Morgunblaðið - 16.11.2012, Blaðsíða 37
Kveðja frá
bekkjarsystkinum
Vinur okkar og skólafélagi,
Sigurður Eyjólfsson, hefur nú
kvatt um aldur fram. Okkur
bregður við, erum enn á ný
minnt á það hversu hverfult og
stutt lífið er.
Minningarnar leita á okkur
frá námsárunum í Menntaskól-
anum á Akureyri og frá háskóla-
árunum hér heima og erlendis.
Við vorum 22 bekkjarsystkinin í
6.SA sem urðum stúdentar vorið
1967. Við héldum að við værum
orðin fullorðin en alvara lífsins
beið okkar handan við hornið.
Sum okkar höfðu þekkst frá
barnæsku, önnur höfðu fyrst
kynnst þegar þau byrjuðu í
menntaskólanum. Við komum
alls staðar að af landinu en
þekktum hvert annað orðið
býsna vel. Okkur þótti vænt
hverju um annað og kennararnir
töluðu oft um hve gott væri að
koma inn í bekkinn okkar. Í
horninu aftast við gluggann sat
Sigurður eða Siggi eins og hann
var alltaf kallaður. Hann var frá
Eiðum, íslenskur sveitastrákur í
bestu merkingu þess orðs. Við
bárum öll virðingu fyrir honum.
Framganga hans var slík. Siggi
var óvenjulega prúður ungur
maður en þó fastur fyrir og ein-
arður í skoðunum. Hann var
framúrskarandi námsmaður
sem veittist létt að vinna með
öðrum og að rétta hjálparhönd
þeim sem eitthvað höfðu verið að
slá slöku við. Hann kunni að
gleðjast með glöðum en gat einn-
ig tekið þátt í vandamálum ann-
arra þegar þess þurfti.
Siggi var glæsilegur í sjón, há-
vaxinn, dökkur á brún og brá. Á
menntaskólaárunum bjó hann
alltaf á Gömlu vistum ásamt
nokkrum öðrum félögum okkar.
Þar var þröngt og lágt til lofts.
Ekki voru þeir félagarnir að
gera sér rellu út af smámunum.
Það tók því til dæmis ekki að
festa eina tölu þótt hún dytti af.
Betra var að bíða þangað til allar
voru farnar og festa þær þá allar
í einu.
Sigga leið vel í menntaskólan-
um og stundaði námið af alúð.
Hann hlakkaði samt til að út-
skrifast og hefja nám í háskóla.
Þegar þar var komið sögu lagði
hann stund á byggingaverkfræði
við Háskóla Íslands og síðan
Tækniháskólann í Þrándheimi
þaðan sem hann útskrifaðist með
meistaragráðu árið 1973. Hann
starfaði að námi loknu sem verk-
fræðingur hjá VST og síðan
Verkís eftir sameiningu. Ávallt
stundaði hann starf sitt af sömu
samviskuseminni og námið áður.
Við erum þakklát fyrir að hafa
kynnst Sigga og mannkostum
hans. Heilindi, drengskapur og
hjálpsemi voru hans einkenni.
Með honum er genginn maður
sem lagði sitt af mörkum til upp-
byggingar í þjóðfélaginu af sam-
viskusemi og heiðarleika.
Margréti, Eyjólfi, Ingu Láru,
Ævari Páli og öðrum aðstand-
endum sendum við okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
F.h. 6. bekkjar sa veturinn
1966-67,
Jóhanna Margrét
Guðjónsdóttir,
Steinar Friðgeirsson,
Svava Þorsteinsdóttir.
Stöðugleiki, styrkur, öryggi,
seigla, traust og þol eru orð sem
koma upp í hugann þegar nafn
Sigurðar Eyjólfssonar er nefnt.
Orðin eru einnig lýsandi um mik-
ilvæga eiginleika vandaðra burð-
arvirkja sem voru viðfangsefni
hans á farsælum starfsferli sem
byggingarverkfræðingur, sér-
fræðingur í húsagerð og hönnun
burðarvirkja. Orðin eiga vel við
um verk Sigurðar.
Sigurður Eyjólfsson var sam-
starfsmaður okkar á Verkfræði-
stofu Sigurðar Thoroddsen (nú
Verkís). Við fundum fljótt eftir
að við hófum þar störf, ungir og
óreyndir verkfræðingar, að gott
var að leita til Sigurðar um ráð
og leiðbeiningar varðandi hönn-
un burðarvirkja. Með fáum orð-
um ásamt handteiknaðri skýr-
ingarmynd lýsti hann flæði
krafta um burðarvirki yfir í
traustar undirstöður. Stundum
hengdi hann kraftana upp og
flutti í járnum frá veikari hluta
burðarvirkis þangað sem meiri
fyrirstöðu var að finna. Kraftana
teiknaði hann upp þannig að örv-
ar sýndu stefnu þeirra líkt og um
spjót væri að ræða eins og hefð-
bundið er í burðarþols- og stöðu-
fræðum. Það var sem Sigurður,
þéttur á velli og þéttur í lund,
gripi þessi spjót á lofti úr hvaða
átt sem þau bárust og kæmi
þeim tryggilega fyrir þar sem
ekkert gæti haggað þeim. Vind-
ar mættu blása og jörð skjálfa.
