Morgunblaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2012 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Forystumenn repúblikana í Bandaríkj- unum urðu fyrir miklum vonbrigðum með ósigur flokksins í forseta- og öldungadeildarkosningunum á þriðjudag og ætla að fara í saumana á því hvað fór úrskeiðis og hvernig hægt væri að bæta úr því. Fyrir kosningarnar voru forystumenn repúblikana vongóðir um að Mitt Rom- ney, forsetaefni þeirra, færi með sigur af hólmi og flokknum tækist að minnka meirihluta demókrata og bandamanna þeirra í öldungadeildinni. Þeir ráðgerðu því skoðanakannanir í lykilríkjum til að leggja grunninn að baráttunni fyrir þing- kosningarnar eftir tvö ár og fyrir endur- kjöri Mitts Romney eftir fjögur ár. Ósigurinn í forsetakosningunum og óvæntur sigur demókrata í kosningunum til öldungadeildarinnar, þegar þeir bættu við sig tveimur sætum, urðu hins vegar til þess að repúblikanar þurftu að breyta áformum sínum og hefja ýtarlega rannsókn á því hvað fór úrskeiðis. Ætla ekki að breyta stefnunni Forystumenn repúblikana segja að markmiðið sé að kanna baráttuaðferðir og skilaboð flokksins í kosningunum, ekki að breyta hugmyndafræðilegri grundvallarstefnu hans. „Þetta er ekki ólíkt því þegar sjúklingur leitar til lækn- is,“ hefur The Washington Post eftir Sean Spicer, talsmanni landsnefndar repúblikana. „Það fyrsta sem hann segir er: mér líður ekki vel. Segðu mér hvað er að, ég vil fara í rannsókn.“ Landsnefndin hyggst nú hefja um- fangsmeiri skoðanakannanir í lykilríkj- unum og nota einnig rýnihópa til að rannsaka hvað fór úrskeiðis. Ennfremur verður rætt við forystumenn repúblik- ana í kjördæmunum, einkum fulltrúa helstu kjósendahópanna, t.a.m. kvenna, blökkumanna og kjósenda af rómansk- amerískum og asískum uppruna. Forystumenn repúblikana hafa áhyggjur af litlu fylgi þeirra meðal þess- ara hópa. „Það sem við repúblikanar þurfum að fá að vita er þetta: hvernig eigum við að tala til allra Bandaríkja- manna? Ekki bara til þeirra sem eru eins og við í útliti og hegða sér eins og við, heldur allra Bandaríkjamanna,“ hefur The Washington Post eftir John A. Boehner, forseta fulltrúadeildarinnar. Aðeins 27% kjósenda af rómansk- amerískum uppruna kusu Romney og er það einkum rakið til andstöðu repúblik- ana við tillögur um að veita milljónum ólöglegra innflytjenda ríkisborgararétt. Boehner gaf til kynna að repúblikanar væru nú tilbúnir til að fallast á mála- miðlunarlausn í deilunni. Ágreiningur er meðal repúblikana um hvernig túlka beri ósigurinn í forseta- og öldungadeildarkosningunum. Miðju- menn í flokknum telja að hann hafi farið of langt til hægri, en íhaldsmenn segja að það hafi verið mistök að tefla fram miðju- manni í forsetakosningunum. Þeir benda einnig á að munurinn á kjörfylgi fram- bjóðendanna var mjög lítill og flokkurinn hélt öflugum meirihluta í fulltrúadeild- inni, auk þess sem margir ríkisstjórar eru úr röðum repúblikana. Talningu atkvæða í forsetakosning- unum er ekki enn lokið í Flórída, en demókratar hafa þó lýst yfir sigri í rík- inu. Yfirlýsing frá ráðgjafa Romneys í kosningabaráttunni bendir einnig til þess að hann búist við ósigri í Flórída. Obama fékk alls 303 kjörmenn í öðrum ríkjum og þeim fjölgar í 332 ef hann reynist hafa sigrað í Flórída. Til að ná endurkjöri þurfti hann að fá 270 kjörmenn. „Oval Office“ Skrifstofa forsetans BANDARÍKIN Hvíta húsið Opinbert aðsetur forseta Bandaríkjanna í Washington-borg Stærð: Hvíta húsið í hnotskurn 132 herbergi bygginga - 5.109 ferm lóðar - 7,3 hektarar Verðmæti nú: Um 287 millj. $ (37 milljarðar kr.) Bygging: Fyrst byggð árið 1909 (suðurhlið Vesturálmunnar) Var færð á núverandi stað árið 1934 Bygging: 1792 - 1800 Annar forsetinn, John Adams, varð fyrstur forsetanna til að búa þar árið 1800 Byggingarkostnaður: Vesturálman Aðsetrið Skrifstofur æðstu undirmanna og embættismanna forsetans Heimildir: Safn Hvíta hússins/Forsetaembættið/WhiteHouseHistory.org/Zillow Hver forseti skreytir skrifstofuna að vild Arinhilla Var m.a. kallað „Forsetahöllin”og „Forsetahúsið” í fyrstu 26. forsetinn, Theodore Roosevelt, gaf því opinbera heitið Hvíta húsið árið 1901 35 baðherbergi 16 svefnherbergi 