Morgunblaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 35
Morgunblaðið/Ómar að karlmennsku hans var ofboðið út af því að kona hafði slegið hann og hann gat ekki lifað áfram í þessu þorpi. Framkoma konunnar var engu að síður pólitísk, hún var fulltrúi stjórn- valda. Þarna rann tvennt saman og varð að neista byltingarinnar, pólitíkin rann inn í hefð- irnar og hefðirnar inn í pólitíkina.“ Mazen víkur að „jaðri“ íslams og segir að fólk hafi farið aftur í hefðirnar því að stjórnvöld vanræktu þær. Í hefðunum finni fólk fyrir til- vist sinni, fyrir sjálfu sér og fyrir því valdi, sem það hafi þegar það snýr bökum saman. „Stjórnvöld í Mið-Austurlöndum og Norð- ur-Afríku fundu ekki leið til þess að umbera þetta fólk í samfélaginu á grundvelli mann- réttinda, lýðréttinda, rétti til náms og svo framvegis. Leiðtogarnir voru mjög ríkir á sama tíma og fólkið var bláfátækt. Leiðtog- arnir fóru sínu fram og fólkið sömuleiðis. Leið- togarnir létu fylgjast með fólkinu, sem sumt tilheyrði samtökum salafista og annarra ísl- amskra öfgahreyfinga. Svo lengi sem þessar hreyfingar lutu stjórn yfirvalda stafaði hvorki þjóðfélaginu né þessum ríkisstjórnum hætta af þeim.“ Þegar ríkisstjórnirnar féllu snerist dæmið hins vegar við. „Þetta var í fyrsta skipti í Mið- Austurlöndum síðan arabar fengu sjálfstæði á fimmta og sjötta áratug 20. aldar að gerðar eru byltingar gegn stjórnvöldum,“ segir hann. „Ekki má gleyma að við höfum enga reynslu af svona uppreisnum á götum úti. Auðvitað fyllt- umst við bjartsýni og tilfinningum út af þessu, en ég held að mistökin hafi verið þau að við gáf- um okkur ekki tíma til að stofna nýja flokka á grunni nýrra aðstæðna. Slíkir flokkar hefðu getað slegið á áhrif og ítök íslamistanna.“ Hann sagði að einnig þyrfti að hafa í huga að þeir, sem hefðu staðið að baki uppreisnunum, voru ekki íslamistar. „Við sáum hvorki borða til stuðnings al-Qaeda eða íslamistum, né fulltrúa þeirra. Á borðunum stóðu orð eins og „degage“ eða „farið“, slagorðin voru í nafni mannúðar og borgaralegra réttinda. Það segir okkur einnig að liðsmenn íslamistanna eru tækifærissinnar og um leið raunsæismenn.“ Mazen segir að ástæðan fyrir því sé sú að þeir hafi áratugum saman byggt upp samtök sín. „Þetta fólk var komið með grunn í sam- félaginu, en hann var falinn vegna valda ein- ræðisherrans,“ segir hann. „Jafnvel má segja að í þessum þjóðfélögum hafi verið kerfi tvö- falds einræðis, annars vegar djúpt og falið í samfélaginu, hitt ofan á og alltumlykjandi, ein- ræðisherrann. Þegar laginu, sem er ofan á, er svipt í burtu snýst allt við, húsið fer á hvolf. Ísl- amistarnir stukku strax til og fóru að sópa til sín völdunum.“ Vesturlönd og langlífi einræðisstjórna Einræðisstjórnirnar í Mið-Austurlöndum eiga langlífi sitt meðal annars að þakka afstöðu Vesturlanda. Einræðisherrarnir héldu því fram að þeir væru stuðpúðinn, sem héldu öfgaöfl- unum í skefjum. Án þeirra myndu íslamistarnir taka völdin. „Þessi rök voru notuð til þess að sannfæra vestrið um að láta einræðisherrana í friði,“ seg- ir Mazen. „Þess vegna létu stjórnvöld í Egypta- landi af og til handtaka leiðtoga Múslímska bræðralagsins, en það var bara sýndar- mennska því að í raun voru þeir ekki að gera neitt. Þetta jók hins vegar vinsældir bræðra- lagsins því að stjórnin var svo spillt. Þetta gerði þá að hetjum fólksins, en óvinum vestursins. Hér erum við komin út í kalda stríðið og reip- tog stórveldanna, sem meðal annars náði til Mið-Austurlandanna. Þetta voru almennt sósí- alískar ríkisstjórnir eða jafnvel kommúnískar, en hentuðu bæði Sovétríkjunum og Bandaríkj- unum. Aftur var þetta spurning um valdatafl. 