Morgunblaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 10.11.2012, Blaðsíða 58
58 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2012 Sérsmíðaðar baðlausnir Speglar • Gler • Hert gler Öryggisgler • Litað gler • Bílspeglar Sandblástur • Álprófílar Máltöku- og uppsetningaþjónusta Við leggjum metnað okkar í að bjóða sérhæfðar og vandaðar lausnir á baðherbergi. Við bjóðum upp á sérsmíðaða spegla, sturtuklefa og sturtu-skilrúm. Þá erum við komnir með nýja útgáfu af ljósaspeglunum okkar vinsælu. Á nýrri heimasíðu okkar glerslipun.is er gott yfirlit yfir það sem er í boði. Auk þess bjóðum við alla velkomna í Vatnagarða 12 þar sem fagfólk veitir góða þjónustu og allar þær upplýsingar sem þarf. Vatnagarðar 12 | Sími 588 5151 | Fax 588 5152 | glerslipun.isSTOFNAÐ 1922 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú skalt taka þér tíma til að íhuga framtíðaráform þín. Taktu stjórnina í þínar hendur og fáðu svo útrás fyrir tilfinningarnar með skaplegum hætti. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú hefur lagt mikið á þig í vinnu og skemmtunum upp á síðkastið. Hugsaðu vel um sjálfan þig. Viðhorf þitt á eftir að breyt- ast þegar búið er að leggja spilin á borðið. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Varaðu þig á að vera ekki svo hag- sýnn að það geri bara illt verra. Ef þú ákveður að gefa kost á þér verður þú að gæta þess vandlega að sýna tillitssemi og sveigjanleika. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Vilji er allt sem þarf, hvort heldur þig langar að ræða eitthvað eða leysa einhverja manndómsþraut. Einhver ótti steðjar að þér í sambandi við það að þú náir ekki takmarki þínu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Metnaður þinn ýtir þér út í að leika listir þínar þegar rétta fólkið er að fylgjast með. Framlag þitt skiptir máli svo gakktu beint til verks. Flas er ekki til fagnaðar. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú tekst á við flækjur sem bæði ergja þig og skilgreina í senn. Gættu þess að haga væntingum þínum alltaf í samræmi við það sem þú veist að er mögulegt. 23. sept. - 22. okt.  Vog Nú verður ekki lengur undan því vikist að taka ákvörðun varðandi starfsvettvang. En sýndu þolinmæði. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert vel upplagður, léttur og kátur og aðrir sækja í nærveru þína. Leyfðu fólki að stíga inn á þitt svið. Vertu viðbúinn breytingum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Einkalífið batnar þegar þú fræðist þig um félaga þinn eða verðandi fé- laga. Settu mál þitt fram af skynsemi og sanngirni og þá munu aðrir veita því athygli og taka afstöðu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Eirðarleysið hefur náð tökum á þér svo þú verður að fá einhverja tilbreytingu í líf þitt. Fólk mun þurfa að láta skemmta sér. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Velgengni í fjármálum og ást- armálum kemur og fer. Fólk kann að meta það hvað þú gerir hlutina af mikilli vand- virkni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert í toppformi bæði andlega og líkamlega og vekur almenna athygli. Reyndu að gera ekki alveg svona miklar kröfur til sjálfs þín. Þegar ég gekk upp Skólavörðu-stíginn sá ég karlinn á Lauga- veginum við hornið á Klappar- stígnum. Hann hallaði sér upp að gamla Þjóðviljahúsinu og benti yfir götuna. „Þarna var verslun Sig- urðar Tómassonar úrsmiðs og Eyj- ólfs Árnasonar gullsmiðs sem send- ur var í byltingarþjálfun í Moskvu 1930. Og hér uppi stóð ritstjórastóll Svavars Gestssonar. Fyrir milli- göngu Einars Olgeirssonar fór hann til Austur-Berlínar haustið 1967. Þeir tortryggðu hann austur þar. Sögðu hann handbendi Am- eríkana.