúnni eða að stefnu- skrá hans sé einhver fullkomin paradís fyrir alla. Ekkert er jú full- komið í henni veröld. En hitt er svo enginn spurning að jafn ófullkominn gallagripur og ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna er, verður erfitt að finna samlíkingu þó að um allan hnöttinn sé farið. Það má segja að í rík- istjórninni sé ófullkomleikinn full- kominn. Þar liggur aðalástæðan fyrir öflugu fylgi Sjálfstæðisflokks- ins, það getum við þakkað Jóhönnu og Steingrími fyrir. Ástæður fyrir flóttanum eru ærnar og þessar kannski helstar. 1. Niðurlægjandi sinnuleysi gagnvart stöðugri kjaraskerðingu eldri borgara og öryrkja. 2. Mikið aðgerð- arleysi gagnvart skuldugum heimilum vegna verðbólgu og verðtryggingar. Verð- bólgan og verðtrygg- ing eru systur sem halda lífinu í hvor ann- arri og þarf verð- tryggingin að víkja svo lækna megi mein- ið. 2b. Umboðsmaður skuldara er valdlaus sýndarmennskustofn- un sem hefur gert lítið annað en bæta við skuldir heimilanna og valda þeim margvíslegum öðrum erfiðleikum og vonbrigðum sem auðvitað er ekki á bætandi. 3. Mikil lækkun hjá lánaglöðum eyðsluseggjum og bröskurum nið- ur að 110%. 4. Heilsugæslan í svelti þó að peningar séu settir í dýr gælu- verkefni. 5. Heimsmet í skattahækkunum ásamt nýjum sköttum sem seint verður slegið. 6. Atvinnulífið í frosti. 7. Hugmyndir umhverf- isráðherra þar að lútandi að þjóðin geti lifað á grasi einu eins og rollan veldur ugg í mönnum. 8. Icesave-skandall ríkisstjórn- arinnar þar sem undirlægjuháttur og hræðsla við erlenda vogunar- sjóði samtengt umsóknarferlinu að Evrópu sambandinu ræður ferð- inni gegn 65% vilja þjóðarinnar. 9. Afneitun og sinnuleysi gagn- vart landflóttanum. Það er ekki ríkisstjórninni að þakka ef hjólin fara eitthvað að snúast í þessu landi heldur dugn- aði og fórnfýsi Íslendinga ásamt miklum aflabrögðum, og mikilli fjölgun ferðamanna sem því helsta. Eitt er nokkuð á hreinu að af- loknum kosningum á vori komanda að þá skiptir ekki öllu máli hvað næsta ríkisstjórn heitir eða hvern- ig hún verður saman sett því sú ríkisstjórn sem tekur við getur ekki undir neinum kring- umstæðum verið jafn léleg og af- káraleg og sú sem nú situr. Flótti Eftir Jóhann L. Helgason Jóhann L. Helgason »Eina svar hennar við fylgisflóttanum er að hvetja landsmenn til að kjósa ekki Sjálfstæð- isflokkinn. Höfundur er húsasmíðameistari. - með morgunkaffinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.