Morgunblaðið - 16.11.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.11.2012, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2012 Dalvegi 10-14 ▪ 201 Kópavogur ▪ Sími: 595 0570 ▪ parki.is Plankaparket í miklu úrvali Bjóðum einnig upp á sérframleitt parket eftir óskum hvers og eins. Burstað, lakkað, olíuborið, handheflað, reykt, fasað, hvíttað, eða hverning vilt þú hafa þitt parket ? Láttu drauminn rætast hjá okkur. Björn Jóhann Björnsson Una Sighvatsdsóttir „Maður er aðeins vonbetri en áður með að þetta sé að ná til eyrna ráðamanna og það verði brugðist við með einhverjum hætti. Allir gera sér grein fyrir að hér varð efnahagshrun, við fundum vel reiði fólksins í mótmælunum á Austur- velli og vitum vel hvert ástandið er. Það vantar fé í mörg brýn verkefni en öryggi borg- ara og lögreglu- manna hlýtur að vera í fremstu röð þegar kem- ur að útdeilingu fjármuna,“ segir Snorri Magnús- son, formaður Landssambands lög- reglumanna, sem var á pöllum Al- þingis í gær þegar fram fór sérstök umræða um skipulagða glæpa- starfsemi og stöðu lögregluemb- ættanna í landinu. Málshefjandi var Jón Gunnarsson þingmaður og innanríkisráðherra til svara. Öryggi fólks lætur undan Frm kom í umræðunum að þörf væri á 500 milljóna króna fjárveit- ingu aukalega til að koma í veg fyr- ir frekari uppsagnir og fækkun lögreglumanna og standa þannig vörð um öryggi bæði borgara og lögreglumanna. Voru þingmenn bæði stjórnar og stjórnarandstöðu sammála um að aðgerða væri þörf. Þingmenn vísuðu m.a. í frétt Morgunblaðsins frá í gær um að sýslumannsembættið á Selfossi sæi fram á að segja upp fjórum lög- reglumönnum vegna fjársveltis. „Það er ljóst hvað lætur undan og það er öryggi borgaranna,“ sagði Tryggvi Þór Herbertsson, Sjálf- stæðisflokki. „Í Þingeyjarsýslu er einn lögreglumaður á vakt á svæði sem er stærra en sem nemur Ísrael og hluta af Egyptalandi. Einn mað- ur á vakt, það sér hver maður að þetta gengur ekki upp.“ Snorri sagði við Morgunblaðið eftir umræðurnar að 500 milljónir króna til viðbótar væru dropi í haf- ið miðað við að útgjöld til lögregl- unnar hefðu dregist saman um 2,8 milljarða króna undanfarin tvö ár, framreiknað til dagsins í dag. Það hefði fengist staðfest í þingumræð- unni. „Þetta er gríðarlega mikið högg sem stéttin hefur orðið fyrir. Það er verið að biðja um hið ómögulega að ætla lögreglustjór- um að reka embættin með þessum hætti,“ sagði Snorri. Hann sagðist telja að staða lög- regluembætta væri í mörgum til- vikum svipuð og á Selfossi. „Hún getur verið mismunandi eftir stöð- um en alls staðar er hún slæm,“ segir Snorri og bendir á að lög- reglumenn hafi undanfarin fjögur ár ítrekað bent á áhrif fjársveltis- ins sem löggæslan býr við. „Lögreglustjórar eru að gera sitt besta við alveg gríðarlega erf- iðar aðstæður og þeir hafa í raun unnið kraftaverk í að nota það fjár- magn sem til fellur. Alls staðar er verið að keyra á lágmarksmann- skap,“ segir Snorri. Ástandið grafalvarlegt Á undanförnum árum hefur stöðugildum innan lögreglunnar fækkað um 80, sem er vel yfir 10% af mannskapnum í heild. Árið 2007 voru lögreglumenn í landinu ríf- lega 700 talsins en eru í dag í kringum 650. Fram kom í mannaflagreiningu ríkislögreglu- stjóra árið 2006 að árið 2012 yrði þörf fyrir um 900 lögreglumenn til að sinna lögboðinni skyldu lög- gæslunnar. „Ef við förum lengra aftur, og miðum við þá miklu yfirvinnu sem þá var unnin, erum við í raun að tala um mun fleiri ársverk en 80 sem hafa farið úr lögreglunni. Landssambandið hefur margbent á að ástandið er grafalvarlegt og hef- ur verið lengi. Ábyrgð á því ber fjárveitingavaldið en við lifum í þeirri von að loksins verði farið að hlusta á okkur,“ segir Snorri að endingu. Morgunblaðið/Ómar Löggæslan Stöðugildum innan lögreglunnar hefur fækkað um 80 á síðustu 4-5 árum. Lögreglumenn eru um 650 í dag en talið að þeir þyrftu að vera um 900 talsins. 