Mannvirkið var traust.
Sigurður fylgdist vel með sínu
fagi, ekki síst nýjungum um allt
sem það snerti svo sem um bygg-
ingaraðferðir og byggingarefni,
nýja staðla eða hugbúnað til
greiningar á burðarvirkjum.
Hins vegar þegar mikið lá við
fletti hann, þrautreyndur og þra-
utgóður, upp í gamalli sænskri
handbók eða fann leið að lausn
með lestri af þýsku línuriti. Allt í
bókum þar sem fáum öðrum
hefði dottið í hug að leita. Að því
loknu sagði Sigurður rólega og
yfirvegað eins og hans var hátt-
ur: Ætli við getum ekki möndlað
þetta svona.
Sigurður hafði jafnan meira
en nóg af verkefnum á Verk-
fræðistofunni, enda færni hans
kunn og viðurkennd. Hann gaf
sér samt alltaf góðan tíma til að
aðstoða aðra í þeirra verkefnum.
Það eru forréttindi að hafa
unnið með Sigurði Eyjólfssyni.
Við munum í störfum okkar ætíð
búa að þeim lærdómi og þeirri
reynslu sem hann miðlaði til
okkar.
Minningin um Sigurð Eyjólfs-
son er í hugum okkar óhaggan-
leg, traust og góð.
Fjóla Guðrún Sigtryggs-
dóttir og Eggert V.
Valmundsson.
Sigurður Eyjólfsson bygg-
ingaverkfræðingur er fallinn frá,
samstarfsmaður minn og góður
félagi til tæpra fjörutíu ára.
Hann tók til starfa á Verkfræði-
stofu Sigurðar Thoroddsen 1973
eða þremur árum eftir að ég hóf
þar störf. Fljótt kom í ljós að þar
fór afar vandvirkur og traustur
vinnufélagi. Lét fátt hagga sér
og sinnti þeim verkefnum sem
honum voru falin af samvisku-
semi og alúð.
Ekki verður hér rakinn allur
sá fjöldi verka sem hann leysti af
hendi, heldur lýst hvernig hann
sinnti þeim.
Verkefni sem Sigurður tók að
sér var jafnan þar með borgið,
skildi ekki við þau fyrr en þau
voru fullunnin. Hann naut sín vel
við verkfræðistörfin, það mátti
sjá á þeirri alúð sem hann sýndi
þeim.
Sigurður ávann sér strax
traust þeirra arkitekta og verk-
fræðinga sem með honum unnu,
enda var hann ávallt ósérhlífinn
við vinnu og fágætur fagmaður.
Lausnir voru jafnan traustar og
aðgengilegar í framkvæmd. Oft
höfðu verktakar orð á að gott
væri að vinna eftir teikningum
Sigurðar. Ef þeir vildu breyta
einhverju til sparnaðar eða ein-
földunar, stóð hann jafnan fastur
fyrir og sló ekki af þeim gæða-
kröfum sem hann hafði sett. En
var þó einnig reiðubúinn að taka
góðum ábendingum.
Nægir að nefna þrjú íþrótta-
mannvirki í Reykjavík þar sem
Sigurður gaf burðarvirkjum
form af kunnáttu og smekkvísi í
samvinnu við þá ágætu arkitekta
sem með honum unnu. En það
eru Árbæjarsundlaug, frjáls-
íþróttahúsið við Laugardalshöll
og heilsuræktar- og innisund-
laugarbyggingin í Laugardal.
Við fráfall Sigurðar sakna ég
vinar í stað. Ekki verður framar
gengið yfir til hans og leitað álits
eða ráða og er það mér og okkur
félögunum mikill missir.
Mestur er þó missir ástvin-
anna. Votta ég Margréti, börn-
um þeirra og barnabörnum mína
dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Sigurðar
Eyjólfssonar.
Níels Indriðason.
Sigurður Eyjólfsson kom árið
1973 til starfa hjá Verkfræði-
stofu Sigurðar Thoroddsen (nú
Verkís) og starfaði þar alla tíð
síðan. Hann kom beint frá
Þrándheimi eftir framhaldsnám
í byggingaverkfræði en hafði
lokið fyrrihlutaprófi frá Háskóla
Íslands 1970. Hann var einn af
hópi verkfræðinga sem komu til
starfa á þessum tíma og mynd-
uðu sterkan kjarna í starfsliði
fyrirtækisins.
