Morgunblaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2012
Kjósum öflugan mann
með skarpa sýn á atvinnuvinnulífið
Ragnar Önundarson hefur sýnt með verkum sínum
og skrifum um viðskiptalíf og fjármál að hann
á mikið erindi í forystusveit Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisfólk í Kraganum, mætum í prófkjörið
og tökum þátt í að móta nýja framtíð.
Sjálfstæðisfólk í Kraganum,
sendum skýr skilaboð
veljum Ragnar Önundarson
í 1. sætið.
Stuðningsmenn
Greinar Ragnars og framtíðarsýn: www.ragnaronundarson.is
1.
ÚR BÆJARLÍFINU
Sigurður Ægisson
Siglufjörður
Á miðju sumri hófu þeir feðgar
Hjalti Hafþórsson og Hafþór Rós-
mundsson að endursmíða svokall-
aðan Vatnsdalsbát frá 10. öld í gamla
slippnum á Siglufirði. Verkið tók um
500 klukkustundir. Laugardaginn
13. október síðastliðinn var báturinn
sjósettur og þótti reynast vel.
Hafliðafélagið afhenti Síldar-
minjasafni Íslands 21. júlí sl. glæsi-
legt líkan Búlgarans Daniels Todo-
rov af síðutogaranum Elliða SI 1, en
hann var einn af átta nýsköp-
unartogurum sem smíðaðir voru fyr-
ir íslenska ríkið hjá skipasmíðastöð
Cochrane & Sons í Selby í Yorkshire
á Englandi. Hann sökk í aftakaveðri
á Breiðafirði 10. febrúar 1962.
Tveir 8 ára drengir fundu síð-
sumars tvær grænar lirfur hér í bæ
og settu í tóma skyrdollu með loft-
götum í og hugðust leyfa þeim að
púpa sig, til að sjá hvað á bak við
leyndist. Sama dag var kominn um
þær loðinn vefur og þær lagstar í
dvala. Þegar litið var í boxið nokkr-
um vikum síðar var fiðrildi komið í
ljós. Þetta var gammaygla, sem á
heimkynni erlendis. Þegar haft var
samband við skordýrafræðing kom
hann af fjöllum, hafði aldrei heyrt
minnst á að þetta hefði gerst á Ís-
landi fyrr. Annar kannaðist við slíkt,
en einungis í gróðrarstöðvum og þar
sem aðstæður væru mildari og skil-
yrði betri. Að heyra um þetta frá
Norðurlandi, hvað þá yst af Trölla-
skaga, þótti honum merkileg tíðindi.
80 ára vígsluafmælis Siglu-
fjarðarkirkju var minnst 28. ágúst
síðastliðinn. Hún er talin vera fyrsta
opinbera bygging á Íslandi sem kynt
er með rafmagni. Því var hleypt á á
jóladag 1933.
Margir jarðskjálftar urðu út af
Norðurlandi fyrir skemmstu, eins
og alþjóð veit, og sumir allharðir.
Síðasta dag októbermánaðar boð-
aði Almannavarnardeild ríkis-
lögreglustjóra til almenns fundar
þar sem farið var yfir stöðuna og
rædd hugsanleg viðbrögð og
næstu skref við enn kröftugri
skjálfta. Beygur er í fólki, ekki
síst því sem man það sem gerðist
1934 og 1963.
Norðurljósin hafa bragað nokk-
uð yfir Fjallabyggð það sem af er
vetri og glatt margt augað, íslenskt
sem erlent.
Eftir tæpa viku héðan í frá,
nánar tiltekið 15. nóvember, hverfur
sólin á bak við fjöllin í suðri, fyrst
Blekkil og svo þau sem vestar eru,
og mun ekki sjást aftur fyrr en eftir
74 daga.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Siglufjörður Sólin er við það að hverfa á bak við fjöllin og hún mun ekki sjást aftur fyrr en eftir 10 vikur.
Sólin að hverfa bak við fjöllin
Samvinnufélag útgerðarmanna í
Neskaupstað styrkti nýverið Nes-
skóla til kaupa á 11 bekkjarsettum
af skjávörpum, hátölurum og öðr-
um búnaði sem þarf til uppsetn-
ingar. Félagið greiddi ennfremur
fyrir alla uppsetningu. Samtals
nemur styrkupphæðin 4,4 millj-
ónum króna. Samvinnufélagið, sem
fagnaði 80 ára afmæli á árinu, var
stofnað af útvegsmönnum í Nes-
kaupstað en hlutverk félagsins í
upphafi var að útvega salt og veið-
arfæri fyrir félagsmenn. „Varla
þarf að taka fram hversu mikil
breyting þetta er fyrir þá sem
starfa í skólanum, bæði kennara og
ekki síst nemendur sem munu njóta
góðs af þessum breyttu aðstæðum,
sem sköpuðust með þessum mynd-
arlega styrk,“ segir í frétt frá skól-
anum.
