Morgunblaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 15
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suð-
vesturkjördæmi fer fram í dag, laug-
ardag. Kjörfundur hefst kl. 9.00 og
honum lýkur kl. 18.00. Kosið er á sex
stöðum í kjördæminu.
Atkvæði í prófkjörinu verða talin í
Lindaskóla í Kópa-
vogi. Fyrstu tölur
verða kynntar í
Valhöll klukkan
19. Síðan verða töl-
ur birtar á hálf-
tíma fresti á
www.xd.is. Búist
er við því að talningu ljúki á milli
klukkan 22.30 og 23.
Sextán einstaklingar gefa kost á
sér í prófkjörinu. Þeir eru: Bjarni
Benediktsson, formaður Sjálfstæð-
isflokksins, Bryndís Loftsdóttir,
vörustjóri íslenskra bóka, Elín
Hirst, fjölmiðlafræðingur og sagn-
fræðingur, Friðjón R. Friðjónsson
ráðgjafi, Gunnlaugur Snær Ólafsson
upplýsingafulltrúi, Jón Gunnarsson
alþingismaður, Karen Elísabet Hall-
dórsdóttir, varabæjarfulltrúi og
skrifstofustjóri, Kjartan Örn Sig-
urðsson bæjarfulltrúi, Óli Björn
Kárason, ritstjóri og varaþingmað-
ur, Ragnar Önundarson viðskipta-
fræðingur, Ragnheiður Ríkharðs-
dóttir alþingismaður, Sigurlaug
Anna Jóhannsdóttir framkvæmda-
stjóri, Sveinn Halldórsson húsa-
smíðameistari, Sævar Már Gúst-
avsson, sálfræðinemi við HR,
Vilhjálmur Bjarnason viðskipta-
fræðingur og Þorgerður María Hall-
dórsdóttir háskólanemi. sisi@mbl.is
Fyrstu töl-
ur birtar
klukkan 19
Prófkjör hjá Sjálf-
stæðisflokknum
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2012
www.sigurlauganna.is
Sigurlaug Anna
3.-5. sæti
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í SV- kjördæmi 10. nóvember.
Kosningaskrifstofa að Linnetsstíg 2, Hf.
Kosningakaffi í dag frá 14-18
Verið hjartanlega velkomin
Við styðjum Sigurlaugu Önnu Jóhannsdóttur í 3.-5. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í SV- kjördæmi því
hún stendur fyrir vönduð og málefnaleg vinnubrögð og við treystum henni til þess að vinna með heimilunum og
atvinnulífinu í landinu að öflugri uppbyggingu og kraftmikilli athafnastefnu.
Almar Guðmundsson, Garðabæ.
Anna María Daníelsdóttir, viðskiptafræðingur Hafnarfirði.
Arthúr V. Jóhannesson, forstöðumaður Garðabæ.
Axel Guðmundsson, verkefnastjóri Hafnarfirði.
Ásgeir Örvarr Jóhannsson, húsasmiður Hafnarfirði.
Áslaug G. Harðardóttir, fv.fjármálastjóri Seltjarnarnesi.
Áslaug Hulda Jónsdóttir, framk.st. og bæjarfulltrúi Garðabæ.
Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hafnarfirði.
Edda Sveinsdóttir, ljósmóðir Kópavogi.
Einar Páll Tamimi, lögfræðingur Garðabæ.
Elín S. Óladóttir, sérfræðingur Hafnarfirði.
Geir Jónsson, bæjarfulltrúi Hafnarfirði.
Gróa Ásgeirsdóttir, Kópavogi.
Guðmundur Á. Guðmundsson, sölu og þjónust. Hafnarfirði.
Guðmundur G. Gunnarsson, bæjarfulltrúi Álftanesi.
Guðný Pálsdóttir, Kópavogi.
Guðrún Berta Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri Hafnarfirði.
Gullveig Sæmundsdóttir, fv. ritstjóri Garðabæ.
Hanna Lilja Jóhannsdóttir, lýðheilsufræðingur Garðabæ.
Haraldur Þór Ólason, fv. bæjarfulltrúi og oddviti
Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði.
Helga Vala Gunnarsdóttir, aðstoðarforstöðum. Hafnarfirði.
Helgi Magnússon, framkvæmdastjóri Seltjarnarnesi.
Hildur Björk Guðmundsdóttir, verslunareigandi Álftanesi.
Hildur Dungal, lögfræðingur Garðabæ.
Jóhann Scheither, leiðsögumaður Garðabæ.
Jóhann Tómas Egilsson, tæknifræðingur Kópavogi.
Jón Hákon Magnússon, framkvæmdastjóri Seltjarnarnesi.
Jón Rúnar Halldórsson, framkvæmdamaður Hafnarfirði.
Katrín Ósk Ásgeirsdóttir, nemi Hafnarfirði.
Kjartan Arnfinsson, endurskoðandi Hafnarfirði.
Kristinn Arnar Jóhannesson, tæknifræðingur Hafnarfirði.