1981 myrti sýrlenska stjórnin 30 til 40 þúsund manns í uppreisnarbænum Hama. Bandaríkja- menn voguðu sér ekki að gagnrýna Assad og í The New York Times var ódæðisverkið aðeins nefnt í lítilli frétt. Þarna réðu pólitískir hags- munir. Palestínumennirnir voru að yfirgefa Beirút þar sem Sýrlendingar réðu ríkjum og Bandaríkjamenn vildu ekkert sem leitt gæti til hernaðarlegra átaka. Þegar talað er um þessar stjórnir verður að líta á hvers vegna þær sátu svo lengi. Ég er búinn að nefna vestrið, en mál- staður Palestínumanna skiptir þar einnig máli. Þessar stjórnir sögðust hampa málstað Palest- ínu. Þannig fengu þær stuðning fólksins, sem hefur svo sterkar tilfinningar vegna Palestínu.“ Alþjóðapólitíkin spilar einnig inn í yfirstand- andi átök í Sýrlandi, að mati Mazens. „Átökin í Sýrlandi dragast á langinn vegna þess hvað staðan er viðkvæm,“ segir hann. „Sýrland liggur á milli Írans, Íraks og Ísraels. Ef stjórnin þar fellur þurfum við að vita hvað tekur við og kanna nákvæmlega. Arabaríkin við Persaflóa styðja sveitir í Sýrlandi og segjast styðja byltinguna. Er það gott? Ég trúi því ekki að ríkin við Persaflóa þar sem ríkja konungs- fjölskyldur og einræðisherrar styðji lýðræði annars staðar. Ég takmarka stuðning minn við sýrlensku þjóðina. Þegar maður skoðar hvern- ig alþjóðasamfélagið skerst í leikinn í Sýrlandi og ríkin við Persaflóa hegða sér er erfitt að vera bjartsýnn. Þetta er eins og kaka þar sem allir eru að keppast við að ná sér í sneið áður en hún verður bökuð. Byltingin er nú klofin og skipt.“ Sýrlensk stjórnvöld hamra á að stjórnar- andstaðan beri ábyrgð á mestu voðaverkunum. „Maður verður að vera sanngjarn og hlutlaus,“ segir hann. „Ég vil geta talað frjálst þegar ég tala um frelsi. Sýrlandsstjórn stendur fyrir fjöldamorðum. Það er alkunna. Sumir upp- reisnarmenn hafa gripið til hefndaraðgerða og það er skammarlegt. Það gengur ekki að berj- ast gegn einræði með hugarfari einræðisherr- ans. Þú verður að vera yfir það hafinn. Sá sem ekki er tilbúinn að taka á móti fólki án tillits til trúarbragða eða tengsla á ekki að berjast gegn stjórninni. Þeir, sem bera ábyrgð á þessum verkum, eru því miður – eða kannski ætti ég að segja sem betur fer – ekki fulltrúar stjórn- arandstöðunnar í heild, heldur minnihluti vopn- aðra sveita og fá vopn að utan.“ Mazen telur að það hafi verið áfall fyrir sýr- lensk stjórnvöld að fólkið skyldi rísa gegn þeim og rífa niður styttur af leiðtoga landsins og brenna myndir af honum. „Ef maður skoðar umræður innan úr upp- reisninni á Facebook og víðar eru verknaðir þessara manna fordæmdir,“ segir hann. „Fólk fylgir þessum mönnum ekki í blindni heldur fordæmir öll morð, hvort sem stjórnin ber ábyrgð á þeim eða stjórnarandstaðan. Fyrir mér skiptir gildi einstaklingsins, hvers lífs, mestu. Ég get ekki réttlætt morð á nokkrum pólitískum forsendum. Það sama á við þegar ég tala um málstað Palestínu. Ég get ekki réttlætt morð á gyðingum, á óbreyttum borgurum í Pal- estínu undir merkjum málstaðar Palestínu. Ég held líka að það sé mjög mikilvægt að við drög- um fram mistök þessara uppreisnarmanna. Ef við krefjumst breytinga í Sýrlandi eða ein- hverju öðru landi ættum við ekki að hampa neinum kosti, sem er í anda þess sem fyrir er. Þá er breytingin engin.