Morgunblaðið - 10.11.2012, Síða 14

Morgunblaðið - 10.11.2012, Síða 14
VIÐTAL Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Við höfum verið að fara yfir okkar verkferla og viðbragðsáætlanir en ekki náð að ljúka því. Það hefur hvert tekið við af öðru, fyrst þetta veður, síðan jarðskjálftar og óveðrið í síð- ustu viku. Núna erum við í sambandi við Veðurstofuna vegna viðvarana um slæmt veður um helgina,“ sagði Víðir Reyn- isson, deildar- stjóri hjá Al- mannavörnum, við Morgunblaðið í gær, spurður út í hvaða vinnu hefur verið farið í kjöl- far norðanhrets- ins í byrjun sept- ember sl. Viðbrögð og veðurspár í tengslum við þetta hret hafa verið talsvert í umræðunni í vikunni í kjölfar um- mæla Ögmundar Jónassonar innan- ríkisráðherra á Alþingi, um að eng- inn hefði spáð fyrir um óveðrið eða varað við því. Fram kom í viðbrögð- um Veðurstofunnar að þó að veður- spárnar hefðu verið slæmar þá náðu þær ekki þeim viðmiðunum að hafa samband við Almannavarnir með formlegum hætti. Víðir segir Almannavarnir hafa skoðað ákveðna hætti í sínum viðbrögðum. „Það var strax lýst yfir almanna- varnaástandi í Þingeyjarsýslum og menn hafa velt fyrir sér hvort merki voru á lofti um að lýsa yfir slíku ástandi víðar á Norðurlandi. Fyrstu dagana benti ekkert til þess þar sem engar aðstoðarbeiðnir komu til lög- reglu eða Almannavarna, annars staðar en í Þingeyjarsýslum. Í ein- hverjum tilvikum var haft samband beint við björgunarsveitir sem fóru til aðstoðar bændum á vissum svæð- um í Skagafirði og Eyjafirði. Eitt af því sem við erum að skoða hvort okk- ar verkferlar varðandi það að lýsa yf- ir almannavarnarástandi séu nógu skarpir. Við vinnum náið með Veð- urstofunni og erum með samráðs- fundi reglulega,“ segir Víðir en eftir helgina munu Veðurstofan og Almannavarnir hittast og fara yfir málin. Þröskuldar lækkaðir? „Við ætlum að skoða hvort það hefði mátt gera hlutina eitthvað öðru- vísi. Það er ekkert víst að veðurspáin hafi gefið það til kynna. Ákveðin við- mið eru í gildi um hversu slæmt veð- urútlitið þarf að vera til að sérstakar viðvaranir eru gefnar út og Almanna- varnir látnar vita. Þarna virðist veðr- ið hafa verið innan þeirra viðmiða en þá er spurning hvort þurfi að lækka þröskuldana eitthvað og endurskoða þessi viðmið. Við munum meðal ann- ars skoða hvort veðrið fyrir norðan hafi verið það einstakt að það kalli ekki á breytt viðmið, eða hvort ástæða sé til að breyta verklaginu.“ Gildandi viðbragðsáætlun er þann- ig að vakthafandi veðurfræðingi ber að hafa samband við Almannavarnir ef vindhraði og úrkoma fara yfir ákveðin mörk. Víðir segir þetta gert með jafnt óformlegum eða formleg- um hætti, allt eftir alvarleika ástandsins hverju sinni. „Við komum tilkynningu Veðurstofu á framfæri við fjölmiðla og upplýsum yfirvöld á þeim stöðum sem tilkynningin nær til,“ segir Víðir. Spurður hvort Al- mannavörnum hafi borið að hafa samband við Veðurstofuna að fyrra bragði, í ljósi slæms veðurútlits fyrstu vikuna í september, segir Víðir stöðuna ekki hafa verið metna með þeim hætti. Stormviðvörun Veð- urstofunnar að morgni laugardags, degi fyrir hretið, hljóðaði upp á 18-23 m/sek á landi, rigningu á láglendi og snjókomu eða slyddu til fjalla. „Við töldum þá að þetta væri ekki veður sem myndi valda sérstökum vand- ræðum. Ef vindhraðinn er ekki meiri en 23 metrar á sekúndu þá upplýsir Veðurstofan okkur ekki sérstaklega. Síðan gerðist það að hitastigið reynd- ist lægra en menn reiknuðu með og vindur heldur meiri.“ Almannavarnir fara yfir verkferla og viðbragðsáætlun Morgunblaðið/Júlíus Annríki Samhæfingarmiðstöð Almannavarna í Skógarhlíð hefur átt annríkt.  