8 stigar 28 arnar 3 lyftur 3 eldhús 232.372 $ William Howard Taft (27. forsetinn) varð fyrstur til að nota skrifstofuna Skrifstofa forsetafrúarinnar og aðstoðarmanna forsetans Forsetafáni WASHINGTON DC 5 km Ríkisstjórnar- salur Skrifstofa vara- forsetans Græna stofan Austur- stofan (Stríðsyfirlýsingin á hendur breska heimsveldinu undirrituð hér árið 1812) Norður- súlnagöng Suður- súlnagöng Aðal- inngangur Borðstofa fjölskyldunnar Notað fyrir opinberar móttökur; dvalarstaður forseta- fjölskyldunnar Hvíta húsið 1600 Pennsylvania Avenue Washington DC „Oval Office“Vesturálman Austurálman Bústaðurinn (nefnd eftir 26. forsetanum, Theodore Roosevelt, og 32. forsetanum, Franklin Roosevelt) Skrifstofu- stjóri (Hér tekur forsetinn yfirleittá móti gestum) (fundir með kvenfréttamönnum fyrst haldnir hér á 4. áratug 20. aldar) Skrifstofa forsetans, „Oval Office“ Bláa stofan Opinber borð- stofa Rauða stofan 1. hæð Roosevelts- stofa 1. hæð Fundasalur og aðstaða fyrir fréttamenn Rósa- garðurinn Suður- flötin Kennedy- garðurinn Við Hvíta húsið eru sundlaug, tennis- og körfuboltavellir, kvikmyndasalur, hlaupabraut, keiluspilsbrautir og æfingaflöt fyrir golf Fáni Skrifborð forsetans (úr viði úr breska skipinu HMS Resolute) Gólfteppi forsetans (nýtt á hverju kjörtímabili) Repúblikanar hefja ýtarlega sjálfsskoðun  Rannsaka hvað fór úrskeiðis og hvernig hægt væri að breyta skilaboðunum Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna telja að rúmar fjórar milljónir Sýrlendinga þurfi á neyðaraðstoð að halda í byrjun næsta árs vegna stríðsins í Sýrlandi. Gert hafði verið ráð fyrir því að aðstoða þyrfti 2,5 milljónir Sýrlendinga á næsta ári en talan hefur hækkað vegna versnandi ástands í landinu, að sögn Johns Ging, talsmanns OCHA, Samræm- ingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum. Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, neitar því enn að borgarastríð geisi í landinu. Hann viðurkenndi í viðtali við rússneska sjónvarpsstöð að „deil- ur“ hefðu blossað upp í Sýrlandi og hætta væri á langvinnum átökum ef andstæðingar hans fengju fleiri vopn frá öðrum löndum. „En deilur eru ekki borgarastríð,“ sagði hann. Assad neitaði því einnig að öryggissveitir einræðisstjórnarinnar hefðu gerst sekar um stríðsglæpi. Hann kvaðst ekki ætla að láta af embætti og sagði að framtíð sín sem forseta myndi aðeins ráðast í kosn- ingum í Sýrlandi. Vilja sameina kraftana Fulltrúar sýrlenskra stjórnarand- stöðuhreyfinga komu saman í Doha, höfuðborg Katar, í gær til að reyna að sameina þær í baráttunni gegn stjórninni. Þátttakendur í viðræðun- um sögðu að flestar hreyfinganna hefðu samþykkt tillögu um að sam- eina kraftana á sviði hernaðar, neyðaraðstoðar og stjórnunar á yfir- ráðasvæðum þeirra. Nær 40.000 manns hafa beðið bana í átökunum í Sýrlandi, auk þess sem hundruð þúsunda Sýrlendinga dvelja í flóttamannabúðum í grann- ríkjunum. Rúm milljón manna til viðbótar hefur þurft að flýja heim- kynni sín en er enn í Sýrlandi. bogi@mbl.is AFP Byssa í stað bóka Sýrlenskur háskólanemi, sem hefur gerst uppreisnar- maður, myndar sigurmerki með fingrunum í gamalli byggingu í Aleppo. Fjórar milljónir þurfa hjálp  Ástandið versnar enn í Sýrlandi  Forsetinn neitar því að borgarastríð geisi  Andstæðingar hans reyna að sameinast Þótt þeir séu ekki sáttir við ósigur Mitts Romneys eru trúbræður hans, mormónar, ánægðir með það að trú hans reyndist ekki vera nein hindrun í baráttunni fyrir því að hann yrði kjörinn for- seti Bandaríkjanna. „Trú hans skipti engu máli í kosningunum. Ef til vill er þetta til marks um að fólk sé að átta sig á því að mor- mónar fylgja meira meginstraumnum en margir töldu,“ hefur Los Angeles Times eftir Whitney Call, 23 ára háskólanema í Utah. „Romney tapaði vegna stjórnmálastefnu sinnar en ekki trúar – og ég get sætt mig við það.“ Kannanir benda til þess að fjórir af hverjum fimm kirkjurækn- um evangelískum kjósendum hafi kosið Romney. Hann fékk meiri stuðning í þess- um hópi en John McCain, forsetaefni repúblikana, fyrir fjórum árum. Trú Romneys var engin hindrun MORMÓNAR SÁTTIR VIÐ NIÐURSTÖÐUNA Mitt Romney
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.