“ Skeið umbreytinga eftir 40 ára kúgun Mazen þekkir marga sýrlenska menntamenn og kveðst ánægður með að þeir hafi fordæmt glæpi stjórnarandstöðunnar með skýrum og af- dráttarlausum hætti. „Þeir segja þessu fólki jafnvel að fara til fjandans og benda því á að það sé ekki að hjálpa til við byltinguna heldur eyðileggja hana,“ segir hann. „Þetta er sögulegt augnablik. Fólk hefur búið við kúgun í 40 ár í Sýrlandi. Við tveir sitj- um hér í Reykjavík, langt frá átökunum, og ræðum málið. Í Sýrlandi er fólk aðþrengt. Margir hafa misst sína nánustu ættingja og vini og vilja hefna í blindni. Hvaða sálrænu áhrif hefur það á þjóð að beita hana kúgun í 40 ár og aflétta síðan einræðinu? Það er ekki hægt að búast við að fólk geti við þessar aðstæður kom- ið landi sínu upp á annað plan. Lítum á fyrstu frönsku byltinguna 1789. Það var ekki fyrr en með fimmta lýðveldinu að Frakkar fengu það lýðræði, sem þeir vildu. Konur fengu ekki kosn- ingarétt í Frakklandi fyrr en 1944. Eftir langt einræðistímabil kemur tími umbreytinga, sem getur verið blóðugri en tími einræðisins. Ég held að nú séum við að fara í gegnum þetta um- breytingaskeið. Þetta veltur á hugarástandi fjöldans. Það er ekki hægt að búast við að allir séu nógu skynsamir eða afslappaðir eftir 40 ár haturs, kúgunar og ótta. En það er gott að tala um ódæðisverk andstöðunnar því að allur heimurinn þarf að vita að fólk í Mið-Aust- urlöndum þarf ekki á því að halda að í stað ein- ræðisherranna komi jafnvel enn grimmilegra stjórnarfar.“ Mazen telur að ekki eigi að koma á óvart að öfgamenn komist til valda eftir byltingarnar í arabaheiminum. „Það að þeir stígi fram á sviðið er í raun fyrsta skrefið í átt að því að þeir hverfi póli- tískt,“ segir hann. „Tökum Egyptaland. Músl- ímska bræðralagið er komið með forsetastól- inn, herinn og þingið. Þeir átta sig ekki á hvað það er þung byrði fyrir stjórnmálahreyfingu án nokkurrar pólitískrar reynslu að hafa öll völd. Ég trúi að eftir nokkurn tíma komi upp ágrein- ingur milli múslímska bræðralagsins og salaf- ista, sem eru öfgafyllri í aðgerðum sínum, þótt þeir eigi að vera öðrum betri og uppteknir af lærdómi íslams um grundvöll tilverunnar. Salafistarnir halda að Múslímska bræðralagið muni vernda þá, en átta sig ekki á að bræðra- lagið hefur sín eigin pólitísku markmið og for- gangsmál og mun höfða til aðila beggja vegna borðs til að verja pólitísk ítök sín. Ég er ekki draumóramaður, sem segir að byltingin sé það besta sem gat gerst. Út frá pólitíkinni og sög- unni var gott að þetta skyldi gerast, en þetta verður ekki þægilegt í daglegu lífi almennings. Fólk verður að sýna þolinmæði og hugsa ekki bara skammt fram í tímann. Það er ekki hægt að dæma núna, það er of snemmt. Einræðis- herrarnir sátu að meðaltali í 30 ár. Það er ekki sanngjarnt að kveða upp dóm eftir eitt ár og segja að einræðisherrarnir hafi verið betri.“ Mazen bendir á að fram hafi komið að Músl- ímska bræðralagið sé tilbúið til málamiðlana. „Í upphafi byltingarinnar átti Múslímska bræðralagið í leynilegum viðræðum við stjórn Mubaraks,“ segir hann. „Þeir sögðu stjórninni að stíga til hliðar, þeir myndu taka við og láta vera að draga Mubarak fyrir dóm. Þeir lýstu oftar en einu sinni yfir því að þeir vildu ekki forsetastólinn og myndu ekki taka þátt í kosn- ingunum. Nú hrifsa þeir allt. Það sýnir líka hvað þeir eru tækifærissinnaðir og miklir raunsæismenn. Þetta er á allra vitorði í Egyptalandi, en þar eru hins vegar engir sam- keppnisfærir flokkar, sem geta skákað bræðra- laginu.“ Mazen segir að ekki sé nóg að hugsa um hörkuna í stjórnarháttum einræðisherranna, einnig verði að hafa í huga hvernig þeir spilltu samfélaginu og fólkinu, sem naut góðs af því að þeir væru við völd. „Þetta fólk er í stofnununum, háskólunum, bókasöfnunum, menningarlífinu, viðskiptalíf- inu, alls staðar,“ segir hann. „Það tekur tíma að uppræta þetta allt saman. Það gerist ekki sjálf- krafa og menn verða að hugsa fram á við. Eins og ég sagði áðan er valdatími einræðisherranna svo langur miðað við tímann frá byltingu að of snemmt er að dæma. Kannski er líka of þung- bært fyrir okkur að heyra og sjá það, sem fram fer. Það verður kannski auðveldara þegar mað- ur les söguna. Það er eitt að lesa um frönsku byltinguna og hvernig þeir fóru fram eftir 1789, sóttu menn til saka og settu undir fallöxina, en það er mjög sársaukafullt að fylgjast með því sem nú blasir við. En ég mun aldrei leyfa mér að hugsa að einræðisstjórnin hafi verið betri.