Kristín E. Harðardóttir, forstöðumaður Garðabæ.
Lára Árnadóttir, forstöðumaður Hafnarfirði.
Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hafnarfirði.
Mjöll Flosadóttir, viðskiptafræðingur Hafnarfirði.
Ólafur Ingi Tómasson, slökkviliðsmaður Hafnarfirði.
Ragnheiður Kristín Guðmundsdóttir, Kópavogi.
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi Hafnarfirði.
Sigrún Mathiesen, Hafnarfirði.
Sólveig Kristjánsdóttir, stjórnmálafræðingur Hafnarfirði.
Steinar J. Lúðvíksson, rithöfundur Garðabæ.
Svana Helen Björnsdóttir, formaður SI Seltjarnarnesi.
Unnur Lára Bryde, Hafnarfirði.
Valdimar Svavarsson, bæjarfulltrúi Hafnarfirði.
Þorgerður Anna Arnardóttir, skólastjóri Garðabæ.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður Hafnarfirði.
Þorsteinn Víglundsson, Garðabæ.
Þórunn Erna Clausen, leikkona Garðabæ.
Mæðradagurinn hefur verið hald-
inn hátíðlega á Íslandi frá árinu
1934 en feðradagurinn er til-
tölulega nýkominn fram á sjón-
arsviðið og var haldinn hátíðlegur
fyrst á Íslandi árið 2006. Heimir
Hilmarsson, starfandi formaður Fé-
lags um foreldrajafnrétti, segir
vert að huga að stöðu feðra á þess-
um degi. „Þó meginreglan um sam-
eiginlega forsjá foreldra hafi verið
tekin upp í lög árið 2006 er mikill
meirihluti barna eða nærri því 95
prósent þeirra sem eiga foreldra á
tveimur heimilum með lögheimili
sitt skráð hjá móður. Hvergi í jafn-
réttisumræðunni hallar meira á
karlmenn en þar,“ segir Heimir en
hann bendir á að þó forsjá sé sam-
eiginleg hafi lögheimilisforeldrið
meira vald yfir barninu og fái alla
aðstoð s.s. barnabætur og aðra
aðstoð.
Hrefna Friðriksdóttir, dósent við
Lagadeild Háskóla Íslands, segir að
í þeim tilvikum þegar fólk sættist á
sameiginlega forsjá ætti það að
geta tekið sameiginlegar
ákvarðanir um barnið. „Það er þó
auðvitað ekki alltaf þannig. Und-
irstöðuatriðið er fólgið í því að
meðan hætta er á togstreitu verður
að tryggja samfellu í líf barnsins og
löggjafinn geri það með því að fara
fram á fasta búsetu hjá öðru hvoru
foreldri. Það hefur þá vissar heim-
ildir til að taka ákvarðanir í lífi
barnsins.“
Önnur réttindi sem lúta að lög-
heimilisforeldri er annað mál að
sögn Hrefnu. „Réttarstaða fólks að
öðru leyti eins og mæðralaun, húsa-
leigubætur, barnabætur og önnur
réttindi koma hins vegar barna-
lögum ekki við og er allt annar
flötur á umræðunni.“
Að mati Hrefnu væri ekki heppi-
legt að hrófla við búsetu t.d. með
skiptri búsetu til að jafna rétt for-
eldra til bóta og annarra réttinda.
Hún telur heppilegra að nálgast um-
fangsefnið út frá umgengni foreldra
við barnið. „Það liggja inni í ráðu-
neyti fullbúin drög að nýju meðlags-
kerfi sem m.a. taka mið af um-
gengni sem við gerum ekki í dag.“
Hallar á feður á feðradaginn
Lögheimili barna í 95 prósentum til-
vika hjá móður eftir skilnað
Morgunblaðið/Arnaldur
Feðradagurinn Var fyrst haldinn
hátíðlegur á Íslandi árið 2006.
Ósk Vilhjálms-
dóttir tekur þátt
í forvali Sam-
fylkingarinnar í
Reykjavík-
urkjördæmum
fyrir alþing-
iskosningar 2013
og sækist eftir 6.
sæti.
Ósk er myndlistarmaður, leið-
sögumaður og rekur fyrirtæki í
ferðaþjónustu. Hún nam frönsku
við Sorbonne í París og myndlist
við Hochschule der Künste í Berlín.
Er með meirapróf og próf úr Leið-
söguskóla Íslands. Jafnframt hefur
hún unnið við gönguleiðsögn og al-
menna leiðsögn í 20 ár, auk þess að
starfa við myndlistarkennslu. Hún
var ein af stofnendum Framtíðar-
landsins og var stjórnarformaður í
Nýlistarsafninu í nokkur ár.
Ósk segist hafa brennandi áhuga
á skapandi hugsun í samfélaginu og
á umhverfisvernd. Þar séu mikil
tækifæri í nýsköpun og atvinnu-
uppbyggingu. Á því sviði hafi hún
talsverða reynslu.
Sækist eftir 6. sæti
hjá Samfylkingu