Morgunblaðið - 16.11.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.11.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Vanskil að minnka  Afkoma Landsbankans jákvæð um 13,5 milljarða fyrstu níu mánuði ársins  Rekstrarkostnaður hefur hækkað um 15% frá sama tíma á síðasta ári kenndrar afkomu á síðasta ári. Hagnaður þriðja ársfjórðungs er mun minni en á fyrri helmingi ársins eða 1,7 milljarðar kr. Í upp- gjörinu er skýringin sögð rýrnun lánasafns og aukinn rekstarkostnaður sem að hluta má rekja til gjaldfærslu vegna starfsloka sem tengjast hagræðingaraðgerðum. Í uppgjörinu kemur einnig fram að útlán til fyrirtækja hafa lækkað lítillega en útlán til einstaklinga hafa hins vegar hækkað um- fram verðlagsþróun það sem af er árinu. Rekstrarkostnaður of hár Landsbankinn hefur samfara skipulags- breytingum gripið til hagræðingar og að- halds í rekstri á árinu. Í uppgjörinu segir að rekstrarkostnaður sé enn of hár en hann hefur hækkað um 15% frá því á sama tíma í fyrra. Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Vanskil viðskiptavina Landsbankans hafa minnkað það sem af er ári. Þetta kemur fram í 9 mánaða uppgjöri bankans sem kynnt var í gær. Vanskilahlutfall fyrirtækja var 8,5% í lok október en hjá einstaklingum var sama hlutfall 9,8%. Heildarvanskil eru því 8,9% en eftir þriðja ársfjórðung á síðasta ári var hlutfall vanskila 16,4%. Afkoma Landsbankans er jákvæð um 13,5 milljarða kr. eftir skatta fyrstu níu mánuði ársins. Hagnaðurinn er helmingi minni en á sama tíma á síðasta ári en þó kemur fram að samanburður sé erfiður vegna sveiflu- 9 mánaða uppgjör » Hagnaður bankans lækkar um helm- ing frá því á síðasta ári. » Heildarvanskil eru 9,2% en voru á sama tíma í fyrra 16,4%. » Rekstrarkostnaður hefur hækkað um 15% það sem af er ári. Meirihluti borgarráðs hefur sam- þykkt breytingar á svæðisskipu- lagi höfuðborgarinnar. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, greiddi at- kvæði gegn tillögunni og ítrekaði mótmæli sín vegna fyrirhugaðs byggingarmagns á svæði Land- spítalans sem er fjórfalt meira en það sem fyrir er á reitnum. Í fréttatilkynningu segist hann hissa á að eftir öll þau mótmæli sem bor- ist hafa vegna mikillar uppbygg- ingar við Landspítalann sé ekki staldrað við, staðan endurmetin og tillit tekið til athugasemda borgarbúa. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir að nánast engar athugasemdir hafi verið gerðar við breytingar á svæðisskipulaginu enda séu þær minni háttar. „Þær felast fyrst og fremst í að fella út Holtsgöng sem umferðarspár hafa aldrei sýnt fram á að brýn þörf sé fyrir. Einnig er verið að færa byggingarmagn milli reita. Burt- séð frá deilunni um Landspítalann þá held ég að þessi svæðisskipu- lagstillaga sé skynsamleg. Breyt- ingarnar á deiliskipulaginu eru umdeildari en ekki er verið að taka afstöðu til þeirra núna,“ segir Dagur. heimirs@mbl.is Deila um breytingar á svæð- isskipulagi við Landspítala  Formaður borgarráðs segir breytingarnar minni háttar  Júlíus Vífill vill staldra við í ljósi mótmæla sem borist hafa Morgunblaðið/ÞÖK Uppbygging Skipulagsmál Land- spítalans eru mikið deiluefni. 244 einstaklingar bíða eftir hjúkrunarrýmum á landinu. Þetta kom fram í svari Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra á Alþingi við fyrirspurn Sigmundar Ernis Rúnarssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Í svarinu segir ennfremur að ef svokölluð flutningsmöt séu reiknuð með þá séu 320 einstaklingar á bið- lista. Unnið er að því að mæta heilbrigðis- og umönnunarþörf einstaklinga og lengja tímann sem þeir geta verið heima. Það er t.d. gert með heimahjúkrun, hvíldarinnlögnum og ýmsum afbrigðum dagvistar og endurhæfingar. Til að fylgjast með umönnunarþörf einstaklinga hafa tvö matskerfi verið tekin í gagnið, annað sem metur þörf einstaklinga áður en þeir þurfa á hjúkrunarrými að halda og hitt metur þörf íbúa í hjúkrunarrýmum. Sigmundur Ernir spyr einnig um áætlaðan kostnað þess að eyða biðlistum. Kostnaður við 244 hjúkrunarrými er 7,2 milljarðar kr. og rekstrarkostnaður 2 milljarðar kr. fyrir utan annan kostnað. Í svari velferðarráðherra kem- ur fram að ekki sé raunhæft að eyða biðlistum heldur „verði að líta til þess að þeir séu ásætt- anlegir með tilliti til biðar.