500 milljónir dropi í hafið  Fjársvelti lögreglunnar til umræðu á Alþingi í gær  Útgjöld til löggæslu hafa á tveimur árum dregist saman um 2,8 milljarða  „Þetta gengur ekki upp“ Ríkisendurskoðun telur gjafabréf, sem Sigurður Helgi Guðmundsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri hjúkrunarheim- ilisins Eirar, lét Eir greiða vera örlætisgerning. Telur Ríkisendur- skoðun að gefa eigi Sigurði Helga kost á að endur- greiða bréfið. Framkvæmdastjóri Eirar, Sig- urður Rúnar Sigurjónsson, óskaði í síðasta mánuði eftir rannsókn á reikningi upp á 200 þúsund krónur sem Sigurður Helgi lét Eir greiða. Um var að ræða gjafakort hjá Ice- landair sem notað var til kaupa á far- miðum. Í bréfi Ríkisendurskoðunar til Sig- urðar Rúnars kemur fram að um ör- lætisgerning sé að ræða af hálfu fyrrverandi framkvæmdastjóra sem honum hafi verið óheimilt að standa fyrir án sérstaks samþykkis stjórnar Eirar auk viðeigandi skýringa í bók- haldi og skýrslu til skattyfirvalda. Ríkisendurskoðun leggur til að fyrrverandi framkvæmdastjóra verði gefinn kostur á að ljúka málinu með því að endurgreiða andvirði gjafa- bréfsins innan tiltekins frests. Verði hann ekki við þeirri málaleitan sé nauðsynlegt, að mati Ríkisendur- skoðunar, að huga að næsta skrefi í málinu og er Ríkisendurskoðun reiðubúin til að láta í ljós þá mögu- leika sem eru í stöðinni. Sagði störf sín ekki orka tvímælis Í tilkynningu til fjölmiðla í gær sagðist Sigurður Helgi Guðmunds- son, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eirar, hafna því alfarið að störf hans hafi orkað tvímælis. Hann sagðist fagna því ef gerð verður úttekt á rekstri hjúkrunarheimilisins. „Hún mun væntanlega leiða í ljós hvort eitthvað hafi verið athugavert við störf mín sem framkvæmdastjóri eða við störf stjórnar heimilisins á þess- um tíma. Í því ljósi tel ég ekki rétt að tjá mig frekar um málið á þessu stigi.“ Aðspurður segir Sveinn Arason ríkisendurskoðandi að ekki hafi bor- ist beiðni um að úttekt verði gerð á rekstri hjúkrunarheimilisins. guna@mbl.is Fái að end- urgreiða gjafabréf  Örlætisgerningur að mati Ríkisendur- skoðunar Íslandsmótið í at- skák verður hald- ið dagana 16.-18. nóvember. Allir bestu og virkustu skák- menn landsins eru skráðir til keppni. Tefldar verða 7 umferðir frá kl. 19.30-22.30 á föstudagskvöld og frá kl. 12.30-16.30 á laugardegi. Fjórir efstu tefla síðan á sunnudegi kl. 14.00 í undanúrslitum. Teflt verður í Hlöðunni í Gufu- nesbæ í Grafarvogi. Skákdeild Fjölnis hefur umsjón. Mótið er helg- að minningu Sturlu Péturssonar sem var einn af stofnendum TR. Skákdeild Fjölnis hefur umsjón með framkvæmd mótsins. Hjörvar Steinn Grétarsson, 19 ára Grafarvogsbúi, hefur unnið Atskákmót Íslands síð- ustu tvö árin. Íslandsmótið í atskák hefst í kvöld Hjörvar Steinn Grétarsson Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra staðfesti fyrirspurn Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálf- stæðisflokksins, í umræðunum á Alþingi í gær, um að dregið hefði úr útgjöldum til lögreglu sem næmi 2,8 milljörðum á tveggja ára tímabili. Það helgaðist af þeim vanda sem þjóðin glímdi við vegna fjár- lagahalla ríkisins. Ögmundur benti á að á tveggja ára tímabili hefði um 100 milljónum króna verið var- ið til að efla lögregluna við að takast á við skipu- lagða brotastarfsemi. „En þótt ég telji að lögreglan sé í stakk búin að takast á við það verkefni þá má betur gera.“ „Það má betur gera“ INNANRÍKISRÁÐHERRA Í UMRÆÐUM Á ALÞINGI Ögmundur Jónasson Snorri Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.