“ Mazen útskýrir þetta nánar með því að víkja aftur að hlutskipti Palestínumanna.„Ég end- urtek að vandi Palestínumanna stafar ekki af tilvist Ísraels heldur þessara spilltu einræð- isherra, sem hrifsuðu til sín málstað Palestínu. Þeir eyðilögðu eins og þeir gátu fyrir Palestínumönnum.“ Hamas er ein mynd einræðis Mazen gagnrýnir einnig forustuöfl Palest- ínumanna um þessar mundir. „Hamas er einnig birtingarmynd einræðis,“ segir hann. „Ég þarf ekki að vera blindur eða loka augunum þótt ég sé Palestínumaður eða klappa fyrir fólki sem fer á vettvang og segist styðja málstað Palest- ínu með því að vera í slagtogi við Hamas. Ég fordæmi einnig fólk, sem fer til að styðja minn málstað, eða málstað Palestínu, í gegnum Ha- mas. Hamas er ein mynd einræðis og það sama á við um Fatah-hreyfinguna á Vesturbakk- anum. Þeir eru spilltir og sem Palestínumenn ættum við ekki aðeins að berja á Ísraelum og segja að eyða beri Ísrael. Við ættum að skipu- leggja nýjan, óspilltan pólitískan vettvang, sem getur skapað heilbrigð skilyrði til að berjast fyrir réttindum okkar. Og mig langar til að segja við þá, sem fara til Palestínu og hafa gert sér þetta að viðurværi að því leyti að þeir fá styrki og fá teknar myndir af sér með palest- ínskum börnum sem er hægt að senda Evr- ópusambandinu til að fá enn meiri styrki: Við þurfum ekki á ykkur að halda. Við þörfnumst ykkar aðeins ef þið styðjið málstað okkar í raun, ekki með því að styðja spillingaröflin, sem stjórna málstað Palestínu. Lögin eru mörg; palestínsk spilling, arabísk spilling, Ísr- ael, Bandaríkin. Bandaríkjamenn styðja ein- faldlega Ísrael, það er fasti. Þegar sagt er „Frelsið Palestínu“ er ekkert einfalt við það í mínum huga. Hvað þýðir það? Að það þurfi að fara og drepa alla gyðinga? Ég get ekki horft fram hjá því að gyðingarnir, sem komu til Pal- estínu, komu af mannúðarástæðum. Þeir litu ekki til Palestínu og sögðust ætla að drepa alla Palestínumenn. Þannig var það ekki. Þeir voru flóttamenn. Við komu þeirra varð vissulega til annar flóttamannavandi og ég er palestínskur flóttamaður, en það þýðir ekki að ég eigi að leiða vanda annarra flóttamanna hjá mér. Við sitjum upp með keðjuverkun þar sem eitt vandamál rekur annað, en hvað á að gera nú? Á ég að krefjast þess að gyðingar verði brenndir, drepnir eða sparkað út? Það býr bara til enn einn flóttamannavandann. Ég held að við ætt- um að skilgreina málstað Palestínumanna á uppbyggilegri og yfirvegaðri hátt. Við höfum enn ekki fengið tækifæri til þess í sögunni að berjast fyrir réttindum okkar á friðsamlegan eða skynsamlegan hátt. Við þurfum alltaf að bera vopn og vera tilbúin til að drepa, grípa til aðgerða og hvetja til drápa. Við ættum að hugsa okkar gang og finna nýjar aðferðir og leiðir.“ 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2012 ’ Jafnvel má segja að í þessum þjóðfélögum hafi verið kerfi tvöfalds einræðis, annars vegar djúpt og falið í samfélaginu, hitt ofan á og alltumlykjandi, einræð- isherrann. Þegar laginu, sem er ofan á, er svipt í burtu snýst allt við, húsið fer á hvolf. Mazen Maarouf „Og mig langar til að segja við þá, sem fara til Pal- estínu og hafa gert sér þetta að viðurværi að því leyti að þeir fá styrki og fá teknar myndir af sér með palestínskum börnum sem er hægt að senda Evrópusamband- inu til að fá enn meiri styrki: Við þurfum ekki á ykkur að halda.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.