“ Og karlinn saug upp í nef- ið: Til Berlínar Svavar sendur var til sérstakra verkefna að þjálfa ́ann en Stasi náði að negla hann þar sem njósnara CIA, karl-bjálfann! Einar K. Guðfinnsson alþingis- maður sendi mér skemmtilegt bréf, þar sem hann rifjaði upp vísur vinar síns, Sigurðar Hansen bónda á Kringlumýri í Blönduhlíð, og segir: „annars er einkenni vísnagerðar Sigurðar léttleikinn, græskulaust gaman og mikil væntumþykja fyrir umhverfi sínu.“ Þetta sjáist m.a. í kvæðinu Í öræfadal sem hann orti á ferð um hinn fagra og einstaka Austurdal í Skagafirði: Gang þú til fjalla ef leið er þín lund og löngun og þrá eru í dvala, það vermir þitt hjarta á viðkvæmri stund ef vitjar þú öræfadala. Og háttaðu einn undir himinsins sæng og hlustaðu á þögnina tala, þar mófuglamóðirin vermir með væng vorgróður öræfadala. Gefðu þér tíma og fangaðu frið sem fýkur með morgunsins svala, er heyrir þú svanina hefja sinn klið af heiðarbrún öræfa dala. Árið 2001 kom út bókin Feykjur með vísum og kvæðum Sigurðar. Þar eru þessar stökur: Helst það sefar hugans þrá hausts er dofnar skíma að geyma lítið ljósbrot frá liðnum sumartíma. Þó að kali og kyngi snjó kuldinn næði um dalinn innst í leynum á hann þó unaðsgeisla falinn. Fákum reistum fóta nett fljótt er þeyst um grundir fjöri geyst þeir grípa sprett gatan neistar undir. Halldór Blöndal halldorblonmdal@simnet.is Vísnahorn Frá Austur- Þýskalandi í öræfadal eftir Jim Unger „ÉG ER EKKI HISSA Á AÐ PÍANÓSTILLIRINN HAFI VILJAÐ 4.000 KALL FYRIR ÞETTA!“ HermannÍ klípu „EF ÞIÐ NÁIÐ EKKI MARKMIÐUM YKKAR FÁIÐ ÞIÐ EKKERT AÐ FARA Á NETIÐ Í EINA VIKU.“ eftir Mike Baldwin Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að setja þarfir barnanna ofar sínum eigin. GRETTIR ÞARF LASAGNA! HVERNIG GERÐIR ÞÚ ÞETTA? HA, ÉG? VONANDI HÆTTIR ÞÚ NÚ AÐ KVARTA YFIR ÞVÍ AÐ VIÐ FÖRUM ALDREI NEITT SAMAN! SÖLU- MARKMIÐ HANDTÖSKUR BARNAFÖT Tími endurskoðunar er genginn ígarð. Víkverji stendur í stór- ræðum þessa dagana: flutningar eru yfirvofandi. Því er tækifærið nýtt og farið í gegnum ýmsa leppa svo ekki sé talað um dót og annað drasl. Í upphafi var planið að henda öllu því sem ekki hefur verið notað í tvö ár eða meira. Henda, henda og aftur henda. Það er í raun ótrúlegt hvað manneskja getur sankað að sér miklu dóti og hefur svo ekki raunverulegt not fyrir nema brot af því. x x x Þegar Víkverji fór að grafa í fata-skápnum kom ýmislegt fróðlegt í ljós, ýmsir tískustraumar birtust þar – misjafnlega smekklegir verð- ur að viðurkennast. Það sem ekki er klippt, bætt og lagað fær að flakka í Rauðakrossgáminn. x x x Tískan fer svo sannarlega í hring,það er gömul saga og ný. Það sannaðist best þegar heilt dress dúkkaði upp. Um var að ræða föt sem Víkverji neyddist til að klæðast í svokölluðu „ljótufatapartíi“. Og viti menn; fötin eru svo hrikalega töff í dag að það er engu lagi líkt. x x x Tekið skal fram að þetta ljótufata-partí var haldið árið 2007 í Dan- mörku og tískuvöruverslunin H&M var að sjálfsögðu nýtt til hins ýtr- asta. Það herrans ár var nýtt á mis- viturlegan hátt líkt og umrætt partí. Markmiðið var að einn gestur keypti dress á annan vin sinn. Að sjálfsögðu reyndu allir að kaupa sem ljótust föt á vininn á sem hag- stæðastan hátt. Víkverji var engin undantekning þar á en eins og hon- um sæmir bar hann þetta allt með stakri prýði en fékk þó að launum ríkuleg hlátrasköll. x x x Samsetningin á flíkunum var aðsjálfsögðu skelfileg. Brún- skræpóttur klútur við glansandi grænar pokabuxur, ljós jakki og móskulegur bolur við. En viti menn; jakkinn verður pressaður og ætlar Víkverji að mæta hreykinn í honum til vinnu næstu daga. víkverji@m- bl.is Víkverji Hjá Guði er hjálpræði mitt og veg- semd, minn örugga klett og athvarf mitt hef ég í Guði. (Sálmarnir 62:8)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.