Sigurður var mjög hæfur
verkfræðingur og burðarþol
mannvirkja varð hans aðal-
starfsvettvangur. Hann var einn
af bestu burðarþolshönnuðum
stofunnar og naut mikils álits á
því sviði bæði innan stofunnar,
hjá samstarfsaðilum og við-
skiptamönnum en þeir sóttust
eftir Sigurði í hin vandasamari
og stærri verkefni. Hann gerðist
fljótlega hluthafi í verkfræði-
stofunni og tók þátt í uppbygg-
ingu hennar og rekstri.
Sigurður var afar farsæll í
starfi og verkin hans standa sem
vitnisburður um mikla fag-
mennsku. Hann hafði þá afstöðu
að mannvirki yrðu að vera vel
byggð, traust og vönduð. Hann
hvikaði ekki í þeirri afstöðu en
gaf sér þó alltaf góðan tíma til að
leita að lausnum sem væru hag-
kvæmar og auðveldar í fram-
kvæmd.
Í virkjanaverkefnum seinni
árin var hann bakhjarl í burð-
arvirkjum og fór yfir verkefni
annarra. Þegar leita þurfti
lausna á flóknum kraftayfir-
færslum í Kárahnjúkavirkjun
var kallað á Sigurð og nýttist þá
hans mikla reynsla og yfirsýn.
Flókin verkefni uxu honum aldr-
ei í augum en hann réðst að þeim
með skipulegum og yfirveguðum
hætti.
Sigurður var hægur, rólyndur
og fremur fámáll en þegar hann
tjáði sig hlustuðu menn vel því
hann lagði ávallt gott til mála og
sýndi samstarfsmönnum sínum
sanngirni og traust. Okkur
vinnufélögum leið vel að vinna
með honum í verkefnum og hann
hafði góða nærveru. Honum var
gefið mikið líkamlegt og andlegt
atgervi sem hann nýtti sér vel en
hann var ótrúlega vinnusamur
og afkastamikill.
Við sjáum á bak traustum og
góðum félaga og söknum hans,
en geymum minningu um mikinn
afbragðsmann. Fráfall Sigurðar
kom ekki á óvart en hann hafði
lengi glímt við erfið veikindi og í
þeirri glímu sýndi hann æðru-
leysi og jafnaðargeð.
Við, félagar og samstarfs-
menn Sigurðar hjá Verkís, send-
um Margréti og fjölskyldunni
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Samstarfsmenn og vinir hjá
Verkís,
Viðar Ólafsson.
Í dag kveð ég vinnufélaga til
30 ára sem ég kynntist fyrst þeg-
ar ég nýkominn úr framhalds-
námi hafði hafið störf á Verk-
fræðistofu Sigurðar
Thoroddsen. Þetta sumar var ég
sendur víða um landið til vinnu
við mælingar og eftirlit í gatna-
framkvæmdum og tilfallandi
verkefnum. Sigurð sá ég fyrst
þegar ég var í Neskaupstað og
hann kom þangað til að fara yfir,
með Loga bæjarstjóra, ýmis
verkefnamál sem hann var að
sinna þar. Þá strax fann ég fyrir
þeirri virðingu sem borin var
fyrir honum og verkfræðistörf-
um hans. Síðan þá höfum við Sig-
urður unnið saman að mörgum
verkefnum og hef ég alltaf litið á
hann sem einn af mentorum
mínum á sviði burðarvirkja-
hönnunar og við úrlausn verk-
fræðilegra verkefna, enda hef ég
og margir fleiri talið hann einn
af fremstu burðarvirkjahönnuð-
um landsins hvað varðar hag-
kvæmar og einfaldar lausnir á
flóknum burðarvirkjum. Ófáir
arkitektar hafa leitað til hans
þegar leysa hefur þurft úr flókn-
um vandamálum við að bera
uppi hús án þess að rýra fegurð
þeirra. Sigurður var fámáll að
eðlisfari en sinnti sinni vinnu af
alúð og ábyrgð. Hann var mjög
vinnusamur enda var oftast leit-
að til hans þegar finna þurfti
mann til að stýra burðarvirkja-
hönnun í stórum verkefnum á
stofunni. Þannig var tryggt að
verk yrði vel af hendi leyst og
innan þess tíma- og kostnaðar-
ramma sem til verksins var sett-
ur. Sigurður var í upphafi starfs
míns á stofunni ein af mínum
fyrirmyndum og félagi sem allt-
af var hægt að leita til við úr-
lausn verkefna enda vann ég þá
oft undir hans stjórn. Síðustu
árin hafa málin þó þróast þannig
að Sigurður var orðinn undir-
maður minn á byggingarsviði
Verkís en Verkís varð til við
sameiningu nokkurra verk-
fræðistofa. Sigurður var einn af
máttarstólpum sviðsins á sviði
burðarvirkja og naut mikils
trausts hjá viðskiptavinum okk-
ar og mér ómetanlegur styrkur
við rekstur sviðsins. Að hafa
mann eins og Sigurð til að stýra
verkefnum á sviðinu er ómetan-
legt og verður seint þakkað.
