Morgunblaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 45
MESSUR 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2012
Hafnarfirði kl. 20. Sveinbjörg Pálsdóttir guð-
fræðingur prédikar. Fanney Kristjánsdóttir
syngur einsöng. Kór Kvennakirkjunnar leiðir
söng við undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur.
Kaffi á eftir.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa og sunnu-
dagaskóli kl. 11. Sr. Bryndís Valbjarnardóttir
þjónar, organisti er Judith Þorbergsson og
messuþjónar aðstoða. Góðir grannar leiða
sönginn. Kristín og Einar stýra söng í sunnu-
dagaskólanum. Molakaffi á eftir.
LAUGARNESKIRKJA | Messa og sunnu-
dagaskóli kl. 11. Sigurbjörn Þorkelsson þjón-
ar ásamt sunnudagaskólakennurum, messu-
þjónum og kór Laugarneskirkju sem syngur
við stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur. Kaffi
og djús á eftir. Messa í sal Sjálfsbjargar á
höfuðborgarsvæðinu kl. 13. Guðrún K. Þórs-
dóttir djákni leiðir samkomuna ásamt Sig-
urbirni Þorkelssyni, Arngerði organista og
hópi sjálfboðaliða.
LÁGAFELLSKIRKJA | Sunnudagskóli kl. 13.
Umsjón Hreiðar Örn og Arnhildur. Gospel-
messa kl. 20. Magga Pálma og Hjörleifur
Vals syngja og leika. Prestur er Skírnir Garð-
arsson, organisti Arnhildur Valgarðsdóttir og
kirkjukór Lágafellssóknar syngur gosp-
elsöngva.
LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudaga-
skóli kl. 11 í Lindakirkju og Boðaþingi.
Messa kl. 14 í Lindakirkju. Kór Lindakirkju
syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr.
Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar.
NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11.
Sameiginlegt upphaf. Hljómur - kór eldri borg-
ara í Neskirkju syngur undir stjórn Jóhönnu
Halldórsdóttur, organisti er Steingrímur Þór-
hallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédik-
ar og þjónar fyrir altari. Umsjón með barna-
starfi hafa Sigurvin, Katrín og Ari. Kaffisopi á
eftir.
NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-Njarðvík |
Sunnudagaskóli kl. 11 í Ytri-Njarðvíkurkirkju.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Messa og barna-
starf kl. 14. Látinna verður minnst í mess-
unni. Hulda Garðarsdóttir syngur ásamt Árna
Heiðari organista sem spilar á píanó. Sr. Pét-
ur Þorsteinsson þjónar fyrir altari og með-
hjálpari er Petra Jónsdóttir. Kór safnaðarins
leiðir sönginn undir stjórn Árna Heiðars Karls-
sonar. Maul á eftir. sjá www.ohadisofnud-
urinn.is
SALT kristið samfélag | Kristniboðs-
samkoma í safnaðarheimili Grensáskirkju kl.
17. Ræðumaður er Guðlaugur Gunnarsson.
SELFOSSKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 11.
Suzukihópur 2 frá Tónlistarskóla Árnesinga
spilar forspil, unglingakór kirkjunnar syngja
undir stjórn Editar Molnár. Prestar sr. Axel og
sr. Ninna Sif. Messa kl. 20. Nokkrir kirkjuvin-
ir syngja og kynna sína uppáhaldssálma og
lög. Undirleikur á gítar, bassa, fiðlu og klarin-
ett. Á milli söngva verða lesnir ritningartextar,
bænir og hugvekja. Prestar eru sr. Axel og sr.
Óskar. Batamessa á miðvikudag kl. 19.30.
SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Almenn guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ólafur Jó-
hann Borgþórsson prédikar og þjónar fyrir alt-
ari. Kór Seljakirkju leiðir safnaðarsöng, org-
anisti er Tómas Guðni Eggertsson.
SELTJARNARNESKIRKJA | Messa og
sunnudagaskóli kl. 11. Sr. María Ágústdóttir
þjónar yfir altari. Fanney Kristrún Ingadóttir
kristniboði flytur hugleiðingu. Friðrik Vignir
Stefánsson organisti þjónar ásamt félögum
úr Kammerkór kirkjunnar. Sýning í anddyri
kirkjunnar á ýmsum munum er tengjast
kristniboðinu. Kaffiveitingar. Ólafur Jóhanns-
son segir frá Ísrael í máli og myndum kl.
9.45.
SIGLUFJARÐARKIRKJA | Kirkjuskóli kl.
11.15. Jólaföndur. Almenn guðsþjónusta kl.
14.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11.
Sóknarprestur.
ÚTSKÁLAKIRKJA | Messa kl. 11. Almennur
söngur. Prestur sr. Sigurður Grétar Sigurðs-
son.
VEGURINN kirkja fyrir þig | Samkoma kl.
14. Barnastarf, lofgjörðog predikun. Högni
Valsson predikar.
VÍDALÍNSKIRKJA | Messa og sunnudaga-
skóli kl. 11. Börn borin til skírnar. Gestur
Agnar Már Magnússon píanóleikari, leikur í
messunni. Sr. Friðrik J. Hjartar prédikar og
þjónar. Félagar úr kór Vídalínskirkju og Jó-
hann Baldvinsson organisti leiða safn-
aðarsönginn. Tekið á móti framlögum til vina-
safnaðar Garðasóknar í Afríku.
Sunnudagaskóli undir stjórn leiðtoga. Mola-
sopi og djús á eftir.
VÍÐISTAÐAKIRKJA Hafnarfirði | Fjöl-
skylduhátíð kl. 11. Barna- og Unglingakórinn
syngur undir stjórn Áslaugar Bergsteins-
dóttur. Prestur er sr. Bragi J. Ingibergsson.
YTRI-Njarðvíkurkirkja | Sunnudagaskóli kl.
11 í umsjá Maríu og Heiðars. Veitingar á eftir
í safnaðarsal.Hluti kvennahóps kirkjunnar í Kunyao, Pókothéraði, Keníu.
- með morgunkaffinu