Ræða við Veðurstofuna um viðbrögð við hretinu á Norðurlandi í september Víðir Reynisson 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2012 BRYNJAR NÍELSSON í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 24. nóvember 2012 Kæra sjálfstæðisfólk! Ég og stuðningsmenn mínir bjóðum ykkur velkomin á opnun kosningaskrifstofu minnar að Borgartúni 12-14 í dag kl. 16. Allir velkomnir. Léttar veitingar og lifandi tónlist. Sjáumst. Brynjar Níelsson. Kosningaskrifstofan, Borgartúni 12-14, er opin alla virka daga frá kl. 16.30-21.00 og um helgar frá kl. 13.00–18.00. Símanúmerið er 588-1181. Átta lið úr framhaldsskólum lands- ins keppa til úrslita í Boxinu - framkvæmdakeppni framhalds- skólanna í dag, laugardag, í Há- skólanum í Reykjavík. Keppninni var frestað um viku vegna óveð- urs. Keppnin stendur yfir frá kl. 10.00-16.30. Lokaspretturinn mun að öllum líkindum vekja mesta spennu en liðin leysa síðustu þrautirnar upp úr kl. 15.00. Úrslit verða tilkynnt og verðlaun afhent við athöfn sem hefst kl. 16.30 í Sól- inni í HR. Fimm nemendur eru í hverju liði en þau lið sem keppa til úrslita fengu flest stig í undankeppni sem haldin var á dögunum. Í Boxinu leysa framhaldsskólanemendur þrautir sem reyna á hugvit, verk- lag og samvinnu. Um þrautabraut er að ræða með nokkrum stöðvum og fara liðin á milli og leysa eina þraut á hverjum stað. Markmiðið með keppninni er að kynna og vekja áhuga á tækni, tækninámi og störfum í iðnaði og gera verkviti hátt undir höfði. Keppnin hefur verið haldin einu sinni áður. Háskólinn í Reykjavík, Samtök iðnaðarins og Samband ís- lenskra framhaldsskólanema standa að Boxinu. Framhaldsskóla- nemar keppa í hug- vitssemi í HR Margir knapar náðu ágætum ár- angri í sýningum kynbótahrossa á árinu, án þess að mikilla áverka yrði vart á hrossunum. Þegar Félag hrossabænda greindi frá veruleg- um áverkum á kynbótahrossum var birtur listi yfir þá knapa sem sýndu tíu sinnum eða oftar á árinu en reyndust með fæsta áverka. Á list- anum sem birtur er hér sést að sumir eru algerlega með áverka- laus hross þótt oft hafi verið sýnt. Áverkar reyndust vera á 21,5% sýningarhrossa á árinu. Er það meira en á síðustu árum. Raunar hafa áverkar aukist ár frá ári, frá 2009. Alls sýndu 44 knapar tíu sinnum eða oftar á árinu. Af þeim voru sautján með áverka í fjórðungi sýn- inga eða meira. Félag hrossabænda sendi þeim bréf til að vekja athygli á því að þeir væru með fleiri áverkaskráningar en meginþorri knapa í kynbótasýningum. Þá var tilgangurinn að stuðla að hest- vænni sýningum í framtíðinni. Á listanum yfir þá knapa sem sýndu oft en fengu fæsta áverka er Gísli Gíslason á Þúfum í Skagafirði. Hann sýndi 28 sinnum, algerlega án áverka á hrossunum. Þorvaldur Árni Þorvaldsson sýndi 29 sinnum en skráðir voru tveir áverkar og Lena Zielinski sýndi 21 sinni og var skráð með einn áverka. Eins og fram hefur komið fund- ust einnig margir áverkar á hross- um sem komu til keppni á Lands- móti hestamanna og Íslandsmóti í hestaíþróttum. helgi@mbl.is Knapar með fæsta áverka á hrossum í kynbótasýningum á árinu 2012 (10 sýningar og fleiri) Heimild: Félag hrossabænda Knapi HlutfallSýningar Áverkar Anna Sigríður Valdimarsdóttir Benedikt Þór Kristjánsson Gísli Gíslason Lena Zielinski Líney María Hjálmarsdóttir Olil Amble Steingrímur Sigurðsson Þorvaldur Árni Þorvaldsson Þórarinn Eymundsson 0% 9,1% 0% 4,8% 7,7% 0% 9,1% 6,9% 6,3% 11 0 11 1 28 0 21 1 1 0 1 2 1 13 12 11 29 16 Sýna vel án þess að valda áverkum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.