Erfitt verður að fylla skarð það
sem hann skilur eftir í hópnum
en við búum þó að því að hann
hefur verið ötull við að leiðbeina
yngri mönnum.
Sigurður greindist með
krabbamein fyrir nokkrum ár-
um sem hann hefur barist hat-
rammlega við og nú orðið að lúta
í lægra haldi fyrir. Þessu mót-
læti hefur hann tekið af æðru-
leysi og reynt að sinna vinnu
sinni eins og fyrr en þó með
breyttri forgangsröðun.
Ég kveð núna góðan félaga og
vin sem ég hef borið mikla virð-
ingu fyrir og lært mikið af.
Ég sendi þér, Margrét, börn-
unum og barnabörnum mínar
innilegustu samúðarkveðjur
sem og fyrir hönd okkar félag-
anna á byggingasviði Verkís.
Megi góður Guð styrkja ykkur á
erfiðri stund.
Flosi Sigurðsson.
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2012
Munið minningarkort
Styrktarfélags
krabbameinssjúkra barna.
Pantanir á www.skb.is eða
í símum 588 7555 eða 897 8974.Til minningar um
hefur Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna
verið færð minningargjöf
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna
Hlíðasmári 14 - 201 Kópavogur
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför eigin-
konu minnar, móður okkar, tengdamóður
og ömmu,
GUÐLAUGAR OTTÓSDÓTTUR,
Laugarnesvegi 87,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Reykjavík fyrir góða
umönnun.
Guðjón Eyjólfsson,
Eyjólfur Guðjónsson,
Ottó Guðjónsson, Guðbjörg Sigurðardóttir,
Karólína Guðjónsdóttir,
Áslaug Guðjónsdóttir, Steinþór Pálsson,
Gunnar Guðjónsson, Marta Svavarsdóttir
og barnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓHANN KR. ÁRNASON
skipasmiður,
Njörvasundi 30,
Reykjavík,
andaðist á Landakotsspítala aðfaranótt
föstudagsins 9. nóvember.
Útför hans fer fram frá Langholtskirkju mánudaginn
19. nóvember kl. 15.00.
Blóm eru afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans
er bent á líknarstofnanir.
Sigríður Magnúsdóttir,
Laufey Jóhannsdóttir, Skúli Gunnar Böðvarsson,
Árni Jóhannsson, Theódóra Þórarinsdóttir,
Kristján Jóhannsson, Jóhanna Jenný Bess Júlíusdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín, tengdadóttir, systir,
mágkona og frænka,
DRÖFN LÁRUSDÓTTIR,
Dalhúsum 73,
Reykjavík,
sem lést á líknardeild Landspítala, Kópavogi,
þriðjudaginn 6. nóvember, verður jarðsungin
frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 21. nóvember kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Ljósið eða önnur líknarfélög.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Ásmundur Einarsson.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÓNAS ÞÓRÐARSON
framreiðslumaður,
Öldugranda 1,
Reykjavík,
andaðist mánudaginn 12. nóvember.
Útförin auglýst síðar.
Sanný Jónasdóttir, Darrel F. Schneider,
Guðrún Jónasdóttir,
Ingibjörg Jónasdóttir, Kristján S. Birgisson,
Vignir Jón Jónasson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Við þökkum auðsýnda samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar okkar ástkæru
móður, tengdamóður, ömmu, langömmu,
systur og mágkonu,
KRISTÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
Lækjasmára 4,
Kópavogi,
sem lést laugardaginn 8. september.
Sigríður Rafnsdóttir, Guðmundur Þór Björnsson,
Margrét Júlía Rafnsdóttir, Sigurður Haukur Gíslason,
barnabörn og langömmubörn,
María V. Guðmundsdóttir, Viðar S. Guðjónsson.
Hrefna
Daníels-
dóttir
✝ Hrefna Daníelsdóttir fædd-ist á Akranesi 16. apríl
1933, hún lést á Sjúkrahúsi
Akraness hinn 29. október 2012.
Útförin fór fram frá Akra-
neskirkju 5. nóv. 2012.
Til þín elsku mamma.
Ég kveð þig, hugann heillar minning
blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Saknaðarkveðja,
þín dóttir,
Sigrún.