Ljósmynd/Áslaug Lárusdóttir
Útgerðarmenn
styrktu Nesskóla
Mats Persson, forstöðumaður hug-
veitunnar Open Europe í Lund-
únum, flytur fyrirlestur í boði
Rannsóknarseturs um nýsköpun
og hagvöxt og Evrópuvaktarinnar,
í samstarfi við Alþjóðamálastofnun
Háskóla Íslands, mánudaginn 12.
nóvember kl. 12-13 í stofu 201 í
Odda. Hann mun ræða um sam-
keppnishæfni Evrópu. Björn
Bjarnason verður fundarstjóri.
Fundurinn fer fram á ensku.
Open Europe er hugveita sem
starfar í tengslum við for-
ystumenn í bresku atvinnulífi og
hefur skrifstofur í Lundúnum og
Brussel.
Ræðir samkeppnis-
hæfni Evrópu
Málþing um íslenskar og norskar norður-
slóðarannsóknir verður haldið í Háskólanum á
Akureyri 12.-13. nóvember nk í hátíðarsal háskól-
ans. Málþingið er haldið í tengslum við samning
um aukið vísindasamstarf Íslands og Noregs á
sviði norðurslóðafræða, sem utanríkisráðherrar
Íslands og Noregs, Össur Skarphéðinsson og Jo-
nas Gahr Støre, undirrituðu á síðasta ári.
Að málþinginu standa utanríkisráðuneyti Ís-
lands og Noregs í samstarfi við nokkrar stofnanir.
Aðstoðarutanríkisráðherra Noregs, Torgeir Larsen, og Einar Gunn-
arsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, munu setja málþingið sem
hefst kl. 14.00. Í framhaldi munu íslenskir og norskir vísindamenn fjalla um
rannsóknir sínar á norðurslóðum. Málþingið fer fram á ensku og er öllum op-
ið.
Málþing um norðurslóðarannsóknir
Háskólinn á Akureyri Ís-
landsklukkan er til taks.
Öldrunarheimili Akureyrar brydda
upp á þeirri nýjung að halda nám-
skeið um kynlíf á öldrunarheim-
ilum.
Námskeið verður haldið mánu-
daginn 12. nóvember kl. 13-15 í
samkomusalnum í Hlíð.
Fyrirlesari verður Jóna Ingi-
björg Jónsdóttir, hjúkrunar- og
kynfræðingur og sérfræðingur í
klínískri kynfræði.
Ræðir um kynlíf á
öldrunarheimilum
Sykursjúkur slóv-
enskur ferðamað-
ur, sem kom til Ís-
lands í
atvinnuleit, hafði
með í för insúlín
sem dugði honum
til 5-6 mánaða. Ís-
lenska tollgæslan
tók hins vegar af
manninum allt in-
súlín sem var um-
fram það magn
sem svarar til 100 daga notkunar.
David Lazorik, ættingi mannsins,
er búsettur hér á landi. Hann segir að
ættinginn hafi fengið þær upplýs-
ingar að ef hann verður uppiskroppa
með lyfið á þeim tíma sem hann dvel-
ur í landinu geti hann fengið fleiri in-
súlínskammta. Þar til verði lyfið í
geymslu hjá Tollgæslunni.
David gagnrýnir að ekki sé sérstök
stofnun sem hafi þekkingu á með-
höndlun lyfsins og sjái um geymslu
þess. „Tollinum er ætlað að skammta
honum insúlín eftir að hann er búinn
með þennan 100 daga skammt. Þetta
á að vera geymt í kæli og mér finnst
fáránlegt að það sé í höndum tollsins
að geyma þetta. Af hverju er insúl-
ínið ekki geymt í stofnun sem hefur
þekkingu á því hvernig best er að
geyma það?“ segir David.
Kári Gunnlaugsson, aðaldeildar-
stjóri hjá tollgæslunni, staðfesti að
lyfið sé í geymslu þar. „Við gerum
þetta í samstarfi við Lyfjastofnun.
Við erum ekki með neinn sérstakan
kæli frá Lyfjastofnun. Insúlín á að
geyma í venjulegum kæli við 3-6
gráðu hita og það gerum við,“ segir
Kári. vidar@mbl.is
Tollgæslan
geymir in-
súlínið
Insúlín Toll-
gæslan geymir
skammtana.
STUTT