“ Að undanförnu hafi tekist að mestu að standa við viðmiðið um 90 daga bið fólks í brýnni þörf. 320 bíða eftir hjúkrunarrými  Sérstakt matskerfi Börnin á frístundaheimilunum í Breiðholti gerðu hetjulega tilraun til að setja heims- met í fjölda samankominna sjóræningja í Miðbergi í gær. Það vantaði herslumuninn upp á að það tækist, 30 sjóræningja eða svo, en alls voru sjóræningjarnir 343 í Breiðholtinu í gær og sumir heldur illúð- legir að sjá. Um var að ræða börn frá fimm frí- stundaheimilum, sem öll tóku þátt í að búa til sjóræningjahatta og -fána, einn fyrir hvert frístundaheimili, og gengu þau í fylkingum í átt að Miðbergi og nýju Íslandsmeti í sjóræningjasamkomu. Krakkarnir hafa einnig verið iðnir við málaralistina og verða verk þeirra, um gildi frístundaheimilanna, til sýnis í Gerðubergi um helgina. Slógu Íslandsmet í sjóræningjasamkomu Morgunblaðið/Ómar Hundruð sjóræningja voru í Breiðholtinu í gær „Auðvitað hefðum við kosið að hafa lengri tíma til að yfirfara gögn sér- fræðingahópsins áður en frumvarpið yrði lagt fram,“ segir Birgir Ármannsson, fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í stjórnskipunar- og eftir- litsnefnd. Frumvarp til stjórnskip- unarlaga var afgreitt úr nefndinni í gær en á mánudaginn skilaði sér- fræðingahópur nefndarmönnum áliti að drögum að frumvarpinu. „Fyrst meirihlutinn kýs að hafa þennan háttinn á þá þýðir það að krafa um vandaða yfirferð þingsins verður enn ríkari,“ segir Birgir. Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sér ekki ástæðu til þess að ræða mál- ið frekar í nefndinni að sinni. „Nú verður frumvarpið lagt fram og þá hefst hin efnislega umræða. Það er búið að fara yfir tillögurnar af okkar færustu sérfræðingum og í kjölfarið fá allir þingmenn tækifæri til að taka þátt í efnislegri umræðu um málið,“ segir Valgerður og bætir við að minnihluti nefndarinnar hafi neitað að ræða málið á fundum síðasta vetur. heimirs@mbl.is »26 Stjórnarskrármálið afgreitt úr nefnd Valgerður Bjarnadóttir Birgir Ármannsson Alls hafa 43 þingmál verið lögð fyrir 49. kirkju- þing þjóðkirkjunnar, sem gerði hlé á störfum sínum í gærkvöldi, en mörg þeirra snúa að skipulagsmálum, m.a. sameiningu prestakalla. Kirkjuþing samþykkti að sameina tvö presta- köll á Vestfjörðum, Patreksfjarðarprestakall og Tálknafjarðar- og Bíldudalsprestakall, og mun sameiningin taka gildi 1. janúar 2013. Þá var samþykkt að kynna tillögu að sameiningu Garða- og Saurbæjarprestakalla í Vest- urlandsprófastsdæmi en ekki var kveðið á um gildistöku. Tillögur um stórfelldar breytingar á skipan prestakalla á höfuðborgarsvæðinu hafa einnig verið lagðar fram á þinginu, þar á meðal um sameiningar fjölmennra prestakalla, segir í til- kynningu frá Biskupsstofu. „Því máli var vísað til kirkjuráðs til frekari skoðunar, enda væri um viðamiklar og kostnaðarsamar breytingar að ræða,“ segir í tilkynningunni. Kirkjuþing mun koma saman aftur á næstu mánuðum og verða fjármál kirkjunnar þá tekin til umræðu. Tillaga um að færa Þorláksbúð var hins vegar felld og þá hvatti þingið til að deili- skipulagsvinnu í Skálholti yrði haldið áfram. Skipulags- mál eru í brennidepli  Tillaga um að færa Þor- láksbúð felld á Kirkjuþingi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.